Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 35
fMtogiiiiHtiMfr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NÁTTÚRUÖFLIN OG
HINN NÝIÓGNVALDUR
Ð BÚUM í landi sem er í senn
ógnvænlegt og ægifagurt.
Stundum er engu líkara en við
umgöngumst landið eins og hvert ann-
að gæludýr án þess leiða að því hugann
að það er ekki einungis fagurt og tign-
arlegt, heldur einnig - og ekki síður -
hættulegt ef ekki er höfð aðgát í hverju
spori. Jöklarnir búa yfir hættulegum
sprungum, jökulsárnar breytast frá
degi til dags og verða stórhættulegar
yfirferðar þegar klökknar til jökuls.
Þannig getur tiltölulega meinlaust jök-
ulvatn að morgni orðið lífshættulegt
stórfljót uppúr hádegi þegar sól og þíð-
ur andvari hafa látið til sín taka. Hér á
landi hafa orðið sorgleg slys með mann-
sköðum vegna vankunnáttu fólks sem
hefur verið óvant þessum hættulegu
fljótum og er þá bæði átt við útlenda
gesti okkar og Islendinga sjálfa.
En slysin hafa ekki orðið verst vegna
þeirrar ógnar sem býr í landinu sjálfu
né af völdum náttúruhamfara. Osagt
skal látið hvort Suðurlandsskjálfta-
hrinan er gengin yfir og óvarlegt að
fullyrða að hún sé gengin yfir án
mannskaða því að allt getur gerzt, að
því er vísindin herma, og enn nauðsyn-
legt að vera vel á verði. Þó ber að gleðj-
ast yfir því og þakka forsjóninni það
sem af er í þessari hrinu því að ekkert
það hefur gerzt sem ekki er bætanlegt
og í þessum náttúruhamförum hafa
engir mannskaðar orðið. Því ber að
fagna. Hús og brýr hafa að mestu staðið
af sér verstu hrinurnar þó að mikið
eignatjón hafi orðið sums staðar, en allt
er það bætanlegt og vonandi verður
staðið við stóru orðin þegar að því kem-
ur því að ekki getum við látið fólkið í
landinu gjalda þess hvar það hefur búið
sér heimili, fundið kröftum sínum við-
nám og leitað sér lífsafkomu.
Það er þannig við blasandi að for-
varnir hafa skilað árangri og mættum
við ýmislegt af því læra. En hitt blasir
þá einnig við að þrátt fyrir ógn ís-
lenzkra náttúruafla hafa þau ekki vald-
ið stórslysum á okkar tímum, en þessi
sömu öfl hafa gegnum aldirnar gengið
svo nærri þjóðinni að í móðuharðindum
mátti þakka fyrir að fólkið í landinu
þurrkaðist ekki út. A okkar tímum hef-
ur þjóðinni illa blætt vegna sjóslysa, en
svo er guði fyrir að þakka að sjóslys
með miklum mannsköðum heyra að
mestu fortíðinni til og eiga tæknin og
forvarnir mestan þátt í þeirri þróun.
Flugslys hafa nokkur orðið á síðustu
árum, einkum af reynsluleysi og van-
mati, og sem betur fer einungis á litlum
vélum.
A okkar tímum hafa ekki orðið
mannskaðar í miklum og lífshættuleg-
um eldgosum, jafnvel þótt Katla hafi
komið og Eldfell nærri því þurrkað út
Vestmannaeyjakaupstað. Þannig höf-
um við sloppið við mannskæðar nátt-
úruhamfarir og má að sumu leyti þakka
það nýrri tækni og mikilli aðgát. Þó
'hafa slys orðið þegar við höfum reynt á
þolrif náttúrunnar og ekki tekið tillit til
þess að landið er ekki gæludýr en getur
af minnsta tilefni orðið hættulegur ógn-
valdur. En manntjón hefur ekki orðið í
mestu náttúruhamförunum þó að segja
megi að hurð hafi stundum skollið
nærri hælum og er þess þá ekki sízt að
minnast að mannvirki fóru eins og eld-
spýtustokkar með Skeiðarárflóðinu
sællar minningar án þess slys fylgdu í
kjölfarið. Líklega yrði mesta ógnunin af
völdum náttúrunnar nú um stundir ef
eldgos yrði í Mýrdalsjökli og Katla
kæmi með vatnsflóði yfir Mýrdalssand
en það mun geta náð hæð meðalháhýsis
auk firnastórra ísjaka eins og sjá má á
gömlum myndum af Mýrdalssandi eftir
síðasta Kötluhlaup. Það er stórmál að
vera vel á verðinum og reyna að gera
sér grein fyrir hættunni, áður en Katla
kemur með öskufalli og ógnandi
flóðöldu, hvort sem væri norður fyrir
eða yfir Sólheimasand eða þá Mýr-
dalssand, sem oftast hefur orðið.
