Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
VIKU
IM
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 31
kvarða, til dæmis á ljóðakvarða, þá
er fullkomin fylgni á milli kvarð-
anna.
Ef einkunn á einum kvarða spá-
ir engu um gengi manns á öðrum
er fylgnin að sama skapi engin.
Gagnsemi greindarprófa felst í því
að röð á greindarprófi spáir fyrir
um röðun annarra eiginleika eða
hæfdeika fólks, einkum hvernig
þeim gengur í skóla.
Vandinn við greindarpróf Galt-
ons var að þau spáðu engu sér-
stöku um gengi fólks í líflnu. Hon-
um tókst að staðla spurningar og
prófatriði vel, honum tókst að
safna viðmiðunarhópum, allt var
eins og það átti að vera, nema eitt.
Prófatriðin hans spáðu engu sér-
stöku. Þau byggðust í raun á
skynjunarnæmi, hreyfileikni og
ýmsum þess háttar atriðum sem
menn á nítjándu öld töldu vera
undirstöður greindar.
Það var ekki fyrr en Frakkinn
Alfreð Binet tók að þróa prófatriði
af öðrum toga sem greindarpróf
fóru að gera gagn. Honum var fal-
ið að fínna börn sem þurftu á
sérkennslu að halda, það er að
segja börn sem ekki höfðu full not
af venjulegri skólagöngu. Hann
notaðist við prófatriði sem líktust
mjög því sem börn glíma við í
skólum, dálitlar þrautir sem at-
huguðu fremur hugsun og innsæi
en skynjun og hreyfileikni. Próf-
atriði hans minna á orðadæmi úr
reikningi, minnisatriði, skilgrein-
ingar orða, röðun púsluspila og
þess háttar verkefni.
Heildarútkoma á prófum Binets
spáði harla vel fyrir um gengi í
skóla, hún hafði með öðrum orðum
nokkuð góða fylgni við námsárang-
ur, ekki fullkomna, en nógu góða
til þess að hún gæti gert gagn.
Rannsóknir á nytsemi prófa felast
auðvitað meðal annars í því að
tryggja að aðeins séu notuð próf
sem hafa forspárgildi. Útkoma
barna á prófi Binets gat hjálpað
skólamönnum í París við að finna
börnum hæfilega og hentuga
kennslu.
Jörgen Pind, prófessor í sálfræði.
Hver er munurinn
á kaþólsku og lúthersku?
SVAR:
Túlka má muninn á kaþólskum
sið og lútherskum svo að trú hins
lútherska sé huglæg - ósýnileg -
og undir honum einum komin en
trú kaþólskra sé að nokkru hlut-
læg - hún sést - og fólgin í réttum
verkum. (Trúaður lútherskur mað-
ur vinnur þó rétt verk, en hann
dæmist ekki af þeim og trú hans
ræðst ekki af þeim.) Þetta er sam-
ofið þeim greinarmun kenninganna
að lútherskir vísa aðeins til Bibl-
íunnar sem kennivalds en kaþólsk-
ir til Biblíunnar og erfikenningar-
innar, en erfikenningunni fylgja
nákvæmari leiðbeiningar en finn-
ast í Biblíunni um réttar gjörðir
og framkvæmd dyggða.
Ef kaþólskur maður bergir
brauðið við altarisgöngu verður
brauðið að holdi Krists í munni
honum vegna þess að presturinn
framkvæmir athöfnina fyrir hönd
kirkjunnar og Jesú Krists. Hvort
sá sem gengur til altaris eða veitir
sakramentið trúir á athöfnina er
málinu óviðkomandi í kaþólskum
sið.
Altarisganga lútherskra hefur
ekkert gildi sem slík, heldur að-
eins ef sanntrúaður maður tekur
þátt í henni. Trúin kemur á undan
athöfninni, meðal lútherskra, en er
að nokkru fólgin í athöfninni meðal
kaþólskra.
Samkvæmt hefð er í þessu svari
talað jöfnum höndum um kaþólska
og rómversk-kaþólska kirkju þeg-
ar átt er við þá kirkju sem heyrir
undir páfann í Róm, enda þótt
kaþólsk þýði almenn og fleiri söfn-
uðir vilji nefna sig kaþólska.
Á 16. öld er Marteinn Lúther
meðal þeirra manna sem berjast
fyrir umbótum innan hinnar róm-
versk-kaþólsku kirkju sem þá var
stærsta og öflugasta valdastofnun
Evrópu. Á þessum tíma fóru mikl-
ar sögur af spillingu og bílífi innan
páfadóms og mörgum kirkjunnar
mönnum þótti nóg um og vildu
gera þar bragarbót. En Lúther
vildi ekki aðeins uppræta spillingu
heldur sagði og stóran hluta af
kenningu kirkjunnar rangan.
