Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Okkar ástkæri sonur, bróðir, og barnabarn,
EiÐUR SMÁRI GUNNARSSON,
Hjallabraut 2,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 25. júní.
Gunnar Ellertsson, Fanney Elínrós Guðmundsdóttir,
Þórdís Helga og Heiðrún Ásta Gunnarsdætur,
Ellert Jónsson, Heiðveig Helgadóttir,
Guðmundur Sverrisson, Ásta Grímsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir,
GUNNAR ÁRMANNSSON,
Snorrabraut 33,
Reykjavík,
er látinn. Útför auglýst síðar.
Margrét Gunnarsdóttir, Hafþór Hafdal Jónsson,
Jóhann Gunnarsson,
Tinna Rós Gunnarsdóttir,
Jóhanna Stefánsdóttir,
Úlfar Ármannsson, Bryndís Ásgeirsdóttir,
Pétur Ármannsson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 25. júní, útförin verður
auglýst síðar.
Halldóra Þorvaldsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Siguroddsson,
Þorsteinn Þorvaldsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir,
Tómas Þorvaldsson, Helga Norland,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og
barnabarn,
ELVAR HILMARSSON,
lést aðafararnótt sunnudagsins 25. júní.
Hilmar Antonsson, Helga Guðnadóttir,
Bjarki Hilmarsson, Rut Sverrisdóttir,
Ása Hilmarsdóttir,
Aldís Hilmarsdóttir,
Ása Viihjálmsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og vinur,
MARGRÉT HARALDSDÓTTIR,
Krummahólum 8,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans laugardaginn 24. júní.
Björn Sigurðsson,
Kristín Dfs Sigurðardóttir,
Haraldur Brynjar Sigurðsson,
Þórunn Elfa Ævarsdóttir,
Sigurður Símon Björnsson.
+
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
JÓN INGVARSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 22. júní.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 13.30.
Eiríkur Jónsson, Snædís Marfa Jónsson,
fris Mjöll, fvar Snær, Ingvi Fannar,
Kolbrún Drífa, Laufey og Lára.
ÞÓRA
STEINDÓRSDÓTTIR
+ Guðbjörg Þóra
Steindórsdóttir
fæddist á Akureyri 8.
febrúar 1914. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 16. júní síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Akureyrarkirkju 23.
júní.
Amma mín, Þóra
Steindórsdóttir, er
látin. Raunar var hún
ekki bara amma mín,
heldur gekk hún mér
í móðurstað frá því að ég man eftir
mér og ólst ég upp hjá afa mínum
og ömmu, Þóru og Steina, eins og
þau voru kölluð. Síðustu daga hef
ég, ásamt fjölskyldu minni, verið
að rifja upp minningar um ömmu.
Minningar mínar ná vissulega ekki
eins langt aftur eins og hinna eldri
en þær eru samt margar og flestar
hverjar Ijóslifandi. Mér fínnst í
rauninni ekki eins og amma sé
dáin, hún er svo nálæg í öllu sem
ég tek mér fyrir hendur þessa
dagana.
Eg man þegar ég var lítil og
amma var að fara á Oddfel-
lowfundi og ég grét eins og stung-
inn grís vegna þess að ég hélt að
hún væri að fara frá
mér. Og ég man eftir
því þegar hún skúraði
eldhúsgólfíð og ég lék
að ég væri í strætó
með eldhússtólunum.
Og ég man þegar hún
lagði sig eftir matinn
og ég hringaði mig til
fóta í sófanum og
lagði mig líka.
Allar mínar minn-
ingar um ömmu eru
ljúfar. Hún var þann-
ig manneskja. Hún
tók mér alltaf eins og
barninu sínu og það
var alltaf sjálfsagt mál að ég væri
með henni í næstum því öllu sem
hún gerði. Og síðan þegar Logi
sonur minn fæddist, tók hún líka á
móti honum eins og opnaði heimili
sitt fyrir okkur.
Amma var frá mannmörgu
heimili. Þess vegna vildi hún alltaf
hafa margt fólk í kringum sig.
