Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 29
LISTIR
Allir í feluleik
Ljóð í sumarferðalag*ið
KVIKMYIVDIR
II á s k ó I a b í ó
EAST IS EAST
'k'kík
Leikstjóri: Damíen O’Donnell.
Handrit: Ayub Khan-Din eftir eigin
leikriti. Aðalhlutverk: Om Puri,
Linda Bassett, Jimi Mistry, Raji Ja-
mes, Jordan Routledge, Emil
Marwa, Chris Bisson og Ian Aspin-
all. Film Four 1999.
KÓMEDÍA með alvarlegum und-
irtón eða drama með góðum brönd-
urum? Ég veit ekki alveg hvernig ég
ætti að flokka myndina East is east
og varla um hvað hún fjallar í stuttu
máli, því hér er komið mjög víða við
og myndin hefur ótrúlega breiða
skírskotun þótt hún gerist við sér-
stakar aðstæður. í henni segir frá
George Khan, Pakistana sem kom til
Englands fyrir 25 árum. Hann skildi
eiginkonuna eftir, giftist hinni ensku
Ellu og átti með henni sex syni og
eina dóttur. Þau reka búllu sem selur
fisk og franskar í dæmigerðu ensku
verkamanna- og innflytjandahverfí.
George er staðráðinn í því að gifta
syni sína, sem finnst þeir breskir í
húð og hár, góðum pakistönskum
stúlkum. Fyrsti sonurinn hljópst á
brott frá altarinu og George afneit-
aði honum eftir það. Þvílík skömm
fyrir fjölskylduna! Þegar hann reyn-
ir að gifta tvo næstu syni sína fer
hins vegar allt í bál og brand.
Þetta er vissulega mynd um það
hvernig tveir menningarheimar rek-
ast á, vondu hliðarnar og góðu hlið-
arnar, en eiginlega er þetta meira
mynd um virðingu. Um þá virðingu
sem foreldrar verða að bera fyrir
þeirri staðreynd að börnin þeirra eru
sjálfstæðir einstaklingar með sjálf-
stæða sjálfsmynd og vilja. Þessi víða
mannlega skírskotun er á alheims-
vísu og skýrir sjálfsagt vinsældir
myndarinnar um allan heim. Það er
kraftaverki líkast hversu margar
persónur eru kynntar til leiksins og
á það hnitmiðaðan máta að maður
fær samúð með þeim öllum. Leikar-
arnir standa sig einnig frábærlega,
þótt mörg þeirra hafí ekki mikla
reynslu. Maður trúir því strax að þau
Kvenleg
orka í
högg-
myndum
GERHARD König hefur opnað
höggmyndasýningu í garðinum
á Dalsá í Mosfellsdal og hefur
yfirskriftina Af Jörðu, mæðr-
um og trjám.
Gerhard König er fæddur ár-
ið 1949 í S-Þýskalandi. Hann
nam höggmyndalist í Sviss og
hefur starfað sjálfstætt að list
sinni í áraraðir. Jafnframt hef-
ur hann kennt þau fræði í Wal-
dorfskólum í Sviss og Þýska-
landi. Við listsköpun sína notar
Gerhard einkum rekavið sem
víða finnst á ströndum lands-
ins. Gerhard hefur búið á ís-
landi undanfarin þrjú ár. Hann
hefur veitt smíðastofu Sól-
heima í Grímsnesi forstöðu
ásamt Lárusi Sigurðssyni.
Árið 1998 hélt Gerhard sýn-
ingu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Meginþema þeirrar sýningar
voru fiskar og hvalir og nefnd-
ist hún I merki fiskanna. A
þessari sýningu fæst hann við
samhengið milli kvenleikans og
náttúrunnar.
Fyrri sýningin innihélt einn-
ig þessa feminísku eða kven-
legu hugsun sem Gerhard tjáir
hér. Sýning Gerhards König
fjallar um kvenlegu oi’kuna og
tengsl hennar við jörðina.
Sýningin stendur til 9. júlí.
séu ein stór fjölskylda og manni þyk-
ir hún yndisleg og lifir sig af fullum
krafti inn í myndina, langar oftast
bæði til að hlæja og gráta.
Om Puri leikur George og tekst að
gefa honum mjög mannlega hlið.