Kirkjan hafði tvennt kennivald:
Biblíuna og erfikenninguna, eða
hefðina sem biskupinn í Róm, páf-
inn, var talinn útleggja réttast. Á
tíma Lúthers var þetta að vísu
deiluefni innan kirkjunnar en frá
1870 hefur páfinn verið skilgreind-
ur sem óskeikull meðal kaþólskra.
Vald páfans innan kaþólskrar
kirkju er skýrt með vísan til þess
er Jesús útnefnir Símon Pétur
stofnmann kirkju sinnar: Þú ert
Pétur, kletturinn, og á þessum
kletti mun ég byggja kirkju mína,
og máttur heljar mun ekki á henni
sigrast. Ég mun fá þér lykla
himnaríkis, og hvað sem þú bindur
á jörðu, mun bundið á himnum, og
hvað sem þú leysir á jörðu, mun
leyst á himnum. (Mt. 16;18<19)
Kaþólska kirkjan lítur svo á að
þetta vald Símonar Péturs erfist
með páfadæminu. Lúther hafnaði
þessari útleggingu og vildi að að-
eins væri vísað til eins kennivalds
um trúna, Biblíunnar. Áður hafði
kirkjan klofnað í grísku rétttrún-
aðarkirkjuna og þá rómversk-
kaþólsku (1054).
Rétttrúnaðarkirkjan leit svo á
að allir biskupar væru erfingjar að
valdi Péturs. Þar er því samkunda
biskupa æðsti dómur. Lúther túlk-
aði texta Mattheusarguðspjalls
hins vegar svo að Pétur væri að-
eins til dæmis um sannkristinn
mann en Kristur væri kletturinn -
öllum mönnum væri fyrir trú sína
jafnfært Pétri að nálgast lykla
himnaríkis.
Lúther lagði um leið fram nýja
túlkun á Biblíunni. Kenning hans
um réttlætingu af trú vék frá opin-
berri túlkunarhefð kirkjuyfirvalda.
Vel þekkt er að menn gátu á tíma
Lúthers keypt sér aflausn synda
innan kirkjunnar - stytt sér gegn
gjaldi biðina í hreinsunareldinum á
leið til Himnaríkis.
Kaþólskir líta svo á að synd sé
fólgin í verknaði - hún sé drýgð
með rangri breytni og bæta megi
fyrir hana með réttri breytni.
Lúther neitar þessu, segir syndina
ekki fólgna í einstökum verkum og
því verði aldrei bætt fyrir syndir
með góðum verkum, hvorki eigin
né annarra. Syndin komi á undan
verknaðinum, liggi í hjarta manns-
ins og verði aðeins leiðrétt með
trú.
Maðurinn réttlætist aðeins með
trú sinni. Góð verk fylgi trúnni
sjálfkrafa, en þó að maður geri öll-
um stundum aðeins það sem rétt
og gott er sé hann engan veginn
hólpinn, því að það gerir hann ekki
trúaðan.
Innan kaþólskrar kirkju geta
menn tryggt sér dvöl í Himnaríki
með réttum gjörðum. Meðal
lútherskra eru þeir aðeins hólpnir
sem trúa, samkvæmt kenningunni
um réttlætingu af trú, en aðrir eru
upp á náð og miskunn Guðs komn-
ir. (Mt. 19;25-26: „[Lærisveinarnir
sögðu:] „Hver getur þá orðið hólp-
inn?“ Jesús horfði á þá og sagði:
„Fyrir mönnum eru engin ráð til
þessa, en Guð megnar allt.“) Þegar
erfikenningunni er hafnað, Biblían
stendur ein eftir sem orð Guðs og
engar leiðir aðrar taldar mannin-
um til bjargar en trúin sem býr
innra með honum en ekki í gjörð-
um hans er um leið mörgu öðru úr
kaþólskum sið kastað fyrir róða.
Lútherskir taka til dæmis enga
menn í dýrlingatölu, telja það
stangast á við fyrsta boðorðið (5.
Mósebók 5;8: “Þú skalt ekki hafa
aðra guði en mig.“). Kaþólskir
segja á móti að dýrlingarnir séu
þeir menn sem taka megi til fyrir-
myndar um hvernig nálgast skuli
Krist. Þeir varpi á hann engum
skugga en lýsi leiðina til hans.
