Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 A------------------------- UMRÆÐAN Orð í tíma töluð ÉG VIL þakka Sig- urbirni Þorkelssyni góða grein hans 1 Morgunblaðinu 1. júní sl. en þar segir m.a.: „Lát engan, aldrei nokkurn tíma, líta smá- um augum á elli þína, ævi og reynslu.11 Enn- #Iremur: „Þú sem hefur unnið og stritað í ára- tugi. Þú sem hefur byggt upp þetta þjóð- félag og greitt þína skatta og skyldur." Það er sárt að tilefni skuli vera til slíkra skrifa og að vekja þurfi athygli á svona sjálf- sögðum hlut sem allir ættu að vita og virða. En staða eldri borgara og öryrkja í þjóðfélaginu í dag er til há- borinnar skammar. Aldraðir iðgjaldið - að sögn stjórnvalda - innifalið í tekjuskattprósentunni. Fólki er hegnt fyrir að reyna að hafa einhverj- ar viðbótartekjur og fyrir að vera hjón eða í sambúð. Aukið er svo á alla niðurlæginguna með þeim nöfnum sem greiðslur hafa, þ.e. bætur og styrkir, í stað þess einfaldlega að fólk fengi eftirlaun. sem það er sannanlega búið að ávinna sér á langri ævi. Nú er öldin önnur Nú er hægt að hafa samband á augabragði um allan heim í síma, eða rabba saman gegnum talrásir á netinu. Einnig fá menn og senda tölvupóst og fá upplýsingar og fræðslu eða gera pantanir á netinu. Að loknu ári aldraðra Margrét K. Sigurðardóttir Til hvers var þá verið að hafa ár aldraðra, spyr Margrét K. Sigurðar- dóttir. Var það bara skrautfjöður í hattinn og þá hverra? Greinin vekur alla, sem hana hafa lesið, til umhugsunar um stöðu mála, . en það er ekki nóg, hvar er fram- ' kvæmdin? Vel hugsandi maður eins og Sigurbjöm leggur sig fram um að telja kjark í þennan hóp þjóðfélags- ins, sýna fram á hve mikils virði þeir hafa verið og eru þjóðinni með því að miðla reynslu sinni til yngri kyn- slóða. Þeir hafa aldrei gert kröfur fyrir sig heldur byggt upp það þjóð- félag sem við búum við í dag til þess að búa afkomendum sínum betra líf en þeir áttu sjálfir. Svo mega þeir sífellt heyra að þeir séu að verða alltof margir og að þeir kosti þjóðfélagið of mikið. Þá var öldin önnur Það er vert að minna þá sem yngri eru á, að í byrjun 20. aldar bjuggu ^ flestir í torfbæjum, engar vatnsveit- ur, ekkert rafmagn, engir vegir, engar hafnir, hvað þá útvarp eða sími. Róið var til fiskjar á opnum bátum og einstaka skútum. Éngin tenging við erlendar þjóðir nema með skipakomum. Hvernig á unga kynslóðin að gera sér grein fyrir þessu ef þeir, sem við stjórnvölinn sitja, vilja bara gleyma? Unnið var hörðum höndum að uppbyggingu þess þjóðfélags sem lagt hefur verið upp í hendur þeirra sem yngri eru í dag. Hver eru svo launin? Hvað hafa eldri borgarar uppskorið? Eftirlaun, sem þeir eru niðurlægðir með því að kalla þau ellistyrk, þar sem fólk berst í bökk- —I um með að láta enda ná saman. Svo lítill er arðurinn af erfiðinu. Þeir höfðu alltaf lítið milli handa svo hvað er annað að gera en sætta sig við kjörin. Stjórnvöld hafa lokað augunum fyrir þessum ósóma og þykjast ekki muna hver lagði góðærið upp í hend- ur þeirra og gefa sér að það hafí ver- ið þeir sjálfir. I sparnaðartilraunum sínum réðust þeir á garðinn þar sem hann var lægstur þótt lítilmannlegt sé. Enda sjálfsagt auðveldast að spara í ríkisbúskapnum með því, að ^.skera niður þann lífeyri sem greidd- ' *” ur er frá Tryggingastofnun ríkisins til eldri borgara og öryrkja. Lífeyri sem fólk hafði treyst á með greiðslu sérstakra iðgjalda til Trygginga- stofnunar ríkisins, þ.e. þeir hafa safnað lífeyrisréttindum allan þenn- an tíma með sérstökum iðgjalda- greiðslum í þessu skyni alla starfs- ^ævina