Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Framhaldsnám fyrir alla
MIKIL umræða hef-
ur verið um hið nýja
MBA-nám sem Háskóli
Islands ætlar að setja á
laggirnar með
1.250.000 króna skóla-
gjöldum í haust. Við
stúdentar höfum lagt
áherslu á að námið
verði án skólagjalda,
enda viljum við að jafn-
rétti til náms sé tryggt
við skólann. Fylgis-
menn skólagjalda í
náminu hafa reynt eftir
megni að réttlæta
gjaldtökuna. Flestar
röksemdirnar sem not-
aðar hafa verið komu
fram í grein Gylfa Magnússonar sem
birtist í Morgunblaðinu 17. júní sl.
Tel ég rétt að svara þeim stuttlega,
enda tel ég þau léttvæga tilraun til
að draga umræðuna frá kjarna máls-
ins, sem er að í fyrsta sinn á að taka
upp skólagjöld fyrir framhaldsnám
við Háskóla Islands.
MBA ekki
endurmenntun
Stuðningsmenn gjaldtökunnar
hafa einfaldlega slegið því föstu að
MBA-nám sé endurmenntun. Pó get
ég ekki séð nokkur rök til að telja
MBA-nám endurmenntun, enda
felst það beinlínis í nafni gráðunnar
(Master of Business Administration)
að hér er um meistaragráðu að ræða.
MBA er augljóslega lokaáfangi í
námi þeirra sem það stunda. Þetta er
gráða sem menn kenna sig síðan við
og því um venjulegt framhaldsnám
að ræða. Hérna má einnig minna á
þau drög að fræðslustefnu HÍ sem
lögð voru fyrir síðasta háskólafund.
Þar er að finna eina vísinn að skil-
greiningu á endurmenntun og
fræðslu íyrir almenning innan Há-
skóla Islands þar sem segir orðrétt:
„Með fræðslu er hér átt við miðlun
þekkingar og annarrar hæfni, á þeim
fræðasviðum sem Háskólinn stund-
ar, í hvers konar öðru skyni en því að
mennta nemendur til prófgráða.“
Þessi skilgreining er í beinu sam-
ræmi við þann skilning sem almennt
er lagður í hugtakið endurmenntun
og styður ótvírætt málflutning stúd-
enta. Endunnenntun felst almennt í
því að bæta við og rifja upp innan
þeirrar prófgráðu sem viðkomandi
einstaklingur hefur þegar hlotið.
Hins vegar fara menn í sjálfstætt
framhaldsnám til að bæta við sig
prófgráðu.
Ekki endurmenntun
erlendis
Stuðningsmenn skólagjalda í
MBA-námi hafa einnig haldið því
fram að námið sé í öðrum löndum
skilgreint sem endurmenntun. Þetta
er einfaldlega rangt, eins og sjá má
Stretchbuxur
St. 38-50 - Frábært úrval
ef skoðaðar eru heima-
síður þeirra skóla sem
bjóða upp á MBA-nám.
A Norðurlöndum er
námið t.d. víðast hvar
flokkað sem „videre-
gáende uddannelse"
eða „videareutbildn-
ing“. Þessi orð eru not-
uð yfir venjulegt fram-
haldsnám eftir
stúdentspróf. Erlendis
er almennt litið á námið
sem lokastig fram-
haldsmenntunar og því
afar einkennilegt að
Dagný fara að túlka það sem
Jónsdóttir endurmenntun. Það er
hins vegar gert til að
geta innheimt skólagjöld.
Vafasamur
samanburður
Stuðningsmenn skólagjaldanna
hafa einnig mikið bent á Bandaríkin í
þessu sambandi og borið saman
skólagjöldin hér og þar. Þetta er
auðvitað ótrúlegur samanburður
enda eru tekin skólagjöld fyrir nán-
ast hvaða nám sem er í Bandaríkjun-
um. Einnig hefur verið bent á MBA-
nám á hinum Norðurlöndunum þar
sem innheimt eru skólagjöld. Hins
vegar er htið framhjá þeirri stað-
reynd að MBA-nám á Norðurlönd-
um er fyrst og fremst kennt í einka-
skólum þar sem skólagjöld eru
innheimt almennt. MBA-nám er
upprunnið í skólagjaldaumhverfi
Bandaríkjanna og breiðist síðan
smám saman út um heiminn. Það
verður að sjálfsögðu að laga sig að
því skólakerfi sem ríkir á hverjum
stað og samkvæmt lögum er Háskóli
Islands án skólagjalda. Það eru hæp-
in rök að benda á svimandi há
skólagjöld í Bandaríkjunum sem
Skófagjöld
Það er mikilvægara en
nokkru sinni fyrr, segir
Dagný Jónsdóttir, að
auka ríkisframlög til
Háskóla Islands og
8
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
iði*
Skólavörðustig 21, Reykjavík, sími 551 4050
að standa vörð um
grundvallarmarkmið
skólans.
rökstuðning fyrir skólagjöldum við
Háskóla íslands.
