Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 14
14 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Aðalfundur gróðrarstöðvarinnar Barra
Morgunblaðið/Guttormur Þormar
Frá grððrarstöð Barra á Egilsstöðum.
Plöntusala var minni
en vonast var eftir
Egilsstaðir - Aðalfundur gróðrar-
stöðvarinnar Barra var haldinn í
Valaskjálf 29. júní sl. Helstu mál
fundarins voru rekstur fyrirtækis-
ins síðastliðið starfsár, rekstrar-
horfur og kjör stjórnar.
Nú hafði Fossvogsstöðin í
Reykjavík verið í leigu hjá fyrir-
tækinu í eitt ár og var þess því beð-
ið með nokkurri eftirvæntingu
hvernig rekstur hennar hefði geng-
ið á tímabilinu. í skýrslu fram-
kvæmdastjórans, Jóns Kristófers
Arnarsonar, kom fram að rekstur
Fossvogsstöðvarinnar hefði gengið
illa.
Plöntusala frá stöðinni var langt
undir vonum og munaði þar mestu
að sala á vegum Blómavals og til
Skógarsjóðsins varð mun minni en
vonast var til. En auk þessa varð
líka samdráttur í framleiðslu
gróðrarstöðvar Barra á Egilsstöð-
um, m.a. vegna sveppasjúkdóms
sem kom í kjölfar vorfrosta í fyrra.
Tekjur minnkuðu því en útgjöld
fóru hins vegar ekki fram úr áætl-
unum svo neinu næmi. Niðurstað-
an varð sú að eftir velgengni mörg
undanfarin ár varð nú 16 milljóna
króna tap. í Ijósi þessarar reynslu
staðfesti fundurinn þá ákvörðun
stjórnar að hætta
rekstri Fossvogs-
stöðvarinnar með
uppsögn á leigusamn-
ingi. Tók uppsögnin
gildi 1. júlí síðastlið-
inn.
1.450.000 plöntur
framleiddar
Arið 1999 voru seld-
ar samtals 1.370.000
plöntur úr gróðrar-
stöð Barra á Egils-
stöðum af um
1.450.000 sem upp
komust. Sáð var tvisv-
ar í gróðurhúsið á Eg-
ilsstöðum í alls tæp-
lega tvær milljónir hólfa og varð
nýtingin því um 77%. Sem fyrr
voru Héraðsskógar langstærsti
kaupandinn með 953.000 plöntur.
Af tegundum var mest ræktað af
rússalerki, en það var 44% allrar
framleiðslunnar. Greni var 14%,
stafafura 13% og birki 7%.
Barri hefur gert samning um
ræktun á 1.110.000 skógarplöntum
fyrir Héraðsskóga á yfírstandandi
ári og voru 900.000 afhentar eftir
vorsáningu.
Eins hefur verið
samið við Skógrækt-
arfélag íslands um að
rækta 90.000 plöntur í
ár fyrir verkefnið
„Landgræðsluskóga“
og 35.000 fyrir sama
verkefni á næsta ári.
„Aldamótaskógar"
Skógræktarfélagsins
fá 200.000 plöntur á
þessu ári. Það stefnir
því í framleiðsluaukn-
ingu í gróðrarstöðinni
á Egilsstöðum í ár og
gert er ráð fyrir að
tvisvar verði sáð í hús-
ið í sumar, eins og í
fyrra.
Sveinn Jónsson, sem gegnt hefur
formennsku í stjóm Barra frá upp-
hafí, baðst undan endurkjöri og
voru honum færðar þakkir fyrir vel
unnin störf. Formaður var kjörinn
í hans stað Hilmar Gunnlaugsson.
Þrátt fyrir slæma fjárhagsaf-
komu á síðasta ári ríkti bjartsýni
meðal fundarmanna á framtíð
Barra. Stöðin á Egilsstöðum hefur
getið sér gott orð fyrir vandaða
framleiðslu og hefur á að skipa
vönu ræktunarfólki.
Birna
Siguijónsdóttir
Ráðherrar
í heimsókn
Þórshöfn - Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra og
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra voru á ferð um Norður-
Þingeyjarsýslu um miðjan júlf. Með
þeim í fór voru Jón Krisljánsson,
formaður fjárveitingarnefndar Al-
þingis, og Páll Magnússon aðstoð-
armaður Valgerðar.
Þau heimsóttu heilsugæslustöðv-
arnar í N-Þingeyjarsýslu og á Þórs-
höfn áttu þau fund með sveitaryfir-
völdum og heimsóttu einnig dval-
arheimilið Naust.
