Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vatna- meyjan á Pollinum VATNAMEYJA Mcnningarborg- arinnar sveif um Pollinn á Akur- eyri síðastliðið föstudagskvöld bæjarbúum og þátttakendum í leiklistarhátíð Bandalags ís- lenskra leikfélaga (BÍL) til ánægju og yndisauka. BIL 2000, sem lauk um helgina, var á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 og var meyjan liður í fram- lagi Menningarborgar til hátíðar- innar. Vatnameyjan er hugverk finnska danshöfundarins Reijo Kela sem þekktur er fyrir um- hverfistengd verk sín. Kela hann- aði verkið fyrir norrænu menning- arborgirnar þrjár en í þeim öllum eru vötn og tjarnir innan borgar- markanna. Á þessum vötnum birt- ist vatnameyjan af og til yfir sumartímann, oftar en ekki öllum að óvörum. Hvitklædd og ósnert- anleg svífur hún á yfírborði vatns- ins. Vatnið er hennar heimur, þar lifir hún á mörkum hins mögulega, upphefur raunveruleikann og gef- ur áhorfendum nýja sýn á um- hverfið. _ Flytjandi verksins á íslandi er Ólöf Ingólfsdóttir dansari. Vatna- meyjan hefur m.a. birst á Tjörn- inni, á Rauðavatni og í sundlaug- inni í Laugardal. Ein sýning verður flutt samtímis í öllum borgunum þremur og dansarar frá Helsinki og Björgvin taka þátt í sýningu í Reykjavík um miðjan ágúst nk. Verkefnið er unnið í samvinnu við Norræna húsið í Reykjavík. Ljósmynd/Rúnar Pór Meistarasmiðja með TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðar gengst fyrir alþjóðlegri smiðju (masterclass) íyrir píanóleikara dagana 9.-16. júlí. Leiðbeinandi er Philip Jenkins, yfirprófessor í píanódeild Royal Scottish Aeademy of Music and Drama í Glasgow. Ætlast er til að virkir þátttakend- ur hafi lokið einleikaraprófi eða muni ljúka því á næstu misserum. Auk virkra þátttakenda er námskeiðið opið áheyrnarþátttakendum meðan húsrúm leyfir. Æskilegt er áheymamemendur staðfesti þátttöku sina fyrir 1. júlí. Enginn verður þó Philip Jenkins Philip Jenkins útilokaður meðan húsrúm leyfir og verður einnig selt á heila sem hálfa daga. Námskeiðsdagana verður skólinn opinn til æfinga fyrir hádegi, en kennt er frá kl. 13-19. Smiðjunni lýkur með tónleikum virkra þátttakenda sunnudaginn 16. júlí kl. 17. Sunnudaginn 9. júlí kl. 20 verða tónleikar með nemanda Philips, Marinu Nadriadze. Hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og unnið margar keppnir. Þá leikur Einar Jóhannesson klarinettuleikari með Philip miðvikudaginn 12. júlí kl. 20. Brasflskur blóðhiti TðNLIST Sa 1 u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Brasflsk tónverk eftir Krieger, Zenamon, Medaglia, Miranda, Nazareth og Villa-Lobos. Cello Trio (Márcio Cameiro, Matias de Oli- veira Pinto & Peter Dauelsberg, selló). Laugardaginn 24. júní kl. 17. BRASILÍA, fimmta stærsta land jarðar, hefur ekki skilað ýkja miklu norður hingað af tónlist. Við höfum fengið smjörþef þaðan af dönsum eins og sömbu, bossa nova og lam- bada, en hver kannast við önnur brasílsk tónskáld en Heitor Villa- Lobos? Það væri þá í allra mesta falli Emesto Nazareth (1863-1934, hafi munnleg kynning skilað sér óbrengluð), sem kallaður hefur verið Scott Joplin Brasilíu. I því ljósi var málabót að heim- sókn brasílska Cello Trio-hópsins sem kom fram í Salnum á laugar- daginn var við dræma aðsókn, enda brakandi sólskinsveðrið óvenjulegt og ekki til inniveru fallið. Sellótríóið var stofnað á aldarafmælisári selló- unnandans Villa-Lobos 1985, og hef- ur í efnisskrá sinni lagt áherzlu á tónlist suður-amerískra höfunda, mikið til í eigin útsetningum, en einnig flytur hópurinn ný evrópsk verk í vaxandi mæli. Starfa bras- ílsku meðlimirnir við kennslu í Þýzkalandi, en sá þýzki í Sao Paulo, og halda reglulega tónleika í Evrópu og árlega í Brasilíu. Edino Krieger (f. 1928) var fyrst- ur á dagskrá, að sögn meðal fyrstu framúrstefnutónskálda í Brasilíu, og flutti hópurinn eftir hann Seresta fyrir þrjú selló, samið á þessu ári