Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
URVERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Rólegt á loðnu- og kolmunnamiðunum síðustu daga
Skipulögð loðnuleit
ÁGÆTIS loðnu- og kolmunnaveiði
hefur verið það sem af er sumri.
Loðnuveiðin er þó heldur farin að
dragast saman og er nú skipulögð
loðnuleit hafin. Mörg skip hafa hald-
ið sig vestarlega en nú virðist sem
veiði sé lokið á því svæði í bili og eru
flest skip á austurleið nú. Viðar
Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK,
segir að heldur mikil upplausn ríki í
veiðunum núna. „Við erum héma
norður af Vestfjörðum og það er
heldur mikið bakslag í veiðunum
núna. Það er búið að skipuleggja leit
hér austur eftir þannig að það verð-
ur leitað vel í dag og á morgun.“ Við-
ar segir að leitað verði á stóru svæði,
farið sé langt norður eftir og síðan
verði haldið austur. Viðar segir þó
að veiðarnar hafi gengið ágætlega
undanfarið og alltaf hafi komið dag-
ur og dagur þar sem eitthvað hafi
veiðst. „Það er nú ekkert óeðlilegt
að eitthvað bakslag sé í þessu hjá
mönnum þar sem þetta hefur oft
gefist upp hjá okkur um þetta leiti.
Það er minnkandi straumur og allt
er þetta í verri áttina en maður von-
ast til að það finnist eitthvað. Það
þýðir ekkert að fara í eitthvað
svartsýniskast fyrr en búið er að
leita.“
Rólegt á kolmunnanum
Þó nokkuð er af skipum á kol-
munnaveiðum og segir Ingvar
Gylfason, stýrimaður á Hólmaborg
SU, að heldur rólegt sé á miðunum.
„Við fengum 200 tonn í gærkvöldi en
síðan hefur ekkert gerst. Sumir
voru að fá ágætis veiði í gær en síðan
hefur ekkert verið að sjá í nótt og lít-
ið að sjá nú í morgunsárið. Annars
hefur þetta verið ágætt síðustu daga
og síðasti túr hjá okkur gekk ágæt-
lega.“
Ingvar segir að skipin séu í Hval-
bakshallinu en það eru um 10 íslensk
skip á svæðinu og eitt færeyskt.
Freysteinn Bjamason, útgerðar-
stjóri síldarvinnslunnar á Neskaup-
stað, segir að þokkalegt gengi hafi
verið undanfarið bæði í loðnu og kol-
munna. „Þetta svona nuddast. Það
hefur verið ágætt í kolmunnanum.
Beitir var hér í fyrradag og landaði
1.170 tonnum og Börkur landaði um
800 tonnum en hann kom inn þar
sem hann var með snúið troll. í loðn-
unni hefur hins vegar verið meiri
tröppugangur. Flestir hafa undan-
farið verið við veiðar á vestursvæð-
FISKAFLI landsmanna síðastliðinn
júnímánuð var 69.457 tonn, saman-
borið við 70.229 tonn í júnímánuði ár-
ið 1999. Botnfiskaflinn dróst lítillega
saman, fór úr 47.483 tonnum í 47.247
tonn nú. Þar af veiddust um 16.462
tonn af þorski sem er um 200 tonnum
meira en í fyrra. Ýsuaflinn jókst
einnig um tæp 200 tonn og var 3.127
tonn. Ufsaaflinn dróst hins vegar
saman um tæp 500 tonn en hann var
2.618 tonn í júní sl. Loðnuafiinn
minnkaði um tæp 2.700 tonn, en kol-
munnaaflinn jókst hins vegar um
rúm 2.900 tonn. Skel- og krabba-
dýraafli dróst saman, fór úr 3.011
tonnum í 2.245 tonn.
