Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Aðalfundur gróðrarstöðvarinnar Barra Morgunblaðið/Guttormur Þormar Frá grððrarstöð Barra á Egilsstöðum. Plöntusala var minni en vonast var eftir Egilsstaðir - Aðalfundur gróðrar- stöðvarinnar Barra var haldinn í Valaskjálf 29. júní sl. Helstu mál fundarins voru rekstur fyrirtækis- ins síðastliðið starfsár, rekstrar- horfur og kjör stjórnar. Nú hafði Fossvogsstöðin í Reykjavík verið í leigu hjá fyrir- tækinu í eitt ár og var þess því beð- ið með nokkurri eftirvæntingu hvernig rekstur hennar hefði geng- ið á tímabilinu. í skýrslu fram- kvæmdastjórans, Jóns Kristófers Arnarsonar, kom fram að rekstur Fossvogsstöðvarinnar hefði gengið illa. Plöntusala frá stöðinni var langt undir vonum og munaði þar mestu að sala á vegum Blómavals og til Skógarsjóðsins varð mun minni en vonast var til. En auk þessa varð líka samdráttur í framleiðslu gróðrarstöðvar Barra á Egilsstöð- um, m.a. vegna sveppasjúkdóms sem kom í kjölfar vorfrosta í fyrra. Tekjur minnkuðu því en útgjöld fóru hins vegar ekki fram úr áætl- unum svo neinu næmi. Niðurstað- an varð sú að eftir velgengni mörg undanfarin ár varð nú 16 milljóna króna tap. í Ijósi þessarar reynslu staðfesti fundurinn þá ákvörðun stjórnar að hætta rekstri Fossvogs- stöðvarinnar með uppsögn á leigusamn- ingi. Tók uppsögnin gildi 1. júlí síðastlið- inn. 1.450.000 plöntur framleiddar Arið 1999 voru seld- ar samtals 1.370.000 plöntur úr gróðrar- stöð Barra á Egils- stöðum af um 1.450.000 sem upp komust. Sáð var tvisv- ar í gróðurhúsið á Eg- ilsstöðum í alls tæp- lega tvær milljónir hólfa og varð nýtingin því um 77%. Sem fyrr voru Héraðsskógar langstærsti kaupandinn með 953.000 plöntur. Af tegundum var mest ræktað af rússalerki, en það var 44% allrar framleiðslunnar. Greni var 14%, stafafura 13% og birki 7%. Barri hefur gert samning um ræktun á 1.110.000 skógarplöntum fyrir Héraðsskóga á yfírstandandi ári og voru 900.000 afhentar eftir vorsáningu. Eins hefur verið samið við Skógrækt- arfélag íslands um að rækta 90.000 plöntur í ár fyrir verkefnið „Landgræðsluskóga“ og 35.000 fyrir sama verkefni á næsta ári. „Aldamótaskógar" Skógræktarfélagsins fá 200.000 plöntur á þessu ári. Það stefnir því í framleiðsluaukn- ingu í gróðrarstöðinni á Egilsstöðum í ár og gert er ráð fyrir að tvisvar verði sáð í hús- ið í sumar, eins og í fyrra. Sveinn Jónsson, sem gegnt hefur formennsku í stjóm Barra frá upp- hafí, baðst undan endurkjöri og voru honum færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Formaður var kjörinn í hans stað Hilmar Gunnlaugsson. Þrátt fyrir slæma fjárhagsaf- komu á síðasta ári ríkti bjartsýni meðal fundarmanna á framtíð Barra. Stöðin á Egilsstöðum hefur getið sér gott orð fyrir vandaða framleiðslu og hefur á að skipa vönu ræktunarfólki. Birna Siguijónsdóttir Ráðherrar í heimsókn Þórshöfn - Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra voru á ferð um Norður- Þingeyjarsýslu um miðjan júlf. Með þeim í fór voru Jón Krisljánsson, formaður fjárveitingarnefndar Al- þingis, og Páll Magnússon aðstoð- armaður Valgerðar. Þau heimsóttu heilsugæslustöðv- arnar í N-Þingeyjarsýslu og á Þórs- höfn áttu þau fund með sveitaryfir- völdum og heimsóttu einnig dval- arheimilið Naust. Veðrið lék við gestina sem end- uðu heimsókn sína á því að fara í íþróttahúsið þar sem stór hluti Þórshafnarbúa eyðir tómstundum sínum. Þótt gestirnir hefðu fullan hug á að nýta sér bæði þreksal og sundlaug þá vannst ekki tími til þess og bíður betri tfma. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, alþingismaður og Páll Magnússon í íþróttahúsinu. Skírn í Laxá Búðardalur - Sunnudaginn 23. júlí verður haldin guðsþjónusta frammi í Laxárdal. Samkvæmt munnmælasögum voru Laxdæl- ingar skírðir í Kristnapolli í Laxá sem er einn að bestu veiðistöðum í ánni. Nú á 1000 ára afmæli kristni verður skírnarathöfn þar sem sóknarpresturinn Óskar Ingi Inga- son mun skíra tvö böm. Laxdæl- ingar óska eftir að fólk fjölmenni á þessari hátíðlegu stund. Dánargjöf til Ey rarbakkakirkj u GUÐRUN Ingibjörg Oddsdóttir frá Bráð- ræði á Eyrarbakka arf- leiddi Eyrarbakka- kirkju að húsi sínu á Eyrarbakka til minn- ingar um látna ástvini frá Bráðræði. Hún var tæplega 100 ára gömul þegar hún lést þann 19. ágúst á síðasta ári. Guðrún Ingibjörg bjó og starfaði allan sinn aldur á Eyrar- bakka. Foreldrar henn- ar voru Oddur Snorra- son sjómaður og kona hans Margrét Guðbrandsdóttir. Guðrún Ingibjörg var gift Sigur- jóni P. Jónssyni skipstjóra og timburkaupmanni. Þeim varð ekki barna auðið, en Sigurjón átti einn son, John Sigurd, með fyrri konu sinni Karen, sem var norskrar ætt- ar. í frétt frá sóknarnefnd Eyrar- bakkakirkju segir meðal annars: „Guð- rún Ingibjörg setti svip sinn á samfélag- ið á Eyrarbakka og var lengi virkur fé- lagi í Kvenfélagi Eyrarbakka. Árið 1995 var tekið í notkun 14 radda pípuorgel í Eyrar- bakkakirkju, sem Björgvin Tómasson orgelsmiður smíðaði. Slík fjárfesting sem nýtt pípuorgel er segir til sín fjárhags- lega hjá fámennum söfnuði. Höfð- ingleg dánargjöf Guðrúnar Ingi- bjargar Oddsdóttur kemur því í góðar þarfir hjá söfnuðinum. Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju flytur ættmennum Guðrúnar Ingi- bjargar og Sigurjóns P. Jónssonar hugheilar þakkir og biður þeim Guðs blessunar.“ Sparisjóðurinn gefur kir kj uklukkur Þórshöfn - Þórshafnarkirkjan nýja var vígð í fyrrasumar og þetta fal- lega Guðs hús er að miklu leyti full- búið þó enn þá skorti nokkuð á og er t.d. ekki fullfrágengið að utan. Sóknarbörnum hefur þó meirá þótt vanta þar sem kirkjuklukkur eru ekki komnar. Sá vandi leystist þó á safnaðarfundi nýlega þegar Spari- sjóður Þórshafnar og nágrennis af- henti höfðinglega gjöf; gjafabréf að upphæð 1.250 þúsund og skal því varið til kaupa og uppsetningar á kirkjuklukkum. Þessi stóra gjöf var að vonum vel þegin og spari- sjóðsstjóra og -stjórn voru færðar bestu þakkir. Sparisjóðurinn hefur um dagana reynst traustur bak- hjarl í heimabyggð svo sem sann- ast á þessari gjöf. Sóknarnefnd vinnur í því með aðstoð fagaðila að finna viðeigandi kirkjuklukkur svo hægt verði að hringja inn jólin með hátíðarbrag á komandi vetri. Morgunblaðið/Líney Rósa Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar, tekur við gjafabréfi fyrir kirkjuklukkunum úr hendi Guðna Haukssonar sparisjóðsstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.