til 1981 og síðan með stað- greiðslukerfi skatta, en þá varð Eitt ár nýliðið var nefnt ár aldr- aðra. Þá vaknaði smá von að þeim yrði sýnd sú virðing að störf þeirra yrðu metin. Mikið var talað en ekk- ert gert og eldri borgarar gleymdir um leið og árið var liðið. Til hvers var þá verið að hafa ár aldraðra? Var það bara skrautfjöður í hattinn og þá hverra? Ólafur Ólafsson, fv. land- læknir, ræðir stöðu eldri borgara í ágætri grein í Morgunblaðinu 7. júní sl. Þar segir hann m.a.: „Flestir eldri borgarar átlíta að afrakstur „árs aldraðra" hafi að mestu verið skýrsl- ur, fundir, lúðraþytur og söngur.“ Hvað næst Eldri konur eru niðurlægðar á þann hátt að hafi þær verið heima- vinnandi eiga þær engan sjálfstæð- an rétt til eftirlauna. Enda hafa störf heimavinnandi kvenna aldrei verið metin til þjóðhagstekna nema þær væru ráðnar sem ráðskonur! Hag- fræðingar telja þó að þarna séu duldar tekjur og að þjóðartekjur hafi því verið stórlega vanreiknaðar. Nú þegar ný jafnréttislög hafa séð dagsins ljós og bundin er von við aukin rétt konum til handa fær ráð- herra þá hugmynd að flytja skrif- stofu jafnréttismála til Sauðárkróks. Það ætti að tryggja að ekki fari of mikið fyrir jafnréttinu. Og önnur hugmyndin, að hægt sé að vista fatl- aða og eldri borgara í Hrísey slær þó allt út. Hvernig væri að flytja hið háa Alþingi út í Grímsey? Kosturinn við það væri að þá hefðu alþingis- menn frið til þess að sitja fundi þingsins og nefndir myndu fyrr skila sinni vinnu. Þannig mætti stytta þingtímann og spara stórfé. Með nú- verandi tölvutækni er þetta ekkert vandamál. Sú kynslóð sem hefur byggt upp það þjóðfélag sem við búum við í dag og lagt upp í hendur þeirra sem yngri eru var alin upp í trú á Drottin og setti allt sitt traust á hann. Hefði trúarinnar ekki notið við í gegnum alla þá erfiðleika, sem þjóðinni voru búnir í harðbýlu landi um liðnar ald- ir, væru hún löngu útdauð. Sigurbjörn veit að eldri borgarar búa yfir trú, reynslu og þekkingu sem verið er að sóa þar sem enginn þarf á þeim að halda lengur Hann er að telja kjark í hópinn sem hefur verið niðurlægður af stjórnvöldum og afskrifaður sem ónothæfur og fær laun fyrir langa og erfiða starfs- ævi sem duga varla fyrir því allra nauðsynlegasta. Sigurbjörn ráð- leggur því það sem hann veit að þjóðinni dugði í gegnum aldirnar að fela sig Drottni í þeirri vissu að þeim sé búið betra líf hinum megin þegar þeir kveðja. Ætla stjórnvöld að láta við svo búið sitja? Höfundur er viðskiptafræðingur og varaformaður Bandalags kvenna í Reykjavík. Það er verk að vinna ALLT frá því Vinstri- hreyfingin - grænt framboð var stofnuð íyrir einu og hálfu ári heíúr það verið mark- mið hreyfingarinnar að setja í hveiju máli fram heildstæða, ígrundaða stefnu. Hana viljum við byggja á upplýstri um- fj'öllun og umræðum sem flestra félaga hreyfingarinnar og ann- arra sem vilja taka þátt í því að móta íslenskt samfélag á komandi ár- um. Með þetta markmið að leiðarljósi boðaði hreyfingin í upphafi ársins til umræðufunda í öllum kjör- dæmum landsins undir kjörorðunum: Græn framtíð: Atvinna - velferð - umhverfi. Um það bil einu sinni í viku hverri frá áramótum til maíloka var hald- inn fundur einhvers staðar á landinu þar sem þingmenn Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs höfðu framsögu um atvinnuþróun, um- hverfismál og velferðarmál. Fund- argestir lýstu viðhorfum sínum og hugmyndum um nýsköpun, þróun og umbætur á þessum sviðum. Þannig hefur framganga þingmanna hreyfingarinnar á Alþingi dregið næringu úr þeim fjársjóði