Sem fyrr skýrist aukinn afli það
sem af er árinu af auknum loðnu- og
kolmunnaafla. Skel- og krabbadýra-
afli hefur hins vegar dregist veru-
lega saman, eða um rúm 4 þús. tonn
frá 1999, rúm 18 þús. tonn frá 1998
og tæp 23 þús. tonn frá 1997. Botn-
fiskafli hefur einnig dregist saman
miðað við fyrri helming ársins 1999,
inu en mér heyrist að það séu allir að
færa sig yfir á eystra svæðið núna.“
Aðspurður segir Freysteinn að
mjölframleiðslan gangi vel enda sé
mikið af hráefni sem berist að landi.
Hann segir hins vegar að þó það
gangi vel að framleiða mætti alveg
ganga betur að selja. „Framleiðslan
kemst enn þá fyrir en mjölið er farið
að seljast betur sem er auðvitað
gott. Það er mikið framleitt af há-
gæðamjöli þannig að samkeppnin er
hörð.“
og munar þar mestu um tæplega
6.000 tonna samdrátt í þorskafla,
5.500 tonn í karfaaíla og 3.400 tonn í
ýsuafla.
Minni fískafli
íjúnímánuði
Morgunblaðið/Golli
Kristinn Arnberg, Guðbjörn Jónsson og Sigurður Marinósson, stjórnarmenn í LÍF.
Oskað eftir ógildingu
/ /»• 1 • >C«1 •• •
a fiskveiðiloggjofínm
GUÐBJÖRN Jónsson útgerðarmað-
ur hefur óskað eftir útgáfu stefnu til
ógildingar lögum nr. 57/1996, lög um
umgengni nytjastofna sjávar, fyrir
héraðsdómi Reykjavíkur. Guðbjöm
óskar eftir ógildingu laganna á þeim
grunni að þau brjóti gegn ákvæðum
um aðskilnað rannsóknarvalds og
úrskurðarvalds, ákvæðum stjórnar-
skrár íslands, um sakleysi þar til
sekt er sönnuð og friðhelgi eignar-
réttarins og ákvæðum mannrétt-
indadómstóls.
Guðbjöm er stjómarmaður í LÍF,
Landssambandi íslenskra fiski-
skipaeigenda, en hann ásamt Sigurði
Marinóssyni og Kristni Amberg
segir að einnig sé ætlunin að grípa til
aðgerða vegna starfsemi Kvóta-
þings. Þeir segja að ætlunin sé að
fara fram á endurgreiðslu þeirra
upphæða sem þeir hafa greitt fyrir
veiðiheimildir á Kvótaþingi á þeim
gmnni að Kvótaþing starfi ekki sam-
kvæmt lögum sem um það var sett
og ekki sé heimilt að leigja eða selja
aðgang að auðlindum sjávar nema
með sérstakri lagasetningu og því sé
um ólögmæta gjaldtöku að ræða.
„Þar sem ekki er lagastoð fyrir
þessu gjaldi verður ríkið að greiða
það til baka,“ segir Guðbjörn. „Það
er verið að gefa þeim aðilum sem
Kvótaþing á viðskipti við, það er eig-
endum kvótans, þessa peninga og
síðan þarf almenningur að endur-
greiða þessa sömu upphæð.“
Guðþjörn segir að margt sé at-
hugavert við starfsemi Kvótaþings
og bendir á að starfsemi þess brjóti
einnig í bága við bókhalds- og
skattalög. Hann segir að öllum
gögnum sé eytt um viðskipti sem
eiga sér stað á Kvótaþingi þannig að
ekki sé hægt að rekja greiðslur til
aðila sem leigja eða selja aflaheim-
ildir og það stangist á við lög um
Kvótaþing.
Reuters
Damlað í Dhaka
Mikil flóð eru víða í Bangladesh,
til dæmis í höfuðborginni Dhaka
þar sem þessi mynd var tekin.
Þar er ekki fært um margar göt-
ur nema á báti. Hefur rignt mikið
að undanförnu og veðurfræðing-
ar spá ekki neinni uppstyttu í
bráð.
Speight lofar
lok lýðræðis
á Fídiíeyjum
Suva. AFP.
Reuters
Krossfarinn George Speight sötrar kaffi á
Centra-hótelinu í Suva í gær.
