Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 27

Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 27 LISTIR Sunnudagur á sumn MYNDLIST Listhúsið Fold málverk HARRY BILSON Opið virka daga frá 10-18. Laugar- daga frá 10-17. Sunnudaga frá 14- 18. Til 30. júlí. Aðgangur ókeypis. ENN er Haraldur Bilson á ferð með sýningu í listhúsinu Fold, en sýn- ingar hans á staðnum eru nokkuð reglulegur viðburður er hér er komið sögu. Haraldur, eða Harry eins og hann nefnir sig í útlandinu, er búsett- ur í Bretlandi, en annars flakkar hann um heiminn og málar. Ekki þó til að verða fyrir staðbundnum áhrífum, því þau eru lítt merkjanleg í málverkum hans, öllu frekar mun það vera til að kynna list sína, viðra sig við ókunnar slóðir, jafnan auðgandi lifun að víkka sjónhringinn og kynnast framandi menningarheildum augliti til auglitis. Og þó mun hann vera einfari sem blandar lítt geði við aðra listamenn nema er vera kynni í þröngum hópi, virðist halda sig til hlés. Listamaður- inn hefur löngu fundið sitt form og af- markað svið í listinni og hættir sér ekki út fyrir þann ramma frekar en svo margir aðrir á sömu línu mark- aðri næfí. Eins og ég hef áður greint frá og skilgreint eru málarar af hans sauðahúsi oftar en ekki nefndir sunnudagsmálarar, en alls ekki í neikvæðri merkingu heldur vegna myndefnisins og að það er eins og alltaf sé sparidagur í myndum þeirra. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson í málverkinu, Vor, virðist Harry Bilson nálgast uppruna sinn, tefla kunnulegau landslagi við heim trúða og temprari slóðir. Á undangengnum áratugum hefur einna mest borið á Júgóslövum í þeim geira og hafa verið gefnar út margar bækur um þá, bæði einstaka þeirra og sem almenn úttekt, og hef ég blað- að í þeim nokkrum auk þess sem ein eða fleiri eru í safni mínu. Það er bjart yfir myndum þessa fólks, lífsgleðin á oddinum, allir að leika sér eins og gerist á helgidögum, frídagur hjá fólká, fjöllistamenn, undarlegt fólk og trúðar á kreiki. Og þó er þetta allt ímjmdað eða geymdar endurminn- ingar sem þrengja sér fram úr undir- vitundinni, en einnig sjónlestur úr bókum og söfnum með gleðina og for- tíðarþrána að leiðarljósi. Það er heil- brigðasta mál í heimi að varpa frá sér öllum áhyggjum og bregða á leik eins og bamið sem við það þroskast og endumærist, og er sömuleiðis ráð fyrir fólk á öllum aldri til að endur- lífga rafhlöðumar. Merkilegt að læknar skuli ekki oftar ráðleggja fólki að kasta af sér brynju hvunndagsins og bregða á fjarstæðukenndan leik, þetta gera, eða gerðu í öllu falli, ýmsir nafnkunnir, jafnvel heimsþekktir stjómmálamenn til að slaka á spenn- unni, en þeirra ráð var (og er) að valsa um á nektamýlendum! Hið vanabundna líf, amstur dægr- anna og fordómar gera heilasellumar óvirkar og þá em sjúkdómamir skammt undan, andlegir jafnt sem líkamlegir. Myndefnið sem Haraldur sækir í er þannig meira en fullgilt, jafnt og leikurinn og gleðin, en hins vegar nálgast hann það á nokkuð vélrænan og stásslegan hátt og undirstrikar með voldugum umbúðum. Slíkar um- búðir em í besta lagi er við á, en þeg- ar þær era orðnar að ómissandi hluta myndheims gerandans hefur færi- bandið og hið vélræna tekið völdin, orðið að hlutvaktri viðbót og í nokk- urri andstöðu við huglægar mynd- veraldimar innan þeirra. Hið merki- lega er kannski, að þetta fer þeim ekki illa, virðist þvert á móti við hæfi. Maður þekkir þetta myndefni sem er ekki ýkja frumlegt, en Haraldur vinnur af mikilli natni og flinkheitum þótt tæknin liggi hvorki djúpt né hafi víðfeðman skala, en þetta má nú einn- ig heimfæra upp á margan núlista- manninn. Hins vegar sakna ég hins hreina upprunalega, einhvers í áttina að Henri Rousseau og Chagall, ein- hvers sem birtist alveg óvænt og er hvorki tillært né aðfengið heldur brýst fram af ómótstæðilegri þörf. Bragi Ásgeirsson Skiptir ekki máli hvaða miðill er notaður MYNDIRNAR á sýningu Tuma Magnússonar sem verður opnuð í galleríi Sævars Karls í dag laugardag era tölvuunnar ljósmyndir af fjöl- skyldu hans. Sýningin ber heitið Fjölskyldu- mynd og samanstendur af fjóram ljósmyndum sem listamaðurinn