Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 C 13 ER KRISTNI KOM Á ÍSLAND SANNHEILAGIR MENN OG GUÐS PÍSLARVOTTAR Ur Fitjaannál. Biskup Jón kvað þessa vísu litlu fyrir sitt líflát: Vondlega hefur oss veröldin blekkt, villt og tælt svo nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slekt, og deyja svo fyrir kóngsins mekt. Þá biskup var útleiddur, var tilsettur sérdeilis prestur honum að telja fortölur (eins hinum). Sá hét séra Sveinn, og sem biskup gekk fram úr kórnum, vildi hann krjúpa niður fyrir Maríulíkneski, en prestur bað hann leggja af þá hérvillu, og sagði meðal annarra huggunar- orða: Líf er eftir þetta líf, herra. En Jón biskup vék sér við snögglega og sagði: Veit ég það, Sveinki. Sinn var aftek- inn í hvorum stað, einn hjá Þorlákssæti, hinir þar skammt frá fyrir norðan túngarðinn. Biskup Jón hafði verið vanur að skipta um 20 hndr. með fátækum á Jónsdag og Gvendardag árlega á langaföstu, og þá hann var í haldi í Skálholti, gat hann sent norður sitt signet af gulli til sonar síns séra Sigurðar eður til Helgu konu sinnar Sigurðardóttur, og bað að KÓRKÁPA JÓNS BISKUPS ARASON- AR Á HÓLUM. HÚN ER TALIN GERÐ í FLÆMSKU BORGINNI ARRAS SEM ÞEKKT VAR FYRIR ÚTSAUM OG VEFNAÐ Á MIÐÓLDUM. láta skipta um 60 hndr. eftir sig, og svo var gert strax eftir hans afgang. Var skipt upp á Hólum 60 vættum smjörs, 12 hndr. fiska, 18 staupum flots, 8 voðum vaðmáls og 10 húðum, og þar til gangandi fé, sem fátækum var gefið. Héraðauki það, sem séra Sigurður Jónsson á Grenjaðarstöðum og Þórunn á Grund létu uppskipta heima hjá sér árlega, svo lengi sem þau Ufðu, á Marteinsmessu um veturna. Þegar þeir fluttu norður líkami þeirra feðga frá Skálholti um vorið, þá höfðu þeir næturstað í Stafholti, báru lík- amina inn í kirkju þar, og voru þeir þar þvegnir, því mennirnir vildu ekki tefjast við það í Skál- holti. Séra Freysteinn Grímsson hélt þá Stafholt. Hann hafði alla tíma verið góður vinur biskups Jóns. Héraðsvötnin í Skagafirði voru þá í leysingu, og jafn- snart, sem þeir voru yfir þau komnir þá ruddu vötnin sig og ísbrúin hljóp af þeim, sem mennirnir höfðu á farið. Nokkrar manneskjur, sem áð- ur voru sjónlitlar segist, að fengið hafi sinn bata, þá þeir snertu líkkistur biskupsins og hans sona á leiðinni; því kepptust margir til að komast sem næst þeim, því þeim þótti verða linun á sinni veiki, og héldu þá feðga sannheilaga menn og guðs píslarvotta. Faðir vor Úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, 1540. Og nær þér biðjið, skuluð þér eigi fjölmálugir vera svo sem heiðingjar gjöra. Því að þeir meina að af sinni fjöl- mælgi munu þeir heyrðir verða. Fyrir það skuluð þér eigi þeim líkjast. Því að fað- ir yðar veit hvers yður er þörf áður en þér biðjið hann. Af því skuluð þér svo biðja: Faóir vor, sá þú ert á himn- um. Helgist nafn þitt, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirlát oss vorar skuldir svo sem vér fyrirlátum vor- um skuldunautum. Og inn leið oss eigi í freistni, held- ur frelsa þú oss af illu. Því að þitt er ríkió, máttur og dýrð um aldir alda, amen. MARÍULÍKNESKI FRÁ MIÐÖLDUM. „Maríuljóð“ Talið vera eftir Jón biskup Arason (1484-1550). BRÉF FRÁ KONUNGI Úr Skarðsárannál. Anno 1550... Á því ári kom út kong Majest. bréf, Daða Guðmundssjmi og Pétri bónda Ein- arssyni tilskrifað að veita styrk Lauritz Mul að taka biskup Jón 1550: „Vér Christian með guðs náð (etc), heilsum yður, Daði bóndi Guðmun- dsson og Pétur bóndi Einarsson á voru landi Islandi, æfinlega með guðs og vorri náð. Vitið, að