En hver er þá ógnvaldurinn mikli hér
á landi fyrst það hefur ekki verið nátt-
úran sjálf í okkar tíð? Það er því miður
bifreiðin. Þetta nýja mikilvæga tækni-
undur ógnar lífi fólks hvern dag sem
guð gefur og nú er svo komið að varla
líður sá dagur að við heyrum ekki frétt-
ir af hörmulegum bílslysum um land
allt. Þetta er hin nýja ógn um allar jarð-
ir og höfum við ekki farið varhluta af
henni. Bifreiðin gegnir svo miklu og
mikilvægu hlutverki í lífi okkar að ekki
verður án hennar verið úr því sem kom-
ið er - en umgöngumst við hana eins og
efni standa til? Býr allur sá fjöldi sem
hefur yfirráð yfir bifreiðum yfir nægi-
legri þekkingu og reynslu til að fara
með þær, er þeim ekki ofgert vegna
vankunnáttu og virðingarleysis? Er
mönnum nógsamlega kennt að um-
gangast þessi tryllitæki eins og nauð-
syn krefur - eða hvað er að? Vegirnir
hafa stórbatnað á síðustu árum, en það
virðist ekki duga í síaukinni umferð
eins og fréttirnar af umferðarslysum
dynja yfir okkur flesta daga ársins. Það
er engu líkara en við séum berskjölduð
fyrir þessari ógn. Samt verðum við að
mæta henni af æ meiri festu, rétt eins
og um náttúruhamfarir væri að ræða.
Fyrirbyggjandi aðgerðir verða aldrei
of miklar og rétt innræting aldrei of
metin.
Bifreiðin er nauðsynlegt tæki. Hún
er mikið tækniafrek. En hún er ekki
leikfang, a.m.k. ekki í borgum og bæj-
um eða úti á þjóðvegum. Þar er hún eins
og hver önnur náttúruógn sem við verð-
um að taka tillit til og umgangast eins
og efni standa til.
Slys geta að sjálfsögðu alltaf orðið en
það getur ekki verið eðlilegt ástand að
hryllilegar fréttir af umferðarlysum
berist fjölmiðlum nánast hvern einasta
dag. Það er ekki nóg að lögregluyfir-
völd taki til hendi, fólkið sjálft verður
að líta í eigin barm og gera sér grein
fyrir því að bifreiðin er ekki einungis
þægindi, heldur einnig - og ekki síður -
ógnlegt tryllitæki, ekki sízt í höndum
þeirra sem halda að þetta gæludýr geti
ekki breytzt í lífshættulegt rándýr á
hvaða andartaki sem er.
Allt þetta skulum við hafa í huga þeg-
ar við höldum á Kristnihátíð, svo dæmi
sé tekið, því að gott skipulag, forvarnir
og yfirstjórn lögreglunnar má sín lítils
ef framúraksturssiðferðið situr við
stjórnvöl. Það á raunar við í hvert sinn
sem við setjumst undir stýri.
Við þurfum þannig að horfast í augu
við nýja ógn á nýjum tímum.
Nordfoto
Eyrarsundsbrúin böðuð skini aftansólarinnar. Myndin er tekin frá höfninni í Drager.
Haf og hugur brúaður
Brúin yfír Eyrarsund tengir ekki aðeins
tvær strendur heldur tvær þjóðir og á að
mynda heildstætt svæði án tillits til landa-
mæra, segir Sigrún Daviðsdottir. En það
sem tengir suma stíar öðrum í sundur.
