Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 6
6 LAUGARDAUUK æ.JULi zuuu
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samtökin Lífsvog starfað í fímm ár
Morgunblaðið/Amaldur
Guðrún María Óskarsdóttir (t.v.) og Jórunn Anna Sigurðardóttir héldu
blaðamannafund samtakanna Lffsvogar á heimili Jórunnar þar sem
megnið af starfsemi samtakanna fer fram.
Flest mistök í bækl-
unarlækningum
BÆKLUNARAÐGERÐIR og lýta-
lækningar eru þær sérgreinar þar
sem flest læknamistök verða, ef
marka má þann fjölda umkvartana
sem berast til samtakanna Lífsvogar
vegna slíkra mála. Ennfremur gagn-
rýna samtökin takmarkað aðgengi
almennings að upplýsingum um slík
mál, en fagna nýjum lögum um sjúkl-
ingatryggingu sem og bættri máls-
meðferð hjá Landlæknisembættinu
og Tryggingastofnun.
Samtökin Lífsvog kynntu í gær
tölur um kvartanir vegna læknamis-
taka frá janúar 1998 til júní 2000 sem
farið hafa um þeirra hendur til frek-
ari meðferðar hjá landlæknisem-
bættinu. Kom þar fram að flest þess-
ara mála, eða 40 mál, hafa komið í
kjölfar bæklunaraðgerða en 35 vegna
lýtaaðgerða. A árinu 1999 bárust
samtökunum allt í allt 119 kvartanir
vegna læknamistaka og á fyrri hluta
þessa árs hafa borist 46 kvartanir.
Sögðu talsmenn samtakanna, þær
Guðrún María Óskarsdóttir og Jór-
unn Anna Sigurðardóttir, að þessar
tölur væru einu vísbendingamar sem
almenningi byðust um fjölda lækna-
mistaka hér á landi. í heilbrigðiskerf-
inu væri aðgengi almennings að slík-
um upplýsingum ekki til að dreifa, né
heldur um það hvemig tekið væri á
slíkum málum gagnvart þeim lækn-
um sem í hlut ættu. Dæmi væru um
einstaka lækna hverra aðgerðir hafa
leitt til 6-8 kvartana á umræddu
tímabili, en almenningi væri ómögu-
legt að komast að því, hvort til ein-
hverra aðgerða hefði verið gripið til
að koma í veg fyrir frekari mistök
þessara lækna. Bentu þær til saman-
burðar á Bretland, en í síðasta mán-
uði tilkynntu þarlend yfírvöld um
nýtt upplýsinga- og forvamakerfi
sem komið hefur verið á fót til að af-
hjúpa „lélega lækna“ og koma í veg
fyrir tilfelli vanrækslu innan al-
mannaheilsugæslukerfisins. Kom
fram í máli þeirra Guðrúnar og Jór-
unnar að nokkuð virðist um það, að
Kvartanir um læknamístök
frá janúar 1998 til júní 2000
sem fóru í gegnum samtökin
Lífsvog, til meðferðar hjá
landlæknisembættinu.
Flokkaðar eftir sérgreinum.
fleiri en ein kvörtun berist vegna
sama læknisins, en hins vegar séu
margir læknar að störfum sem aldrei
hafi verið kvartað yfir.
Kúvending lyá Trygginga-
stofnun og landlækni
Sögðu þær Guðrún og Jórunn að
hlutverk samtakanna hefði á þessum
fimm árum þróast í það að sinna eins
konar ráðgjafarhlutverki fyrir þá
sem telja sig verða fyrir læknamis-
tökum. Samtökin vinni ekki beinlínis
að málarekstri fyrir fólk, heldur veiti
leiðbeiningar um það í hvaða farveg
málunum skuli beint. Þannig séu
þau, í sjálfboðavinnu, að vinna það
starf sem umboðsmenn sjúklinga
hafa með höndum í mörgum ná-
grannaríkjanna.
„Ný lög um sjúklingatryggingu
hafa reyndar bætt verulega réttar-
stöðu fólks sem lendir í svona málum
og hjá Tryggingastofnun ríkisins,
sem hefur með framkvæmd þeirra að
gera, hefur orðið alger kúvending á
síðasta ári. Stofnunin tekur nú með
mjög myndarlegum hætti á öllum
málum sem þangað berast fyrir til-
stilli samtakanna Lífsvogar," sagði
Guðrún María.
