Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 10
10 C FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 ER KRISTNIKOM AISLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞÓR VITJAR ÞORGILS í DRAUMI ÞÓR MEÐ HAMAR SINN MiÖLNI. HANN ER ÞAÐ GOÐ SEM OFTAST ER NEFNT í FORN- UM ÍSLENSKUM RITUM OG VIRÐIST HAFA VERIÐ DÝRKAÐUR UMFRAM ÖNNUR Á LANDNÁMSÖLD. OLÍUMÁLVERK MÁRTEN ESKIL WINGE1872. * Ur Flóamanna sögu. Hún er talin rituð á 14. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 870-1010. Nú kom kristni á ísland og tók Þorgils [Þórðarson] í fyrra lagi við trú. Hann dreymdi eina nótt að Þór kæmi að honum með illu yfirbragði og kvað hann sér brugðist hafa „hefur þú illa úr haft við mig,“ segir hann, „valið mér það er þú áttir verst til en kastað silfri því í fúla tjörn er ég átti og skal ég þér í móti koma.“ „Guð mun mér hjálpa," segir Þorgils, „og er ég þess sæll er okkað félag sleit.“ Og er Þorgils vaknar sá hann að töðugöltur hans var dauður. Hann lét grafa hann hjá tóft- um nokkurum og lét ekki af nýta. Enn barst Þór í drauma Þorgilsi og sagði að honum yrði eigi meira fyrir að taka fyrir nasar honum en galta hans. Þorgils kvað guð mundu því ráða. Þór heitaðist að gera honum fjár- skaða. Þorgils kvaðst eigi hirða um það. Aðra nótt eftir dó uxi gamall fyrir Þorgilsi. Þá sat hann sjálfur hjá nautum um nóttina eftir. En um morguninn er hann kom heim var hann víða blár. Hafa menn það fyrir satt að þeir Þór muni þá fundist hafa. Eftir það tók af fallið. Þorgils var hið mesta mikilmenni. Honum komu orðsendingar af Grænlandi að Eiríkur rauði býður honum tii sín og að hafa þá kosti er besta hefur hann til. Þorgils áhlýddist lítt við það. Hann hafði þá búið hér þrettán vetur. Skip kom af hafi. Var þar á Þorleifur son hans og hafði góða gripi að færa honum. Þorleifur var þá tvítugur. Þorgils talar við konu sína ef hún vildi fara til Grænlands. Hún kvað vanbreytt um. Hann sagði að Eiríkur hafði sent sér orð um „má og að þú sért eftir ef þú vilt það.“ „Misráðið mun,“ segir hún, „að þangað sé farið en þó skal ég fara ef þú ferð.“ Hæringur tók við góssum Þorgils. Þómý hét dóttir þeirra Þorgils og Þóreyjar. Hún var átta vetra. Þorleifur skal fara með þeim, Kolur og bróðir hans Starkaður og Guðrún systir þeirra, Snækollur og Össur þrælar hans og tíu aðrir þrælar og ráðsmaður hans Þórarinn því að Þorgils ætlaði bæ að reisa þá er hann kæmi til Grænlands. Jósteinn úr Kálfholti réðst til ferð- ar með Þorgilsi við tólf menn, Þorgerður kona hans og sonur. Þorgils kaupir nú skip í Leiru- vogi. Þórólfur hét maður er Þorgils fékk bú í hendur. En Hæringi fékk hann sex tigu hundraða mórent sex álna aura annað en staðfestur. Þorgils gisti að Þórodds að Hjalla. Með honum var í ferð Þómý dóttir hans. Þar tók hún sótt og beið Þorgils þar þrjár nætur. Sagði hann að það stæði ekki fyrir ferð hans þótt hún væri sjúk „má vera að hér séu hennar forlög." Þóroddur kvaðst ætla að hún mundi giftudrjúg verða og lang- líf. Lét hann hana eftir og gaf henni fjóra tigu hundraða ef hún þyrfti. Þorgilsi kvaðst nú fyrir þykja að fara en lést eigi nenna aftur að setjast. Þorgils bíður nú byrjar og dreymir að maður kæmi að hon- um, mikill og rauðskeggjaður, og mælti: „Ferð hefur þú ætlað fyrir þér og mun hún erfið verða.“ Draummaðurinn sýndist hon- um heldur grepplegur. „Illa mun yður farast,“ segir hann, „nema þú hverfir aftur til míns átrúnaðar. Mun ég þá enn til sjá með þér.“ Þorgils kvaðst aldrei hans um- sjá hafa vilja og bað hann burt dragast sem skjótast frá sér „en mín ferð tekst sem almáttigur guð vill.“ Síðan þótti honum Þór leiða sig á hamra nokkura þar sem sjóvarstraumur brast í björgum „í slíkum bylgjum skaltu vera og aldrei úr komast utan þú hverfir til mín.“ „Nei,“ sagði Þorgils, „far á burt hinn leiði fjandi. Sá mun mér hjálpa sem alla leysti með sínum dreyra.