Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 18

Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 18
18 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ AMD eykur markaðs- stöðu sína TVEIR helstu örgjörvafram- leiðendur heimsins, Intel og Ad- vanced Micro Devices (AMD), birtu í vikunni tölur um rekstur síðasta ársfjórðungs. Bæði sala og hagnaður jukust meira en spár gerðu ráð íyrir. Hjá Intel jókst salan um 23% miðað við sama ársfjórðung í fyrra en hjá AMD tæplega tvöfaídaðist sal- an. Erfiðleikar í framleiðslu hjá Intel, auk þess sem fyrirtækið var seint að átta sig á aukinni eftirspum, gaf AMD tækifæri tU að auka markaðsstöðu sína. Vegna mikillar eftirspumar hefur verð á örgjörvum verið hátt. Auk þess er eftirspum eft- ir hágæða örgjörvum að aukast samhliða meiri kröfum um ör- gjörva með skyndiminni og leikjatölvum með sífelit flóknari forritum. Spuming um hvort verðstrið sé væntanlogt Bæði fyrirtækin veita hlut- höfum sínum á næstunni tvö bréf fyrir eitt (þ.e. svokallað „stock split“) eftir miklar hækk- anir á gengi þeirra undanfama mánuði. Már Wolfgang Mixa hjá Við- skiptastofu SPH segir að þessar tölur ættu ekki að koma á óvart. ,AMD voru t.d. búnir að selja alla framleiðslu þessa ársfjórð- ungs strax í byrjun aprílmánað- ar. Eftirspum eftir örgjörvum með skyndiminni hafi tvöfaldast árlega sl. 5 ár og ekki er fyrir- sjáanlegt að sú aukning eftir- spumar eigi eftir að minnka. Þriðji og fjórði ársfjórðungur em sögulega séð betri fyrir ör- gjörvaframleiðendur vegna aukningar í tölvukaupum tengdum námi oghátíðum. Að mati Más er spumingin frekar sú hvort verðstríð eigi sér stað á næsta ári. Nýlega varaði Jonathan Joseph hjá Sal- omon Smith Bamey við hugsan- legu offramboði. Rökin fyrir því em góð, fyrirtæki í geiranum hafa undanfarið fjárfest mikið til að auka framleiðslugetu sína. Ef eftirspum dregst saman verður verðstríð óhjákvæmlegt. Aftur á móti telur Már að fyrir- tækin séu það lágt verðlögð, sérstaklega AMD, að tímabund- ið verðstríð sé nú þegar tekið með í verði hlutabréfa þeirra. GIRA Standard. Gæði á góðu verði. s5L S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaöur Auöbrekka 9-11 • Sími: 554 2433 Aukning í framboði og flutningum hjá Flugleiðum í júní Farþegum í millilanda- flugi fjölgar um 13,2% FARÞEGUM í millilandaftugi Flug- leiða fjölgaði um 13,2% í júní saman- borið við júní 1999 og sætanýting félagsins í millilandaflugi, mikil- vægustu framleiðslugrein félagsins, batnaði um 4,1% frá fyrra ári. í júní fjölgaði farþegum til og frá íslandi um liðlega 20,6%. Farþegum á leið yfir Norður-Atlantshaf fjölgaði um tæp 13%. Saga Class-farþegum fjölgaði um liðlega 9% þegar undan em skilin áhrif þess að félagið hætti flugi milli Kaupmannahafnar og Hamborgar. í fréttatilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að fyrstu sex mánuði ársins hefur félagið aukið framboð í farþegaflugi milli landa um 11,8%, sætanýting hefur batnað og veltan hefur aukist. „Meginmarkmið í millilandafar- þegaflugi, mikilvægustu