Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
> .
UMRÆÐAN
Ný lög um mat á
umhverfisáhrifum
ÞANN 6. júní sl.
tóku gildi ný lög um
mat á umhverfisáhrif-
um, nr. 106/2000.
Eldri lög um mat á
umhverfisáhrifum eru
frá 1993 og mörkuðu
þau tímamót í um-
hverfísmálum hér á
^iandi. Á þeim sjö ár-
úm sem liðin eru frá
því að þau öðluðust
gildi hafa komið í ljós
ýmsir hnökrar við
framkvæmdina, en al-
mennt séð hefur þó
framkvæmd laganna
gengið nokkuð vel
fyrir sig. En hver er
tilgangurinn með mati á umhverf-
isáhrifum? Tilgangur mats á um-
hverfisáhrifum er fyrst og fremst
sá að tryggja faglegan grunn leyf-
isveitinga þannig að áður en
ákvörðun er tekin um fyrirhugaða
framkvæmd liggi fyrir allar mikil-
vægar upplýsingar um umhverfis-
áhrif hennar. Mat á umhverfis-
— áhrifum er því mikilvægt hjálp-
artæki við ákvörðunartöku og er
ætlað að hafa þau áhrif að fram-
kvæmdin valdi sem minnstu raski
á umhverfinu. Mat á umhverfis-
áhrifum er einnig ætlað að upplýsa
almenning um áhrif framkvæmdar
á umhverfið og veita almenningi
kost á að gera athugasemdir við
framkvæmdina telji menn ástæðu
til þess.
I nýjum lögum eru nú upp tald-
ar þær framkvæmdir sem til álita
koma varðandi mat á umhverfis-
áhrifum. Annars vegar eru fram-
kvæmdir sem alltaf skulu fara í
formlegt matsferli, en hins vegar
eru framkvæmdir sem tilkynna
skal til Skipulagsstofnunar og hún
úrskurðar hverju sinni hvort sök-
IP JAMES BURN
F51 INTERNATIONAL
Efni og tæki fyrir wive-
járngormainnbindingu
Siv
Friðleifsdóttir
ÓSTVflLDSSON HF.
== Sklpholtl 33,105 Revkjovlk, slml 533 3535
um eðli og staðsetn-
ingar framkvæmdar-
innar sé rétt að hún
fari í mat á umhverf-
isáhrifum áður en
leyfi verði veitt fyrir
framkvæmdinni.
Skilvirkara og
einfaldara mat
Með nýju lögunum
er að því stefnt að
framkvæmd matsins
verði markvissari en
áður. Framkvæmda-
aðili gerir fyrst mats-
áætlun, en henni er
ætlað að mynda
ramma eða umgjörð
fyrir nauðsynlega undirbúnings-
vinnu fyrir sjálfa matsskýrsluna.
Áður var engin áætlun gerð en
þess í stað hófust menn handa við
matskýrsluna sjálfa.
í matsáætlun skulu koma fram
helstu áhersluatriði framkvæmdar,
helstu áætluð umhverfisáhrif og
hvaða gagna skuli aflað. Mats-
áætluninni er ætlað að vera grunn-
ur að sjálfri matskýrslunni, fram-
kvæmdaáætlun sem auðveldar
framkvæmdaaðila að einbeita sér
strax að þeim atriðum fram-
kvæmdarinnar sem geta haft í för
með sér umtalsverð umhverfis-
áhrif. Með þessu fyrirkomulagi
gefst almenningi einnig betra
tækifæri til að koma tímanlega að
upplýsingum og athugasemdum.
Þar skipta t.d. miklu máli upp-
lýsingar frá heimamönnum og
staðkunnugum um fornminjar,
náttúruminjar, sérstök veðurskil-
yrði o.fl. á því svæði þar sem fram-
kvæmd er fyrirhuguð. Matsáætl-
unin á með öðrum orðum að
tryggja sem best að í matsskýrslu
sé að fínna svör við sem flestum
spurningum sem vakna kunna hjá
almenningi þegar matsskýrslan er
kynnt.
Ólíkir möguleikar
metnir
Að fengnu samþykki Skipulags-
stofnunar á matsáætlun getur
framkvæmdaraðili hafist handa við
gerð skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum fyrirhugaðrar fram-
kvæmdar. I skýrslunni skal lýsa
þeim þáttum sem líklegast er talið
að geti valdið áhrifum á umhverfið.
Það er breyting frá eldri lögum að
nú skal gerð grein fyrir helstu
möguleikum sem til greina koma,
svo sem varðandi tilhögun og stað-
setningu. Enn fremur er það
nýmæli að lýsa skal fyrirhuguðum
mótvægisaðgerðum og taka saman
Umhverfisáhrif
Hin nýju lög um mat á
umhverfísáhrifum eru
mjög til bóta, segir Siv
Friðleifsdóttir, fyrir
framkvæmdaaðila, al-
menning og stjórnvöld.
stutta og skýra samantekt um
matsskýrsluna og niðurstöðu henn-
ar, en slík samantekt gerir skýrsl-
una mun aðgengilegri almenningi.
