Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 8
8 C FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 ER KRISTNIKOM Á ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ KRISTNILÖGTEKIN Á ALÞINGI Morgunblaöiö/RAX ÖXARÁRFOSS Á ÞINGVÖLLUM. * * Ur Islendingabók. Hún er elsta sagnarit í íslenskri sögu, rituð um 1130 af Ara fróða Þorgilssyni. Hún fjallar um sögu Islands frá upphafí til um 1120. Olafur konungur Tryggvason, Ólafssonar, Haraldssonar hins hárfagra, kom kristni í Noreg og á ísland. Hann sendi hingað til lands prest þann, er hét Þangbrandur og hér kenndi mönnum kristni og skírði þá alla, er við trú tóku. En Hallur á Síðu Þor- steinsson lét skírast snemmhendis og Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdali og Gissur hinn hvíti Teitsson, Ketilbjarnarsonar, frá Mosfelli, og margir höfðingjar aðrir; en þeir voru þó fleiri, er í gegn mæltu og neit- uðu. En þá er hann hafði hér verið einn vetur eða tvo, þá fór hann á braut og hafði vegið hér tvo menn eða þrjá, þá er hann höfðu nítt. En hann sagði konunginum Ól- afi, er hann kom austur, allt það, er hér hafði yfir hann gengið, og lét örvænt, að hér myndi kristni enn takast. En hann varð við það reiður mjög og ætlaði að láta meiða eða drepa okkar landa fyrir, þá er þar voru austur. En það sumar hið sama komu utan Morgunblaöið/RAX ..ÞEIR GISSUR FÓRU, UNS ÞEIR KOMU í STAÐ ÞANN í HJÁ ÖLFOSSVATNI, ER KALLAÐUR ER VELLAN- KATLA, OG GJÖRÐU ORÐ ÞAÐAN TIL ÞINGS." HEIÐNAR VÆTTIR GERA FARDAGA Úr Piðranda þætti og Þórhalls. Talinn ritaður snemma á 13. öld. Það var einn tíma að Þvottá, þá er Þórhallur spámaður var þar að heimboði með Halli. Hall- ur lá í hvílugólfi og Þórhallur í annarri rekkju, en gluggi var á hvílugólfinu. Og einn morgun, er þeir vöktu báðir, þá brosti Þórhallur. Hallur mælti: „Hví brosir þú nú?“ Þórhallur svarar: „Að því brosi ég, að margur hóll opnast og hvert kvikindi býr sinn bagga, bæði smá og stór, og gera fardaga.“ ...HVERT KVIKINDI BÝR SINN BAGGA,...“ TEIKNING EFTIR PALLE BRENGH0I. ÁIN NIÐ í ÞRÁNDHEIMI. KJARTAN OG BOLLI TAKA SKÍRN Úr Heimskringlu, eftir Snorra Sturluson. Hún er eitt stærsta rit á íslenska tungu að fornu og hefur að geyma sögur Noregskonunga frá elstu tímum til 1177. Þá kom Mikjálsmessa. Lét konungur þá halda mjög, lét syngja messu hátíðlega. Islendingar gengu til og hlýddu söng fögrum og klukkna- hljóði. En er þeir komu til skipa sinna, sagði hver þeirra hvernig líkað hafði aðferð krist- inna manna. Kjartan lét vel yfir, en flestir aðrir löstuðu. En það er sem mælt er, að mörg eru konungs eyru. Var konungi þetta sagt. Þá gerði hann þegar um daginn mann eftir Kjartani og bað hann koma til sín. Kjartan gekk til konungs með nokkra menn. Fagnaði konungur honum vel. Kjartan var allra manna mestur og fríðastur og vel orði farinn. En er þeir konungur höfðu fáum orðum við skipst, þá bauð konungur Kjartani að taka við kristni. Kjartan segir að hann vill þvi eigi neita, ef hann skal þá hafa vináttu konungs. Konungur heitir honum vináttu sinni fullkom- inni og semja þeir konungur þetta sáttmál milli sín. Annan dag eftir var Kjartan skírður og Bolli Þorleiksson frændi hans og allt föru- neyti þeirra. Var Kjartan og Bolli í boði kon- ungs meðan þeir voru í hvítavoðum og var konungur allkær til þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.