LANDIÐ milli brúnna“
kallaði Marianne Jelved
efnahagsráðherra Dana
Danmörku nýlega. Nafn-
giftin er ekki fjarri lagi. Það hefur
haft töluvert áhrif á hugarfar Dana
undanfarið að Sjáland hefur tengst
Fjóni og um leið meginlandinu
með Stórabeltisbrúnni sem var
opnuð fyrir tveimur árum. Nú
bætist Eyrarsundsbrúin við og
tengir ekki aðeins landshluta held-
ur tvær þjóðir sem fyrr á öldum
elduðu grátt silfur.
Tengingin á ekki að stöðvast við
brúarsporðana heldur á að búa til
úr Skáni og Sjálandi eitt svæði
með um þremur milljónum íbúa í
takt við svæðavæðingu Evrópu.
En það sem tengir suma sundrar
öðrum því brúin hefur áhrif á bæi
eins og Drageyri, sökum þess að
þangað til í fyrra gekk þaðan bíl-
ferja til Svíþjóðar, og eins er lík-
legt að það dragi úr umferðinni
milli Helsingjaeyrar og Helsingja-
borgar.
Flugbátarnir munu eftir sem áð-
ur fara milli Nýhafnarinnar í
Kaupmannahöfn og Málmeyjar.
Ferðin frá miðborg Kaupmanna-
hafnar til miðbæjarins í Málmey
tekur 45 mínútur með bátunum.
Það tekur aðeins um tíu mínútur
að keyra brúna sem liggur frá
Kastrup, um 20 mínútna akstur frá
Nýhöfn og kemur að utan við
Málmey, svo ferðatíminn í heild er
ekki alveg sambærilegur.
Sameining- andstæðinga
Nýja brúin á að mala eigendum
sínum gull því öðruvísi væri ekki
fýsilegt að byggja hana. Það er
engin ný bóla að Eyrarsund sé
uppspretta gulls og auðæfa.
Brúartollar nútímans blikna í sam-
anburði við sundtolla fyrri tíma.
Ríkisreikningarnir dönsku fra
1602 sýna að á þeim tíma voru
sundtollarnir næstdrýgsta tekju-
lind ríkisins.
Það var Eiríkur konungur af
Pommern (1382-1459) sem fyrstur
fékk þá snjöllu hugmynd að taka
toll af skipum, árið 1429, sem fóru
um þrönga sundið þar sem nú eru
Helsingjaeyri og Helsingjaborg.
Danir réðu þá löndum beggja
vegna sundsins, urðu afar hug-
myndaríkir í tollheimtunni og í
raun frumkvöðlar á því sviði. Fyrst
var aðeins innheimt fast gjald á
hvert skip, síðan eftir stærð skips-
ins og loks eftir varningi. Þeir sem
reyndu að svindla á tollinum áttu á
hættu að skip og farmur yrði gerð-
ur upptækur.
Brúartollar nútímans fara ekki í
vasa kónga og drottninga heldur
greiða þeir fyrir brúarsmíðina en
það verður ekki ódýrt að fara í bíl-
túra yflr sundið. Fyrir stakan túr
kostar önnur leiðin 230 danskar
krónur, um 2.300 íslenskar krónur.
Ódýrastar geta ferðirnar orðið ef
keypt er mánaðarkort með fimm-
tíu ferðum fyrir 34 þúsund íslensk-
ar krónur og kostar ferðin þá 680
íslenskar krónur.
Margvíslegar deilur
Þegar brúin opnar nú hvíla á
henni skuldir upp á 18,6 milljarða
danskra króna eða um 186 milljón-
ir íslenskra króna. Verðið er miðað
við að skuldirnar verði greiddar
niður á 30 árum. Verðlagningin
hefur því tekið mið bæði af afborg-
unum og því hvað kostar að fara
yfir sundið á annan hátt. Búist er
við að mest af umferðinni framan
af komi til vegna fólks á leið í sum-
arfrí og svo Svíum og Dönum sem
fara yfir sundið til að upplifa landið
handan brúarinnar.
