Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 55
Fyrir veitingahús, matvælavinnslu
sjúkrahús og þar sem krafist er
snertifrírra blöndunartækja
Skeifan 7 • Simi 52S 0800
Oruggur sigur
Anands í Frankfurt
SKAK
Frankfurt
FUJITSU-SIEMENS-
SKÁKMOTIÐ
22.-25.6.
INDVERSKI stórmeistaiinn
Viswanathan Anand sigraði af öryggi
á Fujitsu-Siemens-skákmótinu sem
lauk í Frankfurt á laugardaginn. An-
and hlaut 7'á vinning
og varð VÆ vinningi á
undan næsta manni,
sem reyndar var sjálfur
Garry Kasparov. Þetta
eru mikil tíðindi þar
sem Kasparov hefur
unnið hvern mótasigur-
inn af öðrum að undan-
förnu og svo virtist sem
enginn annar skákmað-
ur ætti möguleika á að
skjóta honum ref fyrir
rass. Það ætti þá helst
að vera Kramnik, sem
ætlar að tefla „heims-
meistaraeinvígi“ við
Kasparov síðar á árinu.
Reyndar urðu þeir
Kasparov og Kramnik
jafnir og efstir á stór-
mótinu í Linares í
mars. Þá var Shirov
nærri því að ná efsta
sætinu í Sarajevo í lok
maí, en Kasparov tókst
þá að tryggja sér sigur-
inn á síðustu metrun-
um.
Að þessu sinni varð
Kasparov þó að sjá af
gullinu í hendur An-
ands. Þátttakendur á
mótinu voru sex og
tefld var tvöföld um-
ferð, alls 10 skákir.
Anand náði forystunni í
fjórðu umferð þegar
hann sigraði Shirov með svörtu, en
Kasparov varð að sætta sig við jafn-
tefli gegn Kramnik. í sjöttu umferð
mættust þeir Kasparov og Anand, en
sú skák endaði með jafntefli eins og
skák þeirra í fyrstu umferð mótsins.
Anand var því með hálfs vinnings
forystu þegar sjöunda umferð hófst,
sem átti eftir að reynast afdrifarík.
Anand lagði Morozevich auðveldlega
með hvítu og þegar Kasparov sá það
kom ekkert nema sigur til greina í
skák hans gegn Peter Leko. Kaspar-
ov leitaði hins vegar of lengi að sigur-
leiðinni og lenti í tímahraki. Eftir 40
leiki átti hann eftú 30 sekúndur á
klukkunni, en Leko átti 5 mínútur til
góða. Auk tímahraksins var staða
Viswanathan
Anand
Bragi
Þorfinnsson
Kasparovs orðin erfið og þetta
tvennt réð hann ekki við. Hann gafst
því upp í 47. leik. Þar með var Anand
kominn með U/2 vinnings forystu og
ljóst var að kraftaverk þyrfti til þess
að hafa af honum efsta sætið, enda
tókst keppinautum hans það ekki.
Lokastöðuna á mótinu má sjá í með-
fylgjandi töflu. Auk keppni þessara
skákrisa fór samhliða fram sterkt
skákmót þar sem keppt var um sæti
á Fujitsu-Siemens-skákmótinu á
næsta ári. Það var breski stórmeista-
rinn Michael Adams sem sigraði á
mótinu, fékk 10'/2 vinn-
ing í 14 skákum.
Úrslit urðu annars
þessi:
1. Michael Adams
10‘/2V.
2. Vassily Ivanchuk
914 v.
3. Evgeny Bareev 8 v.
4. Sergei Rublevsky
6/2 v.
5. Veselin Topalov
6/2 v.
6. Artur Jussupow
514 v.
7. Loek Van Wely
5/2 v.
8. Robert Rabiega 4 v.
Bragi sigrar á
Jónsmessumóti
Bragi Þorfinnsson
sigraði á fjórða Jóns-
messumóti Hellis, sem
haldið var á föstudag-
inn. Bragi hlaut 16
vinninga í 18 skákum,
en tefld var hraðskák,
2x9 umferðir. Röð efstu
manna varð annars
sem hér segir: 1. Bragi
Þorfinnsson 16 v. 2. Jón
Viktor Gunnarsson
14í4 v. 3.-4. Magnús
Öm Úlfarsson og Kári
Elíson 12 v. o.s.frv.
