Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 C 9 ER KRISTNIKOM Á ÍSLAND *c Morgunblaöið/RAX GOÐAFOSS I SKJÁLFANDAFUÓTl. ÞAR STEYPTI ÞORGEIR UÓSVETNINGAGOÐIGOÐALÍKNESKJUM SÍNUM EFTIR KRISTNITÖKU OG HLAUT FOSSINN NAFN AF ÞVÍ. héðan þeir Gissur og Hjalti og þágu þá undan við konunginn og hétu honum um- sýslu sinni til á nýjan leik, að hér yrði enn við kristninni tekið, og létu sér eigi annars von en þar myndi hlýða. En hið næsta sumar eftir fóru þeir aust- an og prestur sá, er Þormóður hét, og komu þá í Vestmannaeyjar, er tíu vikur voru af sumri, og hafði allt farist vel að. Svo kvað Teitur þann segja, er sjálfur var þar. Þá var það mælt hið næsta sumar áður í lögum, að menn skyldu svo koma til al- þingis, er tíu vikur væru af sumri, en þang- að til komu viku fyrr. En þeir fóru þegar inn til meginlands og síðan til alþingis og gátu að Hjalta, að hann var eftir í Laugar- dali með tólfta mann, af því að hann hafði áður sekur orðið fjórbaugsmaður hið næsta sumar á alþingi um goðgá. En það var til þess haft, að hann kvað að lögbergi kviðl- ing þennan: Vil ég eigi goð geyja; grey þykir mér Freyja. En þeir Gissur fóru, uns þeir komu í stað þann i hjá Ölfossvatni, er kallaður er Vell- ankatla, og gjörðu orð þaðan til þings, að á mót þeim skyldi koma allir fulltingismenn þeirra, af því að þeir höfðu spurt, að and- skotar þeirra vildu verja þeim vígi þing- völlinn. En fyrr en þeir færu þaðan, þá kom þar ríðandi Hjalti og þeir, er eftir voru með honum. En síðan riðu þeir á þingið, og komu áður á mót þeim frændur þeirra og vinir, sem þeir höfðu æst. En hinir heiðnu menn hurfu saman með al- væpni, og hafði svo nær, að þeir myndu berjast, að eigi um sá á milli. En annan dag eftir gengu þeir Gissur og Hjalti til lögbergs og báru þar upp erindi sín; en svo er sagt, að það bæri frá, hve vel þeir mæltu. En það görðist af því, að þar nefndi annar maður að öðrum votta, og sögðust hvorir úr lögum við aðra, hinir kristnu menn og hinir heiðnu, og gengu síðan frá lögbergi. Þá báðu hinir kristnu menn Hall á Síðu, að hann skyldi lög þeirra upp segja, Kirkjur á íslandi um og eftir kristnitöku Taflan sýnir þær kirkjur, sem reistar voru af höfðingjum um og eftir kristnitöku hér á landi, að sögn Islendingasagna og skyldra rita. í dálkinum lengst til hægri má sjá, hvort kirkjur stóðu síðar á þeim sama stað (+) eða ekki (-). Kirkjunum er hér raðað eftir aldri, og stafróf ræður ef þær eru jafngamlar. Staður Byggingartími Kirkja þekkt síðar Borg á Mýrum um 1000 + Finnbogastaðir í Trékyllisvík um 1000 - Fornhagi í Hörgárdal um 1000 - Grund í Svarfaðardal um 1000 + Hjalli í Ölfusi um 1000 + Hof í Vatnsdal um 1000 + Mosfell í Mosfellssveit um 1000 + Þórhallsstaðir í Þorvaldsdal um 1000 - Fróðá á Snæfellsnesi 1001 + Berserkjahraun á Snæfellsnesi fyrir 1007 + Glaumbær í Skagafirði eftir 1008 + Svínafell í Öræfum 1011 + Þvottá í Álftafirði 1011 + Bjarg í Miðfirði um 1020 + Ljárskógar í Dölum um 1020 - Vellir í Hítardal 1020 1024 - Þórhallsstaðir í Forsæludal um 1024 - Eyjardalsá í Bárðardal um 1026 + Reykir á Reykjaströnd um 1032 - (Innri-)Hólmur á Akranesi eftir 1049 + Ytri-Bægisá á Þelamörk um 1050 + Rauðalækur í Öræfum eftir 1071 + þau er kristninni skyldu fylgja; en hann leystist því undan við þá, að hann keypti að Þorgeiri lögsögumanni, að hann skyldi upp segja, en hann var enn þá heiðinn. En síð- an er menn komu í búðir, þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvfldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð; en