Brúartollurinn hefur verið mikið
deiluefni rétt eins og verðið fyrir
að fara yfir Stórabeltisbrúna sem
er samsvarandi. Stjórnmálamenn
hafa margir hverjir kvartað yfir að
verðið sé alltof hátt og það fæli fólk
frá því að fara yfir. Afengi er ódýr-
ara í Danmörku og kaupmenn á
Helsingjaeyri hafa notið góðs af
því. Nú stefnir í lækkun sænskra
áfengisskatta og hæpið er að inn-
kaupaferðir borgi sig þegar tæpar
fimmþúsund íslenskar krónur bæt-
ast ofan á það sem keypt er í inn-
kaupaferðum á bílnum. En meðan
gengi sænsku krónunnar er lágt
miðað við þá dönsku er áhugavert
fyrir Dani að versla Skánarmegin.
Ýmis deiluefni hafa komið upp
og í Nýjasta deiluefnið er nafnið á
brúnni. Félagið, sem byggt hefur
brúna og er í eigu sænska og
danska ríkisins og heitir nú 0re-
sundsbro Konsortiet, sá áður um
brúarbygginguna en tekur nú yfir
reksturinn á brúnni. I merki fé-
lagsins stendur 0resundsbron, þar
sem 0resund er stafað upp á
dönsku með dönsku 0, en ,,-bron“
er stafað upp á sænsku.
Þetta féll þó hvorki í kramið í
Svíþjóð né Danmörku. Þegar þessi
dansk-sænski sambræðingur var
borinn undir málnefndir landanna
lögðust þær báðar gegn nafninu.
Töldu þær að eðlilegast væri að
brúin væri kölluð sænsku nafni í
Svíþjóð, héti þar Öresundsbron, og
dönsku í Danmörku, 0resunds-
broen.
Tvær þjóðir - eitt svæði
Margvísleg sænsk-dönsk sam-
ræming hefur fylgt brúargerðinni.
Danska og sænska lestai’kerfið er
að mörgu leyti gjörólíkt. Lestirnar
nota ekki sömu spennu svo þær
sem fara yfir brúna eru útbúnar
fyrir bæði kerfin og skipt er um við
sænska brúarsporðinn. Enn er
vinstri umferð í sænska lestarkerf-
inu, henni var haldið þótt önnur
bílumferð skipti yfir í hægri árið
1968 en danskar lestir keyra
hægra megin.
Sænska og danska slökkviliðið
nota mismunandi brunahana svo
brunahanar í jarðgöngunum eru
bæði með sænsku og dönsku lagi.
Til að auðvelda samskipti slökkvi-
liðs og lögreglu beggja vegna
brúarinnar hafa verið gerðir orða-
listar svo að sænskir lögreglu- og
slökkviliðsmenn þekki orðaforða
danskra starfsbræðra og öfugt.
Þessa lista þurfa menn að kunna
því ef eitthvað kemur upp á verður
ekki tími til að stauta sig í gegnum
orðalista. Sama gildir um ótal
margt annað.
Samtengingarverkefnin beggja
vegna brúarinnar hafa verið marg-
vísleg. Það er vart sú menningar-
stofnun á Eyrarsundssvæðinu sem
ekki hefur tekið upp eitthvert sam-
starf við systurstofnanir handan
sundsins. Skólar á háskólastigi á
svæðinu hafa tekið upp víðtækt
samstarf. Konunglega leikhúsið
við Kóngsins nýja torg mun á kom-
andi starfsári setja upp leiksýning-
ar í samstarfi við leikhús á Skáni.
Kaupmannahafnarrás TV2, ann-
arrar rásar danska ríkissjónvarps-
ins og Málmeyjarrás sænska ríkis-
sjónvarpsins í Málmey hafa tekið
upp samstarf um fréttir, svo dæmu
séu nefnd.
Það þarf ekki annað en að fara á
milli Málmeyjar og Kaupmanna-
hafnar að kvöldlagi til að sjá að
Málmeyjarbúar sækja grimmt til
Kaupmannahafnar, til dæmis í
leikhús og á aðrar skemmtanir.
Það eru aftur á móti fáir Hafnar-
búar sem leggja á sig slíka ferð til
Málmeyjar þótt þeim hafi fjölgað
sökum þess að ýmsar menningar-
stofnanir í Málmey eru farnar að
auglýsa Danmerkurmegin. Áttatíu
prósent Kaupmannahafnarbúa
hafa aldrei komið til Málmeyjar.