til heiðurs Villa-Lobos; að mestu hæg- ferðugt verk með þeim dapra undir- tóni sem einkennir marga brasílska tónlist, og leikið af kyiTlátum þokka. Hópurinn lék síðan tvö verk eftir Jaime M. Zenamon (f. 1953). Marcha dos escravos (Þrælamars) frá 1998 var allviðamikil og tilfinningaþrung- in tónsmíð; að mestu undir tilbrigða- formi og víða áhiifamikil, jafnvel þótt hlustandinn vissi ekki fyrir af lýsingum þess á ömurlegum örlög- um afrískra þræla (Pedro II keisari afnam þrælahald í Brasilíu 1888). Viðaminni var hinn fremur stutti Tango Zenamons í minningu Astors Piazzolla, en þó áheyrilegur. Eftir Julio Medaglia (f. 1938) léku félag- arnir Baiao (dans frá Bahiahéraði); tangókennt danslag í einföldum stíl með grípandi meginstefi, sem hefði losað um lappir í hverju garðteiti. Ronaldo Miranda (f. 1948) átti eftir hlé heiðurinn af fallegu verki frá 1998 sem hann samdi fyrir Cello Trio, Endm'skin, sem reyndist á köflum hin magnþrungnasta smíð; hljómrænt vel útfærð og þétt skrif- uð, en einnig furðu aðgengileg, þrátt fyrir allnútímalegt tóntak, kannski ekki sízt vegna rytmískra kafla, er vísuðu stöku sinni til Piazzolla og Villa-Lobosar. Frjálstónöl útfærslan var fersk og hnitmiðuð, og niður- lagshlutinn beinlínis ólgaði af blóð- hita í líflegum flutningi tríósins. Þrír brasílskir tangóar eftir Nazareth minntu mest á ragtime- stíl Lambs og Joplins og „salon“- tónlist í anda Gottschalks, en voru leiknir af sömu samstilltu natninni og hin meira krefjandi verk. Loks voru tvö verk eftir Villa-Lobos (1887-1959). Söngur jarðar hófst á streymandi laglínum en færðist síð- an yfir i hrynfastara og danskennd- ara ferli. Litla lestin frá Caipira var síðast á skrá. Hljómsveitarverkið var hér í útsetningu tríófélagans de Oliveira Pintos; bráðskemmtileg lýsing á aflóga lítUIi gufulest, og að því leyti ólík óði Honeggers til óheftrar orku risaeimreiðar í fræg- um sinfóníuþætti hans Pacific 231 (bæði tónskáldin voru lestaraðdá- endur), en því gáskaíyllri í smærra sniði sínu - sennilega ryðbrunnið kríli á við grjótflutningslestina á einu jámbraut íslendinga milli Reykjavíkurhafnar og Öskjuhlíðar um síðustu aldamót. Túlkun tríósins á lestarferðinni, með kostulegum tónmálverkum af hvinum, hvæsum, hraðaaukningu, ískri í teinum og baulandi flautu, voru í fullu sam- ræmi við allan undanfarinn hníf- samstilltan og innlifaðan flutning þeirra félaga og enn til að auka á sumarskap tónleikagesta, þegar menn gengu út í heiðríkjuna að leikslokum. Ríkarður Ö. Pálsson LANDIÐ Eitt af verkunum á sýningu Kristínar Pálmadóttur á Mokka. MYIVDLIST M o k k a LJÓSMYNDAÆTINGAR KRISTÍN PÁLMADÓTTIR Opið á afgreiðslutíma Mokka.Til 10. júlí. Aðgangur ókeypis. UM er að ræða Ijósmyndaætingar unnar á stálplötur og er hver mynd þrykkt af tveimur plötum. Þótt myndirnar séu þiykktar af sömu plötunni er engar myndir eins og hvert eintak þannig einstakt svona líkt og gerist í einþrykki, og því er kennimark aðferðarinnar E.V. Edit- ion Varies, sem útleggst; breytilegt þrykk. Viðfangsefni sýningarinnar er margbreytileiki náttúrunnar við fót- mál okkar. Gerandinn Kristín Pálma: dóttir stundaði myndlistarnám í MHI á árunum 1990-94 og valdi grafík sem sérgrein. Hún hefur haldið nokkrar minni sýningar í Reykjavík, þar af eina í Mokka 1995, og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og er- lendis og dvaldi á Kjarvalsstofu í París sumarið 1997. Ekki veit ég hvort grafikverkstæðið á listastofn- uninni var þá komið í gagnið, en hins vegar er eitt nafnkenndasta stein- þrykkverkstæði í heimi, Clot & Bramsen, í næsta nágrenni, nánar til- tekið við þá merkilegu og myndrænu götu Rue Vieille du Temle, rekið í annan ættlið af Dananum Peter Bramsen. Hið síðasta kom upp í huga rýnis- ins vegna þess að það er svo margt gamalt og gróið í hverju fótmáli á þessum slóðum í Marais-hverfi, sjálf- ar göturnar og öngstrætin jafn áhugaverð og