Framkvæmdaaðila er einnig heim-
ilt að kynna drög að matsskýrslu
og óska eftir athugasemdum við
hana áður en hann leggur hana
fyrir Skipulagsstofnun.
Matsskýrslan er svo lögð fyrir
Skipulagsstofnun, sem kynnir hana
almenningi og óskar eftir umsögn-
um frá ýmsum aðilum. Skipulags-
stofnun úrskurðar síðan á grund-
velli skýrslunnar þar sem metin
eru umhverfisáhrif, en umhverfi er
samkvæmt þessum nýju lögum
samheiti fyrir t.d. menn, dýr,
plöntur, veðurfar, heilbrigði, at-
vinnu og efnisleg verðmæti. Stofn-
unin getur fallist á viðkomandi
framkvæmd með eða án skilyrða,
eða lagst gegn henni vegna þess að
hún hafi í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif, sem eru skilgreind
sem veruleg óafturkræf umhverfis-
áhrif eða veruleg spjöll á umhverf-
inu sem ekki er hægt að fyrir-
byggja eða bæta úr með mót-
vægisaðgerðum. Skipulagsstofnun
hefur einnig heimild til að hafna
matsskýrslu telji hún að skýrslan
sé ekki nægilega vel unnin eða
ekki í samræmi við matsáætlun
framkvæmdaraðila.
Áhrif almennings tryggð
í stuttu máli má segja að hin
nýju lög um mat á umhverfisáhrif-
um séu mjög til bóta fyrir fram-
kvæmdaaðila, almenning og stjórn-
völd. Framkvæmdaaðilar geta
fremur einbeitt sér að því að at-
huga mikilvægustu umhverfisþætt-
ina. Þá er almenningi tryggður að-
gangur að matsferlinu frá byrjun
og svigrúm til athugasemda er
aukið. Stjórnvöld fá í hendur
markvissara og betra tæki til þess
að meta framkvæmdir og koma í
veg fyrir ónauðsynleg spjöll á um-
hverfinu.
Höfundur er umhverfisráðherra.
Tökum öll þátt
í kristnihátíðinni
Kristnihátíðin
nálgast senn. Við
skulum fjölmenna á
Þingvöll um mánaða-
mótin. Við skulum
taka þátt í guðsþjón-
ustunni þar og öðrum
dagskrárliðum sem
lúta að kristnihaldi
og eflingu andans.
Kristnihátíðin er í
mínum huga guðs-
þjónusta þjóðarinnar.
Á Þingvöllum skul-
um við minnast þess
að kærleiksboðskapur
kristinnar trúar er
grundvöllur þeirrar
hugsunar að allir
þegnar landsins eiga að hafa sömu
tækifæri og jafna möguleika til
lífsgæðanna. Við skulum einnig
minnast þess á Þingvöllum að
Kristnihátíð
Kristnihátíðin er í
mínum huga, segir
Karl Valgarður
Matthíasson, guðsþjón-
usta þjóðarinnar.
kristin þjóð hlýtur að leggja tölu-
vert á sig til að hjálpa bræðrum
sínum og systrum sem búa við
skort úti í heimi. Augu margra fá-
tæklinga mæna í gullkistur okkar
og úr þeim ber okkur að miðla til
uppbyggingar og eflingar eins og
mögulegt er.
Kynslóðin sem lifði og bjó í landi
okkar fyrir eitt þúsund árum
ákvað að játast Jesú Kristi sem
Drottni sínum (konungi sínum).
Það var blessunarrík ákvörðun.
Fylgd hans í gegnum aldirnar hef-
ur oft á tíðum verið forfeðrum og
-mæðrum okkar einasta skjólið
fyrir grimmu valdi (jafnvel kirkju-
valdi), óblíðri náttúru og mörgu
öðru sem sótt hefur að Islending-
um.
Þegar við fögnum á kristnihátíð
á Þingvöllum þá erum við ekki að-
eins að minnast trúskiptanna. Við
erum líka og ekki síður þangað
komin til að þakka Guði hand-
leiðslu hans í gegnum aldirnar.
Um leið og kirkjan lítur yfir farinn
veg og viðurkennir ranglæti sem
hún tók þátt í eða lagði blessun
sína yfir, hlýtur hún einnig að
varpa ljósi á það sem vel hefur
verið gert í málefnum lítilmagn-
ans, líka í málefnum menningar
þjóðarinnar fyrr og nú.
Kristnihátíðin er
hátíð þar sem engum
dettur í hug að vera
drukkinn. Við komum
á Þingvöll með fjöl-
skyldu okkar undir
merkjum bindindis-
semi, festu, heilbrigði
og hamingju. Við
komum á Þingvöll til
að hitta vini okkar og
gleðjast með þeim.
Við komum á Þingvöll
til að hitta marga
landa okkar, finna til
samkenndar með
þeim og finna að við
sem kristnar mann-
eskjur viljum styðja
hvert annað á allan hátt í góðum
verkum.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er í
þjóðkirkjunni og vill eiga þar
andlegt heimili sitt. Það er mikið
gleðiefni hversu mjög þjóðkirkjan
hefur eflst á alla lund hin síðari ár.