Sakramenti er verknaður sem
látinn er tákna nærveru Krists,
nokkuð sem hann er sagður hafa
látið eftir sig á jörðinni til að auð-
velda mönnum að nálgast sig. ________
Sakramenti kaþólskra eru sjö en
lútherskir telja sig aðeins finna
tveimur þeirra stað í máli Jesú
Krists. Skírnin og altarissakra-
mentið eru þau tvö sem bæði
kaþólskir og lútherskir iðka. Hin
sérkaþólsku eru: Ferming, hjóna-
vígsla, prestsvígsla, sakramenti
sjúkra og sakramenti iðrunar
(skriftir). Lútheri fannst sjálfum
flest sakramenti kaþólskra góðir
siðir og skriftir tíðkuðust lengi
innan lútherskrar kirkju. En hann
neitaði að telja athafnirnar til
þeirra sakramenta sem Kristur
fyrirlagði.
Sakramenti eru óafturkallanleg
fyrir Guði. Því verður hjónavígsla
ekki afturkölluð í kaþólskri kirkju,
það er, hjónaskilnaðir eru bannað-
ir. Þeir eru hins vegar heimilaðir í
lútherskum sið. Munurinn er þó
ekki alveg svo skýr; ef sýnt þykir
að heit hafi ekki verið gefið af
heilindum, við kaþólska hjóna-
vígslu, má ógilda vígsluna.
Þeir menn eru til, samkvæmt
kaþólskum, sem eru syndugir en
eru þó ekki allar bjargir bannaðar;
þeir munu eiga kvalafulla vist í
hreinsunareldinum til að hreinsast
af syndum sínum eftir dauðann, en
fá þar eftir að lifa með Guði.
Lútherskir finna enga stoð í
ritningunni fyrir hugmyndunum
um hreinsunareldinn og hafna
þeim því. Ymsir aðrir siðir sem
fylgja hinni kaþólsku kirkju vegna
hefðarinnar hafa verið niður lagðir
meðal lútherskra, svo sem að að-
eins karlar fái gegnt prestsem-
bætti.
Margir guðfræðingar hafa starf-
að í langri sögu kaþólsku kirkjunn-
ar og greint á um margt. Sama má
segja um hinn lútherska söfnuð.
Þannig eru til margar misjafnar
útleggingar, ekki aðeins á Bibl-
íunni, heldur og á Biblíuskilningi
Lúthers. Það sem hér fór á undan
er vonandi nokkuð sem flestir út-
leggjendur myndu þó fallast á.
Við samningu þessa svars var
haft sérstakt samráð við dr. Sigur-
jón Árna Eyjólfsson og sr. Hjalta
Þorkelsson og er þeim þökkuð að-
stoðin.
Haukur Már Helgason, hcimspckinemi.
Heimildir: Biblían. Hið íslenska biblíufé-
lag, 1981.
Sigurjón Árni Eyjólfsson; Guðfræði Mar-
teins Lúthers. Hið íslenska bókmenntafé-
lag, 2000.
Vefur kaþólsku kirkjunnar á íslandi,
Britannica.com
í dagw.11-16
- tniöbœ HafmrJjaröar
Ferða- og útivistarunnendur eru sérstaMega
velkomnir til okkar í Miðbæ Hafriargarðar 1 dag.
Eftirtaldir aðilar kynna vörur sínar og þjónustu. Þar kennir ýmissa grasa og ættu flestir
ijölskyldumeðlimir að finna eitthvaðviðsitt hæfi. Kíktu við, því sportiðkallar á þig!
FITNISS
lífeamsrœfet og fjaUahjól
mSgSSSSSsiEWPJ FREE STYLE
ah/Oru fjallahjól hjól
Ciro
CézpIj?
K9r30^o
afsláttur
á sólgleraugum
hlaupahjól
BfcyEluu Full suspension-hjól
$ SUZUKl
SUZUKIUMBOÐIÐ
g cannond'ale
Bestu hjólin í dag!
Hvalaskoðun
sjóstangveiði
Vélhiól veislur
Rafstöðvar -Vatnsdælur *B°ðið er í u.þ.b. 1 klst.
tt. -í \ ^i siglingu kl 14:00 fyrir alla
Utanborósvelar fjölskylduna, meðan
bátsrúm leyfir.
BJ Trading
Kayak Sport
Sjóbátar
Straumvatnsbátar
Aukahlutir
\vinln
Fyrir
fjölskylduna
50% afsláttur
á völdum FILA skóm.
Albatros
G O I, V V t: R sS L U N
Útivistarfatnaður
Ýmis tilboð
1 tilefni dagsins!
Þar sem góðu
brauðin rást!
Velkomin
á Kaffitorgið
b miöbœ HafnarJjardar
i
%iffi
Tjörúur
Kaffi - Kökur
Grill - Veislur
Útsýni !
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Fellihýsi
Tj aldvagnar-Tj öld
Búnaður
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF
Bíllinn í ferðalagið!
Upplýsingamiðstöð
ferðamanna A.^
Hafnarfirði 1
- góður áningarstaður
í upphafi íslandsferðar