Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍDAG
Fjöldi skemmtiferða-
skipa til Reykjavíkur
FJÖLDI skemmtiferðaskipa kemur
hingað til lands í sumar og hafa flest
þeirra viðkomu í Reykjavík. Næsta
skip sem kemur til höfuðborgarinn-
ar er Funchal, Panama sem kemur
á morgun, 28. júní, og leggur við
Miðbakka klukkan 8. Hér fer á eftir
listi yfir skemmtiferðaskipin sem
eru væntanleg til Reykjavíkur það
sem eftir er sumars:
Explorer, Líberíu, 29. júní, Mið-
bakki, kl. 21,
Royal Princess, Bretlandi, 3. júlí,
Korngarður, kl. 6,
Astor, Bahama, 3. júlí, Sund-
bakki, kl. 8,
Arkona, Líberíu, 6. júlí, Ægis-
garður, kl. 8:00,
Astra II., Bahama, 6. júlí, Mið-
bakki, kl. 10,
Shearwater, Bahama, 7. júlí, Mið-
bakki, kl. 6,
Sapphire, Kýpur, 8. júlí, Mið-
bakki, kl. 8,
Caronia, Bahama, 9. júlí, Korn-
garður, kl. 8,
Delphin, Möltu, 13. júlí, Mið-
bakki, kl. 17,
Europa, Bahama, 15. júlí, Korn-
garður, kl. 8,
Vistamar, Panama, 17. júlí, Mið-
bakka, kl. 7,
Maxim Gorky, Bahama, 19. júlí,
Korngarður, kl. 7,
Astor, Bahama, 19. júh, Sund-
bakki, kl. 8,
Albatros, Bahama, 20. júlí, Ytri-
höfnin, innan Engeyjar, kl. 7,
Oriana, Bretlandi, 20. júlí, Ytri-
höfnin, innan Engeyjar, kl. 8,
Princess Danae, Panama, 20. júlí,
Korngarður, kl. 10,
Sapphire, Kýpur, 22. júlí, Mið-
bakki, kl. 8,
Seabourn Sun, Bahama, 22. júlí,
Komgarður, kl. 9,
Marco Polo, Bahama, 24. júlí,
Korngarður, kl. 7,
Arion, Bahama, 28. júlí, Mið-
bakki, kl. 6,
Saga Rose, Bahama, 29. júlí,
Korngarður, kl. 7,
Clipper Adventurer, Bahama, 30.
júlí, Faxagarður, kl. 6,
Hanseatic, Bahama, 30. júlí, Mið-
bakki, kl. 8,
Maxim Gorky, Bahama, 5. ágúst,
Korngarður, kl. 7,
Black Prince, Noregi, 5. ágúst,
Miðbakki, kl. 8,
Sapphire, Kýpur, 5. ágúst, Ægis-
garður, kl. 8,
Albatros, Bahama, 6. ágúst, Ytri-
höfnin, innan Engeyjar, kl. 7,
Ocean Majesty, Grikklandi, 8.
ágúst, Miðbakki, kl. 9,
Delphin, Möltu, 12. ágúst, Mið-
bakki, kl. 7,
Columbus, Bahama, 13. ágúst,
Miðbakki, kl. 8,
Crown Princess, Líberíu, 17.
ágúst, Ytrihöfnin, innan Engeyjar,
kl. 13,
Albatros, Bahama, 23. ágúst,
Ytrihöfnin, innan Engeyjar, kl. 7,
Maxim Gorky, Bahama, 23. ágúst,
Korngarður, kl. 13,
Saga Rose, Bahama, 27. ágúst,
Komgarður, kl. 7,
Maasdam, Hollandi, 2. septem-
ber, Komgarður, kl. 7,
Rotterdam VI., Hollandi, 6. sept-
ember, ytrihöfnin, innan Engeyjar,
kl. 7,
Delphin, Möltu, 9. september,
Miðbakki, kl. 21,
Seabourn Pride, Noregi, 10. sept-
ember, Miðbakki, kl. 8.
Lýst eftir vitnum
UM síðustu helgi var ekið utan í bif-
reiðina R 16325, sem er Ford Escort,
hvít að lit, þar sem bifreiðin stóð við
Bygggarða 8 á Seltjamamesi. Talið
er að biíreið sú sem þarna hefur verið
ekið utan í R16325 sé af Toyota-gerð.
