Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 21

Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 21 ERLENT Gíslum sleppt á Fil- ippseyjum MÚSLÍMSKIR öfgamenn, sem hafa verið með tugi manna í gísl- ingu á Jolo-eyju á Filippseyjum, slepptu sex í gær, tveimur Fil- ippseyingum og fjórum Malas- íumönnum. Þá slepptu þeir einnig fyrir nokkrum dögum þýskri konu. Var mannræningj- unum greitt lausnargjald íyrir gíslana og sagt er, að upp sé kominn ágreiningur milli mann- ræningjanna um hvernig skipta skuli fénu með þeim. Ráðherra í hraðakstri JACK Straw, innanríkisráð- herra Bretlands, eða öllu heldur bíllinn, sem flutti hann, var stöðvaður íyrr í þessum mánuði fyrir allt of hraðan akstur. Var hann á 165 km hraða á klukku- stund og á leið með Straw til fundar við Tony Blair forsætis- ráðherra. Þótt hann hafi ekki sjálfur verið undir stýri er atvik- ið heldur neyðarlegt því að hann hefur sérstaklega hvatt lög- regluna til að taka hart á hrað- akstri. Rólega lífið hentast ÞRJÁTÍU og þrír bæir á Ítalíu ákváðu nú í vikunni að taka höndum saman og vinna gegn hamaganginum, sem einkennir daglegt líf nú á dögum. Ætla þeir að standa vörð um friðinn, sem ríkt hefur í bæjunum og ná- grenni þeirra, meðal annars með því að úthýsa bílnum að hluta, fjarlægja sjónvarpsgreið- ur af húsþökum og rífa niður ljótar nútímabyggingar. Þar sem bflar verða leyfðir má alls ekki þeyta lúðurinn. Talsmaður hreyfingarinnar lagði á það áherslu, að með þessu væri ekki verið að segja nútímanum stríð á hendur, heldur væri verið að reyna að sætta gamlar hefðir og tæknflegar nýjungar. „Nú á dögum hefur fólk ekki tíma til að hugsa sinn gang eða til að njóta lífsins og þá á ég ekki síst við það yndislegasta af öllu ynd- islegu, góðs matar,“ sagði hann. Nítján fórust NÍTJÁN manns fórust er MI-8- herþyrla hrapaði til jarðar á herflugvelli í Pétursborg í Rússlandi í gær. Hafði hún rétt hafið sig á loft er slysið varð og var í um 100 metra hæð yfir jörðu. Þetta er tíunda slysið með MI-8-þyrlur á síðustu þremur árum en þær voru smíð- aðarfyrstl965. Talað um fyrir Lúkashenko JAVIER Solana, talsmaður Evrópusambandsins í utanrflds- málum, ræddi í gær í síma við Alexander Lúkashenko, forseta Hvíta Rússlands, og tjáði hon- um áhyggjur ESB af væntan- legum kosningum í landinu. Hvatti hann Lúkashenko til að tryggja, að þær færu heiðarlega fram, en yfirvöld í Hvíta Rúss- landi segjast ætla að bjóða er- lendum eftirlitsmönnum að fylgjast með þeim. í valdatíð Lúkashenkos hafa blaðamenn verið fangelsaðir, fundum stjómarandstöðunnar hleypt upp og nokkrir stjómarand- stæðingar hafa horfið. Snarpur skjálfti á austurströnd Japans og jarðhræringar víðar í heiminum Kjarnorkuveri lokað Tókýó, Mexíkó, Jakarta. AFP. SNARPUR jarðskjálfti er mældist 6,1 stig á Richter fannst á austur- strönd Japans aðfaranótt gærdags- ins og varð af þeim sökum að loka kjamorkuveri tímabundið og stöðva lestarsamgöngur. Engin meiðsl urðu á fólki og skemmdir vom smá- vægilegar. Upptök skjálftans voru um 100 km norðaustur af Tókýó. Ekki var gefin út nein viðvömn vegna yfirvofandi flóðbylgju og ekki var búist við eftirskjálftum, að sögn embættismanns. Annar minni skjálfti, er mældist 5,5, fannst þó seinnipartinn í gær og vom upptök hans austur af Tók- ýó. Að sögn veðurstofunnar í Japan vora engin tengsl milli skjálftanna. Kjarnorkuveri, sem er um 200 km norður af höfuðborginni, var lokað af ótta við að jarðhræringamar hefðu valdið skemmdum á stjórn- tækjum er fylgjast með útblæstri frá kjarnaofninum. Ótti í Mexíkó Skjálfti sem mældist 5,9 á Richt- er skók Mexíkóborg aðfaranótt gærdagsins og hljóp fólk út úr hús- um sínum skelfingu lostið, en eng- inn slasaðist og skemmdir vora litl- ar. Upptök skjálftans vora um 200 km suður af borginni. Mikill jarð- skjálfti olli gífurlegri eyðileggingu í Mexíkó 1985 og varð að minnsta kosti 4.200 manns að bana. Skjálfti í Jakarta Skrifstofufólki í háhýsum í Jak- arta, höfuðborg Indónesíu, var bragðið í gærmorgun er jarðskjálfti er mældist 5,5 á Richter skók húsin skömmu eftir klukkan níu. Ekki hafa borist fregnir af meiðslum eða umtalsverðum skemmdum. Skjálfti upp á 5,1 fannst í Jak- arta fyrir viku og olli hann skemmdum í þorpum á Vestur- Jövu. „Það hljóp enginn út úr hús- inu núna. Ég held að fólk sé farið að venjast þessu,“ sagði skrifstofu- maður í bankaháhýsi í miðborginni í gær. „En okkur fannst þessi vera alveg jafn öflugur og sá sem kom síðast.“ i 20-50% afsláttur af öll garðplöntum og sumarblómum c| -VERÐDÆMI- MéÉ Petúníu slk/kr. Blátoppur oq Yllir 3 Runnar að eigin vali Sumarblóm stk/kr. ^HÓS Upplýsingasími: 5800 500 verö áður lcf^éS Hansarós ilöntur OFrjfaikið úrval á útsölu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.