hef- ur prentað á sjátflímandi filmu og fest á stóra fleti í galleríinu. Mynd- irnar era af nefi listamannsins, munni konu hans, eyra sonarins og auga dótturinnar. Verkið má skoða sem heildarinnsetningu eða hlutað niður. Sýningin er gerð með tækni sem Tumi hefur áður notað og vakti með- al annars athygli á samsýningu á Kjarvalsstöðum í janúar og einnig í galleríi Sævars Karls í desember. Aðferðin felst í því að listamaðurinn tekur nærmynd af hlut sem hann svo skannar inn í tölvu og vinnur með. „Ég geri hvern hlut fyrir sig ferkant- að,“ útskýrir Tumi. „Það er ekkert skorið af myndunum heldur þjappa ég þeim saman og beygi til í tölvunni. Myndirnar era stækkaðar upp og prentaðar nákvæmlega í þeirri stærð sem hentar hverjum fleti.“ Listamað- urinn kveður myndimar á sýning- unni vera hluta af ríminu í galleríinu en hann staðsetur Ijósmyndaverkin á veggjum, súlu og í rás í gólfinu. „Þeg- ar ég er búinn að þenja út einn hlut Kisi kallast þessi mynd sem prýðir boðskortin á sýninguna. Ljósmyndin er af heimiliskettin- um og hana hefur listamaðurinn teygt til og þjappað í ferkantað form. og fella inn í ákveðið rými þá er form- ið á honum ekki lengur til staðar. Hluturinn er orðinn að einheiju öðra en hann uppranalega var.“ Tumi hefur lengst af fengist við málaralist en undanfarið hefur hann unnið við tölvur og gert myndir sem hann getur látið passa nákvæmlega á ákveðið svæði. „Mér finnst ekki skipta máli hvaða miðill er notaður. Málverk er bara miðill eins og aðrir miðlar og ég nota þann sem mér hentar best hverju sinni. Mér líkar mjög vel að vinna með tölvur," segir hann að lokum. Sýningin Fjölskyldumynd opnar í dag klukkan 14.00 í galleríi Sævars Karls og stendur til 17. ágúst. 2&JM-2000 Laugardagur 22. júlí SIGLUFJÖRÐUR Þjóðlagahátíð Dagskráin hefst að vanda með fyrir- lestrum í safnaðarheimili Siglufjarð- arkirkju kl. 9 og verður þemað að þessu sinni Barnagælur og þulur- Dans og danslög. Sagnadansar, viki- vakakvæði, þjóðdansar. Rósa Þor- steinsdóttir fjallar um íslenska söngva við margvíslegar vísur, hús- ganga, kvæði, vögguvísur og þulur. Trygvi Samuelsen fjailar um fær- eyska þjóðdansa. Sögu þeirra og sérkenni. Þjóðdansaflokkur Norður- Staumeyjar tekur þátt. Kl. 11 fjallar Sigríður Valgeirsdóttir um dans á ís- landi á fyrri öldum, vikivakaleiki og gleðir fyrrá tímum. Dagskrá á Drafn- arplani hefst kl. 13.30. Glímumenn úrÁrmanni og Mývatnssveit sýna glímu og forna leiki. Þjóðdansafélag- ið Fiðrildin, Egilsstöðum, Nordur- streymoyar Dansifelag, Þjóðdansafé- lag Reykjavíkur, Línudansflokkur frá Skagaströnd. Á Síldarminjasafninu hefst dagskrá kl. 15. Götuleikhúsið Morrinn, ísafírði, verður á stjái um bæinn allan daginn. Hátíðardagskrá hefst í íþróttahúsi Siglufjarðar kl. 20. Efni flutt af námskeiðum þjóð- lagahátíðar David Serkoak, Kanada, Elen Inga Eira Sara og Ole Larsen Gaino, Finnmörku, Kvæðamannafé- lagið Iðunn, Harmónikkusveit Siglu- fjarðar, Þjóðdansafélagið Fiðrildin, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Nordur- streymoyar Dansifelag, Færeyjum. Hátíðln stendur tll 23. júlí. www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Krakkar - pabbar - mömmur - afar - ömmur - og allir hinir Nú opnum við miðbæinn TRYGGVAGATA AMÍM.St% HALLV.ST. ð --—— úansandi vegfarendum jt-uKj vuoui ixi v_ig ijör og margt um að vera í bænum í dag. Eitthvað fyriralla. M getur farið í verslanir eða á söfnin og litið á fuglalífið á Tjöminni. Þá er tilvalið að setjast inn á veitingahús, slappa af og spjalla við kunningjana. Opið verður fyrir gangandi umferð kl. 9-18 í dag í Austurstræti, Bankastræti og á Laugavegi frá Klapparstíg. Einnig Pósthússtræti við Austurvöll og Skólavörðustíg neðan Bergstaðastrætis. Á sama tíma verða þessar götur lokaðar fyrir umferð bifreiða. Opið verður fyrir akandi umferð um Lækjargötu og Ingólfsstræti. Ókeypis verður í bílastæðahúsin í dag. Þau verða opin til kl. 18:30. Önnur bflastæði eru gjaldskyld kl. 10-13. G0RSGATA j mmmmm TSALA - DlSAlA - tlSAIA - QTSALA Útsalan hefst mánudaginn 24. júlí STORAR STELPUR tískuvöruverslun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.