Eyrarsundsbrúin
MÆLT í vinnuárum, eitt mannsverk í ár, og að
meðtalinni vinnu allra undirverktaka er Eyrar-
sundsbrúin mesta framkvæmd á Norðurlöndum,
42 þúsund vinnuár. Á verðlagi síðasta árs kostar
brúin 18,1 milljarð danskra króna, um 181 miltj-
arð íslenskra króna. Áætlaður kostnaður við
Fehmern-brúna er 23-33 milljarðar danskra
króna, eftir því hvaða lausn verður valin.
Samgönguráðherrar Svíþjóðar og Danmerk-
ur samþykktu framkvæmdir 1991. Þær hófust
1995 og brúin er nú opnuð á tilsettum tíma.
Áætlaður framkvæmdatími við Fehmernbrúna
er átta ár, ef af verður.
Þeir 16.380 metrar, sem tengja Svíþjóð og
Danmörku, hefjast í 430 metra breiðum tilbún-
um skaga Danmerkurmegin, þá taka við 4.050
metra löng göng og 4.055 metrar af tilbúinni
eyju, Piparhólmanum. Þar næst kemur 3.014
metra löng tengibrú, 1.092 metra löng hábrú,
önnur tengibrú upp á 3.739 metra og þá er
Skáni náð.
Jarðgöngin eru þau lengstu sinnar tegundar
sem bæði eru fyrir bfla- og lestarumferð. Um 7,5
milljónum rúmmetra af jarðvegi var mokað upp
til að búa til lægi fyrir göngin. Jarðvegurinn var
notaður til að búa til skagann út á brúna Dan-
merkurmegin.
Brúarstólparnir á hábrúnni eru í allt 1.092
metra háir en eru 204 metra yfír yfirborði sjáv-
ar, tvisvar sinnum hærri en ráðhústuminn í
Kaupmannahöfn. Hallgrímskirkjuturn er 73
inetra hár. Hæðin frá yfirborði sjávar upp undir
hábrúna er 57 metrar. Brúin hefur orðið til víða.
Stólparnir og undirstöðumar voru steypt í
Málmey, yfirbygging brúarinnar í Karlskrona,
hlutar í tengibrúna koma frá Cadiz á Spáni og
hlutar í jarðgöngin, sem byggð em á hafsbotni,
vora gerðir 1 Kaupmannahöfn.
Járnbrautarteinar og bflvegir liggja samhliða
nema á hábrúnni, þar sem brúin er á tveimur
hæðum, og lestirnar keyra á neðri hæðinni, und-
ir bflabrúnni.
Búið að kortleggja nær allt erfðamengi mannsins
Grundvöllur að
vísindum framtíðar
Vísindamenn hafa búið til frumgerð af
genamengi mannsins og er mikilvægi þessa
áfanga í vísindum líkt við upphaf iðnbylt-
ingar og beislun kjarnorkunnar á 20. öld.
Reuters
John Sulston, yfirmaður Sanger-stofnunarinnar í Bretlandi (lengst til
vinstri), ásamt talsmanni VVellcomeTrust-lyfjafyririækisins, Michael
Dexter og vísindamálaráðherra Bretlands, Sainsbury lávarði, á blaða-
mannafundi í gær þar sem þeir skýrðu frá kortlagningu genamengisins.
TVEIR samstarfshópar vís-
indamanna gáfu í gær út
sögulega og sameiginlega
yfirlýsingu um að þeir
væru búnir að ljúka við uppkast að
korti yfir megnið af genamengi
mannsins. Með kortinu þar sem gen-
in, erfðavísarnir, eni staðsett verða
til upplýsingai- sem líkt hefur verið
við partalista yfir mannslíkamann.
Markmiðið með kortlagningunni er
að staðsetja genin vandlega á litn-
ingapörunum sem eru 23 í hverri
frumu mannsins. Genamengið hefur
verið nefnt Lykillinn að manninum
og Bók lífsins, svo margt er hægt að
ráða um einstaklinginn með því að
kanna erfðaefni hans. En það sem
flestum finnst líklega mikilvægast í
sambandi við þessi sögulegu þátta-
skil er að með aðstoð genakortsins
er talið að hægt verði í framtíðinni að
finna lausnir á mörgum vanda í heil- -
brigðismálum og ráða bug á ógn-
völdum eins og hjartasjúkdómnum
og krabbameini.