Veðrið lék við gestina sem end-
uðu heimsókn sína á því að fara í
íþróttahúsið þar sem stór hluti
Þórshafnarbúa eyðir tómstundum
sínum. Þótt gestirnir hefðu fullan
hug á að nýta sér bæði þreksal og
sundlaug þá vannst ekki tími til
þess og bíður betri tfma.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, alþingismaður og
Páll Magnússon í íþróttahúsinu.
Skírn í Laxá
Búðardalur - Sunnudaginn 23. júlí
verður haldin guðsþjónusta
frammi í Laxárdal. Samkvæmt
munnmælasögum voru Laxdæl-
ingar skírðir í Kristnapolli í Laxá
sem er einn að bestu veiðistöðum í
ánni. Nú á 1000 ára afmæli kristni
verður skírnarathöfn þar sem
sóknarpresturinn Óskar Ingi Inga-
son mun skíra tvö böm. Laxdæl-
ingar óska eftir að fólk fjölmenni á
þessari hátíðlegu stund.
Dánargjöf til
Ey rarbakkakirkj u
GUÐRUN Ingibjörg
Oddsdóttir frá Bráð-
ræði á Eyrarbakka arf-
leiddi Eyrarbakka-
kirkju að húsi sínu á
Eyrarbakka til minn-
ingar um látna ástvini
frá Bráðræði. Hún var
tæplega 100 ára gömul
þegar hún lést þann 19.
ágúst á síðasta ári.
Guðrún Ingibjörg
bjó og starfaði allan
sinn aldur á Eyrar-
bakka. Foreldrar henn-
ar voru Oddur Snorra-
son sjómaður og kona
hans Margrét Guðbrandsdóttir.
Guðrún Ingibjörg var gift Sigur-
jóni P. Jónssyni skipstjóra og
timburkaupmanni. Þeim varð ekki
barna auðið, en Sigurjón átti einn
son, John Sigurd, með fyrri konu
sinni Karen, sem var norskrar ætt-
ar.
í frétt frá sóknarnefnd Eyrar-
bakkakirkju segir
meðal annars: „Guð-
rún Ingibjörg setti
svip sinn á samfélag-
ið á Eyrarbakka og
var lengi virkur fé-
lagi í Kvenfélagi
Eyrarbakka.
Árið 1995 var tekið
í notkun 14 radda
pípuorgel í Eyrar-
bakkakirkju, sem
Björgvin Tómasson
orgelsmiður smíðaði.
Slík fjárfesting sem
nýtt pípuorgel er
segir til sín fjárhags-
lega hjá fámennum söfnuði. Höfð-
ingleg dánargjöf Guðrúnar Ingi-
bjargar Oddsdóttur kemur því í
góðar þarfir hjá söfnuðinum.
Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju
flytur ættmennum Guðrúnar Ingi-
bjargar og Sigurjóns P. Jónssonar
hugheilar þakkir og biður þeim
Guðs blessunar.“
Sparisjóðurinn gefur
kir kj uklukkur
Þórshöfn - Þórshafnarkirkjan nýja
var vígð í fyrrasumar og þetta fal-
lega Guðs hús er að miklu leyti full-
búið þó enn þá skorti nokkuð á og
er t.d. ekki fullfrágengið að utan.
Sóknarbörnum hefur þó meirá þótt
vanta þar sem kirkjuklukkur eru
ekki komnar. Sá vandi leystist þó á
safnaðarfundi nýlega þegar Spari-
sjóður Þórshafnar og nágrennis af-
henti höfðinglega gjöf; gjafabréf að
upphæð 1.250 þúsund og skal því
varið til kaupa og uppsetningar á
kirkjuklukkum. Þessi stóra gjöf
var að vonum vel þegin og spari-
sjóðsstjóra og -stjórn voru færðar
bestu þakkir. Sparisjóðurinn hefur
um dagana reynst traustur bak-
hjarl í heimabyggð svo sem sann-
ast á þessari gjöf.
Sóknarnefnd vinnur í því með
aðstoð fagaðila að finna viðeigandi
kirkjuklukkur svo hægt verði að
hringja inn jólin með hátíðarbrag á
komandi vetri.
Morgunblaðið/Líney
Rósa Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar, tekur við gjafabréfi fyrir
kirkjuklukkunum úr hendi Guðna Haukssonar sparisjóðsstjóra.