Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 7

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ER KRISTNI KOM AISLAND FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 C 7 STEFNIR ÞORGILSSON KENNIR RÉTTA TRÚ Úr Kristni sögu. Hún er talin rituð um miðja 13. öld og oft eignuð Sturlu Þórðarsyni (1214-1284), en rekur sögu kristni á íslandi frá 981 til 1118. Stefnir Þorgilsson fór hér um á árunum 996-997. Ólafur konungur kom í Noreg á öndverðri góu. Með honum voru margir íslenskir menn. Sá var einn, er Stefnir hét, hann var son Þorgils Eilífssonar Helgasonar bjólu af Kjalarnesi. Ólafur konungur sendi Stefni til íslands hið fyrsta sumar, er hann kom í Noreg, að boða þar guðs erindi; en er hann kom til íslands, þá tóku menn illa við hon- um, og frændur hans verst, því að allur lýð- ur var þá heiðinn á landi hér, en hann fór djarflega bæði norður og suður og kenndi mönnum rétta trú, en menn skipuðust lítt við hans kenningar, og er hann sá það, að hann hafði engan framgang, þá tók hann að meiða hof og hörga en brjóta skurðgoð. Þá söfnuðust heiðnir menn liði og komst hann þá á Kjalames nauðuglega og var þar með frændum sínum. Skip hans stóð uppi í Guf- árósi; það tók út um veturinn í vatnavöxtum og ofviðri... Skip kom á land og lítt brotið, og lét Stefnir gera að því um vorið. Það sumar var það í lög tekið, að frændur hinna kristnu manna skyldu sækja um þá goðlöstun nánari en þriðja bræðra og firnari en næsta bræðra. Það sumar var Stefnir sóttur um kristni; þá sök sóttu þeir frændur hans, því að kristnin var þá kölluð frændaskömm; synir Ósvífurs hins spaka, Þórólfur og Ás- kell, Vandráður og Torráður, sóttu hann, en Óspakur vildi engan hlut að eiga, en Stefnir mælti: „Ekki mein mun mér verða að sekt minni, en fyrir þessa sök mun yður henda mikil ógifta á fárra vetra fresti." Stefnir fór utan um sumarið, og tók Ólaf- ur konungur vel við honum. Morgunblaðið/RAX HÖFÐABREKKA í MÝRDAL. „ÞÁ ER ÞANGBRANDUR REIÐ AUSTAN ÞÁ BRAST í SUNDUR JÖRÐIN UNDIR HESTI HANS EN HANN HUÓP AF HESTINUM..." Þangbrandur og Guðleifur fara um með mannvígum ✓ Ur Brennu-Njáls sögu. Um vorið eftir fór Þangbrandur að boða kristni og Hallur með honum. En er þeir komu vestur um Lónsheiði til Stafafells þá bjó þar Þorkell. Hann mælti mest í móti trúnni og skoraði Þangbrandi á hólm. Þá bar Þangbrandur róö- ukross fyrir skjöldinn en þó lauk svo með þeim að Þangbrandur hafði slgur og drap Þorkel. Þaðan féru þeir til Hornafjarðar og gistu í Borgarhöfn fyrir vestan Heinabergs- sand. Þar bjó Hildir hinn gamli. Hans son var Glúmur er fór til brennu með Flosa. Þar tók vlð trú Hildir og hjú hans öll. Þaðan fóru þeir til Fellshverfis og gistu aö Kálfafelli. Þar bjó Kolur Þorsteínsson frændi Halls ogtðk hann við trú og hjú hans öll. Þaðan fóru þeir til Breiðár. Þar bjó Össur Hróaldsson frændi Halls ogtók við prímsigning. Þaðan fóru þeir til Svínafells og tók Flosi prímslgning en hét að fylgja þeim á þingi. Þaðan fóru þeir vestur til Skógahverfis og gistu í Kirkjubæ. Þar bjó Surtur Ásbjarnarson Þorsteinssonar Ketils- sonar hins fíflska. Þeir höfðu allir verið kristn- ir langfeðgar. Eftir það fóru þeir úr Skóga- hverfi og til Höfóabrekku. Þá spurðist allt um ferð þeirra. Maður hét Galdra-Héðinn er bjó í Kerlingardal. Þar keyptu heiðnir menn að hon- um að hann skyldi deyða Þangbrand og förun- eyti hans. Hann fór upp á Arnarstakksheiðl og efldi þar blót mikið. Þá