Yfirstjóm Genamengisáætlunar-
innar (HGP), sem er fjölþjóðleg, er á
hendi Bandarísku heilbrigðisstofn-
unarinnar, NHS. Hinn aðilinn sem
unnið hefur að kortlagningunni er
einkafyrirtæki vísindamannsins
Craigs Venters, Celera Genomics í
Maryland í Bandaríkjunum. Celera
sagðist í vor hafa greint allt gena-
mengið í mannveru sem ekki var
nafngreind og hefur síðan unnið að
því að staðsetja genin á litningunum.
Þótt enginn ágreiningur sé um að
merkum áfanga sé náð í þekkingar-
leit mannsins er ljóst að kortlagning
genamengisins er aðeins upphafið að
nýjum veruleika í heimi líffræðinnar
og læknavísindanna. Afrekinu er líkt
við fyi-stu tunglgönguna og uppruna
prentlistar, sumir segja að þáttaskil-
in séu eins og við upphaf sjálfrar iðn-
byltingarinnar. Aðiir nota þá sam-
líkingu að stutt sé í að orðabókin sé
endanlega tilbúin en þá er eftir að
raða orðunum saman af viti til að fá
einhvern botn í hlutina.
Tíu ára tölvustarf
Tíu ára starf HGP að greiningu
mengisins hefur kostað um 300 millj-
ónir dollara eða 23 milljarða króna.
Embættismenn segja að búið sé að
greina um 50 þúsund gen og búast
við að mörg þúsund finnist í viðbót
en tölum um heildarfjölda gena í
manninum ber ekki saman, heimild-
armenn nefna allt frá 50 þúsund upp
í 140 þúsund. Búið er að greina um
97% erfðaefnisins í manninum að
sögn HGP en talsmenn verkefnisins
viðurkenndu að lokaútgáfa kortsins,
þar sem búið væri að fara í saumana
á greiningunni, yrði ekki tilbúin fyn-
en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Þá yrðu
jafnvel enn eftir göt í þekkingunni
sem ekki yrði hægt að fylla með
þeiiri tækni sem menn réðu nú yfir.
Craig Venter sagði í gær að eftir
að kortlagningunni væri
lokið myndu vísinda-
menn standa andspænis
geysilega flóknu verk-
efni sem væri að finna
og greina hin ýmsu
prótín sem genin mynda
og átta sig á því hvemig þau störf-
uðu. „Það gæti tekið heila öld,“ sagði
Venter. Yfirmaður HGP, Francis
Collins, tók undir og sagði að fullur
skilningur á hlutverki prótínanna
gæti tekið öld.
„Séu genin 50.000 getur þurft að
fylgjast með allt að milljón prótín-
um,“ sagði hann. Collins taldi að
næst á dagskránni væri að rannsaka
muninn á genum sem gætu valdið
sjúkleika og hinum sem gerðu það
ekki. Vísindamenn yrðu að fara yfir
10 milljón afbrigði af DNA-
núkleótíðum, einingum sem nefnast
SNP á ensku, og eru það samanlögð
áhrif þeirra sem gera hverja mann-
veru einstaka. Munurinn á gena-
mengi milli tveggja einstaklinga er
hins vegar afar lítill, aðeins brot úr
prósenti.
„Flest SNP hafa ekki marktæk
áhrif í læknisfræðilegum skilningi,"
sagði Collins. „Sennilega eru það að-
eins nokkur þúsund sem valda sjúk-
dómum en við verðum að finna þau
og það er erfiðasti hjallinn." Þegai’
búið er að greina umrædd núkleótíð
geta vísindamenn hugað að gerð
nýrra lyfja eða annarri meðferð til
að sigrast á áhrifum gölluðu gen-
anna sem innihalda sjúkdómsvald-
andi núkleótíð.
Collins minnti einnig á að hægt
yrði að nota þekkinguna til fyrir-
byggjandi aðferða, hægt yrði að ráð-
leggja fólki sem greindist með vara-
söm gen að breyta mataræði sínu og
öðru í lífsháttum til að draga úr lík-
um á að gallinn hefði sjúkdóm í för
með sér. Loks mætti hugsa sér að
það tæki fyrirbyggjandi lyf í stað
lyfja sem ætlað er að lækna sjúk-
dóminn þegar hann er orðinn stað-
reynd.
