Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Merkingar á ávöxtum og grænmeti Undantekning ef upprunaland kemur fram I matvöruverslunum eru yfírleitt engar merkingar á ávöxtum og grænmeti sem segja til um upprunaland vörunnar, næringargildi eða hvort hún hafí verið úðuð með varnarefnum. Bryndís Sveinsdóttir komst að því að margir kaupmenn ætla að bæta um betur. Morgunblaðið/Jim Smart Yfirleitt vantar upplýsingar til neytenda um upprunalönd og næringargildi ávaxta og grænmetis í verslunum. Stundum kemur fram á sjálfri vörunni hver framleiðandi er. Oft er engin leið að sjá hvaðan varan kemur. „SAMI ávöxtur með mismunandi upprunaland getur verið gerólíkur að bragði og gæðum,“ segir Kol- beinn Ágústsson hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna þegar hann er spurður hvort upprunaland ávaxta og grænmetis skipti máli. „Til dæm- is er greipávöxtur frá Flórída mun mýkri og bragðbetri en greip- ávöxtur frá Evrópu. Sama má segja um kartöflur, yfirleitt kemur ekkert teg- undarheiti fram á er- lendum kartöflum en það er gífurlegur munur á bæði inn- kaupsverði og gæðum eftir tegund- um.“ Hann segir að yfirleitt komi greinilega fram ef grænmeti sé ís- lenskt en stundum sé erlent græn- meti í kössum merktu íslensku grænmeti og öfugt. „Þetta finnst mér að megi laga og líka að græn- meti og ávextir verði almennt betur merkt í búðunum. Menn hafa lýst því yfir að þeir séu jákvæðir fyrir því að breyta þessu. Það eru margar góðar hugmyndir, það vantar bara að koma þeim í framkvæmd." Verslunin Nýkaup byrjaði að vera með merkingar þar sem fram komu upplýsingar um upprunaland og næringargildi ávaxta og grænmetis en að sögn Árna Ingvarssonar, inn- kaupastjóra Nýkaups, var hætt með þessar merkingar vegna þess að erfitt var að halda ut- an um upplýsingam- ar. „Við erum oft að kaupa sömu vöruteg- undina frá jafnvel þrem löndum á einni viku. Við höfum ann- ars verið að reyna að merkja þær vörur sem yfirleitt koma frá sama landinu og síðan merkjum við hvaða vörur við fáum beint frá bónda og beint með flugi.“ Hann segir of mikinn kostnað einnig hafa átt þátt í því að hætt var með merkingamar. „Við erum að vinna að því að leysa þetta á ódýrari hátt og munum taka merkingarnar upp aftur innan nokkurra vikna.“ Lífrænu vörurnar sérmerktar Árni segir að á merkingunum hafi ekki komið fram hvort vömrnar hafi verið úðaðar með varnarefnum en að þeir hjá Nýkaupi fylgist með því sjálfir og fái vottorð yfir þær vömr sem þörf er á að fylgjast með. „Líf- rænu vörarnar era svo sérmerktar og með því að kaupa þær veit fólk betur hvað það er að fá.“ I Fjarðarkaupum stendur til að setja upp merkingar um upprana- land ávaxta og grænmetis á næstu dögum að sögn Sveins Sigurbergs- sonar, framkvæmdastjóra Fjarðar- kaupa. Hann segist hins vegar ekki sjá fyrir sér að þeir ráði við að gefa upp hvaða vörar eru úðaðar með varnarefnum. „Lífræna varan hefur auðvitað ekki verið úðuð og hún er sérmerkt. Hún er líka mun dýrari en selst samt sem áður mjög vel. Fólk virðist því vera tilbúið að borga fyrir að vita hvaðan varan kemur.“ Of lítið hugsað um gæði Hjá Matbæ, sem rekur verslan- irnar Nettó, Úrval og Strax, era menn að þreifa fyrir sér í þessum málum að sögn Friðriks Sigþórs- sonar, deildarstjóra í Matbæ. Hann segir fólk hafa spurt eftir þessu og að þetta séu nýjar kröfur sem eigi að mörgu leyti rétt á sér. „Við erum eftirá í þessum málum hér á landi. Hér er allt of mikið hugsað um verð en of lítið um gæði. Þetta er svipað Og með kjötið, áður fyrr hugsuðu menn aðeins um verðið en nú eru gæðin aðalmálið." Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, segir að til standi að setja upp merkingar um upp- runaland ávaxta og grænmetis í verslunum Hagkaups. „Við munum merkja vöramar með þjóðfána þess lands sem þær koma frá. Merking- arnar era í vinnslu hjá auglýsinga- stofu en þetta verður komið upp eft- ir tvær til þrjár vikur.“ Betri merkingar með haustinu I 10-11 verslununum hafa verið sett upp svokölluð áhersluskilti við nokkrar vörategundir þar sem upp- ranaland vörannar kemur fram en að sögn Magnúsar Arnar Guðmars- sonar, innkaupastjóra ferskvöra hjá 10-11 verslununum, má gera betur. ,Að mínu mati á viðskiptavinurinn rétt á að fá bæði upplýsingar um uppranaland og næringargildi. Við höfum ekki verið að standa okkur nógu vel í þessum málum en við er- um að vinna í þessu og verðum komnir með betri merkingar með haustinu." Að sögn Guðmundar Marteins- sonar, framkvæmdastjóra í Bónus, hefur ekki verið farið út í slíkar merkingar hjá þeim af því að ekki hafa neinar kröfur verið gerðar um það. „Þegar íslenskt grænmeti er á boðstólnum merkjum við það en það stendur ekki til að fara út í frekari merkingar í augnablikinu. En ef menn fara að gera kröfur um það þá í VIKUNNI lækkaði heildsöluverð á morgunkorni frá bandaríska fyr- irtækinu General Mills. Verðlækk- un varð á Cheeriosi, Honey nut Cheerios, Frosted Cheerios, Cocoa Puffs og Lucky Charms. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, markaðs- stjóra Nathan & Olsen, sem hefur umboð fyrir vörar frá General munum við að sjálfsögðu bregðast við því.“ Hjá Nóatúni hefur heldur ekki verið farið út í neinar frekari merkingar að sögn Matthíasar Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra Nóa- túns. „Við höfum eingöngu farið eft- ir þeim reglugerðum sem gilda um verð og heiti. Þetta er hins vegar góð ábending, hlutur sem gaman væri að vinna betur í.“ Mills, er þessi lækkun komin til vegna tollabreytinga sem tóku gildi 1. júlí. Mun hún að öllum líkindum skila sér til neytenda á næstu dög- um og vikum. Lækkunin nemur u.þ.b. 4-4,5 prósentustigum. Morg- unkorn frá þessum framleiðanda hefur verið á íslenskum markaði í um 40 ár. Reykjavík v/Laugardal Fös 21/7 kl. 19.00. Lau 22/7 kl. 17.00 og 19.00, Sun. 23/7 kl. 17.00 og 19.00. Mán. 24/7 kl. 19.00. Þri. 25/7 kl. 19.00. Mið. 26/7 kl. 19.00. Fim. 27/ kl. 19.00. Fös. 28/7 kl. 19.00. Selfoss lau 29/7 kl. 19 - sun 30/7 kl. 17 Höfn mán 31/7 kl. 19 - þri 1/8 kl. 17 Seyðisfjörður mið 2/8 ki. 19 ii Miðasala opin daglega frá klukkan 14.00 . n : 1 : -• llHWHlllHHimrt Greipávöxtur frá Flórída er mun bragðbetri en greipávöxtur frá Evrópu Verðlækkun á morgunkorni Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.