er Þangbrandur reið austan þá brast í sundur jörðin undfr hesti hans en hann hljóp af hestinum og komst upp á bakkann en jörðin svalg hestfnn með öllum reiðlngi og sáu þeir hann aldrel síðan. Þá lof- aði Þangbrandur guð. Guðlelfur leitar nú Galdra-Héðins og finnur hann á heiðinni og eltir hann ofan að Kerlingardalsá og komst í skotfæri við hann og skýtur tll hans spjótl og í gegnum hann. Þaðan fóru þeir til Dyrhólma og áttu þar fund og boðaði Þangbrandur þar trú og kristnaði þar Ingjald son Þorkels Háeyjar- tyröils. Þaðan fóru þelrtil Fljótshlíðar og boö- uðu þar trú. Þar mælti mest í mót Veturliði skáld og Ari son hans og fyrir það vógu þelr Veturliða. Og er þar um kveöin vísa þessi: Ryðfjónar gekk reynir randa suðr á landi beðs í bæna smiðju Baldrs sigtólum halda. Siðreynir lét síðan snjallr morðhamar gjalla hauðrsíhattarsteðja hjaldrs Vetrliða skaldi. Morgunblaöiö/RAX Mývatn Þvottá •v^ÍÞingvellir SkálholtX Kirkjubær Ferdir Þangbrands á Islandi 997-999 ÞANGBRANDSBRYGGJA VIÐ LEIRUVOG í ÁLFTAFIRÐI. AÐ ÞESSUM KLETTI Á ÞANGBRANDUR AD HAFA LAGT SKIPISÍNU ER HANN SÓTTI HEIM SÍÐU-HALL ÁRIÐ 997. Morgunblaðiö/RAX ÞVOTTÁ í ÁLFTAFIRÐI. SÍÐU-HALLUR BJÓ FYRST Á HOFI EN FLUTTI ÞAÐAN AÐ BÆNUM Á, SEM NEFNDIST ÞVOTTÁ EFTIR AÐ ÞANGBRANDUR HAFÐI SKÍRT HALL OG FJÖLSKYLDU HANS í ÁNNI. ÞANGBRANDUR KOMINN TIL ÍSLANDS Úr Brennu-Njáls sögu. Hún er talin rituð seint á 13. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 950-1020. Petta hið sama haust kom skip út austur í Fjörðum í Berufirði þar sem heitir Gautavík. Hét Þangbrandur stýrimaður. Hann var son Vilbaldús greifa úr Saxlandi. Þangbrandur var sendur út hingað af Ólafi konungi Tryggvasyni að bjóða trú rétta. Með honum fór sá maður ís- lenskur er Guðleifur hét. Hann var son Ara Mássonar, Atlasonar, Úlfssonar hins skjálga, Högnasonar hins hvíta, Ótryggssonar, Óblauðssonar, Hjörleifssonar hins kvensama Hörðalandskonungs. Guðleifur var vígamaður mikill og manna hraustastur og harðger í öllu. Bræður tveir bjuggu á Berunesi. Hét annar Þorleifur en annar Ketill. Þeir voru Hólm- steinssynir Össurarsonar hins breiðdælska. Þeir lögðu til fund og bönnuðu mönnum að eiga kaup við þessa menn. Þetta spurði Hallur af Síðu. Hann bjó að Þvottá í Álftafirði. Hann reið til skips við þrjá tigu manna. Hann fer þegar á fund Þangbrands og mælti til hans: „Hvort ganga ekki mjög kaupin?“ Hann sagði að svo var. „Nú vil eg segja þér mitt erindi,“segir Hallur, „að eg vil bjóða yður öllum heim til mín og hætta á hvort eg geti kaup fyrir yður.“ Þangbrandur þakkaði honum og fór til Þvott- ár. Um haustið var það að Þangbrandur var úti einn morgun snemma og lét skjóta sér tjaldi og söng messu í tjaldinu og hafði mikið við því að hátíð var mikil. Hallur mælti til Þangbrands: „í hverja minning heldur þú þenna dag?“ „Mikael engill á daginn,“ segir hann. „Hver rök fylgja engli þeim?“ segir Hallur. „Mörg,“ segir Þangbrandur. „Hann skal meta allt það sem þú gerir bæði gott og illt og er hann svo miskun- nsamur að hann metur allt það meira sem vel er gert.“ Hallur mælti: „Eiga vildi eg hann mér að vin.“ „Það munt þú mega,“ segir Þangbran- dur, „og gefst þú honum þá í dag með guði.“ „Það vil eg þá til skilja,“ segir Hallur, „að þú heitir mér því fyrir hann að hann sé þá fylgju- engill minn.“ „Því mun eg heita þér,“ segir Þangbrandur. Tók Hallur þá skírn og öll hjú hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.