Erfðir og umhverfi
Nýtingarmöguleikamir á gena-
kortinu fyrii’ líffræði og læknisfræði
eru stórkostlegir, ekki síst verður
um að ræða framfarir varðandi
kvilla og sjúkdóma þar sem vitað er
að erfðir leika mikilvægt hlutverk. I
sumum tilvikum eru þær
grandvallaratriðið en
vægi þeirra og samspil
þeirra við umhverfi og
uppeldi er eitt flóknasta
rannsóknarefnið sem vís-
indamenn fást við og
endalaust efni í ágreining.
Vísindamenn álíta að með aðstoð
genamengiskortsins verði hægt að
búa til klæðskerasaumuð lyf fyrir
hvern einstakling, þar sem tekið
verður tillit til margvíslegra þátta
sem skilja hann frá öðrum sjúkling-
um, auðveldara verði að gera kann-
anii’ til að fyrirbyggja sjúkdóma og
loks að einhvern tíma í framtíðinni
verði hægt að stunda genalækning-
ar, þ. e. flytja genahluta milli tveggja
gena til að lækna sjúkdóma.
Sumir vísindamenn vara við of
miklum væntingum. Ian Purvis, sem
er aðstoðai’forstjóri deildar sam-
eindalíffræði hjá lyfjafyrirtækinu
GlaxoWellcome í Bretlandi, segir í
samtali við BBC að genamengis-
kortið muni fljótlega geta komið að
miklu gagni við að finna nýjar leiðir
til að hagnýta lyf. En getgátur hafa
verið um að í hinni fögra vísindaver-
öld firamtíðarinnar verði hægt að
láta DNA-kanna í baðherberginu
fylgjast með heilsufarinu, honum
muni duga að fá munnvatnssýni.
„Þetta gæti orðið einhvem tíma í
fjarlægri framtíð en hugmyndin
byggist á því fremur hrokafulla við-
horfi mannskepnunnar að hún muni
skilja allt sem hún uppgötvar - og
það höfum rið aldrei gert,“ segir
Purris.
Enn aðrir hafa bent á að hægt
verði að misnota þessa nýju þekk-
ingu og tækni eins og önnur mann-
anna verk á siðlausan hátt. Þeir full-
yrða að hátækniþekkingin muni
aðallega koma auðugum til góða.
Framfarir í erfðatækni muni verða
lyftistöng fyrir þá sem rilja hanna
fólk eftir ákveðinni forskrift, og þá
sé stutt yfir í hugmyndir nasista um
ræktun á kynstofni ofunnenna.
Loks er bent á að eftir sem áður
muni fólk í þróunarríkjunum halda
áfram að deyja unnvörpum vegna
þess að grandvallaratriði eins og
hreint vatn skorti. Áherslan í vest-
rænum læknarisindum á flókin
erfðavísindi muni ekki breyta neinu
um hlutskipti þeirra.
Háskólar og fleiri op-
inberar stofnanir í
nokkram löndum, fyrst
og fremst Bretlandi og
Bandaríkjunum en einn-
ig Þýskalandi, Frakk-
landi, Japan og Kína,
hafa starfað saman í genamengis-
áætlunnni að því að gera kortið og
vora fyrstu áætlanir miðaðar rið að
bráðabirgðakort yrði tilbúið 2003.
Vísindamennimir era því á undan
áætlun. Óþreytandi ofurtölvm- hafa
undanfarin ár haldið áfram að ryðja
út úr sér samtengingum á basaröð-
um, minnstu einingum erfðaefnisins
í genunum. Alls þarf að greina um
3,1 milljarð af þessum basaröðum
sem táknaðar era með nokkram
bókstöfum í mismunandi röð.
Deilt um einkaleyfi
Fyrir tveim áram fékk HGP sam-
keppni frá Celera Genomics og hef-
ur verið mikill rígur milli þessara
tveggja aðila. Hefur ekki síst verið
deilt á Craig Venter fyrir að krefjast
þóknunar fyrir aðgang að upplýsing-
unum sem tölvur hans hafa safnað
um genamengið en niðurstöður
HGP hafa verið settar jafnóðum á
Netið. Venter og menn hans hafa
auk þess notfært sér upplýsingarnar
frá HGP til að fylla upp í myndina.
