Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
L AUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 1 3
Diddú og Björn
Steinar í kirkjunni
ÞRIÐJU tónleikar Sumartónleika í
Akureyrarkirkju verða haldnir
sunnudaginn 23. júlí kl. 17. Þá mun
hin ástsæla sópransöngkona Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Björn Steinar Sól-
bergsson orgelleikari flytja verk eftir
m.a. Sigvalda Kaldalóns, Sigurð
Þórðarson, Árna Thorsteinsson, Jón
Leifs og erlendu tónskáldin J.S.
Bach, Rachmaninoff, Fauré og
Mozart. Tónleikamir standa í
klukkustund. Aðgangur er ókeypis og
eru allir velkomnir.
Sigrún Hjálmtýsdóttir hóf söngfer-
il sinn árið 1975 með Spilverki þjóð-
anna. Hún lauk próíi í einsöng frá
Guildhall School of Music and Drama
í London árið 1985. Hún stundaði síð-
an framhaldsnám á ítah'u. Sigrún hef-
ur tekið þátt í fjölda uppfærslna og
sungið inn á fjölmarga geisladiska.
Hún hefur einnig hlotið margvíslegar
viðurkenningar fyrir störf sín, m.a.
var hún sæmd Riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu árið 1995 fyrir
framlag sitt til sönglistar.
Bjöm Steinar Sólbergsson lauk 8.
stigi í orgelleik frá Tónskóla þjóð-
kirkjunnar. Hann stundaði síðan
framhaldsnám á Ítalíu og í Frakk-
landi og útskrifaðist með einleikara-
próf í orgelleik árið 1986. Hann hefur
gegnt stöðu organista og kórstjóra
við Akureyrarkirkju frá haustinu
1986.
Bjöm Steinar hefur hljóðritað
fjölda geisladiska og hefur einnig
leikið fyrir útvarp og sjónvarp. Hann
hlaut menningarverðlaun DV árið
1999.
Afgreiðslutími
Morgunblaðið/Kristján
Skákmenn sitja einbeittir að tafli við Oddeyrarbryggju í gær i skjóli skemmtiferðaskipsins Seabourn Sun. Þetta
er jafnframt stærsta og lengsta skip sem lagst hefur að bryggju á Akureyri en það er tæp 39.000 brúttótonn.
veitingastaða
takmarkaður á ný
Skákað í skjóli
skemmtiferðaskips
BÆJARRÁÐ Akureyrarbæjar hef-
ur fjallað um og samþykkt tillögur
starfshóps um vímuvamir um af-
greiðslutíma veitingahúsa. Af-
greiðslutíminn hefur verið frjáls en
breytingar á afgreiðslutíma koma til
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA:
Messa kl 11 sunnudaginn 23.
júlí, Sigrún Hjálmtýsdóttir
syngur einsöng. Prestur er sr.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.
Sama dag kl. 17 em sumar-
tónleikar í kirkjunni. Sigrún
Hjálmtýsdóttir, sópran og
Björn Steinar Sólbergsson,
orgelleikari. Aðgangur ókeyp-
is.
Morgunsöngur kl. 9 þriðju-
daginn 25. júlí.
Kyrrðarstund kl 12 fimmtu-
daginn 27. júlí.
GLERÁRKIRKJA: Kvöld-
guðsþjónusta verður í kirkj-
unni nk. sunnudag kl. 21.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Almenn samkoma sunnudag-
inn 23. júlí kl 20. Allir vel-
komnir.
PÉTURSKIRKJA: Messa kl
11 sunnudag og kl. 18 laugar-
dag í kaþólsku kirkjunni við
Hrafnagilsstræti.
SVALBARÐSKIRKJA:
Kvöldguðsþjónusta verður í
kirkjunni sunnudaginn 23. júlí
kl 21.
framkvæmda frá og með 15. septem-
ber næstkomandi.
Veitingastöðum verður þar með
heimilt að hafa opið frá kl. 7-4 að-
faranótt laugardags, sunnudags og
almenns frídags. Alla aðra daga
verður heimilt að hafa opið frá 7 til 1.
í öðmm tilfellum gilda þó þær tak-
markanir sem felast í ákvæðum laga
um helgidagafrið.
RÚNAR Sigurpálsson bar sigur úr
býtum á Hafnarmótinu i skák sem
fram fór undir berum himni við
Oddeyrarskála í gær. Um var að
ræða hraðskákmót, svokallað
Hafnarmót, sem Hafnasamlag
Norðurlands stóð fyrir í fyrsta
skipti í samvinnu við Skákfélag
Akureyrar.
Rúnar hlaut 9,5 vinninga af 10
mögulegum en alls mættu 11 skák-
menn til leiks. Fyrir fram var
reiknað með að einhverjir gestir
af skemmtiferðaskipinu Seabourn
Sun myndu vildu taka þátt í mót-
inu en þeir létu sér nægja að fylgj-
ast með fslensku keppendunum.
„Þeir lærðu bara af okkur,“ sagði
Gylfi Þórhallsson, skákfrömuður á
Akureyri.
Arnar Þorsteinsson varð annar
með 9 vinninga og Jón Björgvins-
son þriðji með 8 vinninga. Rúnar
Sigurpálsson hlaut að launum fyr-
ir sigurinn farandbikar sem gef-
inn er af Hafnasamlagi Norður-
lands.