Hún naut þess einstaklega vel að
halda veislur og fara í veislur og
ég er viss um að það var hluti af
því hvers vegna hún var virk í fé-
lagsstarfí, bæði hjá Oddfellow
reglunni, Kvenfélagi Akureyrar-
kirkju og á síðustu árum kór aldr-
aðra á Akureyri. Hún naut þess að
klæða sig upp á og fara út og hitta
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
móðir, amma og systir,
STEINUNN ÁRNADÓTTIR,
Bergþórugötu 6B,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
tudaginn 29. júní ki. 15.00.
Jóhann Ásgeirsson,
Karólína Hreiðarsdóttir, Guðrún Hreiðarsdóttir,
Birgir Þór Birgisson, Jón Einar Jóhannsson
Hallfríður Jóhannsdóttir,
Alexandra Steinunn Kristjánsd. Hreiðar Árni Kristjánsson,
Guðmundur Árnason, Guðbjörg Árnadóttir,
og fjölskyldur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞÓRÐURJÓNSSON,
Úthlíð 2,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 25. júní.
Halldóra Þorvarðardóttir,
Sigrún Kristín Þórðardóttir, Sverris Sigurðsson,
Jón Þórðarson, Anna Kristín Tryggvadóttir,
Elísa Ýr, Þórhallur Magnús,
Tinna Rut og íris Eva.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
STEFÁN ÓLI ÁRNASON
bakarameistari,
Marbakkabraut 16,
Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 20. júní.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 28. júní kl. 15.00.
Rannveig Gfsladóttir,
Stella Stefánsdóttir, Sigsteinn Páll Grétarsson,
Lára Stefánsdóttir, Steve Gogo,
Karólína Stefánsdóttir,
Guðleif Þórunn Stefánsdóttir, Kristján Kristjánsson
og barnabörn.
fólk. Hún naut þess líka að ferðast,
ég man eftir ótal ferðum með afa
og ömmu, fyrst í Land-Rovernum
gamla, þar sem ég sat á milli
þeirra í framsætinu og sönglaði,
og síðan í Bronconum sem var
bara notaður á sumrin. Það var
farið til Reykjavíkur reglulega og
svo var farið í laxveiðitúra og
sunnudagsbíltúrarnir voru ómis-
sandi. Svo ferðaðist hún heilmikið
erlendis, bæði með afa á meðan
hann var á lífi og síðan með öðrum
eftir að hann lést.
Amma mín var litrík kona. Hún
var skrautgjörn og naut þess að
kaupa föt og skartgripi og vera
fín. Við frænkurnar erum t.d. mjög
duglegar að fá lánaða síðu, fínu
kjólana hennar þegar eitthvað
mikið stendur til, árshátíð eða
annað. Hún var líka litríkur pers-
ónuleiki. Hún var ekki kona sem
sat heima og lét aðra um að lifa líf-
inu heldur sótti hún í félagsskap
og ævintýr. Það eru t.d. sennilega
ekki margar sjötugar ömmur sem
leggja einar í ferðalag til Englands
til þess að heimsækja barnabarnið
sitt sem er þar í málaskóla. En
þetta gerði amma. Og svo var hún
sólgin í tækninýjungar, allt frá því
að hún ólst upp í smiðjunni hjá
föður sínum hafði umræða um
tækninýjungar verið henni eigin-
leg og hún sló ekki hendinni á móti
neinu í þeim efnum, hvort sem það
var í heimilistækjum eða öðru.
Amma var trúuð kona. Hún sótti
samkomur, bæði í Síon og síðari
árin hjá Aglow, og hún átti lifandi
bænalíf. Hún sagði mér það oft að
hún bæði fyrir mér og mínum og
ég veit að það gerði hún svo sann-
arlega. Amma óttaðist ekki dauð-
ann, hún var tilbúin að mæta Guði
og undir það síðasta var það henn-
ar von að það yrði sem fyrst. Eg
er þakklát fyrir þann tíma sem ég
fékk að eiga með henni undir það
síðasta en ég er líka þakklát fyrir
að nú er hún komin heim, í dýrð-
ina til Guðs.
Elsku amma. Eg kveð þig nú en
minningin um þig er sterk og lifir
áfram.
Arna.
SOLSTEINAR
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
LEGSTEINAR
Qraníf
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
HEIMASÍÐA: www.granit.is