Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 25
LISTIR
BÓKASALA f júní
Rðð Var Titttl/ Höfundur/ Útgafandi :
1 Kortabók/ / Mál og menning
2 Amazing lceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
3 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowiing/ Bjartur
4 Þjóðsögur við þjóðveginn/ Jón R. Hjálmarsson/ Vaka-Helgafell
5 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós
6 íslenska vegahandbókin/ Steindór Steindórsson frá Hlöðum/ íslenska bókaútgáfan
7 Where nature shines/ Sigurgeir Sigurjónsson og Ari Trausti Guðmundsson/ Forlagið
8 Leiðsögn um íslenska byggingarlist/ / Arkitektafélag Isiands
9 Orð í tíma töluð/ Tryggvi Gíslason/ Mál og menning
10 íslenskur fuglavísir/ Jóhann Óli Hilmarsson/ Iðunn
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝPD SKÁLDVEBK
1 Uppvöxtur Litla Trés/ Forrest Carter/ Mál og menning
2 Under the glacier (Kristnihald undir jökli)/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
3 Fellur mjöll í sedrusskóg/ David Guterson/ Mál og menning
4 Sjálfstætt fólk/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
5 Englar alheimsins/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning
6 Snorra Edda-Ýmis tungumál/ / Guðrún
7 Óðfluga/ Þórarinn Eldjárn/ Forlagið
8 Góðir íslendingar/ Huldar Breiðfjörð/ Bjartur
9 Stefnumót - Smásögur listahátíðar/ / Vaka-Helgafell
10-11 Birtingur/ Voltaire/ Hið íslenska bókmenntafélag
10-11 Villtir svanir/ Jung Chang/ Mál og menning
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 Ljóð T ómasar Guðmundssonar/ / Mál og menning
2 Hávamál - Ýmis tungumál/ / Guðrún
3-4 Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar/ Róbert A. Ottósson valdi/ Skálholt
3-4 Öll fallegu orðin/ Linda Vilhjálmsdóttir/ Mál og menning
5 Ljóðasafn - Steinn Steinarr/ / Vaka-Helgafell
6 Úr landsuðri og fleiri kvæði/ Jón Helgason/ Mál og menning
7-8 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ Muninn
7-8 Stúlka-Ljóð eftir ísl. konur/ Helga Kress ritstýrði/ Bókmenntafræðist. H. I.
9 Gimsteinar: Ljóð 16 höfunda/ Ólafur Haukur Árnason valdi/ Hörpuútgáfan
10-11 Gullregn úr Ijóðum Þórarins Eldjárn/ / Forlagið
10-11 ísland er land þitt/ Páll Bjarnason tók saman/ Hörpuútgáfan
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur
2 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason/ Mál og menning
3 Vísnabók Iðunnar/ Brian Pilkington myndskreytti/ Iðunn
4 Bangsímon hittir Kaninku/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell
5-6 Ástarsaga úr fjöllunum/ Guðrún Helgadóttir og Brian Pilkington/ Vaka-Helgafell
5-6 Tumi tígur og fjölskylduboðið/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell
7 Anna getur það/ Margo Lundell/ Björk
8 Karíus og Baktus/ Thorbjörn Egner/ Thorvaldsensfélagið
9 Láki/ Grete Janus Hertz/ Björk
10 Palli var einn í heiminum/ Jens Sigsgaard/ Björk
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 Kortabók/ / Mál og menning
2 Amazing lceland-Ýmis mál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
3 Þjóðsögur við þjóðveginn/ Jón R. Hjálmarsson/ Vaka-Helgafell
4 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós
5 íslenska vegahandbókin/ Steindór Steindórsson frá Hlöðum/ íslenska bókaútgáfan
6 Where nature shines/ Sigurgeir Sigurjónsson og Ari Trausti Guðmundsson/ Forlagið
7 Leiðsögn um íslenska byggingarlist/ / Arkitektafélag fslands
8 Orð í tíma töluð/ Tryggvi Gíslason/ Mál og menning
9 íslenskur fuglavísir/ Jóhann Óli Hilmarsson/ Iðunn
10 ísland, landið hlýja í norðri/Torfi H.Tulinius og Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bókabúðin Hlemmi
Bókabúðin Mjódd
Bóksala stúdenta, Hringbraut
Eymundsson, Kringlunni
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Penninn, Kringlunni
Samantekt Fólagsvísindastofnunar á sölu bóka í júní 2000. Unnið fyrir Morgunblaöið,
Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar meö þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.
Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi
Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókval, Akureyri
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
KÁ, Selfossi
Fjallaheimar. Eitt af verkum Steinþórs á sýningunni í Stöðlakoti.
I íjallaheinmm
MYNDLIST
Stöðlakot,
Bókhlöðustfg 6
MÁLVERK
STEINÞÓR MARINÓ
GUNNARSSON
Opið alla daga frá 15-18.
Til 23. júlí.
Aðgangur ókeypis.
