Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 2

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 ER KRISTNI KOM AISLAND MORGUNBLAÐIÐ HEIMSMYND NORRÆNS ATRÚNAÐAR Upplýsingar um heimsmynd norrænnar trúar er að fínna í Eddukvæðum og í Snorra-Eddu. Eddukvæði eru nokkurs konar þjóðkvæði sem ein kynslóð bar til þeirrar næstu í munni án þess að vita um upphaf þeirra og höfunda; sameiginleg arfleifð germanskra þjóða: Norðurlandabúa, Þjóðverja og Engilsaxa. Á13. öld voru þau loks rituð á skinn. Snorra-Edda er rit um goða- og skáldskaparfræði og er talin rituð um 1220 af Snorra Sturlusyni (1179-1241) sem var kristinn. Heimsmyndin samkvæmt Eddukvæðum (einkum Völuspá) í upphafi var ekkert til; allt var eitt mikið tóm, Ginnungagap. Ýmir var fyrsta og þar með elsta lifandi veran (forfaðir jötna). Synir Bors lyftu jörðinni upp úr sænum og bjuggu til löndin. Og einnig Miðgarð. Og nú tók jörð að lifna og vaxa grænir laukar (samkvæmt Grímnismálum og Vafþrúðnismálum drápu Borssynir Ými og gerðu af jörð og himin). Goðin hittust og komu sól, tungli og stjörnum íyrir á sínum brautum og skildu á milli dags ognætur. Svo er Asgarður búinn til og tilheyr- andi húsnæði. Og æsirnir voru glað- ir og tefldu og allt var með besta móti. En nú koma þursameyjar til sög- unnar og bráðlega gerast tíðindi. Áður en það verður ákveða goðin hver skapa eigi dvergana. Og það er gert. Óðinn, Hænir og Lóður sköpuðu því næst hinn fyrsta mann og konu, Ask og Emblu, úr viðardrumbum. Síðan er Yggdrasill kvaddur til sögu en hann er tré örlaganna, í miðju heimsins, á mesta helgi- stað goðanna og veltur tilvist heimsins á því hvort askurinn stendur eða fellur. Undir hon- um er Urðarbrunnur. í Grímnismálum eru rætumar sagðar þrjár; Hel býr undir einni, hrímþursar annarri og menn undir hinni þriðju. Upp úr brunninum koma þrjár nomir: Urð- ur, Verðandi og Skuld. Pær spinna mönnum ör- lög. Síðan er greint frá því er Gullveig völva er drepin eftir að hafa gert mikinn usla í heimi goðanna. I framhaldi af því er allt upp í loft hjá ásum. Sölumennska og eiðrof goðanna á aÚa kanta, ragnarök óumflýjanleg. Að þeim loknum rís ný jörð úr sjávar- djúpum, iðagræn. Heimsmyndin samkvæmt Snorra-Eddu I árdaga, áður en jörðin var sköpuð, var Niflheimur tÚ, þoku- heimurinn. I suðri var annar heimur, er Múspell hét, en hann var bjartur og heitur og var hans gætt með logandi sverði af eldjötnin- um Surti. Milli hei- manna tveggja var op- ið _ hyldýpi, Ginnungagap. I Niflheimi miðjum var brannur einn, Hvergelmir. Þegar ámar Eli- vogar, er frá honum renna til suðurs, 11 talsins, vora komnar nægilega langt frá upptökun- um, frasu þær. Isinn hlóðst upp og þaktist hrími svo að eitt lag kom á annað ofan og allur sá hluti Ginnungagaps er vissi mót norðri íyllt- ist ísi og snjó, raka og kulda. En til suðurhluta Ginnungagaps flugu neistar og sindur úr Múspellsheimi. HEIMSMYND SNORRA-EDDU. fa^a+D - U515 KÝRIN AUÐHUMLA OG BÚRI. ÚR HANDRITISÉRA ÓLAFS BRYNJÓLFSSONAR í KIRKJUBÆ, FRÁ1760. Á milli þessara tveggja heima kviknaði líf, vera nokkur, lík manni; það var jötunn. Sá hét Ýmir (en hrímþursar kölluðu