BM'VALLÁ
Söludeild í Fomalundi
Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050
Þakskífur með 25 ára ábyrgð
fegra húsið þitt.
Kynntu þér málið á
www.bmvalla.is.
www.bmvalla.is
Torfkirkja vígð við
Þj óðveldisbæinn
LITIL torfklædd stafkirkja við
Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal
var vígð í gær. Er hún smfðuð
eftir tilgátu um kirkju sem
fannst við fornleifarannsóknir á
Stöng í Þjórsárdal og við smíð-
ina var stuðst við ýmsar aðrar
heimildir um kirkjur á fyrstu
öldum kristni á íslandi.
Gunnar Bjarnason húsasmíða-
meistari smíðaði kirkjuna eftir
teikningu og forsögn Hjörleifs
Stefánssonar arkitekts. Gunnar
sagði kirkjuna smfðaða úr reka-
viði af Ströndum, einkum lerki
og furu. Hún var sýnd árið 1997
á fslensk-norskri sýningu um
miðaldakirkjur og kirkjulist í
Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
en sjóðurinn Þjóðhátfðargjöf
Norðmanna kostaði þá sýningu.
Var ákveðið að framtíðarstaður
kirkjunnar yrði sfðan við Þjóð-
veldisbæinn.
Reist eftir tilgátu í
kjölfar rannsókna
Þjóðveldisbærinn er reistur
sem tilgáta Harðar Ágústssonar
um bæinn sem rannsakaður var
á Stöng árið 1939 og árið 1986
hóf Vilhjálmur Örn Vilhjálms-
son nýja rannsókn þar. Komu
þá m.a. f ljós rústir kirkjunnar
og er torfkirkjan að nokkru
leyti túlkun á fornleifarannsókn
Vilhjálms.
Leitað var til þeirra sem á
sfnum tíma kostuðu gerð Þjóð-
veldisbæjarins, þ.e. forsætis-
ráðuneytis, Landsvirkjunar og
Gnúpverjahrepps. Féllust þessir
aðilar á að greiða kostnað við
smfðina.
Þjóðminjasafnið lánaði helgi-
gripi við vígsluna en stefnt er
að því að kirkjunni verði sfðar
lagðir til gripir, eftirmyndir
samtfma kirkjugripa.
Biskup íslands, Karl Sigur-
björnsson, vígði kirkjuna en
Ieikir og Iærðir tóku þátt í
vfgsluathöfninni m.a. með lestri
ritningarorða og bæna. í upp-
hafi bar skrúðfylking kirkju-
gripina til kirkju, kross, kerta-
stjaka, kaleik, patfnu, skírnar-
fat og Biblfu. Fór biskup síðan
fyrir altari og tók við gripunum
og eftir að kirkjan hafði verið
vígð flutti hann svonefnda
kirkjudagsprédikun úr Hómilfu-
bókinni.
Að vfgslunni lokinni komu
viðstaddir saman í Þjóðveldis-
bænum og flutti Sólveig Péturs-
dóttir kirkjumálaráðherra þar
ávarp og fleiri gestir.
Skeljastaðakirkja?
Stjórn Þjóðveldisbæjarins
mun bera ábyrgð á rekstri og
viðhaldi kirkjunnar nýju en
Landsvirkjun hefur haft umsjón
með rekstri og viðhaldi bæjar-
ins. Stjórnina skipa Hjörleifur
Stefánsson arkitekt, Jóhann
Már Marfusson, fulltrúi Lands-
virkjunar, og Benedikt Sigurðs-
son, fulltrúi Gnúpveijahrepps.
Helgihaldið verður á vegum
Stóra-Núpsprestakalls og sagð-
ist sr. Axel Árnason sóknar-
prestur í viðtali við Morgun-
blaðið gera ráð fyrir ákveðnu
helgihaldi f kirkjunni nýju.
Hann kvaðst eiga von á að
skfrna, og mætti þá e.t.v. fá inni
í Þjóðveldisbænum fyrir veislu í
framhaldi af slfkum athöfnum.
Kirkjan hefur ekki fengið
nafn en hún stendur á þeirri
jörð sem Skeljastaðir stóðu á til
forna. Kvaðst sóknarpresturinn
vel geta hugsað sér að kirkjan
yrði nefnd Skeljastaðakirkja.