Ökumaður þeirrar bifreiðar svo og
vitni em beðin að gefa sig fram við
lögregluna í Reykjavík.
Um síðustu helgi eða frá fóstudags-
kvöldinu 23. júní sl. um kl. 20 og til
laugardagsins 24. júní sl. um kl. 11,
var ekið utan í bifreiðina NR 853, sem
er Opel Combo, hvít að lit, þar sem
bifreiðin stóð við Vitastíg 20 í Reykja-
vík. Sá sem þama hefur ekið á bif-
reiðina svo og vitni era beðin að gefa
sig fram við lögregluna í Reykjavík.
LEIÐRÉTT
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmunds
Litabrengl og mynda-
texta vantaði
Vegna mistaka í prentun sunnu-
dagsblaðsins brengluðust litir í
myndum með grein um veiðihunda
á Akranesi.
Einnig féll niður myndatexti með
nöfnum hundanna og eigenda
þeirra. Era það Sigurmon Hreins-
son og Þuríður Elín Geirsdóttir
ásamt hundunum (f.v.) Falcon,
Kolku, Quiz, Buck og Quail.
Hjúkrunarþyngd
Grundar 0,85-0,89
í grein í Morgunblaðinu á sunnu-
dag var því haldið fram að hjúkrun-
arheimilið Grund væri, samkvæmt
RAI-mælingu, með hjúkranar-
þyngdina 1,05 og yfir.
Það er ekki rétt heldur er hjúkr-
unarheimilið samkvæmt þessari
mælieiningu með hjúkrunarþyngd-
ina 0,85 til 0,89. Beðist er velvirð-
ingar á þessu mishermi.
Fréttin var í Aftenposten
í frétt af orðrómi um ofurskjálfta
í Morgunblaðinu á föstudag var
rangt farið með heiti norsks dag-
blaðs, sem vísað var til. Átt var við
dagblaðið Aftenposten.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Mynd af höfundi vantaði
Með greininni
Ávanaefnavandinn
á eríndi við okkur
öll, sem birtist í
Morgunblaðinu sl.
sunnudag, vantaði
mynd af aðalhöf-
undi greinarinnar,
Bimi Hjálmars-
syni. Um leið og
beðist er velvirðingar á mistökun-
um er myndin birt hér.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hernáms-
árin
MÉR datt í hug máltækið
„margur heldur mig sig“
þegar ég horfði á þáttinn
Hemámsárin á dagskrá
Ríkissjónvarpsins miðviku-
dagskvöldið 21. júní sl. sem
fjallaði um samskipti her-
manna og kvenfólksins. Ég
vann á fjölmennum vinnu-
stað á stríðsárunum. Þar
unnu margar stúlkur, sum-
ar þeirra kynntust her-
mönnum og fóru á böll hjá
þeim. Þær kusu einfaldlega
heldur að dansa við kurt-
eisa, ódrukkna hermenn en
blindfulla íslendinga og
ófullar komu þær heim af
dansleikjunum, því kven-
fólk drakk yfirleitt ekki á
þessum árum. Og hvemig
áttu stúlkur að veltast
blindfullar í bröggunum,
þar sem hverjum hermanni
var úthlutað einni bjór-
flösku á viku? Mér finnst
ómaklega vegið að þeim
stúlkum, sem kynntust her-
mönnum, þar sem framleið-
andi þáttanna kallar til
sögusmettur, sem bera
þeim ófagrar sögur. Sann-
leikurinn er sá, að landinn
var afbrýðissamur og
reiður og sumir spunnu upp
alls konar lygasögur á þess-
um árum. Ofstækisfullir
kommúnistar vom þar iðnir
við kolann. Það þarf ekki
annað en að fletta blöðum
Þjóðviljans frá þessum
tíma til þess að lesa óhróð-
urinn. Sannleikurinn var
ekki alltaf aðalsmerki
þeirra, enda enduðu þeir á
hausnum. Sumar stúlkn-
anna giftust til útlanda og
margar þeirra em nú látn-
ar. Ég vil að ættingjar
þeirra fái að vita, að þessar
stúlkur voru flestar reglu-
samar, fyrirmyndar mann-
eskjur upp til hópa. Fyrir
nokkrum ámm gáfu tveir
þekktir bræður út bók um
svo kallað ástand og ætluðu
sér að græða á niðrandi
umfjöllun um stúlkur
stríðsáranna, en það lýsir
nú best lágkúralegu hugar-
fari höfundanna. Er ekki
kominn tími tU að einhver
kona gefi út bók eða taki
saman þáttaröð með heit-
inu „Konur og íslenskir
karlmenn“. Þar mætti
minnast á íslensku mellu-
dólganna, sem reyndu að
selja hermönnum stúlkur á
stríðsámnum. Persónulega
þekki ég konur sem lentu í
klónum á þeim. Einn þeirra
þekki ég. Hann rak sjoppu
á stríðsámnum og hugðist
drýgja tekjurnar á þennan
smekklega hátt, en núna
yrkir hann ijóð um græðg-
ina. Mér er ekki kunnugt
um að menningarvitarnir,
að fyrrverandi biskupi
meðtöldum, hafi gert nokk-
uð til að stöðva dólgana.