Dagskrá Listasumars til 28. júlí
Hundar styggja fé
OPNUN myndlistarsamsýningar-
innar „Rýmið í rýrninu" í Ketilhús-
inu, 22. júlí kl. 16. Sýnendur eru:
Arna Valsdóttir, Ásmundur Ás-
mundsson, Elsa D. Gísladóttir,
Hlynur Hallsson, Hólmfríður Harð-
ardóttir, Joris Rademaker, Pétur
Örn Friðriksson og Sólveig Þor-
bergsdóttir. Sýningin stendur til 7.
ágúst. Opið daglega milli 14 og 18,
lokað þó á mánudögum. Aðgangur
ókeypis.
22. júlí, kl. 16. Opnun mynd-
listarsýningarinnar „Markmið" í
„Listasumar Audiovisual Art Gall-
ery“ í Deiglunni. Sýnendur eru Pét-
ur Örn Friðriksson og Helgi Hjalta-
lín Eyjólfsson. Sýningin stendur til
7. ágúst. Opið daglega kl. 14-18. Að-
gangur ókeypis.
Laugardaginn 22. júlí í Deiglunni
verða tónleikar kl. 21 á vegum Lista-
sumars á Akureyri. Björg Þórhalls-
dóttir syngur við undirleik Daníels
Þorsteinssonar. Aðgangur kr. 1.000.
Sunnudaginn 23. júlí verða Sum-
artónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur við
orgelundirleik Björns Steinars Sól-
bergssonar. Aðgangur ókeypis.
Hinn 25. júlí í Deiglunni verða
fagurtónleikar kl. 20 á vegum Lista-
sumars á Akureyri. Guðbjörg R.
Tryggvadóttir syngur við undirleik
Iwona Jagla. Aðgangur kr. 1.000. 27.
júlí kl. 21.30 í Deiglunni, Túborgjazz,
Heitur fimmtudagur. Tríó Bjöms
Thoroddsen ásamt kanadíska
trompetleikaranum Richard Gill,
Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni
á bassa. Aðgangur er ókeypis.
28. júlí kl. 20.30 verður bók-
menntavaka í Deiglunni. Upplestur
skálda frá Sauðárkróki og Húsavík.
Aðgangur er ókeypis.
I Deiglunni stendur sýning Rögnu
Hermannsdóttur. Sýningunni lýkur
7. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18.
Aðgangur er ókeypis.
I forstofu Deiglunnar, Kaup-
vangsstræti 23, Akureyri, stendur
sýning Tinnu Gunnarsdóttur,
„Snagar“. Sýningin stendur allt
sumarið. Opið daglega kl. 14-18. Að-
gangur er ókeypis.
í Ketilhúsinu stendur yfir sýning
Josephs Kurhajecs „Á vegum“. Sýn-
ingunni lýkur sunnudaginn 23.
ágúst. Opið daglega kl. 14-18, lokað
þó mánudaga. Aðgangur er ókeypis.
í galleríinu Kompunni stendur yf-
ir sýning Jóns Laxdals Halldórsson-
ar. Opið daglega kl. 14-17, lokað þó á
sunnudögum og mánudögum. Að-
gangur er ókeypis.
í Listasafninu á Akureyri er sýn-
ingin „Dyggðirnar að fornu og
nýju“. Opið daglega kl 14-18, og á
föstudögum og laugardögum er opið
til kl 22. Lokað á mánudögum.
í Safnasafninu á Svalbarðsströnd
stendur sýning Valgerðar Guðlaugs-
dóttur til 28. júlí. Opnunartími kl 10-
18 alla daga. Aðgangseyrir 300 krón-
ur.
BÆNDUR í Grýtubakkahreppi
hafa lengt haft grun um að féð á
afréttinni styggist vegna umferðar
um svæðið. Á dögunum var farin
skyndiferð norður í Hvalvatnsfjörð
og þar urðu bændur varir við að
fólk sem var á göngu vestur í
Þorgilsfjörð hafði hund meðferðis.
Hundurinn fékk að hlaupa að því
er virtist óáreittur um landið og
styggðist féð á svæðinu verulega.
Á skömmum tíma voru engin í
Hvalvatnsfírði og brekkurnar
gegnt þeim með öllu fjárlaus. Anna
Bára Bergvinsdóttir er landvörður
í Fjörðum í sumar og sagðist hún
ekki verða vör við að ferðamenn
væru með lausa hunda á afréttinni
en að féð væri ótrúlega rólegt
þrátt fyrir umferð bfla um svæðið.
Hún hafði þó spurnir af því að
hundar ferðamanna hefðu styggt
fé í Fjörðum. Ekki er landvörður á
svæðinu alla daga vikunnar. Eftir
að umferð jókst í Fjörðum siðast-
liðin ár hefur það færst í vöxt að
féð úr afréttinni sæki til byggða
löngu fyrir áætlaðan tíma ganga.
GLEÐIBANKINN
Starfsfólk óskast til afgreiðslustarfa í
heilsdags-og hlutastörf frá 1. ágúst.
Upplýsingar í síma 893-0040