sem þér fyrir nokkrum tíma síðan liðnum hafið oss tilskrifað um þann stóra órétt, sem biskup Jón, sem nú er biskup í Hólastifti, yðm gert hefur í móti íslenskum lögum og rétti, því höfum vér nú tilskrifað vorum elskulega Laur- itz Mul, að taka fyrmefndan biskup Jón og hann að láta svo forvara, að hann ekki framar meh- skal niðurþrykkja yður, eður kúga vora undirsáta, sem hértil er skeð. Því biðjum vér yður og bjóðum, að þér fyrrnefndum Lauritz Mule tilhjálp og aðstoð veitið að grípa fyrr- nefndan biskup Jón, upp á það, að vér ekki skulum tilþrengjast að skikka einn framanda hóp hðs í Island, hvað ekki kann ske án hættu og almúganum til stórs skaða og fordjarfs. Hér vitið að rétta yður eftir, og gleymið því í engan máta. Gefið á voru sloti Nyborg mánudaginn næstan eftir St. Páls dag Conversionis ár 1550. Undir vort signet.“ Þetta bréf konungsins og önnur fleiri hug- hreysta Daða Guðmundsson og aðra íslend- inga þá, sem það vildu gera, að taka sig í móti biskup Jóni, þar þeir vissu nú, að reiði kongsins Christians lá á honum og vildi ekki líða hans yf- irgang, bæði við andlega og veraldlega stétt. Morgunblaöið/RAX HÓLAR í HJALTADAL. UM GÖFUGT AFSPRENGI JÓNS BISKUPS ARASONAR Úr Biskupasögum Hins íslenska bókmenntafélags. Margir herrar og höfðingjar þessa lands hafa komið af Jóni biskupi Arasyni og hans af- sprengi síðan, sérdeilis biskupar þessa lands í Skálholti og á Hólum. Biskupinn herra Guðbrandur Þorláksson, ásamt hans dóttursonur, biskup herra Þorlák- ur Skúlason, voru komnir af Hallgrími Svein- bjamarsyni, en bróðir Hallgríms, Sigurður, var faðir Helgu, kvinnu Jóns biskups. Biskupinn herra Oddur Einarsson í Skálholti var skyldur Jóni biskupi Arasyni; hann var kominn af ábóta Einari ísleifssyni, en Jón bisk- up af systur Einars ábóta, Þóm ísleifsdóttur. Herra Gísli biskup, sonur herra Odds, var kominn af syni biskups Jóns, síra Bimi. Bisk- upinn Mag. Brypjólfur Sveinsson af Ara lög- manni, syni Jóns biskups. Herra Gísli Þorláks- son, biskup á Hólum, og Mag. Þórður Þorláksson, biskup í Skálholti, þeir eru komnir af Helgu Jónsdóttur, sem var dóttir biskups Jóns, hver eð eignaðist Eyjólf bónda Einarsson í Dal. Af sömu Helgu Jónsdóttur var og kominn Mag. Jón Vigfússon, biskup á Hólum. - Bisk- upinn Mag. Bjöm Þorleifsson er kominn af síra Magnúsi á Grenjaðarstað, syni Jóns biskups Arasonar. María meyjan skæra! Minning þín og æra, verðugt væri að færa vegsemd þér og sóma, svoddan sólar ljóma. Þú varst ein, ein, ein, þú varst ein svo helg og hrein, hæstum vafín blóma. Gleðina fékkstu forðum af fögrum Gabríels orðum, ber þú af bauga skorðum sem blóðrautt gull af eiri eða sól af svörtum leiri, þúsund sinn, sinn, sinn, þúsundsinnum það vil ég tjá þín er sæmdin meiri. Með ave engill kvaddi það ágæta mey gladdi, sætt ave þá saddi þig signuð gratiosa, ber ein blómann drósa; fannstu náð, náð, náð, fannstu náð yfír loft og láð, lifandi drottins rósa! Blessuð meðal manna, matrona englanna, fæddi frelsarann sanna fríð gemma polorum, gloria sanctorum; þú ert blóm, blóm, blóm, þú ert blóm með blíðan dóm og björgin miserorum. Himins drottning hreina! Þá heyrir þú nokkum kveina seggja til sinna meina, sjá nauð mortuorum, mætt exemplar morum; leið þú þá, þá, þá, leið þú þá með líkn og náð í ljósið beatorum. Mest skal virðing vanda vífinu allra landa, helgri mey til handa sem heitir porta celi tutamen fideli; María ein, ein, ein, María ein svo mild og hrein, móðir sönn að Elí. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.