Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 14

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 14
14 C FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 ER KRISTNIKOM AISLAND DROTTINN ER MINN HIRÐIR Úr Guðbrandsbiblíu, 1584. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekki neitt bresta. Hann fóðrar mig í lystilegum grashaga og leiðir mig fram að fersku vatni. Hann end- urnærir sál mína. Hann leiðir mig á réttan veg fyrir síns nafns sakir. Og þótt að ég ráfaði í myrkum (dauðans) dal, þá hræðist ég þó öngva ólukku, því að þú ert hjá mér; þinn vöndur og stafur þeir hugsvala mér. Þú til reiðir eitt mat- borð fyrir minni sálu í gegn þeim er hrella mig og skenkir fullt á fyrir mig. Gæska og miskunnsemi mun mér eftir fylgja mína lífdaga og ég mun búa í húsi Drottins ævinlega. HALLGRÍMUR PÉTURSSON (1614-1674). MÁL- VERK EFTIR SÉRA HJALTA ÞORSTEINSSON í VATNS- FIRÐI f NORÐUR-ÍSAFJARÐARSÝSLU. FLÓTTI LÆRI- SVEINANNA Guðbrandsbiblía kom út 1584 og er fyrsta biblíuútgáfa á íslandi. Hún var dýr bók, kostaði hvert eintak 8-12 ríkisdali sem var felknaverð á þeim tíma og svar- aði til tveggja eða þriggja kýrverða. Ef pappír hefði ekki verið kominn til skjal- anna hefði þurft 311 kálfskinn í hvert eintak Guðbrandsbiblíu. Úr Passíusálmum (1666) Hallgríms Péturssonar. Peir hafa komið út oftar en 60 sinnum á íslensku og verið þýddir á fjölmörg tungumál. Án drottins ráða er aðstoð manns í öngvu minnsta gildi. Fánýtt reynist oft fylgið hans sem frekast hjálpa skyldi. Hver einn vill bjarga sjálfum sér 4, ef sýnist háskinn búinn að hendi snúinn. Far því varlega, að fallvölt er frænda og vina trúin. I sama máta sér þú hér, sál mín, í spegli hreinum að hryggilegar sé háttað þér en herrans lærisveinum. Þeir höfðu leyfi lausnarans lffi að forða sínu frá sárri pínu, nauðugir misstu návist hans. Nú gæt að ráði þínu. ;v Hvað oft, Jesú, þér flúði eg frá frekt á mót vilja þínum þá glæpaveginn gekk eg á, girndum fylgjandi mínum? Forskuldað hafði eg fyrir það flóttamaður að heita til heljar reita, en þú virtist mér aumum að aftur í miskunn leita. Einn varstu, Jesú, eftir því í óvina látinn höndum, , einn svo ég væri aldrei í eymd og freistingum vöndum. Allir forlétu einan þig, allt svo mig hugga kynni í mannraun minni. Ég bið: Drottinn, lát aldrei mig einsamlan nokkru sinni. JÓN VIDALÍN SKÁLHOLTSBISKUP (1666-1720). REIÐI- LESTUR ÚrVídalínspostillu, 1718. Hún er nánast eina íslenska guðfræðiritið í lausu máli sem öðlast hefur varanlegan sess í íslenskri bókmenntasögu. Heiftin er eitt andskotans reiðarslag. Hún af- myndar alla mannsins limi og liði, hún kveikir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasirnar, bólgu í kinnarnar, æði og stjórnleysi í tunguna, deyfu fyrir eyrun; hún lætur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með höndunum, æða með fótunum; hún skekur og hristir allan lík- amann og aflagar, svo sem þegar hafið er upp blásið af stórviðri; og í einu orði að segja: Hún gjörir manninn að ófreskju og að holdgetnum djöfli í augum þeirra, sem heilvita eru. GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON HÓLABISKUP (15417-1627). Biblíuútgáfur íslendinga Heiti Útgáfuár Upplag Guðbrandsbiblía 1584 500 Þorláksbiblía 1644 5007/1.000? Steinsbiblía 1734 Ekki vitað Vajsenhússbiblía 1747 1.000 Grútarbiblía 1813 5.000 Viðeyjarbiblía 1841 Um 1.400 Lundúnabiblía 1866 M Ekki vitað Reykjavíkurbiblía 1859 2.000 Heiðna bibiía 1908 *** i.ooo* Doxológíubiblía 1981 Um 50.000 * Hér er miðað við 1. prentun. Þessi útgáfa var síðan yfirfarin og leiðrétt, og kom að nýju út árið 1912 og var prentuð margoft eftir það, í stóru upplagi. Sumir fullyrða að hana (þ.e.a.s. bókina 1912) verði að telja sérstaka útgáfu. Erkibiskupsdæmi Niðaróss 0 m . Garðar,, & j á Hólar & Niðarós i C?>AV Skáfholt KirkLubær BÍör9v<n \Hamar á * Oslcf * V ) Kirkjuvoguré Stavangur L$ur Kaupmannahöfn oM f ■r\ku oBrimar Teel Samkvæmt ákvörðun páfa var ísland lagt undir erkibiskupsstól í Brimum ásamt öðrum Norður- löndum uns þau fengu sína eigin erkibiskupa. Það gerðist í Lundi árið 1104 og Niðarósi 1153. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.