Þótt mann langi helst til að berja
hann, þá skilur maður hvernig hon-
um líður. Hann er að reyna að bæta
upp fyrir það að hann á breska konu
og bresk börn, og ætlar að láta syni
sína gera það. Hann er í örvæntingu
sinni að reyna að halda virðingu inn-
an samfélags Pakistana þar sem
hann finnur sig sem einstaklingur.
Þótt hann sé í rauninni um leið að
ræna börnin sín einmitt því sama þá
heldur hann í þröngsýni sinni að það
sé þeim fyrir bestu. Hann er því ekki
vondi karlinn í myndinni og enginn
er það, heldur eiginlega aðstæðurn-
ar. Linda Bassett er yndisleg sem
mamman sem elskar bömin sín og
vill vemda þau en elskar manninn
sinn líka og er að reyna að gera gott
úr öllu. Hún á mörg mjög sterk atriði
í myndinni.
Þetta er mjög fyndin mynd en sum
atriðin fara jafnvel yfir strikið. En
húmorinn liggur líka í tragískari at-
riðum eins og hvernig allir em að
reyna að fela það sem þeir í rauninni
em og vilja vera; hvernig krakkarnir
stelast til að borða pylsur og annan
„óþverra" þegar pabbi er ekki
heima. Allir em í feluleik. Stelpan
vill helst vera í fótbolta, verkfræði-
neminn er í raun listanemi, sæti
gæinn að dandalast með hvítum
stelpum, en einn sonurinn reynir að
þóknast pabba sínum með því að
gefa sig trúnni á vald. Og það sem
mér fannst fallegast í myndinni var
litli strákurinn Sajid sem alltaf gekk
um með hettuna á hausnum, var alls
staðar og hvergi, og gangandi dæmi
um vanlíðanina í fjölskyldunni sem
enginn vildi sjá. Algjör gullmoli.
Það eru ótnilega margir og sterk-
ir góðir punktar í þessari mynd og
það er ekki annað hægt en að halda
áfram að hugsa um hana að sýningu
lokinni. En ef maður kærir sig ekki
um það þá virkar hún algjörlega sem
gamanmynd líka, þannig að hún ætti
að geta komið við flesta á einhvern
hátt.
BOKMENIVTIR
Ljóðadiskur
FLUGMAÐUR
Andri Snær Magnason og niúm.
Leiknótan ehf. 1999
LJÓÐADISKUR sá sem hér er til
umfjöllunar kom út fyrir síðustu jól
og hefur því verið í fórum undirritað-
rar í hálft ár. Sjálfsagt er að biðjast
afsökunar á því hversu seint umfjöll-
unin er á ferðinni en
það er þó ekki svo að
diskurinn hafi legið
óhreyfður meðal bók-
anna á vinnuborði
gagnrýnandans, öðru
hverju hefur honum
verið brugðið undir
geislann og gagnrýn-
andi sannreynt að á
þessi ljóð má hlusta aft-
ur og aftur án þess að
fá leið á látlausum
flutningi höfundar ljóð-
anna við seiðandi und-
irspil múm-félaga.
Andri Snær hefur
áður sent frá sér tvær
ljóðabækur, smásagna-
safn, barnabók, leikrit
og fræðirit. Verk hans einkennast af
frumleika og skemmtilegri úrvinnslu
á hefð og nútíma. Hann hefur hlotið
verðskuldað lof fyrir flest sín verk og
ekki spillir það verk sem hér um
ræðir fyrir þeim orðstír sem hann
hefur þegar skapað sér.
Ljóðadiskurinn, sem ber titilinn
Flugmaður, hefur að geyma 24 ljóð.
Disknum er skipt upp í fimm hluta
og fyrstu fjórir hlutamir geyma
ljóðalesturinn við undirspil, en síð-
asti hlutinn er ljóðlaus eða eins og
segir á bakhlið umslags: „múm spilar
la la la“. Fyrsti hlutinn samanstend-
ur af sjö Ijóðum sem hafa ekki birst
áður á bók, en næstu þrír hlutar
geyma hins vegar ljóð úr fyrstu bók
Andra Snæs: Ljóðasmygl og skálda-
rán, sem kom út 1995. Meirihluta
ljóðanna á disknum mætti flokka
sem prósaljóð. í þeim er sögð stutt
saga sem jafnvel geymir húmoríska
vísun í bókmenntaarfinn og endirinn
er oft skemmtilegur - stundum
óvæntur. Gott dæmi um slíkt ljóð er
eftirfarandi ljóð:
Hetjan
Hann sem hafði lagt fleiri að velli en nokk-
ur okkar hinna og aldrei dvalist lengur en
til dögunar í rúmum þeirra hnaut um stól á
. leiðinni út einn laugardagsmorguninn.
