Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Færði Skál-
holtsstað
Guðbrands-
biblíu
að gjöf
SKÁLHOLTSSTAÐUR eignaðist
fyrir skemmstu Guðbrandsbiblíu í
upprunalegri prentun, frá 1584.
Gefandi er Örn Arnar, ræðismaður
Islands f Minnesota í Bandaríkj-
unum. Hann er læknir að mennt og
var lengi yfirlæknir á sjúkrahúsi í
Minneapolis en er nú hættur störf-
um. Þessi gjöf hans tengist annarri,
en um miðjan febrúar síðastliðinn
afhenti hann Stofnun Áma Magn-
ússonar að gjöf myndskreytt hand-
rit Snorra Eddu frá því um 1700.
Þessar bækur tvær hafði Örn keypt
af bónda í Kanada, sem er af ís-
lensku bergi brotinn; sá heitir Ken
Melsted og býr í Saskatchewan.
Hefur víða farið
Umrædd Guðbrandsbiblía hefur
víða farið. Hún var um tíma í Sví-
þjóð en fór þaðan til Englands og
var seld þar á uppboði fyrir um 20-
25 ámm. Kaupandinn var Islend-
ingur, sem seldi hana svo til bónd-
ans í Kanada. Nú er hún loks end-
anlega komin heim.
Þetta er sagt gott eintak, í fal-
legu bandi frá 1625, en litillega
þurfti að gera við fremstu siður
bókarinnar.
Sigurður Sigurðarson, vígslu-
biskup í Skálholti, tók við gjöfínni
15. júli síðastliðinn fyrir hönd stað-
arins.
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi
forstöðumaður Árnastofnunar,
sagði f viðtali við Morgunblaðið að
Öra Arnar hefði leitað til sín og
beðið um aðstoð við að fínna Bibl-
íunni góðan stað. I sameiningu
komust þeir að þeirri niðurstöðu,
að hún myndi vel geymd í Skálholti,
þótt mörgum hefði e.t.v. þótt meira
við hæfí að koma henni norður til
Hóla, þar sem Guðbrandur Þorláks-
son var biskup, en ástæðan fyrir því
að svo var ekki gert er sú, að Hóla-
kirkja á mjög vandað eintak fyrir,
en Skálholt ekki.
Gersemi íslenskrar bókagerðar
Guðbrandsbiblía er oft nefnd
gersemi fslenskrar bókagerðar og
um leið mesta bókmenntaafrek
þjóðarinnar fyrr og sfðar. Ut-
gáfudagur var 6. júní árið 1584.
Að sögn eiga sjö menn að hafa
unnið við prentun hennar í tvö ár.
Þykir með ólfkindum að slfku verki
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigurður Sigurðarson, vfgslubiskup í Skálholti, fagnar bókinni góðu.
skuli hafa verið lokið á svo skömm-
um tfma, miðað við stærð bókarinn-
ar og afköst þess túna f prentverki.
Menn hallast þó að því, að þetta geti
staðist. Af þessum sjö mönnum em
aðeins tveir nafngreindir; annar er
Jón Jónsson prentari en hinn Guð-
mundur Erlendsson. Er talið, að
einhveijir hinna fimm hafi verið
skólapiltar, því vitað er að Guð-
brandur setti þá pilta að einhverju
leyti til starfa í prenthús.
Guðbrandsbiblía var öll prentuð í
svörtum lit nema hluti textans á tit-
ilsíðu; hann var prentaður f rauðu.
Upplagið var 500 eintök, sem telj-
ast verður mjög stórt ef litið er á
allar aðstæður.
Var erlendur bókbindari, Jurin
að nafni, fenginn til að binda bók-
ina og batt hann helming upp-
Iagsins. Vom 120 eintök send til
bands f Kaupmannahöfn, en af-
gangurinn falinn fslenskum manni,
Jóni Amgrímssyni, sem lært hafði
bókband af hinum erlenda. Var
bandið hið vandaðasta, eins og
raunar bókin öll, slegið utan með
spennu og doppum. Brotið var stórt
(fólfó) og blaðsfður um 1250.