morguninn eftir settist hann upp og gjörði orð, að menn skyldu ganga til lögbergs. En þá hóf hann tölu sína upp, er menn komu þar, og sagði, að honum þætti þá komið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldu eigi hafa allir lög ein á landi hér, og taldi fyrir mönnum á marga vega, að það skyldi eigi láta verða, og sagði, að þáð mundi að því ósætti verða, er vísavon var, að þær barsmíðir gjörðust á milli manna, er landið eyddist af. Hann sagði frá því, að konungar úr Noregi og úr Danmörku hefðu haft ófrið og orrustur á milli sín langa tíð, til þess uns landsmenn gjörðu frið á milli þeirra, þótt þeir vildu eigi. En það ráð gjörðist svo, að af stundu sendust þeir gersemar á milli, enda hélt friður sá, meðan þeir lifðu. „En nú þykir mér það ráð,“ kvað hann, „að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á mflli þeirra, að hvorir- tveggja hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn." En hann lauk svo máli sínu, að hvorirtveggja játtu því, að all- ir skildu ein lög hafa, þau sem hann réði upp að segja. Þá var það mælt í lögum, að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér; en um barna útburð skyldu standa hin fornu lög og um hrossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun, ef vildu, en varða fjór- baugsgarði, ef vottum um kæmi við. En síðar fáum vetrum var sú heiðni af numin sem önnur. Þennan atburð sagði Teitur oss að því, er kristni kom á ísland. ÍSLENDINGAR SEFA REIÐI íslendingar NOREGSKONUNGS íNiftarösi Úr Heimskringlu. Þetta sama haust kom Þangbrandur prestur af íslandi til Ólafs kon- ungs og segir sínar farar eigi sléttar, segir að íslendingar hefðu gert níð um hann en sumir vildu drepa hann og lét enga von að það land mundi kristið verða. Ólafur konungur varð svo óður og reiður að hann lét blása öllum íslenskum mönnum saman, þeim er þar voru í bænum, og mælti síðan að alla skyldi drepa. En Kjartan og Gissur og Hjalti og aðrir þeir er þá höfðu við kristni tekið, gengu til konungs og mæltu: „Eigi muntu, konungur, vilja ganga á bak orðum þínum, því að þú mælir svo að engi maður skal svo mikið hafa gert til reiði þinnar að eigi viltu það upp gefa þeim er skírast vilja og láta af heiðni. Nú vilja þessir allir íslenskir menn er hér eru nú skírast láta, en vér munum finna bragð það til er kristni mun viðgangast á Islandi. Eru hér margir ríkra manna synir af íslandi, og munu feður þeirra mikið liðsinni veita að þessu máli. En Þangbrandur fór þar sem hér með yður við ofstopa og manndráp og þoldu menn honum þar ekki slíkt.“ Tók þá konungur að hlýða á slíkar ræður. Voru þá skírðir allir íslenskir menn þeir sem þar voru. DÓMKIRKJAN f NIÐARÓSI (ÞRÁNDHEIMI). Úr Heimskringlu. En er Ólafur konungur hafði mjög búið lið sitt úr Niðarósi, þá skipaðí hann mönnum um öil Þrændalög í sýslur og ármenningar. Þá sendi hann til íslands Gissur hvíta og Hjalta Skeggjason að boða kristn! á ísl- andi, og fékk með þeim prest þann er Þor- möður er nefndur og fleiri vígða menn, en hafði eftlr með sér í gísling flóra íslenska menn, þá er honum þóttu ágætastir: Kjartan Ólafsson, Halldór Guðmundarson, Kolbein Þórðarson, Sverting Runólfsson. Og er það sagt af ferð þeirra Gissurar og Hjalta, að þeir komu til íslands fyrir al- þingi og fóru tii þfngs, og á því þingi var kristni í iög tekin á íslandi og það sumar var skírt allt mannfólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.