Það vom nefnilega ungl-
ingsstúlkur, nýkomnar úr
sveit, sem þeir reyndu að
tæla. Svo er af ýmsu að
taka. Nú þekkist að íslensk-
ir karlmenn panti sér konur
eftir verðlistum frá útlönd-
um. Heyrst hefur að karl-
menn sæki sér konur í
pútnahús í öðmm löndum,
en þegar heim er komið,
misþyrma sumir þeim svo
þær neyðast til að leita í
Kvennaathvarfið í hópum.
Það er af mörgu að taka.
Guðrún Magnúsdóttir-
Kleppsvegi 40, Reykjavík.
Bleik kirkja
ÉG VAR á ferð vestur í
Dölum um helgina og þar
skoðaði ég kirkjuna að
Hjarðarholti í Dölum. Þessi
kirkja er ein af okkar perl-
um. Þegar ég kom inn, brá
mér heldur betur í brún.
Kirkjan er máluð að innan í
nærfataljósbleikum lit. Það
er gömul hefð fyrir því
hvemig kirjur em málaðar.
Þetta er litur sem menn
geta sullað á stofumar
heima hjá sér. Ég vil gera
athugasemd við þetta og
þeir sem sjái um þessi mál,
sjái sóma sinn í þvi að
breyta þessu.
Hans A. Clausen.
Auglýsingablöff!!
MÉR er spum, hvort ís-
lensk getspá standi ekki við
það sem þeir segja, eða
hvort þeir þurfi að ritskoða
auglýsingar sínar betur?
Ég tók mjög vel eftir
auglýsingu frá þeim sem
sagði frá fimmfóldum lottó-
potti, og endar auglýsingin
á þeim orðum að ég átti að
muna eftir að gleyma að
kaupa miða ef ég vildi ekki
vinna!! Út úr þessari
auglýsingu les ég að ég átti
að hafa öruggan vinning ef
ég keypti miða, og þar sem
ég keypti jú miða spyr ég,
af hverju ég fékk ekki vinn-
ing? Svar óskast.
Jónina.
Tapað/fundið
Brún lesgleraugu
töpuðust
BRÚN lesgleraugu töpuð-
ust á leiðinni frá Laugavegi
og vestur í bæ í byrjun júní.
Skilvís finnandi er vinsam-
legast beðinn að hafa sam-
band í síma 562-7932.
Dýrahald
Kettlingur fæst gefins
ÉG heiti Brandur og er átta
vikna fress. Er ekki einhver
kattarvinur sem vill eiga
mig?. Upplýsingar í síma
567-5404 eða 699-4056.
Tvær læður
fást gefíns
TVÆR læður fæddar 1.
maí fást gefins. Önnur er
hvít, svört og brún og hin er
hvít og svört. Upplýsingar i
sima 555-2447.
Læða hvarf frá
Hólmasundi
LÆÐA hvarf frá Hólma-
sundi við Sæbraut fyrir um
viku. Hún er lítil og grann-
vaxin, bröndótt með rauð-
brúnan blett á kollinum og
var með slitna bleiklitaða ól
og bjöllu. Viti einhver um
ferðir hennar, vinsamlegast
hafið samband í síma 863-
8333.
Komið inn til lendingar.
Morgunblaðið/Ómar
Víkverji skrifar...
