Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 9 FRÉTTIR Legsteinar flugliðanna fjögurra í Fossvogskirkjugarði. Morgunblaðið/Kristinn Fjögurra látinna hermanna minnst LEGSTEINAR þriggja breskra og eins nýsjálensks hermanns sem fórust þegar flugvél þeirra hrapaði á jökul á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar á stríðsárunum eru tilbúnir í Fossvogskirkjugarði. Ættingjar þriggja þeirra eru vænt- anlegir til Islands í lok ágúst til að vera viðstaddir minningarathöfn- ina. Flugvélin, sem var Fairy Battle- sprengjuflugvél, fór frá Kaldaðar- nesflugvelli morguninn 26. maí árið 1941. Um hádegi lenti hún á Mel- gerðismelum til þess að ná í tvo Þýsk hjón um rútuslysið Hæla hjálpar- starfínu HJÓN sem lentu í rútuslysinu á Hólsfjöllum 16. júlí sl. segja í samtali við þýskt dagblað að hjálparstarf vegna slyssins, bæði á vegum íslenskra hjálp- arsveita og þýsku ferðaskrif- stofunnar Studiosus, hafi verið til fyrirmyndar hvað varðar skipulagningu og framkvæmd. Þau hrósa sérstaklega Rauða krossinum á Akureyri og kirkjunni fyrir „persónulega nálægð“ í áfallahjálp fyrir far- þegana og lýsa ánægju sinni með að þýskumælandi sjálf- boðaliðar hafi verið til taks all- an sólai'hringinn. Wolfgang Pfannemuller, bæjarfulltrúi í Dreieich, skammt frá Frankfurt am Ma- in, handleggsbrotnaði í slysinu. Kona hans, Maya, hlaut minni háttar áverka. Þau segjast hafa verið heppin að því leyti að þau sátu í fremri hluta rútunnar, og lentu því ekki í vatni, og auk þess hafi rúður ekki brotnað í þeim hluta hennar. Hjónin segja að ómeiddir farþegar hafi aðstoðað þá sem slasast höfðu, en smám saman hefðu einnig ferðalangar sem komu að bæst í hóp björgunar- manna og hafi vilji þeirra til að aðstoða fómarlömbin verið til fyrirmyndar. Þau þakka loks þýska konsúlnum fyrir að hafa gætt hagsmuna ferðalanganna. Viðtalið birtist í netútgáfu þýska dagblaðsins Offenbach- Post. meðlimi flugsveitar, sem höfðu ver- ið á spítalaskipi sem lá við bryggju á Akureyri. Vélin hvarf á bakaleið- inni. Eftir mikla leit um land allt fannst flak vélarinnar. Leitarmenn töldu þó ekki mögulegt að koma líkamsleifum mannanna til byggða. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins, fann skýrslu leitar- mannanna frá árinu 1941 í London í fyrravoi'. Með hjálp hennar var hægt að staðsetja flakið á gömlu korti frá breska hernum. Leitar- flokkur fann það síðan í ágúst í fyrra. Haft var samband við breska flugherinn, sem hófst handa við að hafa uppi á ættingjum flugliðanna. Peter Evans, konsúll Breta á íslandi, segir að sex liðsmenn úr fjallasveitum flughersins í Kinloss á Skotlandi séu væntanlegir til ís- lands 20. ágúst. Þeir munu taka þátt í leiðangri til að leita líkams- leifa mannanna, en hluti þeirra hefur þegar fundist. Meðal leitar- EINN lestarbíla norska fjölleika- hússins Agora sem er á ferð um landið og var að koma frá Sauðár- króki lenti utan vegar á Holtavörðu- heiði um hádegisbilið í fyrradag. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi mun vegöxl hafa gefið sig með fyrrgreind- um afleiðingum. Engin meiðsl urðu manna verður einnig Hörður Geirsson, safnvörður Minjasafnsins á Akureyri, sem leitaði vélarinnar í um 20 ár. Hann segir að leiðangur- inn muni standa 21.-24. júlí. Þrem- ur dögum eftir lok hans verður haldin minningarathöfn um menn- ina í Fossvogskirkjugarði. Flugstjóri vélarinnar hét Arthur Round og var Nýsjálendingur. Bretarnir þrír hétu ættarnöfnun- um Hopkins, Garret og Talbot. Þeir voru allir ungir, ókvæntir og barnlausir. í frétt í nýsjálenska dagblaðinu Evening Post segir að frændi og frænka Rounds, systkinin Clive Round og_ Aileen Jones, hyggist koma til íslands vegna athafnar- innar. Ekki var þó fulljóst hvort Aileen kæmist því breski flugher- inn vill aðeins borga fyrir þau fargjaldið frá London til íslands. Ferðin fram og aftur frá Nýja- Sjálandi til London kostar um 90 þúsund íslenskar krónur. þó á fólki. Kranabíll fór á staðinn og með aðstoð hans náðist að koma lest- arbílnum upp á veginn aftur. Fjölleikahúsið, sem var stofnað árið 1989, er frá Bergen. í því eru 45 manns frá ýmsum löndum, s.s. Nor- egi, Ítalíu, Rússlandi, Englandi, Argentínu og Úkraínu. Útsalan okkar er umtöluð Komið og gerið góð kaup Rita TÍSKUVERSLUN Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10-15. Gili, Kjalarnesi s. 566 8963/892 3041 Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum gömlum dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum Opið lau.-sun. kl. 15-18, þri.-fim. kl. 20.30-22.30 eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur. Visa- og Euro- raðgreiðslur Fjölleikahúsbíll lenti út af * Utsalan á fullu! Fi’ál>aki*t úi'val - óinile^í verð hjá-Qý€raftihilcli lúigjalrigi 5. >ími .*)!!l 2141. Opið >irka daga IVá kl. iO.IIII-líUKI. lauiíanlara IVá kl. I(l.llll-lá.llll. KAFFI nnudaga 4\- 17 laugardags- og sunnudagskvöld OKKAR LANDSFRÆGU MATAR- OG KAFFIHLAÐBORÐ SkíðaskáCitm í HveradöCum Sími. 567 2020 Skór sem ganga Street skór stærðir 36-46 Opið alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga 10:00-16:00 Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500 (3.49: Leður mokkasína stærðir 41-46 dempun í sóla Grillmarkaður gasgrill, áhöld og varahlutir gasgrill-verð frá kr. 15.900 Með grillínu færðu • Merrild kaffi • Pizza frá Sóma • Rex súkkulaöibitar frá Mónu • Heinz griilsósa frá Bergdal • Remy mintukex frá Danól • 12 Sumarsvalar frá Sól-Víking -meöan birgöir endast- ♦ Opið alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. e^v ’ ELLINGSEN Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500 i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.