Safnaðarlíf og starf hefur stór-
aukist, og margskonar ágætis
starfsemi innan og utan þjóðkirkj-
unnar á skjól sitt í henni. Má þar
til dæmis nefna AA-samtökin, Al-
Anon, kvenfélög, bræðrafélög,
kaþólska söfnuði, æskulýðsstarf-
semi, ættarmót, sorgarhópa, lista-
starfsemi og margt, margt fleira
sem byggir upp líf mannsins. Það
er ekki bara messan á sunnudög-
um sem þar fer fram.
íslenska þjóðin ætti að vera
þakklát fyrir þjóðkirkjuna sína.
Þegar verið er að tala um alla þá
fjármuni sem kirkjan hefur, ber
að hafa í huga hvert þessir fjár-
munir fara áður en menn hrópa
upp. (Hvað kostar til dæmis að
kynda eina kirkju?) Að sjálfsögðu
skal það tekið fram að íslenska
þjóðkirkjan er ekki hafin yfir
gagnrýni, síður en svo, hana
verður að gagnrýna en sú gagn-
rýni verður að vera öfundarlaus
og réttlát. Við sem erum í þjóð-
kirkjunni skulum vera stolt af því
að hafa með sóknargjöldum okkar
byggt upp stórkostlegt starf fyrir
börnin okkar í góðum kirkjuhús-
um.
Höldum ótrauð áfram á þeim
vettvangi og mörgum öðrum.
Enginn boðskapur er fremri
kærleiksboðskap Jesú Krists.
„Elska skaltu Drottin Guð þinn af
öllu hjarta þínu, allri sálu þinni,
öllum huga þínum og elska skaltu
náunga þinn eins og sjálfan þig.“
Sameinumst undir þessum orðum
á Þingvöllum hinn 1. og 2. júlí nk.
Höfundur er sóknarprestur
í Grundarfirði.
Karl V.
Matthíasson
OTTO pöntunarlistinn
Laugalækur 4 • S: 588-1980
Dilbert á Netinu
mbl.is
-4Í.4.WF en-TH\*1£7 rjÝTT
Jarðsagan - skilaboð til
mannsins frá mdður Jörð!
EINN af fyrirlesurum á ráð-
stefnu um trú og vísindi, „Faith in
the Future“, 5.-8. júlí nk. er dr.
Richard S. Williams, jarðfræðingur
hjá Jarðvísindastofnun Bandaríkj-
anna ( US Geological Survey).
Richard Williams er íslenskum vís-
indamönnum að góðu kunnur og
hefur átt samstarf við marga þeirra
um langt árabil. Hann kom fyrst
hingað til lands fyrir 1970 og
kynnti íslendingum áform Banda-
ríkjamanna í notkun fjarkönnunar
með aðstoð gervihnatta. Þessari
tækni hefur hann í samvinnu við
íslenska vísindamenn beitt við at-
huganir á landbreytingum, vöktun
á eldfjöllum og jökulvötnum og
breytingum á jöklum landsins.
Hann er einn af vísindalegum
ráðgjöfum tímarits National
Geographic Society og félagi í
Bandaríska vísindafé-
laginu, (American
Association for the
Advancement of
Science).
Siðfræði um sam-
skipti manns og
náttúru
í erindi sínu á ráð-
stefnunni mun dr.
Williams fjalla um
lærdóm sem draga
má af jarðsögunni um
þróun lífríkisins í
samspili þess við
steinaríki, vatn, ís og
andrúmsloft. Hann
bendir á þau marg-
víslegu áhrif sem maðurinn hefur
á náttúru jarðar og koma fram í
öllum meginkerfum jarðarinnar,
ekki síst lífríkinu með
útrýmingu tegunda.
Jarðsagan, lesin úr
bók tímans sem jarð-
fræðingar og stein-
gervingafræðingar
hafa flett fyrir okkur,
greinir frá milljónum
tegunda sem hafa
komið og horfið í rás
tímans. Hinn „viti
borni maður“ er ein af
þeim nýjustu á sjón-
arsviðinu. Sérstaða
hans felst m.a. í að
geta beislað náttúr-
una að vissu marki og
færa hana sér í nyt,
oft á kostnað annarra
tegunda. Svo víðtæk eru áhrif
hans orðin á útrýmingu annarra
tegunda að líkja má við það tíma-
Vilhjálmur
Lúðvíksson
Ráðstefna
Framtíð mannsins
sjálfs, segir Vilhjálmur
Lúðvíksson, mun að
líkindum ráðast á því
árþúsundi sem nú er
að hefjast.
skeið jarðsögunnar þegar náttúru-
hamfarir útrýmdu risaeðlunum.
Framtíð mannsins sjálfs mun að
líkindum ráðast á því árþúsundi
sem nú er að hefjast. Sérstaða hans
sem tegundar er að hann getur ráð-
ið hvernig hann fellir sig að vist-
kerfi heimsins. Þetta kallar á nýja
siðfræði um samskipti manns og
náttúru.
Frekari upplýsingar um ráð-
stefnuna Faith in the Future,
www.kirkjan.is.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs Islands.