sem er að finna í fórum fólks sem er tilbúið til að deila reynslu sinni, skoðunum og hugmyndum um breytingar og um- bætur. Nýjar hugmyndir gerjast Af nógu er að taka. Nánast hvert sem litið er má sjá nýjar hugmyndir kvikna. Það á bæði við um hefð- bundnar atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg og nýja græðlinga sem pauðsynlegt er að hlúa að. Til Islands sækja nú ferða- menn allan ársins hring til heilsu- bótar, útivistar, ráðstefnuhalds og vísindarannsókna. I tengslum við þetta allt blómstrar fjölbreyttur þjónustuiðnaður. íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa haslað sér völl í hátækniiðnaði og með hönnun og nýsköpun hugbúnaðar. Víðtæk vöruþróun á sér stað í matvælaiðn- aði. Mikil uppspretta nýrra hug- mynda tengist vinnslu sjávarfangs, þróun á vinnsluaðferðum og búnaði. Islenskir hönnuðir og listamenn hafa getið sér gott orð í fataiðnaði og við framleiðslu alls kyns hugvitssamlega gerðra muna og minja- gripa. Um allt land blómstrar menningar- tengd ferðaþjónusta þar sem fólk skapar sér atvinnu með því að kynna menningararf- inn þeim gestum sem sækja þá heim. Uppbyggileg fram- tíðarstefna A fundum okkar um nýja framtíðarsýn - græna framtíð í óhefð- bundinni merkingu þess hugtaks ekki síð- ur en samkvæmt hefðbundnum skilningi - hefur samfélagsþróun síðustu ára líka verið til umfjöllunar. Stjórnmál Stjórnmál snúast ekki um einstaklinga, segir Svanhildur Kaaber. Stjórnmál snúast um þá nútíð sem við búum okk- ur og þá framtíð sem við viljum horfa til. Framtíðin er ekki græn og blómleg fyrir það fólk sem ekki dansar með í verðbréfa- og peningahyggjunni sem blindar marga um þessar mundir. Þess vegna hafa ekki síður verið ræddar hugmyndir um hvern- ig snúa megi vöm í sókn innan vel- ferðarkerfisins og leggja þar nýjan grunn að félagslega samtryggingar- kerfinu sem átt hefur undir högg að sækja síðastliðinn áratug. Þar er mikið verk að vinna - og þar skortir ekki heldur hugmyndir um nauð- synlegar breytingar. I framhaldi af þessum umræðu- fundum og í ljósi þeirrar stefnu sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fram í upphafi voru í vor lagðar fram á Alþingi tvær viðamiklar þingsályktunartillögur. Þar er mörkuð uppbyggileg framtíðar- stefna sem mun gera samfélagið kröftugra og betur í stakk búið til að takast á við brýn verkefni nútíðar og framtíðar. Afgi'eiðslu þessara til- lagna lauk ekki á síðasta þingi. Þær verða því áfram til umfjöllunar og áfram gefst flokksfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa kostur á að leggja sitt til málanna. Áhugi almeimings á stjórnmálum Því hefur stundum verið haldið fram að áhugi almennings á stjórn- málum sé oftast harla lítill og vakni varla til lífsins nema rétt nokkrar vikur fyrir kosningar á fjögurra ára fresti. Þess á milli séu stefnur og straumar stjórnmála utan við áhugasvið hins almenna borgara. Okkur sem vinnum fyrir Vinstri- hreyfinguna - grænt framboð hefur ekki reynst þetta rétt. Þvert á móti teljum við að mikill áhugi sé á raun- verulegri pólitískri umræðu um mikilvæg málefni. Þessi áhugi helg- ast fyrst og fremst af því að þrátt fyrir að vel ári fyrir íslenskt efna- hagslíf þegar á heildina er litið er flestum ljóst að í stað þess að hér eigi sér stað uppbygging sem komi öllum til góða veikjast grunnstoðir velferðarkerfisins og ójöfnuður í þjóðfélaginu eykst. Við slík skilyrði skynja menn nauðsyn þess að leita nýrra leiða, beita frjórri hugsun og horfa til lengri framtíðar þeirrar, sem talsmenn einstaklingshyggju og eigin stundarhagsmuna