rekstrar- grein Flugleiða, eru tvíþætt. Annars vegar að fjölga farþegum í ferðum milli íslands og annarra landa og draga úr hlutfallslegu vægi Norður- Atlantshafsflugs. Þetta er að ganga eftir. Vöxtur markaðarins til og frá íslandi fyrstu sex mánuði ársins var helmingi meiri en vöxturinn í flutn- ingum yfir hafið. Hins vegar hefur félagið sett sér markmið um vöxt í sölu viðskiptamannafargjalda. Fyrstu sex mánuði ársins hefur far- þegum á viðskiptafargjöldum fjölgað um liðlega 12% þegar undan eru skil- in áhrif af því að hætta flugi milli Kaupmannahafnar og Hamborgar.“ Verð á eldsneyti 63% hærra en á sama tíma í fyrra Samkvæmt fréttatilkynningu eru þeir ytri rekstrarþættir sem mestu skipta nú fyrir félagið, fyrir utan að- stæður á alþjóðaferðamarkaði, ann- ars vegar eldsneytisverð og hins veg- ar svokallað krossgengi dollars og Evrópumynta. Fyrirtækið ver sig eftir fyrirframákveðinni stefnu gegn sveiflum í gengi gjaldmiðla og verði eldsneytis með framvirkum samn- ingum og vilnunum. Gengi dollars gagnvart evru er enn hátt, 11% hærra en á sama tíma í fyrra. í nýrri spá Reuters, sem byggð er á könnun meðal sérfræðinga alþjóðafjármála- stofnana, er gert ráð fyrir að gengi evru styrkist gagnvart dollar á næstu mánuðum. Verð á flugvéla- eldsneyti hefur haldist mjög hátt það sem af er þessu ári, er í dag um 63% hærra en á sama tíma í fyrra, sam- kvæmt upplýsingum frá Flugleiðum. ABS Alvöru flotefni Efnifrá: OPTIROC ABS147 ABS154 ABS 316 Sm^iW>«51!iK -fí,- mi ■IÐ!R: Sa ítafranrafc •oðjnýtir ig og fiutningar fc/ Júní Janúar - júní icr 2000 1999 Breyting 2000 1999 Breyting Farþegar til og frá fslandi 84.360 69.935 20,6% 330.607 279.606 18,2% Farþegar yfir N-Atlantshaf 36.601 32.431 12,9% 161.371 147.776 9,2% Annað (CPH/HAM) 0 4.501 0 25.466 SAMTALS 120.961 106.867 13,9% 491.978 452.848 8,6% 1 Samtals án CPH/HAM 120.961 102.366 18,2% 491.978 427.382 15,1% 1 Seldir sætiskílómetrar 421.866 367.690 14,7% 1.802.563 1.603.976 12,4% Framboðnir sætiskílómetrar 509.918 467.411 9,1% 2.655.399 2.375.625 11,8% Sætanýting 82,7% 78,7% 4,1 stig 67,9% 67,5% 0,4 stig :::i 1 Innanlandsflug 39.501 29.572 33,6% 166.379 140.776 18,2% Fraktflutningar (tonn) 2.587 1.703 51,9% 16.491 10.558 56,2% Innflutningur 850 606 40,3% 4.603 3.302 39,4% Útflutningur 1.087 1.042 4,3% 8.235 6.922 19,0% í heild fjölgaði farþegum í millilanda- flugi í júní um 13,2% milli ára, en þegar undan eru skilin áhrif þess að félagið hætti á fljúga milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar sl. haust, fjölgaði farþegum á öðrum leiðum um 18,2%. Farþegum á leiðum til og frá landinu fjölgaði um 20,6% en farþegum á leið yfir Norður- Atlantshaf um ísland fjölgaði um 12,9%. Farþegum á viðskipta- mannafarrými í júní fjölgaði um 9,0% ef undan eru skilin áhrif af því að leggja niður flug á leiðinni Kaup- mannahöfn/Hamborg síðastliðið haust. Á tímabilinu janúar-júní hefur far- þegum á viðskiptafargjöldum fjölgað um 12,4% ef frá eru skilin framan- greind áhrif af því að hætta flugi á leiðinni