Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Afstaða Flugmálast j órnar til Reykjavrkurflugvallar harðlega gagnrýnd „Oþolandi afskipti af skiplags- og byggðarmálum höfuðborgarinnar“ Morgunblaðið/Þorkell Samtök um betri byggð vilja að flugrekstri verði hætt í Vatnsmýrinni eins fljótt og auðið er. FLUGMÁLASTJÓRN sætir harðri gagnrýni, frá Samtök- um um betri byggð og for- manni svæðisskipulagsnefnd- ar fyrir höfuðborgarsvæðið, vegna afstöðu sinnar til Reykjavíkurflugvallar og framtíðar hans. í fréttatilkynningu sem Samtök um betri byggð sendu frá sér í gær í tilefni af nýrri greinargerð Flugmála- stjórnar gagnrýna þau þá af- stöðu Flugmálastjórnar að fyrir flugrekstur komi ekki aðrir kostir til greina en nú- verandi flugvellir í Reykjavík og Keflavík. Samtökin segja að með þessu sé Flugmála- stjóm að kynda undir ósætti á milli höfúðborgar og lands- byggðar með það að mark- miði að festa flugvöllinn í Vatnsmýri í sessi. Ofagleg vinnubrögð „Harma ber þessa þröngsýnu og ábyrgðarlausu afstöðu Flugmálastjómar og ófagleg vinnubrögð, sem koma að auki glöggt fram í greinargerðum og skýrslum hennar á sl. áratug, en allar miða þær að því að festa flugstarfsemi í sessi í Vatns- mýri,“ segir í fréttatilkynn- ingu Samtakanna. „ Samtök um betri byggð telja að um óþolandi afskipti Flugmála- stjóraar af skipulags- og byggðarmálum höfuðborgar- innar sé að ræða.“ í fréttatilkynningunni seg- ir að Flugmálastjóm hafi lengi komist upp með sjálf- dæmi í öllum málefnum flug- vallar í Vatnsmýri og hafi þannig ráðskast með mikil- væga skipulagshagsmuni borgarinnar. Stofnunin beiti m.a. fyrir sig stöðlum Al- þjóða flugmálastofnunarinn- ar og viðmiðum og túlkunum erlendra flugmálastjórna varðandi slysahættu og háv- aðamengun til að réttlæta byggingu nýs flugvallar þar. Borgaryfirvöld reki af sér slyðruorðið Samtökin telja tímabært að Flugmálastjórn taki upp faglega og ábyrga stefnu í flugmálum á höfuðborgar- svæðinu og taki m.a. mið af brýnum hagsmunum höfuð- borgarbúa. Samtökin telja þó enn brýnna að borgaryfírvöld reki af sér slyðruorðið og taki nú þegar ábyrga stjóm- valdsákvörðun um að flug- rekstri skuli hætt í Vatns- mýrinni eins og fljótt og auðið er. Samtökin fallast á það sjónarmið Flugmálastjómar að ekki komi til greina að stunda áætlunarflug með einni flugbraut í Vatnsmýri eða á nokkram örðum stað á höfuðborgarsvæðinu. Það er skoðun Samtakanna að minnkun flugvallarsvæðisins í eina braut sé einungis rök- rétt sem fyrsti áfangi í þeirri aðgerð að leggja flugvallar- rekstur niður í Vatnsmýri. „Þegar núverandi flugvöll- ur hverfur úr Vatnsmýri og nýr verður byggður í hans stað er eðlilegt að það gerist með markvissum hætti þann- ig að núverandi flugbrautir og önnur aðstaða verði lögð niður í áföngum um leið og sambærileg aðstaða skapast á nýjum og betri stað,“ segir í fréttatilkynningunni. Þá kemur fram að Samtök um betri byggð og fleiri hafi bant á a.m.k. 8 nýja staði á höfuð- borgarsvæðinu fyrir flugvöll, m.a. Álfsnes, Geldinganes, Engey, Akurey, Skerjafjörð, Álftanes og Kapelluhraun. Ekki hægl að útiloka annan flugvöll Ámi Þór Sigurðsson, for- maður svæðisskipulagsnefnd- ar fyrir höfuðborgarsvæðið, segist ósáttur við afstöðu Flugmálastjómar til Reykja- víkurflugvallar og framtíðar hans, en framtíð flugvallarins hefur verið til skoðunar um nokkurt skeið. Að sögn Áma hefur Flug- málastjórn einblínt á tvo óviðunandi möguleika, ann- ars vegar að halda vellinum óbreyttum í Reykjavík og hins vegar að flytja allt flug til Keflavíkur. „Eg tel að fleiri möguleik- ar séu í stöðunni þrátt fyrir þessa skoðun þeirra. Ég tel til dæmis ekki hægt að úti- loka annan flugvöll fyrir sunnan Hafnarfjörð. Flug- málayfirvöld telja að hann yrði dýr og að aðstæður þar séu ekki jafn góðar og í Reykjavík. Það kann vel að vera rétt en mér finnst samt sem áður ekki hægt að úti- loka þennan möguleika," seg- ir Ámi. Danskt ráðgjafafyrirtæki gerði frumathugun Svæðisskipulagsnefnd fékk danskt ráðgjafafyrirtæki, sem hefur sérþekkingu í flugvallar- og flugrekstrar- málum, til þess að vinna framathugun um framtíð Reykjavíkurflugvallar en Árni segir að Flugmálastjóm hafi ekki tekið fullt tillit til sjónarmiða þeirra. „Mér finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram við að finna einhverjar mála- miðlanir. I þessu máli eru auðvitað mörg sjónarmið uppi. Þeir sem vilja halda flugvellinum og þeir sem vilja færa flugvöllinn til Keflavík- ur eru alveg á öndverðum meiði. Með því að halda sig við þessa tvo möguleika ýtir Flugmálastjórn undir þessi sjónarmið. Ef finna á ásætt- anlegar leiðir til þessa að leysa vanda flugvallarins þarf að skoða aðra möguleika af einhverri alvöra." Ferjuflugið á ekki heima á Reykjavíkurflugvelli Ami segir dönsku ráðgjaf- ana hafa bent á möguleikann á einni flugbraut á Reykja- víkurflugvelli, sem myndi draga úr flugumferð þar. „Flugmálastjórn telur það ekki raunhæft en okkar ráð- gjafar hafa haldið sig við sín- ar tillögur þrátt fyrir það. í þessu sambandi kæmi ýmis- legt til greina svo sem að vera með eina aðalbraut og stutta þverbraut sem væri notuð í mestu hliðarvindun- um.