MIKIÐ er um að vera á landinu á
sumrin. í höfuðborginni rekur
hver menningardagskráin aðra og úti
á landi era fjölmargar héraðshátíðir
allt sumarið en þær era gjaman
tengdar merkum tímamótum í sögu
byggðarlaganna, menningarviðburð-
um eða ferðamennsku. Upp í hugann
koma danskir dagar, írskir og fær-
eyskir. Allt era það góð tilefni vegna
gamalla og nýrra tengsla okkar við
þessar þjóðir. En Víkverji er að velta
því íyrir sér af hverju ekki era einnig
haldnir pólskir dagar eða hátíðir
tengdar öðrum þjóðum sem eiga
marga fulltrúa hér á landi um þessar
mundir. Víða um landið hafa myndast
tengsl við þessi lönd vegna fjölda
fólks sem hingað hefur flust eða hér
dvelur tímabundið til að sækja at-
vinnu. Það væri til dæmis tilvalið að
halda pólska daga einhvers staðar á
Vestfjörðum þar sem Pólverjar hafa
haldið uppi atvinnulífinu í sumum
plássunum. Hátíðir þessar era mjög
mismunandi að gæðum, að því er Vík-
verja sýnist þótt hann komist ekki yf-
ir að fylgjast með öllum, en innan um
virðast mjög áhugaverðir atburðir.
Allt er þetta jákvætt fyrir íbúa
byggðarlaganna og ferðafólk, enda er
í mörgum tilvikum beinlínis verið að
höfða til þess að brottfluttir íbúar
staðanna vitji heimahaganna af þessu
tilefni. Eins og byggðin hefur þróast
er markhópurinn stór enda era brott-
fluttir staðarmenn væntanlega í
flestum tilvikum fjölmennari hópur
en núverandi íbúar hans.
XXX
OFT era það einstaklingar sem
eiga heiðurinn af menningarvið-
burðum. Á Seyðisfirði er haldin ein
metnaðarfyllsta listahátíðin. Nefnist
hún Á seyði og er haldin á hverju
sumri. Miðpunktur hennar er menn-
ingarmiðstöðin Skaftfell. Einstakl-
ingur gaf húsið til menningarstarf-
semi og hópur einstaklinga hefur
staðið fyrir endurbótum á húsinu og
uppbyggingu menningarmiðstöðvar-
innar og sami hópur á mikinn hlut að
listahátíðinni. í tengslum við hátíðina
er haldin röð tónleika í Seyðisfjarðar-
kirkju og nefnist hún Bláa kirkjan.
Tónleikar era haldnir á hverju mið-
vikudagskvöldi allt sumarið. Þetta
vita margir, enda eykst aðsókn á tón-
leikana ár frá ári. Færri vita hins
vegar að Bláa kirkjan er einkafram-
tak Muff Worden, bandarísks tónlist-
arkennara sem hefur sest að á Seyð-
isfirði. Hlutverk hennar felst ekki
einungis í því að skipuleggja tónleik-
ana, fá íslenskt tónlistarfólk og erlent
til að koma fram og sjá um fram-
kvæmdina að öllu leyti heldur tekur
hún sjálf á móti listafólkinu og kemur
því á staðinn, hýsir það á sínu heimili
og eldar ofan í það. Þau persónulegu
tengsl sem þetta fyrirkomulag skap-
ar á áreiðanlega þátt í því hvað það er
að verða eftirsótt hjá tónlistarfólki að
taka þátt í Bláu kirkjunni. Auðvitað
nýtur Muff Worden aðstoðar annarra
einstaklinga og einhverra styrkja en
framtak þessarar konu er samt aðdá-
unarvert.
XXX
SEGJA mætti fleiri sögur af lofs-
verðu framtaki einstaklinga á
menningarsviðinu. Hér skal aðeins
getið uppbyggingar Valgeirs Þor-
valdssonar bónda á Vesturfarasafn-
inu á Hofsósi. Hann fékk áhuga á
tengslum Islendinga við frændur
sína í Vesturheimi og réðst í það verk
að byggja upp gamalt hús á Hofsósi
og koma þar upp Vesturfarasetri og
sýningu um fólksflutningana til Vest-
urheims. Sýningin er unnin af mjög
færa fagfólki og er ákaflega fróðlegt
og skemmtilegt að skoða hana. Val-
geir fékk nokkur fyiiitæki til liðs við
sig þegar hann réðst í verkefnið og nú
hefur ríkisvaldið viðurkennt starfið
með því að styrkja áframhaldandi
uppbyggingu og viðurkenna Vestur-
farasetrið sem þjónustumiðstöð á
þessu sviði. Er það vel. Er nú hafin
uppbygging nýrra húsa á svæðinu og
verið að setja upp nýjar sýningar sem
Víkveiji hlakkar til að skoða.