myndræn gömlu hús- unum við þau, saga í hverju skrefi. Áréttar að hið myndræna er allt um kring og að hugmyndaauðgin og efnistökin eru það sem máli skiptir í myndlistinni, jafnframt að hið smáa er jafn h'tið smátt og hið stóra er stórt. Þetta er og viðfang Kristínar Pálmadóttur sem byggir myndheim sinn á blæbrigðaríkidæmi þeirrar magnþrungnu veraldar sem liggur við fætur okkar hvert fótmál. Og ekki verður annað sagt en að hún hafi góða tilfinningu fyrir þeim auðæfum, einkum hinu fínlegra blæbrigðaríki- dæmi og um leið efnisáferð filmuæt- ingarinnar. Myndimar eru afar hreint og klárt útfærðar, sem er mik- ill kostur í allri grafík, minnir ekki svo lítið á ýmsar aðferðir hinnar fornu ætitækni en þó í annarri og nærtækari útfærslu. Þetta eru afar þekkilegar og áhugaverðar myndir, þurfa þó meiri birtu en fyrir er á staðnum og skila sér þannig ekki til fulls. Ljóst má vera að Kristín Pálma- dóttú' býr yfir góðri tilfínningu fyrir blæbrigðaríkidæminu sem liggur frá hvítu í svart, sem er góður og því mið- ur alltof fágætur eiginleiki, enda þarf hér drjúga þjálfun til sem lítil rækt er lögð við í listaskólum er svo er komið, líkt og sjálfu litaspjaldinu. Fróðlegt væri að sjá listakonuna spreyta sig í þessari tækni í atkvæða- meiri myndheildum, en hlutlausar átakalitlar myndheildir virðast helst liggja fyrir íslenzkum grafíklista- mönnum um þessar mundir og hver vill ekki vera „trendy" í frumleika sínum? Sýningunni er vel fyrir komið, en nú er af sem áður var um hið frábæra upplýsingaflæði sem frammi lá á staðnum, sem var líkast ljósflæði í myrkri og aðrir sýningarsalir hefðu átt að taka til fyrirmyndar, illu heilli virðist Mokka í þess stað komið inn í rökkrið til þeirra. Viðbætir við rýni um leiðsögurit Varðandi rýni um leiðsögurit um íslenzka byggingarhst er birtist í blaðinu fyrir helgi var því miður ekki allt kórrétt frá hálfu skrifara og kall- ar á brýna leiðréttingu. Einhvern veginn hafði það fest í mér að aðalhöfundarnir væru tveir, Dennis Jóhannsson og Málfríður Kristjánsdóttir, og var þó engan veg- inn um fljótskrif að ræða. Umboðið til skrifa fékk ég upp í hendumar rétt áður en ég hélt utan og ekki svigrúm til að gera ritinu skil strax, hafði það meðferðis og fyrir vikið gnótt tæki- færa til að fletta í því. Og eins og ég lagði út af í upphafi gat orðalagið orð- ið til grófs misskilnings, einkum við fljótlestur, var þó einungis í framhjá- hlaupi, vísun til annarra skrifa til áréttingar baráttu og hjartansmáU, niðurlag og viðhnýting og hnykkur málsgreinar og sjálfu ritinu óviðkom- andi. Nefndir höfundarnir tveir en ekki einn, sem er auðvitað helmingi meira og betra. En þeir voru fleiri: Ritstjóm: Dennis Jóhannsson arki- tekt fonnaður, Albína Thordarson arkitekt, Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt og leiðsögumaður og Sigríð- ur Ólafsdótth- arkitekt. Höfundar: Dennis Jóhannsson arkitekt, Hjör- leifur Stefánsson arkitekt, minjast- jóri Þjóðminjasafns Islands, Málfríð- ur Kristjánsdóttir arkitekt og leiðsögumaður, Nikulás Úlfar Más- son arkitekt, deUdarstjóri húsadeUd- ar Árbæjarsafns, og Sigríður Ólafs- dóttirarkitekt. Það sem mér yfirsást við flettingu ritsins var að skoða nánar lista yfir alla þá í smáletri sem komu nálægt gerð þess, en hann var einmitt svo langur og ríflegur að útilokað var að koma honum öllum að í skrifunum, og þar liggur hundurinn grafinn. Mis- tökin eru þannig ekki alfarið mín sök, reyni jafnan að gæta fyUstu ná- kvæmni hér, minni á að ritstjóm og höfundar em eitt en vinnsluferh ann- að, eins og hugmynd eitt, útfærsla annað. Þannig hefðu mistökin verið útilokuð ef þetta hefði verið greini- lega aðskilið og til muna farsælla á öðmm stað, nóg var um autt rými, jafnvel framan á sjálfri kápu. Mögu- leikarnir þá stjamfræðilegir. Hvað sem öðm líður er rétt og skylt að biðjast velvirðingar. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.