Það heyrði til nýjunga að Biblfan
var skreytt myndum, 27 talsins.
Lengi var talið að Guðbrandur
biskup hefði skorið myndamótin
sjálfur, að sumum myndanna
a.m.k., en rannsókn hefur leitt f
Ijós, að þær muni allar vera er-
lendar.
Ýmsar breytingar voru gerðar á
bókum Biblfunnar meðan á prentun
stóð og eftir að henni Iauk. Sumar
villur hafa verið lagfærðar á þann
hátt, að strikað hefur verið í lesmál-
ið með penna, en leiðrétting prent-
uð á spássfu; stundum hefur Ieið-
rétting verið gerð með penna
einum saman. Er svo mælt, að
sennilega muni engar Guðbrands-
biblfur, sem nú eru til, vera fylli-
lega samhljóða vegna þessa.
Dýr bók
Biblfan mun ekki hafa farið að
koma úr bandi fyrr en 1585. Hún
var dýr bók, kostaði 8-12 ríkisdali
hvert eintak. Það var feiknaverð á
þeim tfma og myndi svara til 2-3
kýrverða í dag. Ef pappír hefði
ekki verið kominn til sögunnar
hefði þurft 311 kálfskinn f hvert
eintak Guðbrandsbiblfu.
Af Guðbrandsbiblfu mun nú vera
mest til allra fslenskra bóka frá 16.
öld. Ástæðan er talin vera sú, að
hún var stór og því erfíð viðureign-
ar. Þá em líkur til þess, að menn
hafi hlekkjað Biblfuna í kirkju, eins
og gert var á bókasöfnum erlendis,
þegar dýrmætar bækur áttu í hlut.
Arin 1824-1825 lét Hið fslenska
biblíufélag gera könnun á Biblíu-
eigpi landsmanna og birtust niður-
stöður hennar árið 1826. Sam-
kvæmtþeim voru 160 eintök
Guðbrandsbiblíu til f landinu, ýmist
í opinberri eign eða einkaeign.
Hver þessi tala er núna er ekki vit-
að, að öðm leyti en því, sem Jónas
Kristjánsson segir, að Guðbrands-
biblfa sé til „í fáum eintökum, all-
mörgum þó, misgóðum".
Ráðinn framkvæmdastjóri hjá ESA
JÓNAS Fr. Jónsson, lögfræðingur
og fyrrverandi aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs, tók
þann 1. júlí síðastliðinn við fram-
kvæmdastjórastarfí hjá Eftirlits-
stofnun EFTA (ESA) í Brussel en
Jónas hefur starfað hjá stofnuninni
síðan í mars 1998. Hefur Jónas verið
ráðinn framkvæmdastjóri þeirrar
deDdar ESA sem fer með fijálst
flæði fólks, þjónustu og fjármagns
en til viðbótar falla undir hana ýmis
málefni sem óbeint tengjast innri
markaði Evrópusambandsins, svo
sem umhverfismál, neytendavemd,
fyrirtækjalöggjöf og jafnrétti kynj-
anna.
Að sögn Jónasar kemur hann til
með að bera ábyrgð á daglegum
rekstri deildarinnar gagnvart stjóm
ESA og þá einkum gagnvart þeim
stjómarmanni sem fer með þessi til-
teknu málefni innan stjómarinnar.
Níu manns starfa í deildinni og
kemur starfsfólkið frá fjórum mis-
munandi þjóðlöndum enda hefur sú
almenna regla verið viðhöfð hjá
ESA að auglýsa laus störf til um-
sóknar fyrir fólk frá öllu EES-svæð-
inu.
Segir Jónas að í bígerð sé að bæta
við einum starfs-
manni á næstunni.