hann Aurgelmi). Sofandi tók hann að svitna og uxu þá undir vinstra armi hans karl og kona og annar fótur hans gat son við hinum. Þannig byijuðu ættir hrímþursa. Þar sem hrímið bráðnaði í Ginn- ungagapi varð einnig til kýrin Auðhumla og fékk Ymir næringu sína úr fjóram mjólkurám sem rannu úr spenum hennar. Kýrin sleikti hrímsteina þá, er saltir vora, og kom þá full- skapaður maður í ljós á þriðja degi. Sá hét Búri og var bæði stór og fagur. Hann gat son, er Bor hét, og sá fékk þeirrar konu, er Bestla hét, dótt- ir Bölþoms jötuns. Synir þeirra era æsimir: Óðinn, ViliogVé. Synir Bors drápu Ými, færðu i mitt Ginn- ungagap og bjuggu til jörð og himin. Þessi jörð var kringlótt og umhverfis hana sjór úr blóði Ýmis. Blóðfoss Ýmis var svo mikill að þar drakknuðu allir hrímþursar nema Bergelmir. Afkomendur hans fengu lönd á sjávarströnd- inni. Þegar bræðumir höfðu gert sól og himin- tungl og skipt dægram, reistu þeir borg íyrir guðina í miðjum heimi og létu heita Ásgarð. Þar umhverfis var Miðgarður, bústaður mannanna. En fyrstu menn urðu þannig til að bræðurnir Óðinn, Vili og Vé gengu á sjávarstöndu fram á tvo bolunga og sköpuðu af þeim Ask og Emblu. Veraldarmeiðurinn, allra trjáa mestur og bestur, Yggdrasill, breiðir lim sitt um heim all- an. Rætur hans era þrjár og standa afar breitt. Ein teygist að hrímþursum, þar sem áður var Ginnungagap; undir þeini rót er Mímisbrunn- ur, er speki og mannvit er í fólgið. Önnur rótin stendur yfir Niflheimi og undir henni er Hver- gelmir. Þriðja rótin er á himni og þar undir mjög heilagur brannur, Urðarbrannur. Þar er mesti helgistaður goðanna og þangað fara þau dag hvern um Bifröst til að eiga dómstað sinn. Yggdrasill lá undir stöðugii ásókn eyðingarafla sem bæði herjuðu á lim hans og nöguðu ræt- umar. Svo gengur lífið áfram, þar sem lýst er sí- felldri baráttu góðs og ills. Öftast er samt litið á májefnin frá sjónarhóli goðanna. Örlög era sterk í allri þessari mynd og endir er bundinn á þessa baráttu í ragnarökum þegar lýstur saman fylkingum goða og jötna svo að fellur veralegur hluti af hvora liði. En eftir að þessar hörmungar era gengnar yfir, rís jörðin á ný úr ægi, æsir finnast á Iða- velli og líf blómstrar. Úr Snorra-Eddu. Þá mælti Gangleri: „Hverjir eru æsir þeir er mönnum er skylt að trúa á?“ Hár segir: „Tólf era æsir guð- kunnugir.“ Þá mælti Jafnhár: „Eigi era ás- ynjurnar óhelgari og eigi mega þær minna.“ Þá mælti Þriðji: „Óðinn er æðst- ur og elstur ásanna. Hann ræður öllum hlutum, og svo sem önnur guðin eru máttug þá þjóna honum öll svo sem börn föður. En Frigg er kona hans og veit hún örlög manna Þá mælti Gangleri: „Hver era nöfn annarra ásanna, eða hvað haf- ast þeir að, eða hvað hafa þeir gert til frama?