Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 41

Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN Félagslegur harmleikur ÞAÐ er kannski ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað bíð- ur okkar sem nú erum að ná því marki að verða löggild gamal- menni. Varpa fram þeirri spurningu hvernig þjóðfélagið sem við höfum sjálf „hannað" með ævi- starfi okkar og öðrum athöfnum er í stakk búið að taka á móti okkur sem meðlimum á öðrum forsendum - sem eftirlaunafólki. Nokkrum spurning- um verðum við að svara fyrst. Gerum við ráð fyrir því eða gerum við kröfu um það að hið nýja þjóðfélag, þær nýju aðstæður, sem munu óhjákvæmilega skapast við að hætta beinni þátttöku á vinnumarkaði, taki á móti okkur sem fullgildum þjóðfélagsþegnum? Getum við borið höfuðið hátt áfram sem virkir meðlimir þjóðfélagsins? Getum við lifað með reisn? Getum við haft fullan sjálfsákvörðunar- rétt? Getum við haldið áfram að eiga frumkvæði í daglegu lífí? Að þessu öllu munum við komast. Og þá - ef við finnum þarna einhverja brotalöm - skulum við ekki gleyma þeirri staðreynd að þetta er það þjóðfélag sem við lögðum á borð með okkur í hið nýja bú. Förum nú í naflaskoðun. Og að sjálfsögðu verður hér um „alhæf- ingu“ að ræða. Engir tveir ein- staklingar eru eins en hér er bland- að saman eigin reynslu, kynni af miklum fjölda eftirlaunafólks og al- mennri dómgreind. Hvað gerist við verkalokin? Margir - og kannski allir - hafa leitt hugan að þessu. Og aðstæður fólks eru gríðarlega misjafnar. Þó er einn samnefnari. Flestir líta þrátt fyrir allt björt- um augum á lífið á eftirlaunaaldri. Fólk telur sig öðlast nýtt frelsi. Menn geta gert hvað sem þeir vilja. Eitt af því áþreifanlegasta sem gerist eftir verkalokin er að vekj- araklukkan hættir að hringja á morgnana. Og í stað þess að rífa sig upp til að fara í vinnuna er hægt að sofa út og svo er allur dag- urinn fram undan og hægt að gera hvað sem er. Þó kemur það fyrir marga að það sem vinnan og vinnu- staðurinn gaf þeim áður er ófyllt skarð í daglegt líf. Þetta gildir ekki aðeins um þá sem ekki hafa tiltæk áhugamál. Það kemur oftar en hitt í ljós að vinnustaðurinn hefur átt meiri þátt í lífinu en menn kannski gerðu sér grein fyrir. Vinnufélag- arnir, félagslífið, eðlileg þreyta og mörg smáatriði vantar í hið dag- lega líf. Þarna kemur oft nokkuð sérstak- ur kafli og sérstök viðbrögð fólks í upphafí eftirlaunaaldurs. Hvað heyrir maður ekki þessa setningu oft: „Ég hef bara aldrei haft meira að gera en eftir að ég hætti að vinna.“ Stundum og sem betur fer er þetta oft rétt og satt. En líka því miður er þetta oft sjálfsblekking. Fólk fer í vörn og notar svona full- yrðingar til að réttlæta það að þjóðfélagið tekur ekki sjálfkrafa móti fólki eftir verkalok. Ég tel að þær skoðanir sem hér eru reifaðar séu byggðar á nokkuð traustum kynnum af mörgu fóki úr ýmsum stéttum. Og það er þess- vegna sem tekin er sú áhætta að ráðleggja fólki alveg eindregið að fara ekki út úr þjóðfélaginu á sama tíma og erli vinnunnar lýkur. Halda strax áfram fullri þátttöku í þjóðfélaginu. Þetta atriði getur ráðið þvi hvernig líf fólks verður jafnvel í mörg ár á eftirlaunaaldri. Og nú kemur dapurlegur kafli í þessari