Sjálfur var Jónas
starfsmaður deildar-
innar þar til hann
ráðinn framkvæmda-
stjóri og bar hann
ábyrgð á málaflokk-
um er tengdust
hlutafélagalöggjöf,
verðbréfaviðskiptum,
íjármagnsfíutningum
og gagnkvæmri virð-
ingu á starfsréttind-
um.
Hann starfaði áður
sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Versl-
unarráðs Islands, eins og þegar hef-
ur komið fram, en að auki hefur
hann meistaragráðu í lögfræði frá
Bretlandi með áherslu á Evrópurétt
og alþjóðlegan verslunarrétt.
„Þetta er að mínu mati mjög
áhugaverður vinnustaður fyrir lög-
fræðing,“ segir Jónas en átta af níu
starfsmönnum deildarinnar eru lög-
fræðingar. „Ekki síst að vinna í
deild eins og þessari sem fer með
fjölbreytta málaflokka og virkar oft
á tíðum eins og lítið alþjóðlegt
lögfræðifyrirtæki."
Segir hann að sú
reynsla sem hann öðlað-
ist hjá Verslunarráði ís-
lands nýtist honum vel í
nýju starfi.
ESA fylgist með því
að ákvæðum EES-
samningsins sé hlýtt
Jónas hefur verið ráð-
inn til að gegna fram-
kvæmdastj órastarfinu
til næstu þriggja ára.
Starf ESA felst í því að
hafa auga með því að
samningurinn um
Evrópska efnahags-
svæðið sé virtur í aðildarríkjum
EFTA og færi borgurum frá EES-
ríkjunum þau réttindi sem þeim ber
samkvæmt ákvörðunum EES og
Evrópusambandsins.
í því skyni fylgist ESA með því að
stjómvöld í aðildariöndunum lög-
leiði á viðunandi hátt ákvæði samn-
ingsins sjálfs, sem og þeirra gerða
sem teknar eru yfir af Evrópusam-
bandinu; markmiðum þeirra sé
hrint í framkvæmd og þeim beitt á
réttan hátt.
„Hingað koma mál annað hvort
þannig að okkur berast kvartanir
frá einstaklingum eða lögaðilum eða
þá að við verðum sjálfir einhvers
varir og opnum mál að eigin frum-
kvæði,“ segir Jónas. Játar hann því
að þetta eftirlitshlutverk geti oft og
tíðum verið nokkuð snúið þar sem
reyni á ýmis sjónarmið við túlkun á
ákvæðum samningins, gerða ESB,
dómaframkvæmd og síðan lands-
réttar í einstökum EFTA-ríkjum.
„í EES-samningnum er talað um
að samræmi skuli gilda í beitingu
reglanna milli Evrópusambandsins
og EFTA sem þýðir að við erum í
stöðugu samráði og sambandi við
framkvæmdastjómina varðandi
túlkun laga og ræðum einstök dæmi
fram og til baka,“ segir Jónas. Eiga
starfsmenn ESA einnig mikil og góð
samskipti við stjómvöld EFTA-
ríkjanna, leita sér þar upplýsinga og
gera athugasemdir eftir því sem
ástæða er talin tíL
„Ég held að mMvægi þess fyrir
réttindi fólks og fyrirtækja sam-
kvæmt EES-samningnum að hafa
öfluga og sjálfstæða eftirlitsstofnun
verði seint ofmetið," sagði Jónas að
lokum.
Fjármálaráðuneytið
Nýir aðlög-
unarsamn-
ingar ekki
gerðir
BANDALAG háskólamanna (BHM)
hefur ritað Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra bréf og óskað eftir liðsinni
hans til að koma á fundi í samstarfs-
nefnd BHM og fjármálaráðuneytis-
ins til að ræða mál er lúta að gerð að-
lögunarsamninga. Er tilgangurinn að
leiða til lykta öll vafaatriði og eyða
öllum misskilningi áður en viðræður
hefjast í haust um nýja kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna.