“ Hár segir: „Þór er þeirra fram- ast, sá er kallaður er Ásaþór eða Ökuþór. Hann er sterkastur allra guðanna og manna. Hann á þar ríki er Þrúðvangar heita en höll hans heitir Bilskimir. í þeim sal era fímm hundrað gólfa og íjórir tugir. Það er hús mest svo að menn hafa gert..." Þá mælti Gangleri: „Spyrja vil ég tíðinda af fleiri ásunum." Hár segir: „Annar son Óðins er Baldur, og er frá honum gott að segja. Hann er bestur og hann lofa allir. Hann er svo fagur álitum og bjartur svo að lýsir af honum, og Æsir og ásynjur STRÍÐSGUÐINN ÓÐINN RÍÐANDI MEÐ SPJÓTIÐ GUNGNI. HONUM FYLGJA HRAFNARNIR HUG- INN OG MUNINN. MYNDIN ER Á HJÁLMPLÖTU FRÁ 7. ÖLD OG FANNST í GRAFREIT í SVÍÞJÓÐ. eitt gras er svo hvítt að jafn- að er til Baldurs brár. Það er allra grasa hvítast. Og þar eftir máttu marka hans feg- urð bæði á hár og á líki. Hann er vitrastur ásanna og feg- urst talaður og líknsamastur. En sú náttúra fylgir honum að enginn má haldast dómur hans. Hann býr þar sem heit- ir Breiðablik. Það er á himni Hinn þriðji ás er sá er kall- aður er Njörður. Hann býr á himni þar sem heitir Nóatún. Hann ræður fyrir göngu vinds og stillir sjó og eld. Á hann skal heita til sæfara og til veiða... Njörður á þá konu er Skaði heitir ... Njörður í Nóatúnum gat síðan tvö börn. Hét sonur Freyr og dóttir Freyja. Þau vora fögur álitum og máttug. Freyr er hinn ágætasti af ásum. Hann ræður fyrir regni og skini sólar, og þar með ávexti jarð- ar, og á hann er gott að heita til árs og friðar. Hann ræður og fésælu manna. En Freyja er ágætust af ásynjum. Hún á þann bæ á himni er Fólkvangur heitir, og hvar sem hún ríður til vígs, þá á hún hálfan val, en hálfan Óðinn ... Henni líkaði vel mansöngur. Á hana er gott að heita tii ásta.“ Þá mælti Gangleri: „Miklir þykja mér þessfr fyrir sér æsirnír ... Eða era fleirí enn goðin?“ Hár segir: „Sá er enn ás er Týr ÓÐINN OG SLEIPNIR. TEIKNING ÚR ÍS- LENSKU HANDRITI FRÁ1760. heitir. Hann er djarfastur og best hugaður og hann ræður mjög sigri í orastum. Á hann er gott að heita hreystimönnum. Það er orðtak að sá er týhraustur er umfram er aðra menn og ekki sést fyrir. Hann er vitur svo að það er mælt að sá er týspakur er vitur er ... Bragi heitir einn. Hann er ágæt- ur að speki og mest að málsnilld og orðfimi. Hann kann mest af skáld- skap, og af honum er bragur kall- aður skáldskapur ... Kona hans er Iðunn. Hún varðveitir í eski sínu epli þau er goðin skulu á bíta þá er þau eldast, og verða þá allir ungir, og svo mun vera allt til ragnarökk- urs ... Heimdallur heitir einn. Hann er kallaður hvíti áss. Hann er mikill og heilagur ... Hann býr þar sem heitfr Himinbjörg við Bifröst. Hann er vörður goða ... Þarf hann minni svefn en fugl. Hann sér jafnt nótt sem dag hundrað rasta frá sér. Hann heyrir og það er gras vex á jörðu eða ull á sauðum og allt það er hærra lætur. Hann hefur lúður þann er Gjallarhom heitir, og heyrir blástur hans í alla heima ... Höður heitir einn ásinn. Hann er blindur. Ærið er hann styrkur, en vilja myndu goðin að þennan ás þyrfti eigi að nefna, því að hans handverk munu lengi vera höfð að minnum með goðum og mönnum. Víðar heitir einn, hinn þögli áss ... Hann er sterkur næst þvf sem Þór er. Af honum hafa goðin mikið traust í allai- þrautfr. Áli eða Váli heitir einn, sonur Óðins og Rindar. Hann er djarfur í orastum og mjög happskeytur. Ullur heitir einn, sonur Sifjar, stjúpsonur Þórs. Hann er bogmað- ur svo góður og skíðfær svo að enginn má við hann keppast. Hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.