“ Síðan vaknar hann og segir drauminn konu sinni. ,Aftur mundi ég setjast," segir hún, „ef mig hefði svo dreymt og eigi vil ég segja Jósteini draum þenna og eigi öðrum mönnum." Nú kemur byr og sigla þau út úr firði. Hafði Jósteinn skip fyrir framan siglu. Og sem þau koma úr landsýn tekst af byr allur og velkjast þau úti lengi svo að bæði varð matfátt og drykkjarfátt. Þorgils dreymdi að hinn sami maður kæmi að honum og mælti: „Fór eigi sem ég sagði þér?“ Þór talaði þá enn margt við Þorgils en Þor- gils rak hann frá sér með hörðum orðum. Tekur nú að hausta og mæltu sumir menn að þeir skyldu heita á Þór. Þorgils bannaði það og sagði að menn skyldu missmíði á finna ef nokk- ur maður blótaði þar í skipi. Við þessi orð treystist enginn á Þór að kalla. Eftir þetta dreymdi Þorgils að sami maður kom að honum og mælti: „Enn sýndist það hversu trúr þú varst mér er menn vildu á mig kalla. En ég hef beint nú fyrir þínum mönnum og eru nú komnir að þrotum allir ef ég dugi þeim eigi. En nú muntu taka höfn á sjö nátta fresti ef þú hverf- ur til mín af nokkurri alvöru.“ „Þó ég taki aldrei höfn,“ segir Þorgils, „þá skal ég þér ekki gott gera.“ Þór svarar: „Þótt þú gerir mér aldrei gott þá gjalt þú mér þó góss mitt.“ Þorgils hugsar hvað um þetta er og veit nú að þetta er einn uxi og var þetta þá kálfur er hann gaf honum. Nú vaknar Þorgils og ætlar nú að kasta utan borðs ux- anum. En er Þorgerður verður þess vís falar hún uxann því að henni var vistafátt. Þorgils sagð- ist vilja ónýta uxann og engum selja. Þorgerði þótti nú illa. Hann lét kasta uxanum útbyrðis og kvað eigi kynlegt þótt illa færist er fé Þórs var innbyrðis. Þau eru nú úti um hríð og höfðu harða réttu. Þórarinn var knáastur maður annar en Þor- gils. Hann var tvítugur að aldri. Það er sagt að þeir brutu skipið undir Grænlandsjöklum í vík nokkurri við sandmöl. Tók skipið í sundur í efra rúmi. Menn héld- ust allir og svo fé. Bátur var og heill. Stafn rak upp við syðra land. Þá var vika til vetrar. Jökl- ar miklir gengu tveim megin vík- urinnar. Þeir gera sér nú skála og í þverþili. Búa nú sínum megin hvorir. Mjöl nokkuð höfðu þeir til atvinnu sér, henda og af selum og eiga það allir saman. Dautt var fé þeirra flest. Þorgils manna varð betri hluti af veiðifangi. Varð hann lengrum hlutsælli. Hann bað sína menn vera hljóðláta og siðsama á kveldum og halda vel trú sína. LEIFUR KRISTNAR GRÆNLAND Prestfæð hindrar tíðasöng Úr Eyrbyggja sögu. Hún er talin rituð um miðja 13. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 880-1020. Eftfr sætt Eyrbyggja og Álftfirðinga fóru Þorbrandssynfr til Grænalands, Snorri og Þorleifur kímbi, við hann er kenndur Kimbavogur á Grænlandl f millum jökia, og bjó Þorleifur á Grænlandi til elli. En Snorri fór til Vínlands hins góða með Karlsefni. Er þeir börðust vlð Skrælingja þar á Vínlandi þá féll þar Snorri Þor- brandsson, hinn röskvasti maður. Þór- oddur Þorbrandsson bjó eftlr í Álftafirði. Hann átti Ragnhildi Þórðardóttur Þorg- ilssonar arnar en Þorgils örn var sonur Hallsteins goða af Hallsteinsnesi er þrælana átti. Það er nú næst sagt að Glssur hvíti og Hjalti mágur hans komu út með kristniboð og aliir menn voru skírðir á íslandi og kristni var f lög tek- In á alþingl og flutti Snorri goðf mest við Vestfirðinga að við kristni væri tek- ið. Og þegar er þingi var lokið lét Snorri goði gera kirkju að Helgafelli en aðra Styr mágur hans undir Hrauni. Og hvatti menn það mjög til kirkjugerðar að það var fyrirheit kennimanna að maður skyldi jafnmörgum mönnum eiga heim- ilt rúm í himinriki sem standa mættu i kirkju þeirri er hann léti gera. Þóroddur skattkaupandi lét og kirkju gera á bæ sínum að Fróðá en prestar urðu eigi til að veita tíðir að kirkjum þótt gervar væru því að þeir voru fáir á íslandi í þann tíma. Úr Eiríks sögu rauða. Hún er talin rituð snemma á 13. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 1000-1030. Eiríkur átti þá konu er Þjóðhildur hét og við henni tvo sonu. Hét annar Þorsteinn en annar Leifur. Þeir voru báðir efnilegir menn. Var Þorsteinn heima með föður sínum og var eigi þá sá maður á Grænlandi er jafn mannvænn þótti sem hann. Leifur hafði siglt til Noregs. Var hann þar með Ólafi konungi Tryggvasyni. En er Leifur sigldi af Grænlandi um sumarið urðu þeir sæhafa til Suðureyja. Þaðan byrjaði þeim seint og dvöldust þar lengi um sumarið. Leifur lagði hug á konu þá er Þórgunna hét. Hún var kona ættstór. Það sá Leifur að hún mundi kunna fleira en fátt eitt. En er Leifur sigldi á brott beiddist Þórgunna að fara með honum. Leifiu- spurði hvort það væri nokkuð vilji frænda hennar. Hún kveðst ekki að því fara. Leifur kveðst eigi kunna að gera her- tekna svo stórættaða konu í ókunnu landi „en vér liðfáir." Þórgunna mælti: ,;Eigi er víst að þér þyki því betur ráðið.“ ,X það mun eg hætta,“ sagði Leifur. „Þá segi eg þér,“ sagði Þórgunna, „að eg fer eigi ein saman og mun eg vera með barni og segi eg það af þínum völd- um. Þess get eg og að eg muni svein fæða þá er þar kemur til. En þótt þú viljir öngvan gaum að gefa þá mun eg upp fæða sveininn og þér senda til Grænlands þegar fara má með öðrum mönnum. En eg get að þér verði að því- líkum nytjum sonareignin við mér sem nú verður skilnaður okkar til. En koma ætla eg mér til Grænlands áður en lýkur.“ Hann gaf henni fingurgull og möttul grænlenskan og tannbelti. Þessi sveinn kom til Grænlands og nefndist Þorgils. Leifur tók við honum að fað- erni. Og er það sumra manna sögn að þessi Þorgils kæmi til íslands fyrir Fróðárundur um sumarið. En sá Þorgils var síðan á Græn- landi og þótti enn eigi kynjalaust um verða áð- ur lauk. Þeir Leifur sigldu í brott úr Suðureyj- um og tóku Noreg um haustið. Réðst Leifur til hirðar Ólafs konungs Tryggvasonar og lagði konungur á hann góða virðing og þóttist sjá að Leifur mundi vera vel menntur maður. Eitt sinn kom konungur að máli við Leif og spyr hann: „Ætlar þú til Grænlands í sumar að sigla?“ Leifur svarar: „Það ætla eg ef sá er yð- ar vilji.“ Konungur svarar: „Eg get að svo muni vel vera. Skaltu fara með erindum mín- um að boða kristni á Grænlandi." Leifur kvað hann ráða mundu en kveðst hyggja að það er- indi mundi torflutt á Grænlandi en konungur kveðst eigi þann mann sjá er betur væri til þess fallinn en hann „og muntu giftu til bera.“ „Það mun því að eins,“ kvað Leifur, „að eg njóti yðar við.“ Leifur lét í haf þegar hann var búinn. Leif velkti lengi úti og hitti hann á lönd þau er hann vissi áður öngva von í. Voru þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn. Þar voru og þau tré er mösur hétu og höfðu þeir af öllu þessu nokkur merki, sum tré svo mikil að í hús voru lögð. Leifur fann menn á skipflaki og flutti heim með sér og fékk öllum vist um vet- urinn. Sýndi hann svo mikla stórmennsku og gæsku af sér. Hann kom kristni á landið og hann bjargaði mönnunum. Var hann kallaður Leifur hinn heppni. Leifur tók land í Eiríks- firði og fer heim í Brattahlíð. Tóku menn vel við honum. Hann boðaði brátt kristni um land- ið og almennilega trú og sýndi mönnum orð- sendingar Ólafs konungs Tryggvasonar og sagði hversu mörg ágæti og mikil dýrð þess- um sið fylgdi. Eiríkur tók því máli seint að láta sið sinn en Þjóðhildur gekk skjótt undir og lét gera kirkju eigi allnær húsunum. Var það hús kallað Þjóðhildarkirkja. Hafði hún þar fram bænir sínar og þeir menn sem við kristni tóku en þeir voru margir. FINNBOGI RAMMI TEKUR KRISTNI Ur Finnboga sögu ramma. Hún er talin rituð á 14. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 930-1000. Svo er sagt þá er kristni var boðuð á íslandi, sá fagnaður er öllum hefir mestur orðið, að engi varð fyrr til né skjótari en Finnbogi hinn rammi að játa því með Þorgeiri móðurbróður sínum. Var hann og jafnan síðan formælandi það að styrkja og styðja sem hinir ágætustu menn boðuðu, varð og sjálfur vel kristinn. ATGERVI AÐVERA FJÖLKUNN- UGUR Úr Fóstbræðra sögu. Kona hét Gríma er bjó á bæ þeim er í Ögri heit- ir. Hún var ekkja og vel fjáreigandi. Það var mælt um Grímu að hún kynni sér margt og það töluðu menn að hún væri fjölkunnug. Nú fyrir því að kristni var ung og vanger þá sýndist það mörgum mönnum atgervi að maður væri fjöl- kunnugur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.