En fyrir milligöngu Bills Clintons
Bandaríkjaforseta og Tonys Blairs,
forsætisráðherra Bretlands, tókst
að fá í gang samstarf milli aðilanna
tveggja og var sáttin handsöluð í
maí. Komu þeir Venter og Francis
Collins, yfirmaður HGP, fram með
Bandaríkjaforseta á blaðamanna-
fundi í gær er skýrt var frá kortlagn-
ingunni og yfirlýsingin um stöðuna
var sameiginleg. Þykir ljóst að Vent-
er og ráðamenn HGP hafi verið
þringaðir til að brjóta odd af oflæti
sínu og sýna merki um samstöðu á
þessum sögulega degi.
Venter fann upp aðra aðferð til að
greina basaraðimar en notuð var hjá
HGP, svonefnda „haglabyssuað-
ferð“, og mun hún vera afar hrað-
rirk. Á hinn bóginn er hann einnig
sagður hafa stytt sér leið með því að
einbeita sér fyrst í stað að því að fá
einkaleyfi á þeim hlutum erfða-
mengisins sem líklegast þykir að
geti veitt svör rið spumingum er
tengjast áhrifum erfða á sjúkdóma
og vekja því áhuga lyfjafyrirtækja.
Einkaleyfi á genum í mönnum og
skilgreining á leyfunum er einn af
umdeildustu þáttum í erfðavísindum
nútímans. Er verjandi að einkafyrir-
tæki hagnist á því að uppgötva fyrir-
bæri eins og gen? Talsmenn HGP
eru ákafir talsmenn þess að slík
þekking eigi að vera aðgengileg öll-
um vísindamönnum án gjaldtöku,
þannig verði best tryggt að fram-
hald verði á risindaþróun, hömlur í
nafni einkaréttarins muni geta
stöðvað framfarir.
John Sulston er yfirmaður Sang-
er-rannsóknarstöðvarinnar í Bret-
landi sem lagði fram einna drýgstan
skerf í kortlagningunni. Sulston hef-
ur barist ákaft fyrir því að upplýs-
ingarnar verði öllum aðgengilegar
án gjalds og harmaði hann að deil-
urnar rið Venter um einkaleyfin
skyldu verða til að sundra fylkingum
vestanhafs. Sulston sagði sitt fólk
hafa unnið af vísindalegum metnaði
en ekki með peningavon í huga.
„Þau hafa gert þetta vegna þess
að þeim fannst það mikilvægt,“ sagði
hann.
Clinton og Blair hafa báðir lýst
andstöðu rið slík víðtæk einkaleyfi
en um leið tekið fram að tryggja
verði að þeir sem leggja fram fjár-
magn og rinnu til rannsóknanna beri
eitthvað úr býtum. Venter og fleiri
ráðamenn einkafyrirtækja í líftækni
hafa dregið nokkuð í land á þessu
sviði, leggja nú áherslu á að aðeins
verði sótt um einkaleyfi á
notkunarmöguleikum
uppgötvana í sambandi
rið ákveðið gen en ekki
geninu sem slíku.
Ný skoðanakönnum í
Bandaríkjunum, sem
gerð var fyrir rikuritið Time, gefur
til kynna að um 65% Bandaríkja-
manna séu því andvíg að hægt sé að
nýta einkaleyfi á mannagenum í
hagnaðarskyni. Fyrirtæki í Banda-
ríkjunum og Evrópu hafa þegar sótt
um einkaleyfi á mörg þúsund gen- ,
um. í könnuninni kom einnig fram
að margir efast um að kortlagning
genamengisins verði til góðs, 46%
segjast álíta að hún verði til ills, 40%
að hún verði til góðs. Efasemdar-
mennirnir sögðust fyi’st og fremst
óttast að tryggingafélög eða stjórn-
völd myndu misnota upplýsingamar
sem hægt er að fá um einstaklinga jr
með því að kanna erfðaefni þeirra.
Upplýsingarnar
gætu nýst við
lyfjagerð og
forvarnir
Margir Banda-
ríkjamenn telja
að kortið verði
misnotað