hafa í fyi'irrúmi. Kjarni málsins Það er því ekki rétt að áhugi fólks á stjórnmálum liggi í láginni nema rétt í undirbúningi kosninga. Hins vegar má vel vera að áhugi fólks á einstökum persónum sem vilja koma sér á framfæri í stjórnmálum sé takmarkaður nema rétt þegar kosningar standa fyrir dyrum. Og þar með er raunar komið að kjarna málsins: Stjórnmál snúast ekki um einstaklinga. Stjórnmál snúast um þá nútíð sem við búum okkur og þá framtíð sem við viljum horfa til. Ef eftir er leitað hafa fjölmargir áhuga og vilja til að ræða alla þá mikilvægu þætti sem mynda vef samfélagsins og þar með þá póli- tísku stefnu sem taka skal á hverj- um tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Svanhildur Kaaber Framsóknarflokkurinn í hræðslu- bandalagi við Ingibjörgu Sólrúnu NÚ NÝLEGA lýsti Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi, sem er fulltrúi framsóknar- manna í borgarstjórn- arflokki R-listans, því jdir í viðtali við Morg- unblaðið að hann væri sammála því áliti borg- arstjóra að R-listinn byði fram í borgar- stjórnarkosningunum árið 2002, þ.e. Sam- fylkingin, Framsókn og Vinstri-grænir. Hugsunin er væntan- lega sú að í átta efstu sæti listans fái Sam- íylkingin þrjá fulltrúa, Éramsókn tvo fulltrúa, Vinstri- grænir tvo fulltrúa og borgarstjóri verði í áttunda sæti, þannig að í raun fái Samfylkingin fjóra fulltrúa ef af þessu framboði verður og R-listinn nær að halda meirihlutanum. Ekki er enn vitað um afstöðu Vinstri-grænna, þ.e. hvort þeir telji best að taka þátt í hræðslu- og hags- munabandalagi Samfylkingarinnar og Framsóknar gegn Sjálfstæðis- flokknum í næstu borgarstjórnar- kosningum. Vegna verulegra póli- tískra átaka milli Samfylking- arinnar og Vinstri-grænna ætti það að vera fremur ósennilegt en margt bendir þó til þess að Vinstri-grænir leggi upp laupana og telji hag sínum betur borg- ið undir pilsfaldi Ingi- bjargar Sólnínar en með framboði á eigin vegum og forsendum. Framsóknarmenn í Reykjavík og forysta Framsóknarflokksins hljóta að staldra við þessa yfirlýsingu Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa og hvaða ástæður liggja að baki hennar. Vitað er að Alfreð og Ingibjörg Sólrún hafa átt gott samstarf innan R-listans og fátt er það sem borgarstjóri framkvæmir nema bera það undir Alfreð. í raun má segja að Ingibjörg Sólrún og Alfreð stjórni borginni. Aðrir borgarfulltrúar R-listans fá að vera með en ráða tiltölulega litlu. Einnig kann ástæðan að baki yfirlýsingar Alfreðs Þorsteinssonar að vera sú að Alfreð hefur ekki fengið þann stuðning í Framsóknar- flokknum sem hann taldi sig eiga von á, t.d. í prófkjöri til Alþingis á síðasta ári, og sú staðreynd að Framsóknarflokkurinn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðana- Stjórnmál Líklegt er að ósýnileiki Framsóknarflokksins um árabil í málefnum borgarinnar, segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, muni ekki hafa bætandi áhrif á fylgi flokksins í Reykjavík. könnunum síðustu misserin. Framsóknarmenn munu án efa velta því alvarlega fyrir sér hvort skynsamlegt sé að kaupa hugsan- legan stundarávinning í Reykjavík í skjóli Ingibjargar Sólrúnar og Sam- fylkingarinnar eða hvort það sé ein- hvers virði að Framsóknarflokkur- inn og stefnumál hans verði sýnileg í höfuðborginni. Líklegt er að ósýni- leiki Framsóknarflokksins um ára- bil í málefnum borgarinnar muni ekki hafa bætandi áhrif á fylgi flokksins í Reykjavík þegar kemur að næstu Alþingiskosningum. Höfundur er borgarfulltrúi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.