Kaupmannahöfn-Hamborg. Farþegar í innanlandsflugi Flug- félags íslands í júní voru 39.501 og fjölgaði um 33,6% frá fyrra ári. Fyrstu sex mánuði ársins voru far- þegar í innanlandsflugi 166.379 og fjölgaði um 18,2%. í júní fluttu Flugleiðir-Frakt, dótturfélag Flugleiða, 2.582 tonn af frakt, sem er tæplega 52% meira en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins jukust fraktflutningar um liðlega 56% og urðu tæplega 16.500 tonn. Sem fyrr eykst innflutn- ingur með fraktflugi hraðar en út- flutningur. í júní var þessi aukning liðlega 40% á sama tíma og útflutn- ingur jókst um liðlega 4%. Einnig varð mikil aukning í fraktflutningum yfir Norður-Atlantshaf. Flugleiðir gera ráð fyrir að birta sex mánaða reikningsskil fyrir Flug- leiðasamstæðuna í vikunni 14.-20. ágúst. Lokað hlutafjárútboð X-18 hjá Landsbankanum Gífurleg- eftir- spurn eftir bréfum HLUTAFÉ í skófyrirtækinu X-18 að markaðsvirði 292,5 milljóna króna seldist upp á innan við tíu mínútum í lokuðu útboði hjá verð- bréfadeild Landsbanka íslands í gærmorgun og því ljóst að miklu færri fengu bréf en vildu. Útboðs- gengi var 9,75 og nafnvirði bréfanna var 30 milljónir en það samsvarar um 16% hlut í félaginu. Að sögn Óskars Péturssonar, framkvæmdastjóra X-18, voru við- tökur við hlutafjárútboðinu mun betri en hann hafði þorað að vona og ljóst að fjárfestar hafi fulla tru á því sem fyrirtækið er að gera. Óskar segir að ákveðið hafi verið í október síðastliðnum, þegar Ný- sköpunarsjóður keypti hlut í félag- inu, að fara út í lokað útboð. Þá hafi og verið ákveðið að skrá fyrirtækið á opna verðbréfamarkaðinn innan þriggja ára en Óskar segist þó gera ráð fyrir að það muni gerast heldur fyrr en menn ætluðu. Fyrir hluta- fjárútboðið voru eigendur X-18; Sportvörur, Útgerðarfélagið Saga og Nýsköpunarsjóður en starfs- mönnum fyrirtækisins var einnig boðið hlutafé til kaups við hagstæðu gengi og nýttu allir starfsmenn sér það og segir Óskar að þetta hafi verið eins konar umbun til starfs- manna fyrir vel unnin störf. Um 90% selt á er- lendum mörkuðum X-18 var stofnað árið 1998 og hef- ur starfsemi fyrirtækisins eflst mjög síðan það var stofnað. Að sögn Óskars var veltan um það bil 70 mil- Skóverksmiðja í Kina sem framleiðir X-18 skó fyrir Fashion Group. ljónir fyrsta árið, 125 milljónir í fyrra og er gert ráð fyrir um 435 milljóna króna veltu í ár. X-18 gerði tíu ára samning við bandarískt stór- fyrirtæki á sviði dreifingar, New York Transit, og er verðmæti samn- ingsins um 100 milljónir dala en reiknað í íslenskum krónum hefur verðmæti hans hækkað verulega vegna gengisbreytinga. Óskar seg- ist ætla að um 90% af skófram- leiðslu fyrirtækisins muni fara á erlenda markaði á þessu ári en mik- ilvægsutu markaðirnir eru auk Bandaríkjanna, Bretland og Skandinavía. Alls selur X-18 fram- leiðslu sína í 34 löndum í fimm heimsálfum. Aðspurður segir Óskar að margt sé nú í bígerð hjá X-18 en of snemmt að tala um ákveðin verk- efni en menn séu ákaflega bjartsýn- ir á framtíðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.