Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 38
$8 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Islenska ánægjuvogin - mælingar að hefjast í annað sinn ÍSLENSKA ánægjuvogin er um þessar mundir að fara af stað í annað sinn. Vogin sem er hluti af samræmdum mæling- um í ellefu Evrópulönd- ~wn mælir ánægju við- skiptavina fyrirtækja í ýmsum starfsgreinum. Mælingin nær auk ánægjunnar til ýmsra áhrifa- og afleiðinga- þátta sem tengjast ánægju viðskiptavma. Má þar nefna ímynd, gæði vöru og þjónustu, væntingar, mat á verð- mæti (value for money) og tryggð viðskiptavina. Miðað við þann áhuga sem evrópsk fyrirtæki hafa sýnt þessum nýju aðferðum eru líkur á að ánægjuvogin muni á næstu árum þróast sem eitt af mikilvæg- ustu stjómtækjum fyrirtækja til að niæla og meta árangur sinn á mark- aði. A Islandi hefur verið stofnað sér- stakt félag, „íslenska ánægjuvogin" um ánægjumælingarnar. Aðalfundur íslensku ánægjuvogarinnar var hald- inn miðvikudaginn 14. júní sl. en fé- lagið var stofnað á síðasta ári af Sam- tökinn iðnaðarins, Gæðastjóm- unarfélagi íslands og Gallup. í stjóm þess vora kjömir á aðalfundi Davíð Lúðviksson formaður, Þórlákur Karlsson ritari og Öm V. Skúlason gjaldkeri. Tilgangur félagsins er að fiiuðla að mælingu á ánægju við- skiptavina í garð íslenskra fyrirtælqa og stofnana og tryggja þeim aðgang að alþjóðlega samanburðarhæfum mælingum á þessu sviði. Félagið hafði á síðasta ári umsjón með þátt- töku íslands í „Evrópsku ánægju- voginni". A síðasta ári tóku ellefu Evrópu- þjóðir þátt í samræmdum mælingum „Evrópsku ánægjuvogarinnar", ECSI, á ánægju viðsMptavina fyrir- tækja í nokkmm mikilvægum starfs- greinum, s.s. bönkum, tryggingafé- lögum, farsímafélögum, stórmörk- uðum og matvælaiðnaði. Þessi lönd voru Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, GrikMand, Island, Italía, Portúgal, Spánn, Sviss og Sví- þjóð. Verkefnið á síð- asta ári tókst mjög vel og vora niðurstöður mælinga sérstaMega áhugaverðar fyrir Is- land en í heildarsaman- burði á þeim greinum sem mældar vora kom Island best út. Um þetta hefur verið fjallað í fjölmiðlum og fundum erlendis og heima á síð- astaári. Nú er unnið að því að koma þessum mæling- um á varanlegan grundvöll, stjómunar- og fjárhags- lega. LítÚs háttar breytingar hafa verið gerðar á grannlíkani ánægju- vogarinnar í ljósi reynslunnar frá síð- Mælingar Töluverðar væntingar eru bundnar við að ánægjuvogin geti orðið mikilvægt verkfæri, segir Davíð Lúðvfksson, til að örva þróun á sviði gæðamála og árangur á öllum sviðum atvinnu- lífsins í Evrópu. asta ári og þá aðallega þannig að spumingar era gerðar hnitmiðaðri og einfaldari. Hér á landi er stefnt að því að fjölga starfsgreinum um tvær til þijár á þessu ári. Til viðbótar við þær þjóðir sem þátt tóku á síðasta ári era Hollendingar, Norðmenn, írar og Bretar að stefna að þátttöku í ár. FyrirtæM og starfsgreinar sem hafa komið sér upp vel sMlgreindum aðferðum til að mæla ánægju við- sMptavina sinna hafa mun betri for- Davíð Lúðvíksson odíniöbM MHupa barnamaturinn er farsæl byrjun á réttu og undirstöðugóðu mataræði fyrir barnið þitt. Milupa bamamaturinn er ætlaður börnum frá 4-8 itiánaða aldri. Er húðin þurr ? Hydraxx Forte rakakrem fyrir ofnæmishúð fæst í apótekum ymus.vefurinn.is Aðsendar greinar á Netinu sendur til að taka ákvarðanir um um- bætur í vöra- og þjónustuframboði en þau sem lítið vita um ánægju við- sMptavina sinna. Ánægjuvogin skap- ar þannig grandvöll fyrir markvissari gæðastjómun og leiðir til jákvæðari ímyndar, auMnnar tryggðar við- sMptavina og samkeppnishæfni. Þetta dregur úr áhrifum verðsveiflna og undirboða á markaðnum. Ánægjuvogin gefur upplýsingar um það hvemig fyrirtæM hafa staðið sig á undanfömu tímabili og gefur jafnframt vísbendingu um hvemig viðsMptavinimir hyggjast breyta gagnvart fyrirtækinu í nánustu fram- tíð. í rannsóknum sem gerðar hafa verið í Svíþjóð og Bandaiikjunum hefur t.d. komið í Ijós sterk fylgni milli arðsemi fyrirtækja og ánægju- vogar. Einnig hefur verið sýnt fram á sterka fylgni milli breytinga á ánægjuvog og breytinga á gengi hlutabréfa á verðbréfaþingum í Sví- þjóð og Bandaríkjunum. Eitt af því sem gerir þetta mæli- tæM svo áhugavert, fyrir utan sam- anburðarhæfnina, er sú nákvæmni sem náðst hefur í mælingunum en hún er talin vera +/- 2 stig á kvarðan- um (0-100). Það er samdóma álit þeirra sérfræðinga sem að þessu hafa komið að hér séu á ferðinni með áreiðanlegri tölfræðigögnum sem gerð hafa verið til samanburðar milli landa. Töluverðar væntingar era bundn- ar við að ánægjuvogin geti orðið mik- ilvægt verkfæri til að örva þróun á sviði gæðamála og árangur á öllum sviðum atvinnulífsins í Evrópu. SHk- ur mælikvarði gæti orðið miMlvægur í umræðunni um efnahagsmál á sama hátt og verðbólga, aukning þjóðar- framleiðslu og atvinnuleysi. Því er jafnvel haldið fram að mælikvarðar eins og lágt verðbólgustig og aukning þjóðarframleiðslu séu haldlitlir til að meta árangur í efnahagsstjóm ef ekM fer jafnframt fram mæling á gæðum þessarar þjóðarframleiðslu. Mæling sem þessi er góður grann- ur fyrir fyrirtæM til að byggja gæða- stasrf sitt á og nýtist t.d. vel þeim fyr- irtækjum sem hyggjast í framtíðinni miða gæðastarf sitt við líkan EFQM eða Business Excellence. Þá geta fýr- irtæM líka valið að nota Islensku ánægjuvogina sem grannlíkan fyrir dýpri þjónusturannsóknir þar sem þau láta kanna viðhorf viðsMptavina til tiltekinna þátta í starfseminni eða einstaka nýjunga. ÞátttökufyrirtæMn fá ítarlega skýrslu með öllum þáttum vogarinn- ar og samanburð við greinina í heild. Upplýsingarnar era brotnar niður eftir markhópum, s.s. aldri, kyni, búsetu og fleira sem er mildlvægt fyrirtækjum sem vilja bæta stöðu sína gagnvart viðskiptavinum. Með því að taka þátt í svona sam- ræmdum mælingum fæst mun meiri hagkvæmni og markvissari saman- burður en þegar hvert fyrirtæM læt- ur gera kannanir fyrir sig. Auk þessa býðst þátttökufyrirtækjum innan þeirra starfsgreina sem mældar verða í ár að kaupa fyrirtækjaskýrslu fyrir sitt fyrirtæki á sérstökum tveggja ára samningi með 10% af- slætti. Því miður verður að takmarka fjölda greina í ár þar sem nokkuð er lagt upp úr að þátttökulöndin séu samstíga í vali starfsgreina. Það er þó miMlvægt að þau fyrirtæM sem hafa áhuga á slíkum mælingum láti heyra í sér til þess að koma sinni starfsgrein á framfæri við aðstandendur ánægju- vogarinnar fyrir næsta ár verði starfsgrein þeirra ekM valin í ár. Höfundur er forstöðumaður þjón- ustu-, þróunar- og starfsgreinasviðs Samtaka iðnaðarins og formaður síjórnar íslensku ánægjuvogarinnar. Athugasemd við grein Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu í dag, 20. júlí, er grein eftir Sverri Her- mannsson alþingis- mann, sem ber yfir- skriftina „Afbrota- mennirnir“. Grein þessi er helguð hug- myndum höfundar um orsakir brottkasts fisks, sem hefur verið miMð í opinberri um- ræðu að undanförnu. Án þess að leggja nokkurn dóm á skoð- anir greinarhöfundar tel ég þó rétt að leið- rétta ranghugmynd sem í henni er. Höf- undur segir: „Og hvemig skyldi svo vera ýtt úr vör í þann ró.ður úr sjávarútvegsráðuneytinu ... Með því að skipa nefnd sem á að kanna brottkastið undir forystu hlut- drægasta hagsmunaaðila í málinu, sjálfs framkvæmdastjóra LÍÚ. Málið er of alvarlegt til að geta tal- ist fyndni sem hlæja mætti að með öllum kjaftinum." Hinn 5. júlí sl. sendi sj ávarútvegsráðuneyt- ið frá sér fréttatil- kynningu um aðgerðir gegn brottkasti. Þar sagði m.a.: „Sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á að raunverulegt umfang brottkasts sé metið og að gripið verði til við- eigandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir það. í því skyni hefur hann m.a. ákveðið að skipa sérstaka verk- efnastjórn, sem skipuleggi og sam- ræmi aðgerðir þeirra aðila, sem koma að eftirliti á sjó. Formaður verkefnastjórnunar verður Jón B. Jónasson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, en auk hans munu koma að verk- Brottkast Alvarlegar áhyggjur greinarhöfundar varð- andi þennan róður, segir Þorsteinn Geirs- son, eru því á misskiln- ingi byggðar. efninu fulltrúar frá FisMstofu, Hafrannsóknastofnuninni, Land- helgisgæslunni svo og annar full- trúi skipaður af ráðherra án til- nefningar." Eins og sjá má af ofanrituðu hef- ur sjávarútvegsráðuneytið ýtt máli þessu úr vör með eigin áhöfn og al- varlegar áhyggjur greinarhöfundar varðandi þennan róður era því á misskilningi byggðar. Höfundur er ráðuneytisstjóri. Þorsteinn Geirsson Fornsala Fornleifs — aðeins á vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Veffang:www.simnet.is/antique
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.