“ Að sögn Áma hafa borgar- yfirvöld og samgönguyfirvöld verið að vinna að því að ein- skorða Reykjavíkurflugvöll við áætlunarflug ef hann verður áfram á sama stað. ,Áætlunarflug ætti að vera eina flugið sem færi hér um. Ferjuflugin, þar sem verið er að feija flugvélar milli Amer- íku og Evrópu, viljum við heldur sjá á stóram flugvelli með stóra landsvæði í kring. Það á ekki heima í miðri borg enda er mest slysahætta af því.“ Svæðisskipulagsnefndin verður með fund í ágúst þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið í málefnum flugvallarins. Framkvæmdir við Barnaspítala Hringsins Unnið verður í allan vetur við byggingu nýs barna- spítala. Uppsteypun lýkur fyrir áramót Hringbraut UNNIÐ er hörðum höndum við uppsteypun nýs bai’na- spítala á lóð Landspítalans við Hringbraut. Aðalsteinn Páls- son, forstöðumaður bygginga- deildar Landspítalans, sagði að framkvæmdir hefðu hafist í maí og að unnið yrði við bygg- inguna í allan vetur. Fyrsta skóflustungan að spítalanum var tekin í nóvember 1998 en vegna mótmæla íbúa í ná- grenninu tafðist verkið. Verkefnið er á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins, en verktakafyrirtækið ÓG Bygg sér um fyrsta verk- áfangann sem fólginn er í uppsteypun og frágangi að ut- an. Aðalsteinn sagði að verk- takinn gerði ráð fyrir því að ljúka uppsteypun fyrir ára- mót og að frágangi utan húss næsta vor. Aðalsteinn sagði að næsti verkáfangi yrði boðinn út á fyrri hluta næsta árs, en að þar væri um að ræða innrétt- ingar og fullnaðarfrágang innanhúss. Aðalsteinn sagði að nýi bamaspítalinn, sem verður staðsettur fyrir sunnan hús kvennadeildar Landspítalans, þ.e.milli þess og gamla Kenn- araskólans, yrði um 6.600 fer- metrar og að áætlaður heild- arkostnaður vegna fram- kvæmdanna væri um einn milljarður króna, þar af færa um 400 milljónir í fyrsta áfangann sem verið væri að vinna í núna. Gestir láta vel að eimbaðinu í Vesturbæjarlauginni. iviorgunuiaoio/tvnaLinn Nýtt eimbað í Sundlaug Vesturbæjar K Morgunblaðið/Arnaldur Stóru sirkustjaldi hefur verið komið fyrir í Laugardalnum. Vesturbær FYRIR rúmri viku var nýtt eimbað opnað gestum Sundlaugar Vesturbæjar. Ólafur Gunnarsson, for- stöðumaður Vesturbæjar- laugar, segir gestum líka breytingarnar vel. Einnig var komið fyrir nýju úti- skýli og sturtum á laugar- bakkanum. Ólafur segir þetta fyrsta áfangann af mörgum. Nauðsynlegt sé að halda framkvæmdum áfram og endurnýja fleira á svæðinu. Fyrirhugað sé meðal ann- ars að koma fyrir renni- braut í lauginni. Ólafur segir breytingarnar falla vel að umhverfinu sem fyr- ir er. Eimbaðið er hring- laga og eru veggir þess úr kúptu gleri. Snýr það út að lauginni og varpar birtu inn í sjálft eimbaðið. Hita- kerfi eimbaðsins er þrepa- stýrt, segir Ólafur, og held- ur það hitanum mjög stöðugum. Ólafur segir einkar mik- ilvægt að ljúka við frágang utan veggja laugarinnar en honum sé enn ábótavant. Undirbúningur verksins liófst árið 1998. Samanlagð- ur kostnaður við verkið var 40 milljónir króna. Laugardalur SIRKUS Agora frá Noregi er kominn til Reykjavíkur en sirkustjaldið hefur verið reist í Laugardalnum sunn- an við húsdýragarðinn. Fjölleikahúsið, sem er á ferð hringinn í kringum landið, verður í höfuðborg- inni í eina viku og verða sýningar haldnar klukkan sjö öll kvöld en um helgina Sirkus er kominn í borgina eru einnig sýningar klukk- an fimm. Með fjölleikahúsinu, sem kemur frá Bergen, koma 45 manns frá ýmsum lönd- um. Á meðal atriða sem húsið býður gestum sínum upp á er línudans, loftfim- leikar og kúnstir á vélhjóli og svo fylgja náttúrulega trúðar. Á föstudaginn heldur fjölleikahúsið hringferðinni áfram og verður með sýn- ingar á Selfossi, Höfn í Hornafirði og Seyðisfirði áður en hann heldur aftur heim til Noregs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.