grein. Og það er ekki sársaukalaust að skrifa þennan kafla. En af einhverjum ástæðum hefur það gerst að fullorðið fólk er dregið í dilka þegar það nær vissum aldri. Fyrir hálfri öld eða heilli öld hefur kannski verið jákvætt að stofna til félagslífs eða tilbreyt- ingar fyrir eldra fólk. Þá var þjóðfélagið ein- hæfara en nú er. En af einhverjum ástæðum hefur þessi málaflokk- ur - félagsleg þjón- usta fyrir eldra fólk - víða dagað uppi í þeirri þjónustu sem sveitarfélögin hafa veitt öllum öðrum þegnum. Engar félagslegar mennt- unarkröfur eru gerðar til starfs- Eftirlaunafólk Það kemur oftar en ekki í ljós, segir Hrafn Sæmundsson, að vinnu- staðurinn hefur átt meiri þátt í lífínu en menn gerðu sér kannski grein fyrir. fólks sem sinnir þessum þáttum - félagsstarfi aldraðra. Og stundum hafa sveitarfélög bara styrkt ein- hverja aðila til að sjá um þennan þátt í félagsþjónustunni eftirlits- laust en í síbreytilegu þjóðfélagi er þetta kannski mikilvægasti þjón- ustuþátturinn sem sveitarfélögin ættu að veita íbúunum. Sem betur fer er nú að birta upp á þessu sviði í sveitarfélögunum. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, hafa nú breytt um stefnu í þessum mála- flokki. í Kópavogi hafa þessi mál verið að þróast undanfarin ár og kynslóðabilið hefur verið brúað og allar gerðir af félagsstarfi þrífast í ýmsum myndum í félagsheimilum bæjarins og öll skólastigin koma þar meðal annars við sögu og Reykjavík hefur nú, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu, ákveðið að opna sín húsakynni fyrir alla. íhug- andi er að önnur sveitarfélög sigli ekki í kjölfar þessarar þróunar. Og þá komum við að hinum mikla félagslega harmleik. Að það skuli gerast, í upphafi nýrrar aldar og í allri þeirri þróun sem nú er í gangi og hér hefur verið minnst á og að við- bættu ákalli Sameinuðu þjóðanna á Ari aldraðra, að til skuli vera starf- andi samtök á íslandi, „Samtök eldri borgara“, sem ætla að loka sig inni í 20. öldinni. Að taka á móti næstu kynslóðum eftirlaunafólks í sérstaka bása í útjaðri þjóðfélags- ins. Sem ætlar að ganga gegn þeirri þróun sem nú vex og blómstrar víða, að sameina aftur kynslóðirnar og gefa þeim aftur tækifæri til að hittast á útivelli í eðlilegu félagslífi og daglegum samskiptum þegar tilefni er til. Þessi harmleikur er þyngri en tárum taki. Höfundur er fv. atvinnumálafulltrúi. MSS flísar Hrafn Sæmundsson Saga til næsta bæjar„ MEIRA en frétt- næmt þætti það nú ef hingað til lands flykkt- ust barnshafandi konur frá Bretlandseyjum til að ala afkvæmi sín við friðsælt vatn og fiugna- suð. Og ef þær kæmu svo aftur og aftur, vor eftir vor, til þess eins að taka léttasótt á litlu skeri norður í hafi og fá sér sundsprett milli þess sem þær fóðruðu ungann, myndu margir eflaust vilja greiða þá gátu. En öllum fréttasnöp- um, smölum og snötum er heldur betur óhætt að hefja upp gleðilæti, því til eru breskar kven- verur sem gera þessa furðusögu sanna. Skjóllausar leggja þær á sig langa leið, alla leið að Mývatni í S- Þingeyjarsýslu, til þess eins að eiga þar unga sína og ala. Hinar ýmsu andategundir hafa valið þennan stað einan í allri Evrópu til að verða léttari, og finnst mér að við mættum þakka þá sæng- urlegu