Tilefni þess að BHM leitar liðsinn-
is fjármálaráðherra er að sögn Bjark-
ar Vilhelmsdóttur, formanns BHM,
skrif í fréttabréfi fjármálaráðuneytis-
ins fyrii' stjómendur ríkisstofnana
frá 28. júní síðastliðnum. Er þar rifj-
að upp að flest stéttarfélög opinberra
starfsmanna hafi samið í síðustu
kjarasamningum um breytt launa-
kerfi og að gerð aðlögunarsamninga
sé því lokið.
Segir í fréttabréfinu að þess mis-
skilnings virðist gæta nokkuð víða að
gera þurfi nýja aðlögunarsamninga í
kjölfar næstu kjarasamninga. Svo sé
hins vegar ekki því starf aðlögunar-
nefnda hafi einungis snúistum það að
semja um stofnanaþátt hins nýja
launakerfis eða útfæra forsendur
launasetningar hjá hverri stofnun.
„Það er alveg rétt að það verða
ekki gerðir fleiri aðlögunarsamning-
ar því það er búið að laga nýja launa-
kerfið að því garnla," sagði Björk í
samtali við Morgunblaðið. „Hins veg-
ar er alveg Ijóst að í kjarasamningun-
um er kafli um stofnanaþáttinn, þ.e.
að laun skuli ákvarðast af stofnunum
og taka mið af þörfum bæði starfs-
manna og stofnunar. Áfram verða því
stofnanasamningar að okkar mati en
þeir virðast vera að loka svolítið á það
með þessum skrifum."
Formbreytingar aðeins gerðar
innan ramma stofnanasamninga
Gunnar Bjömsson, skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu, lagði áherslu á
að í ráðuneytinu hefðu menn einfald-
lega viljað leggja áherslu á þann
greinarmun sem væri á aðlögunar-
samningum og stofnanasamningum.
Margir hefðu viljað rugla þessu
tvennu saman og sum stéttarfélög
reyndar viljað fara út í gerð nýrra að-
lögunarsamninga. Sagði Gunnar að
það væri hins vegar alveg ljóst að all-
ar breytingar - utan þeirra sem gerð-
ar yrðu á launatöflum í kjarasamn-
ingum í haust - yrðu framkvæmdar
innan ramma stofnanasamninganna.
„Menn verða að hafa í huga að í
gamla launakerfinu var starfsheita-
kafli kjarasamningsins bundinn í því
sem kalla má miðlægan kjarasamn-
ing. Það var aðeins samið um einhver
10-15 starfsheiti og þau ein voru gild,
alveg án tillits til þess hvemig það
hentaði starfsemi stofnunarinnar.
Þessu vorum við að breyta með að-
lögunarsamningunum, við tókum í
rauninni þennan kafla út úr hinum
miðlæga hluta kjarasamninga og
færðum yfir til stofnananna."
Segir Gunnar að nú geti stofnan-
imar því, innan þess ramma sem
kjarasamningurinn gefur, búið til sín
eigin starfsheiti og raðað þeim upp í
samræmi við þær áherslur sem stofn-
unin vilji hafa hverju sinni. Þetta eigi
að vera síbreytileg þróun.
Fram kom í máli Bjarkar Vil-
helmsdóttur að BHM muni ganga til
samninga í haust út frá þeim forsend-
um að launaákvarðanir eigi að hluta
til að vera úti á stofnununum. Þau
muni halda þessu til streitu því að í
sumum stofnunum hafi ekki verið
gerðir neinir samningar heldur hafi
úrskurðir um laun fólks komið til.
Menn muni ekki sætta sig við að þeir
úrskurðir gildi til frambúðar.
Sagði hún einnig að BHM myndi
beita sér fyrir því að inn í hinn mið-
læga hluta kjarasamninga við fjár-
málaráðuneytið verði sett ákvæði um
að skoða skuli stofnanasamninga með
reglubundnu millibili.