Allt nám er fjárfesting
Á það hefur einnig verið bent að
námið sé góð fjárfesting og skili
þeim sem það stunda háum tekjum.
En á ekki allt framhaldsnám að vera
góð fjárfesting? Ef við ætlum að fara
að rökstyðja skólagjöld með
hagnaðarvon erum við komin inn á
hættulegar brautir. Er þá ekki
næsta skref að fara að meta arð-
bæmi náms og innheimta skólagjöld
í samræmi við hana? Ég hafna slík-
um málflutningi enda eiga að ríkja
skýrar línur við Háskóla íslands,
skólinn á að vera þjóðskóli þar sem
engin skólagjöld eru innheimt.
Lítill fórnarkostnaður
ríkisins
Háskóla Islands sárvantar pen-
inga á flestum sviðum. Auka þarf
ríkisframlög til skólans svo hann geti
staðið undir væntingum í framtíð-
inni. Ég er eindregið þeirrar skoðun-
ar að ríkisvaldið eigi að leysa þær
deilur sem upp eru komnar með sér-
stöku framlagi, til að MBA-námið
geti verið án skólagjalda. Kostnaður-
inn við það ætti ekki að vera nema
rúmar 20 milljónir á ári, enda gerir
kostnaðaráætlun námsins ráð fyrir
að það kosti rúmar 40 milljónir á
tveimur árum. Hér má benda á þá
staðreynd að veita á námslán fyrir
skólagjöldunum. Það hefur sýnt sig
að einungis helmingur veittra náms-
lána skilar sér aftur í sjóði LÍN, þótt
veitt námslán skili sér auðvitað með
ýmsum öðrum hætti. Því má gera
ráð fyrir að kostnaður ríkisins verði
um 10 milljónir á ári fyrir MBA-nám
með skólagjöldum. Þá þarf ekki að
bæta við nema 10-15 milljónum til að
námið geti orðið án skólagjalda. Það
er ekki mikill fórnarkostnaður til að
viðhalda gnmdvallarsjónarmiðum
um Háskóla íslands.
Háskólinn á að
vera þjóðskóli
Við stúdentar höfum eindregið
mótmælt gjaldtöku fyrir MBA-nám
enda höfum við talið að með henni sé
vegið að framangreindum grundvall-
arsjónarmiðum um Háskóla íslands
og hugsanlega veitt fordæmi fyrir
gjaldtöku í öðru námi. Við fögnum
því þess vegna að rektor hafi lagt
fram sérstaka bókun þar sem hann
lýsti því yfir að ákvörðunin marki
ekki stefnubreytingu varðandi upp-
töku skólagjalda. Við höfðum hvatt
háskólayfirvöld til að gefa slíka yfir-
lýsingu og hún er mikilvæg. Það
breytir því hins vegar ekki að við
teljum skólagjöld í MBA-námi óeðli-
leg og viljum að námið sé undir sömu
formerkjum og annað framhalds-
nám. Það er mikilvægara en nokkru
sinni fyrr að auka ríkisframlög til
Háskóla Islands og að standa vörð
um það grundvallarmarkmið skólans
að vera þjóðskóli sem stendur öllum
opinn.
Höfundur situr í Stúdentaráði
fyrir Röskvu.
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 45
BETRA KYNLÍF MEÐ
ASTROGLIDE
FÆSTÍ APÓTEKUM
FÁIÐ PRUFU f APÓTEKINU
ymus.vefurinn.is astroglide.com
a simmn.is
Þú getur fylgst með símnotkun frá degl til dags,
skoðað simreikninga síðustu þriggja mánaða,
pantað sérþjónustu (til dæmis númerabirtingu),
fylgst með stöðu þjónustubeiðna, fengið greiðslu-
yfirlit, sótt um hringiflutning úr GSM-síma og
gert margt annað sem tengist viðskiptum þínum
við Símann.
w
simmrvis Mýttu {>úi þjónustuna Á símirm.iý, aðgangscnðið {útt c» a MnuuikningmitiT SIMINN
Ódýrir
Thermor
hitakútar
Liggjandi -
standandi
Margar
stærðir
S Y S T E M
Einar ,Kring*r,8r"
Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900
Vega dagur i Lyfju Lágmúla
Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag
Kemur þér beint að efninu!
GIAMþK.NON
yefmtíls.
Ótvíræður kostur þegar draga á úr ólykt.
Lykteyðandi innan frá, vinnur gegn
andremmu, svitalykt og ólykt vegna
vindgangs, kemur lagi á meltinguna.
l£b LYFJA
Lyf á iágmarksverði
Lyfja Lágmúla • Lyfja Hamraborg eLyfja Laugavegi
Lyfja Setbergi • Útibú Grindavík*
Merkingar í
föt og skó
j^ögo
Laugalækur 4 • S: 588-1980
vandaðar ítalskar
E^WEiÍ® og
Cappuccino vélar
Til brúðkaups- og
tækifærisgjafa.
Sérmerkt bollapar fylgir.
10 gerðir.
/■/■■
Farestveit&Co. hf.
Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900