Morgunblaðið/jt
Sljóm Þjóðveldisbæjarins ber einnig ábyrgð á rekstri og viðhaldi
nýju kirkjunnar. Frá vinstri: Benedikt Sigurðsson, Hjörleifur Stef-
ánsson og Jóhann Már Marfusson.
Hringt erlendis á kostnað
íslenskra NMT-notenda
UNDANFARIÐ hafa komið upp
tilvik þar sem að íslenskir notendur
NMT-farsímakerfisins hafa fengið
mun hærri reikninga en þeir könn-
uðust við og við nánari skoðun hef-
ur komið í ljós að erlendir aðilar
hafa verið að hringja á kostnað ís-
lenskra notenda.
Gylfi Jónsson, forstöðumaður
NMT-farsímakerfisins, segir að
þetta eigi sér þannig stað að í
NMT-símum séu númerin forrituð í
símann ólíkt GSM-símum sem not-
ast við símakort. Aðeins er hægt að
forrita símana á verkstæðum við-
Umferð-
arátak
á Suður-
nesjum
LÖGREGLAN í Keflavík,
Grindavík og Hafnarfirði hóf í
gær umferðarátak í tengslum
við verslunarmannahelgina.
Fylgst verður með hraðakstri
og ásigkomulagi bifreiða. Sér-
staklega verður hugað að
tjaldvögnum og hjólhýsum.
Atakið fór rólega af stað að
sögn lögreglunnar í Keflavík
en langflestir ökumenn óku á
löglegum hraða. í Grindavík
voru þó nokkrir stöðvaðir en
þeir höfðu gleymt að spenna
beltin.
komandi umboðsaðila, en Gylfi seg-
ir að „svona þrjótar virðast alltaf
getað náð í hlutina eftir einhverjum
leiðum“. í þessum tilfellum hafa
einhverjir aðilar komist yfir slíkan
forritunarbúnað og forritað íslensk
númer inn í síma eriendis, með
þeim afleiðingum að íslenskir not-
endur hafa fengið hærri reikninga
en þeir bjuggust við.
Að sögn Gylfa eru þetta yfirleitt
mjög fá tilfelli á ári og rauninni
sárafá. Hann segir að þetta séu
ekki stórar upphæðir í heildina
tekið, en auðvitað séu menn ekki
sáttir við að slíkt geti komið upp á.
Síðar í sumar eða haust verður
lokað fyrir þennan möguleika með
því að tengja forritaða númerið
saman við innra númer hvers síma,
nokkurs konar seríunúmer. Eftir að
það er orðið virkt nær síminn ekki
sambandi við kerfið nema að núm-
erin passi saman. Að sögn Gylfa er
búið að setja upp þennan búnað, en
ekki hefur verið hægt að taka hann
að fullu í notkun vegna þess að eldri
símar hafa ekki þetta innra númer.
Hins vegar eru nýir NMT-símar ör-
uggir gagnvart þessari misnotkun.
Kæra ólöglegan flutning eldisfísks
Kvíar brustu o g
eldisfískur slapp
VEIÐIFÉLÖG við Breiðafjörð
hafa sent sýslumanninum í Stykk-
ishólmi kæru vegna þess sem þau
telja ólöglegan flutning á eldisfiski
frá Suðurlandi vestur í Hrauns-
fjörð.
í kærunni, sem fulltrúar 9 veiði-
félaga undirrita, er farið fram á að
sýslumaðurinn rannsaki rökstudd-
an grun þeirra um að fyrirtækin
Stofnfiskur hf. og Hvurslax ehf.
hafi flutt mikið magn af regnboga-
silungi í eldiskvíar við Hrauns-
fjörð. Þær kvíar hafi síðan brostið
og mörg tonn af eldisfiski því
sloppið. Þetta er sagt brot á reglu-
gerðum um flutning og sleppingar
laxfiska og varnir gegn fisksjúk-
dómum og blöndun laxastofna.
I kærunni segir að háttsemi fyr-
irtækjanna geti haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir veiðiréttareigendur
og valdið þeim fjárhagslegu tjóni.
Auk þess geti hún valdið röskun á
lífríki ánna við Breiðafjörð og
stofnað náttúrulegum veiðistofnum
þeirra í hættu. Veiðiréttareigend-
ur áskilja sér rétt til þess að
krefja Stofnfisk og Hvurslax um
skaðabætur.