Alls tóku 15 kepp-
endur þátt í mótinu,
sem var mjög sterkt eins og í öll þau
skipti sem það hefur verið haldið.
Skákstjórinn var enginn annar en
stói-meistarinn Helgi Ass Grétars-
son, sem stjórnaði mótinu af miklum
myndugleik.
Kreppa hjá Garðbæingum og
Kópavogsbúum
Taflfélag Garðabæjar á nú við
vanda að stríða. Formaður félagsins
er farinn í nám erlendis og sterkasti
skákmaður félagsins hefur ákveðið
að ganga til liðs við Taflfélag Reykja-
víkur. Þetta er erfiður biti að kyngja
fyrir lítið taflfélag, enda kemur fram
á heimasíðu félagsins að framtíð þess
er óljós. Þetta eru slæmar fréttir þar
Fujitsu-Siemens skákmótiö 2000
Nr. Nafn Stiq 1 2 3 4 5 6 V. R.
1 Alexei Shirov 2751 1/2 1/2 0 1/2 0 0 1 1 0 1 4% 4.
2 Vladimir Kramnik 2758 1/2 1/2 1/21/2 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1 5 3.
3 Garry Kasparov 2851 1 1/2 vTh 1/2 1/2 1 0 1/2 1 6 2.
4 V. Anand 2769 1 1 1/2 '/2 1 1/2 1 1 VA 1.
5 Peter Leko 2725 0 0 % 1 0 1 0 1/2 1/2 0 3% 5.
6 A. Morozevich 2748 1 0 % 0 1/2 0 0 0 1/2 1 13% 6.
Mörkinm 3, simi 588 0640
l I"vl D:
sem félagið hefur sett sterkan svip á
skáklífið hér á Iandi með góðri
frammistöðu og hugmyndaríkum
stjórnendum. T.d. varð félagið íslan-
dsmeistari þegar það sigraði í deilda-
keppninni 1992. Vonandi finna Garð-
bæingar viðunandi lausn á þessum
vanda hið fyrsta.
Reyndar hefur annað öflugt taflfé-
lag átt við mikinn vanda að stríða um
nokkurt skeið. Það er Taflfélag
Kópavogs. Félagið er eitt örfárra
taflfélaga sem eiga eigið húsnæði, en
bæjarfélagið hefur sýnt félaginu lít-
inn skilning. Það er athyglisvert í
ljósi þess, að Kópavogur styrkti bæði
Heimsmótið og íslandsmótið í skák.
Auðvitað fögnuðu allir skákáhuga-
menn því framtaki, en það er önnur
hlið á þessu máli. Skák er afskaplega
holl íþrótt íyrir börn og unglinga.
Hún er þroskandi auk þess sem hún
beinir orku barna og unglinga inn á
braut sem er mun heilbrigðari en
ýmislegt það sem freistar ungs fólks
um þessar mundir. Taflfélag Kópa-
vogs hefur verið það félag sem hefur
haldið úti hvað öflugastri unglinga-
starfsemi undanfarin ár. Óhætt er að
segja, að krafturinn í þeirri starfsemi
hafi verið langt umfram það sem
vænta má af félagi af þessari stærð
og eiga forystumenn félagsins mikið
hrós skilið fyrir það. Það er því full
ástæða fyrir ráðamenn í Kópavogi að
endurskoða hug sinn og styðja við
bakið á félaginu, ekki síður en þeir
hafa séð ástæðu til að styrkja þá
skákviðburði sem hafa átt greiðari
aðgang að fjölmiðlum.
Skákmót á næstunni
3.7. Hellir. Atkvöld kl. 20.
Daði Orn Jónsson
MENNTAMAL
staf fyrlr staf.
fyrir nýjum vörum
70%
affsláttur
Mikið úrval af merkjavöru t.d.
GABOR - ROOTS - BEST SELLER - VIVALDI -
SIGNATURE - INTENZ - VICTORY - NIKE -
ADIDAS - PONNY - BABYBOTTE o.fl.
Dömuskór - Herraskór - Barnskór
EURO SKO
Kringlunni 8-12 • sími 568 6211