MÁLARINN Steinþór Marinó
Gunnarsson hefur eftir frumraun
sína í gömlu símastöðinni í Stykkis-
hólmi 1970 verið virkur og athafna-
samur á sýningarvettvangi. Virðist
um þær mundir hafa tekið við af
bræðrum sínum Benedikt og Vetur-
liða, sem voru frekar að hægja á sér
eftir mikla og eftirminnilega at-
hafnasemi á sjötta og sjöunda ára-
tugnum, þó enn vel virkir. Málarinn
hefur haldið heilar 25 sýningar síð-
an, þó helst af hófsamara taginu, en
hins vegar hefur hann ekki að sama
skapi verið félagslyndur á vettvang-
inum, sé tekið mið af samsýningun-
um, sem eru hálfu færri.
Sitthvað sótti Steinþór eðlilega í
smiðju hinna listlærðu bræðra
sinna, en hann er ekki í sama mæli
skólaður og verk þeirra helsta sjón-
reynsla hans á vettvanginum. Hef-
ur aldrei tekið myndlistina jafn
föstum tökum og þeir, þótt upplagið
hafi verið fyrir hendi. Fyrir honum
er þetta meira leikur með liti, form
og efni heldur en svipmikil átök,
tekur það sem er hendi næst og
vinnur úr því án yfirvegunar og yf-
irlegu. Þótt þetta sé ekki stór sýn-
ing og myndirnar ekki nema rúmir
tveir tugir og þær margar litlar er
sýningin frekar slitin og ósamstæð.
Styrkur hennar er ótvírætt hinn
gegnumgangandi og ljóðræni
strengur, sem maður saknar að
Steinþór skuli ekki einbeita sér að á
markvissari hátt. Litirnir liggja
fullmikið á yfiborðinu og auðsæ er
tilhneiging gerandans til hins fagra
og aðlaðandi við þá, og þótt slíkt
beri ekki að lasta skortir hér eitt-
hvað á tengsl við innri lífæðir, að
höndla þær er vandinn mestur.
Myndaröðin Úr landslagi (17-21)
uppi á lofti er þannig mun litfegurri
þótt ekki sé leitað á náðir fagurra
eða hvellra litatóna. Hér er það
samræmið sem gildir og má minna á
þann framslátt að enginn litur telst
öðrum fegurri í sjálfu sér, heldur
sækir líf sitt í næstu liti við hliðina,
eða innbyrðis mótvægi, sbr. and-
stæðulitina. Að mínu viti birtist hér
sterkasta hlið Steinþórs Marinós.
Bragi Asgeirsson
Myrkrahöfðinginn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í S-Kóreu
Sara Dögg valin
besta leikkonan
Sara Dögg Ásgeirsdóttir í hlutverki Þuríðar í kvikmyndinni Myrkra-
höfðinginn.
SARA Dögg Ásgeirsdóttir, sem
leikur eitt aðalhlutverkið í kvik-
myndinni Myrkahöfðingjanum var í
gær valin besta leikkonan á kvik-
myndahátíðinni Puchon Interna-
tional Fantastic Film Festival. Há-
tíðin var haldin í Puchon sem er
nálægt höfuðborginni Seoul í Suður-
Kóreu og lauk henni í gær.
„Þetta kom mér verulega á
óvart,“ sagði Sara Dögg stuttu eftir
að hún veitti verðlaununum viðtöku.
„Það er svo mikið af hæfileikaríku
fólki hérna þannig að ég fór ekki út
með því hugarfari að ég væri að fara
að vinna til verðlauna. Þetta er því
búin að vera mikil gleði.“
Á þriðja hundrað kvikmyndir víða
úr heiminum voru sýndar á hátíð-
inni. Af þeim voru tíu útnefndar til
keppni, þar á meðal Myrkrahöfðing-
inn. Þetta er í fyrsta skipti sem ís-
lensk mynd er sýnd á hátíðinni og
var Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri
myndarinnar, að vonum ánægður
með verðlaunin og þær góðu viðtök-
ur sem myndin hlaut. „Sara Dögg er
vel verðug þess að fá verðlaunin.
Hennar leikur einkenndist af hugar-
ró, hún lék aldrei á yfirborðinu held-
ur sótti hverja tilfinningu djúpt inn í
sig. Það er galdurinn við kvik-
myndaleik."
Sara Dögg er ekki leiklistarskóla-
gengin og hafði litla reynslu af leik-
list áður en hún lék í Myrkrahöfð-
ingjanum. Hún var valin í hlutverk
Þuríðar úr hópi 300 umsækjenda.
„Verðlaunin eru vitaskuld mikil
hvatning fyrir mig til að halda áfram
á þessari braut. Mest um vert er
samt að hafa trú á eigin hæfileik-
um.“
Áhrif á dreifíngu myndarinnar
Kórea mun vera orðið eitt aðal-
dreifingarsvæði í Asíu fyrir kvik-
myndir. „Viðtökurnar þýða að vænt-
anlega mun myndin fá alvöru
dreifingaraðila hér í Kóreu,“ segir
Hrafn. Þorfinnur Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs,
segir að mjög bráðlega komi í ljós
hversu mikla sölu myndin fær. Hann
segir að hátíðin sé önnur stærsta
kvikmyndahátíð í Kóreu. „Þessi há-
tíð hefur augun á myndum sem eru
með mjög dramatískum senum og
fjalla um eitthvað annað en blákald-
an veruleikann," segir hann.
Þetta er í annað sinn sem mynd
eftir Hrafn fer í almenna dreifingu í
Kóreu, en áður var það Hin helgu
vé. Upplýsingar um hátíðina er að
finna á http://www.pifan.com.