Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 C 11 ER KRISTNIKOM Á ÍSLAND ÞORGEIR OG ÞORMÓÐ- URIÐKA HEIÐINN SIÐ * Ur Fóstbræðra sögu. Hún er talin rituð seint á 13. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 1000-1030. Dagaheitin í nokkrum tungumáium Norður-Evrópu Dagaheiti sem minna á Tý, Óðin, Þór og Frey / Freyju / Frigg Enska: Þýska: Hollenska: Færeyska: Danska: Norska: Sænska: íslenska: Sunday Sonntag zondag sunnudagur sendag sendag söndag sunnudagur Monday Montag maandag mánadagur mandag mandag mándag mánudagur Tuesday Dienstag dinsdag týsdagur tírsdag tirsdag tisdag þriðjudagur Wednesday Mittwoch woensdag mikudagur onsdag onsdag onsdag miðvikudagur Thursday Donnerstag donderdag hósdagur torsdag torsdag torsdag fimmtudagur Friday Freitag vrijdag fríggjadagur fredag fredag fredag föstudagur Saturday Samstag zaterdag ieygardagur lordag lordag lördag laugardagur JÓN HELGIÖGMUNDSSON BREYTIR NÖFNUM VIKU- DAGANNA Jóns saga helga (eldri gerð), eftir Gunnlaug Leifsson munk á Þingeyrum. Hún er talin hafa verið rituð skömmu eftir 1200. Skamma stund hafði heilagur Jón biskup verið, áður en hann tók að færa siðu manna og háttu í annað efni en áður hafði verið um marga hluti. Var hann hirtingasamur við ósiðamenn, en blíður og hægur öll- um góðum mönnum... Svarf hann og af snarpri og biturlegri hirting- ar þjöl alla óháttu, fjölkynngi og fordæðuskap, galdra og gerningar og allan sjónhverfilegan kuklara- skap og stóð í mót allri illri forn- eskju með öllum mátt og megni, því að áður var eftir í kristninni miklar og illar afleifar heiðins siðar, er eigi var upp rætt úr guðlegum akri, meðan kristnin var ung. Fyrirbauð hann styrklega alla hindurvitni, þá er fornir menn höfðu tekið af tungl- komum eða dægrum eða eigna daga vitrum mönnum heiðnum, svo sem að kalla Týsdag, Óðinsdag eða Þórsdag, og svo um alla vikudaga, en bauð að hafa það dagatal, sem heilagir feður hafa sett í ritningum, að kalla annan dag viku og þriðja dag og svo út. Hávar hét maður. Hann var Klepps- son. Hann bjó á bæ þeim er heitir að Jökulskeldu. Hávar var kynjaður sunnan af Akranesi og hafði farið þaðan fyrir víga sakir því að hann (var) mikill vígamaður og hávaða- maður og ódæll. Hann átti konu þá er Þórelfur hét. Hún var breiðfirsk að kyni. Hún var dóttir Álfs úr Döl- um, göfugs manns og ágæts. Hávar og Þórelfur áttu son þann er Þorgeir hét. Hann var bráðger maður og mikill vexti og sterkur og kappsfull- ur. Hann nam á unga aldri að hlífa sér með skildi og vega með vopnum. Bersi hét maður er bjó í Isafirði. Hann bjó á bæ þeim er á Dyrðilmýri heitir. Hann átti þá konu er Þorgerð- ur hét. Son þeirra hét Þormóður. Hann var þegar á unga aldri hvatur maður og hugprúður, meðalmaður vexti, svartur á hárslit og hrokkin- hærður... Þorgeir og Þormóður óxu upp í ísafirði og var snemmendis vingan með þeim því að þeir voru í mörgu skaplíkir. Snemmendis sagði þeim svo hugur um, sem síðar bai' raun á, að þeir myndu vopnbitnir verða því að þeir voru ráðnir til að láta sinn hlut hvergi eða undir leggja við hverja menn sem þeir ættu málum að skipta. Meir hugðu þeir jafnan að fremd þessa heims lífs en að dýrð annars heims fagnaðar. Því tóku þeir það ráð með fast- mælum að sá þeirra skyldi hefna * annars er lengur lifði. En þó að þá væru menn kristnir kallaðir þá var þó í þann tíð ung kristni og mjög van- ger svo að margir gneistar heiðninn- ar voru þó þá eftir og í óvenju lagðir. Hafði sú siðvenja verið höfð frægra manna, þeirra er það lögmál settu sín í milli, að sá skyldi annars hefna er lengur lifði. Þá skyldu þeir ganga undir þrjú jarðarmen og var það eið- ur þeirra. Sá leikur var á þá lund að rista skyldi þrjár torfur úr jörðu langar. Þeirra endar skyldu allir fastir í jörðu og heimta upp lykkjum- ar svo að menn mættu ganga undir. Þann leik frömdu þeir Þormóður og Þorgeir í sínum fastmælum. ÍSLENSKIR DÝRLINGAR. BISKUPARNIR GUÐMUNDUR GÓÐIARASON, JÓN HELGI ÖGMUNDSSON OG ÞORLÁKUR HELGI ÞÓRHALLSSON. ALTARISKLÆÐI ÚR HÓLA- DÓMKIRKJU FRÁ16. ÖLD. FÓSTRA ÞORBIÖRNS ÖNGULS Úr Grettis sögu. Hún er talin rituð á 14. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 875-1050. Fóstru átti Þorbjörn öngull er Þuríður hét. Hún var mjög gömul og til lítils fær að því er mönnum þótti. Hún hafði verið fjölkunnug mjög og margkunnug mjög þá er hún var ung og menn voru heiðnir. Nú þótti sem hún mundi öllu týnt hafa. En þó að kristni væri á landinu þá voru þó margir gneistar heiðnar eftir. Það hafði verið lög hér á landi að eigi var bannað að blóta á laun eða fremja aðra forneskju en varð- aði fjörbaugssök ef opinbert yrði. Nú fór svo mörgum að gjörn var hönd á venju og það varð tamast sem í æskunni hafði numið. Og svo sem Þorbjörn öngull var þrotinn að ráðagerðum leitar hann þangað til trausts sem flestum þótti ólíklegast en það var til fóstru sinnar og spurði hvað þar væri til ráða að taka hjá henni. Hún svarar: „Nú þykir mér koma að því sem mælt er að margur fer í geitarhús ullar að biðja. En hvað mundi eg síður en þykjast fyrir héraðsmönnum öðrum en vera til einskis mað- ur þegar að mikið reyndi til? Nú sé eg eigi að mér mætti firr um fara en þér þótt eg rísi varla úr rekkju. Ef þú vilt mín ráð hafa þá vil eg ráða hversu með er farið.“ Hann játaði því og kvað hana sér lengi heil- ráða verið hafa. Heyr, himna smiður * Ur sálmi eftir Kolbein Tumason (d. 1208), goð- orðsmann á Víðimýri í Skagafirði. Heyr, himna smiður hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, eg er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðh’ mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. SKÁIDSÝNIR Úr Sólarljóðum, dulmögnuðu og torræðu íslensku helgi- kvæði frá 12. eða 13. öld, eftir óþekktan höfund. Frá því er að segja, hvað eg fyrst um sá, þá eg var í kvölheima kominn: sviðnir fuglar, er sálir voru, flugu svo margir sem mý. Vestan sá eg fljúga Vonar dreka, og féll á glævalds götu; vængi þeir skóku, svo víða þótti mér springa hauður og himinn. Sólar hjört leit eg sunnan fara, hann teymdu tveir saman; fætur hans stóðu foldu á, en tóku hom til himins. ÚR LILJU Allir vildu Lilju kveðið hafa. Kvæðið, sem er þekktasta ís- lenska helgikvæðið úr kaþólsk- um sið, markar tímamót í ís- lenskum skáldskap; þar er fornu skáldamáli hafnað og tekið upp einfaldara og auð- skildara orðfæri en áður. Það er talið ort um 1350, af Ey- steini Asgrímssyni (d. 1361), munki af reglu heilags Agúst- ínusar. Frammi statt þú, er fæddir Drottinn, íyrir skínandi bami þínu. , Miskunn bið þú, að mjúka finni maðurinn hverr, en glæpir þverri. Ber þá fram af blíðum vömm bænarmál fyrir kristnum sálum, Máría, Jesú móðir dýmst, mundu að eigi skiljist ég undan. Þú ert hreinlífis dyggðug dúfa, dóttir Guðs og lækning sótta, giftuvegur og geisli lofta, gimsteinn brúða og drottning himna, Guðs herbergi og gleyming sorga, gleðinnar past og eyðing lasta, líknaræð og lífgan þjóða. Lofleg mær, þú ert englum hærri. ? Þú ert elskandi ein af spmndum, ágætust fyrir lítillæti, um bætandi bragna syndir; blessuð mær, þú ert drottni kæmst. þú ert hitnandi heilags anda höll og prýdd með dáðum öllum, ei kennandi, kvitt af syndum, krafta þröng, enn löstinn öngvan. Máría, ert þú móðir skæmst, Máría, lífír þú sæmd í hári, < Máría, ert þú af miskunn kærust, Máría, létt þú synda fári! Máría, lít þú mein, þau er vám! Máría, lít þú klökk á tárin! Máría, græð þú mein hin stóm! Máría, dreif þú smyrsl í sárin!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.