Honum varð litið til rúmsins og vífsins í
rúminu. Þá mælti hann: Fögur er stúlkan
svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur
sýnst, bleikir vangar en slegið hár og mun
ég ríða aftur og fara hvergi
í dag búa þau í Árbænum.
Annað ljóð þar sem
höfundur bregður á
álíka leik með arfinn er
„Fuglinn trúr sem fer“,
þar sem aldraður
þröstur og styttan af
Jónasi Hallgrímssyni
eru í aðalhlutverki.
Fleiri Ijóðanna fjalla
um nútímann á
skemmtilegan hátt, líkt
og í ljóðinu hér að ofan.
Hér má nefna ljóðin
„Regnbogi" og
„Þrekstigi" sem dæmi.
Hið fyrmefnda er afar
snjöll lýsing á óska-
stund í (óljóðrænu)
borgarumhverfi.
Annar hluti disksins
ber yfirskriftina „Myndir af Mel-
rakkasléttu“og þar yrkir Andri
Snær undir hinu japanska hæku-
formi og tekst mjög vel að draga upp
meitlaðar náttúrumyndir:
í víghreiðrunum
klekjast út loftárásir
komandi sumra
Fjórði og síðasti ljóðahlutinn hef-
ur síðan að geyma nokkur ástarljóð
sem eru áhrifarík í einfaldleika sín-
um og meitluðum myndum. Gott
dæmi er ljóðið „Hekla“:
Ast mín á þér er eins og Hekla
á yfirborðinu virðist hún kulnúð
ogútbrunninn
enundirniðriólgarhún
ogáðurenvarir
brýsthúnút
mig langar til að fylla þig
með mínum lífsins
kvikustrókum
Ljóð Flugmannsins eru í heildina
skemmtilega fjölbreytt og rödd
Andra Snæs nýtur sín vel við lág-
stemmdan undirleik múm. Hljóm-
sveitina skipa þau Gunnar Örn
Tynes, Gyða Valtýsdóttir, Kristín
Anna Valtýsdóttir og Örvar
Þóreyjarson. Hljóðfærin sem þau
nota til undirspils við ljóðaflutning-
inn eru gítar, harmoníka, melódíka
og Casio hljómborð, auk þess sem
þau nýta sér hljóð fartölvu og Game
Boy tölvuspils „til að skapa ljóðræn-
ar og fallegar stemningar“, eins og
segir á bakhlið umslagsins. Útkom-
an er ákaflega góð; tónlistin er fljót-
andi og seiðandi í senn, gengur full-
komlega upp sem undirspil við
ljóðin. Saman mynda tónlist og ljóða-
lestur sterka heild og hvort um sig
eykur hinu blæbrigði. Ég mæli með
þessum ljóðadiski sem ferðafélaga í
sumarferðalög.
Hilriur Loftsdottir
(reu^)
H/-TEC
ddKÍas
SPEEDÖ^-
Rccboh
OZON
GEAR
Verö áöur Verö nú
Sundbolir 2.500-3.500 kr. 1.490 kr. Gott start fyrír sumaríð!
Regnjakkar 5.990 kr. 2.490 kr. Mikið úrval af íþróttagöllum, peysum,
Reebok skór 4-10.000 kr. buxum, hlaupaskóm, sandölum, regnjökkum, 990-1.990 kr. úlpum ofL ofL
Barnaskór m/riflás 3.700 kr. 1.990 kr.
Fótboltaskór 3.990 kr. 990 kr.
*>«
Utivistarjakkar 11.990 kr. 4.990 kr. boltamaður'nn LAUGAVEGI 23 • SÍMI 55 1 5599
Útivistarbuxur 5.990 kr. 2.990 kr.
Svartbakursyngur
umókomnaframtíð
æðarunganna
Soffía Auður Birgisdóttir
HU(GSK(QT
_ ^ rA s»i > t Þ s r v i Þ ío
° I 7
Brúðkaupsmyndatökur
Nethyl 2, sími 587 8044
Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari
Andri Snær
Magnason