GEORGE Speight, leið-
togi uppreisnarmanna á
Fídjíeyjum, fullyrðir að
stjórnarskrárbundið lýð-
ræði sé liðið undir lok á
eyjunum, og nýskipaður
forseti, Josefa Iloilo, ber
til baka sögusagnir um
andlát sitt. Hafa þeir báð-
ir rætt um hugmyndir sín-
ar um framtíð Fídjí, þar
sem stjórnarkreppa hefur
ríkt síðan Speight og
menn hans tóku þinghúsið
á sitt vald og steyptu þá-
verandi forsætisráðherra
af stóli 19. maí.
Speight sagði að í fram-
tíðinni yrði ríkisstjórn eyj-
anna „allt, allt öðru vísi en
það stjórnarskrárbundna
lýðræði í stíl samveldisins
sem maður hefur átt að
venjast undanfarin 30 ár.
Það er út úr myndinni,
það er liðið undir lok.“
Speight kveðst berjast
fyrir réttindum frumbyggja á Fídjí
og krafðist þess m.a. að eyja-
skeggjum af indverskum uppruna
verði meinað að taka þátt í stjórn
landsins.
Iloilo varaði við því að sífelldar
deilur meðal frumbyggja í kjölfar
uppreisnarinnar kæmu í veg fyrir
að hægt væri að útnefna nýja ríkis-
stjórn. í kjölfar sögusagna er kom-
ust á kreik um andlát Iloilos flutti
hann útvarpsávarp þar sem hann
útskýrði hvers vegna hann hefði
ekki mætt til innsetningarathafnar
sl. miðvikudag þegar ný ríkisstjórn
átti að sverja embættiseið. Yar
eiðstökunni frestað um óákveðinn
tíma.
Kvaðst forsetinn ekki hafa verið
vel hress á miðvikudaginn, en hann
þjáist af parkinsonsveiki og lifrar-
og hjartakvillum. Kvaðst hann enn-
fremur hafa farið að velta betur
fyrir sér ráðherralistanum. Sagði
hann að mikill vandi væri kominn
upp á Fídjí því að missætti ríkti
milli ættbálkanna á eyjunum.
„Kallið mig krossfara"
Speight krefst þess nú að ekki sé
skírskotað til hans sem hryðju-
verkamanns eða uppreisnarleið-
toga. „Kallið mig krossfara fyrir
hagsmunum Fídjí og réttindum í
heimalandi mínu,“ sagði hann.
Fréttaskýrendur segja að það sé
að koma í ljós, að helsta markmið
Speights sé ef til vill ekki réttindi
frumbyggja heldur einfaldlega
völd.
Allt frá því uppreisnin var gerð í
maí hafa sumir haldið því fram, að
Speight væri í rauninni leppur
annarra stjórnmálamanna sem
hygðu gott til glóðarinnar. Nú í
vikunni setti Speight út trompið
sem hann hafði á hendi, Adi Sam-
anunu Cakobau, sem hann vill að
verði forsætisráðherra. Rennir
þetta stoðum undir þá kenningu að
tilgangur uppreisnar Speights hafi
verið að færa einum þekktasta ætt-
bálkinum á Fídjí aftur völdin í
hendur.
Samanunu er sú sem á Fídjí
kemst næst því að vera konungbor-
in. Afi hennar var Ratu Seru Cak-
obau, höfðingi Bau-ættbálksins, og
var fyrrum talinn konungur Fídjí
er samþykkti að eyjarnar yrðu
breskt yfirráðasvæði 1874.
Samanunu er vinsæl og hefur lif-
að næstum öll sín fullorðinsár í
Bretlandi, en eiginmaður hennar er
breskur hermaður. Fyrir ári var
hún útnefnd sendiherra Fídjí í
Malasíu. Vika er síðan hún lýsti op-
inberlega yfir stuðningi sínum við
Speight og menn hans, en tilraunir
hans til að koma henni í annað-
hvort forseta- eða forsætisráð-
herrastól hafa hingað til mistekist.