betur en með því að setja allt á annan endann á fæðingardeildinni. Mývatn er ein af náttúruperlum Evrópu, þangað koma endur og aðrir fuglar hvaðanæva að úr Evrópu til að eiga íslenskt sumar. Og á eftir fylgja ferðamenn og fræðingar frá enn fjarlægari stöðum til að fylgjast með þessari einstöku paradís. En hugmyndir ráðamanna um fósturjarðar paradís eru kostulegar. Af öllu sem á undan er gengið mætti helst draga þá ályktun að í göngutúr um paradís væri bráðnauðsynlegt að rekast á eitt stykki álver og ekki væri það verra ef hægt væri að borða nestið sitt á tröppum kísilverksmiðju. Þegar svo er komið sögu - fyndist einhverj- um það þá svo vitlaus hugmynd að setja rík- isstjórnina aftur á al- mennan skólabekk og rifja upp örlitla líf- fræði? Að minnsta kosti myndu þeir læra margt og meira af því en hinni dönsku skyndimatreiðslu sem ríkisstjómin ákvað að nota sem sóp og fægi- skóflu á áratuga rann- sóknir - sem þó vora unnar á trúverðugum tíma og af trúverðugu fólki. Ég er ekki líffræðingur en þessa kennslustund get ég þó gefið þeim: Kísilvinnslan í Mývatni snýst um það að botni Mývatns er rótað upp. Líf- ríki Mývatns byggist á efsta lagi botnsins, flugnalirfumar lifa á því sem þar er að finna. Fuglar og fiskar lifa svo á lirfunum. Það gefur auga leið að þegar efsta lag botnsins er sett svona á annan endann raskast allt lífríki vatnsins. Þetta var stutt staðreyndatala, því vitanlega er málið mun flóknara og fyrir fróðari menn og konur en mig að lýsa í smáatriðum. En mér segir svo hugur að þetta snúist ekki um lé- lega líffræðikunnáttu heldur berst siðspilltur fnykur pólitíkur af málinu langar leiðir. Ríkisstjórnin var nefnilega búin að panta aðra skýrslu í fyrrahaust hjá þremur norrænum prófessorum í vatnalíffræði, sem í skýrslum sínum töldu tvo metra ásættanlega dýpkun Mývatnsbotns, en aðeins á mjög litl- um hluta hans, og almennt séð töldu Júlia Margrét Alexandersdéttir Mývatn Þegar efsta lag botnsins er sett svona á annan endann, segir Júlía Margrét Alexanders- ddttir, raskast allt lífríki vatnsins. þeir ekki rétt að stunda svona iðnað á svo viðkvæmu svæði. Þótt ríkis- stjórnin væri loksins búin að finna vin í eyðimörkinni, einhvern sem sagði já, var þetta já ekki nóg fyrir þá. Þeir urðu að finna einhverja sem segðu slíkt hið sama með bundið fyr- ir augun. Ekki þurftu þeir að leita langt, í Danmörku var maður nokkur snuðraður uppi sem var tilbúinn í hollen skollen og frá vatnalíffræði- prófessorunum til hans urðu þessir tveir metrar að sex. Ef þessi botnlausa grautargerð nær fram að ganga veit ég að það verða fleiri en ég sem gráta þurrum tárum ofan í tennisskó ríkisstjómar- innar. 1— Höfundur er húsmóðir í Reykjavik. Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 MÁ B JDÐA ÞÉR SÆTI? OltllflO HDRNBÓFI VlNRAUOUR • DÖKKBRÚNN • LJÓBBRÚNN RAUOBRÚNN*BVARTUR 200X245 CM «a*.: 86 CM BVARTUR • vlNRAUOUR • LJÓBBRÚNN OÚKKBRÚNN' dökkblár Br/gtin: 220x270 cm r»A*t 91 CM Leour á blitflötum 220x270 CM ALKLCOOUR LEÐRI RAv . 9 1 CM I TM - HÚSGÖGN 10:00 • 18:00- LaunnL 11.-00 -18.-00 • Sanaad. 13:00 -18.-00 m SlSumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintyri Ukust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.