Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 43

Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MESSUR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 43 UMRÆÐAN Poppsand- kassinn MIKIÐ óskaplega leiðist mér þegar full- orðið fólk fer opinber- lega í fýlu og í sand- kassaleik eins og ég hef orðið vitni að síðustu vikur á síðum Morgun- blaðsins þar sem þrætuefnið hefur verið gagnrýni á íslenska dægurtónhst. Ég ætla samt að setjast við sandkassann augnablik og rýna í það sem þar hefur farið fram, bara af því að mér leiðist og ég er í fríi. Steinar Berg, út- gáfumógúll til margra ára, hóf leik- inn á því að skrifa grein þar sem hann húðskammar tónhstargagni'ýn- anda Morgunblaðsins, Kristínu Björgu Kristjánsdóttir, fyrir nei- kvæða umfjöllun um tónleika Selmu Björnsdóttur í Háskólabíói nýverið. Kristín Björg svaraði, og á köflum ágætlega, þessum reiðilestri Stein- ars með langri grein og hélt ég að þar með væri málið úr sögunni. Það reyndist þó ekki vera svo því að í laugardagsblaði Morgunblaðsins, út- gefið þann 15. júlí sl., birtist grein eftir umboðsmanninn Einar Bárðar- son, sem mér þótti einkar leiðinleg aflestrar en athyglisverð engu að síð- ur. Umboðsmaðurinn Einar, sem af einhverjum ástæðum sér ekki ástæðu til þess að láta starfstitil sinn fylgja greininni, heldur titlar sig sem félagsmann í Félagi Tónskálda og Textahöfunda, ákveður að blanda sér ekki á beinan hátt í ritdeilu Steinars og Kristínar heldur segist líta á grein Steinars sem eitthvað mikilfenglegt bréf sem hafi aðra og stærri þýðingu en bara það að gagnrýna gagnrýni á Selmu Bjömsdóttur. Einar segir orðrétt um grein Steinars: „Loksins reið einhver á vaðið og sagði það sem segja þurfti. Allt of lengi hafa ís- lenskir fjölmiðlar fjallað um íslenska dægurtónlist á einstaklega neikvæð- an hátt“. Og áfram heldur umboðs- maðurinn: „Hvemig getur Árni Matthíasson til dæmis haft eitthvað um tónlist Greifanna, Lands og sona eða Skítamórals að segja? Hann á ekkert sameiginlegt með þessum týpíska harðvinnandi íslendingi sem vill skemmta sér með góðri tónlist og kaupir plötu þessara hljómsveita í bílförmum". Einar heldur því sem sagt fram að Árni Matthíasson sé fyrir það fyrsta ekki harðvinnandi ís- lendingur og annað stað að hann vilji ekki skemmta sér með góðri tónlist. Árna Matthíasson hef ég þekkt lengi og fáa þekki ég sem hafa sótt jafn mikið af hljómleikum með ís- lenskum tónlistarmönnum. Enn færri þekki ég sem hlustað hafa jafn mikið á íslenskar plötur og Árni. Hann er líka harðvinnandi eftir því sem ég best veit. Það er hins vegar rétt að Árni á líklega ekki það sam- eiginlegt með íslendingunum sem Einar vísar til að kaupa plötur áður- nefndra hliómsveita í bílförmum. En gerir það Arna Matthíasson að óhæf- um poppskríbent að vera ekki áhang- andi þessara umræddu hljómsveita? Gerir það Kristínu Björgu óhæfa til tónleikagagnrýni að vera ekki aðdá- andi Selmu Bjömsdóttur? Sjálfur hef ég verið hljómplötugagnrýnandi Morgunblaðsins en ég hef einnig set- ið við hinn enda borðsins sem höf- undur, upptökustjóri, flytjandi og út- gefandi á tónlist. Ég tel mig því þekkja ágætlega til þessara ólíku hlutverka og bendi á að þegar tónlist- armaður gefur út hugverk sín, á eigin vegum eða með aðstoð útgefenda eins og Steinars, þá eru hugverkin orðin opinber og leggjast sjálfvirkt undir dóma mismunandi einstakl- inga sem í daglegu tali kallast al- menningur. í Morgunblaðið, sem og önnur landsmálablöð, skrifa svo ein- staklingar um þessi hugverk eftir að hafa hlustað margoft á þau. Þeir Ein- ar og Steinar, sem og fjöldi annarra Orri Harðarson einstaklinga, virðast gleyma því að sá sem skrifar gagnrýni um plötu eða tónleika er aðeins einstaklingur, hann er ekki Guð al- máttugur, hann er ekki alvitur. Þess vegna á ég svo erfitt með að skilja þessa gremju og fýlu í umboðsmönnunum þó að þau Kristín Björg, Árni Matt og öll hin hafi ekki sama smekk á tónlist og allir þeir sem kaupa Selmu og Skíta- móral í bílförmum. Sýnir bflfarmadæm- ið ekki einmitt að fólkið úti í bæ lætur sig litlu skipta hvað einstaklingur á Mogganum segir um einhverja plötu? Umbarnir Steinar og Einar rjúka hins vegar upp til handa og fóta og væla eins og börn yfir skrif- Tónlistargagnrýni Ég dáist að þeim gagnrýnendum sem hafa kjark til að segja rökstudda skoðun sína umbúðalaust, segír Orri Harðarson, þó að það kosti væl og þras úr umboðs- og útgef- endageiranum. um fólks eins og Kristínar og Áma. Skoðanir þessa fólks virðast greini- lega skipta þá meira máli en margur hefði ætlað. Þegar ég starfaði sem hljómplötu- gagnrýnandi á Morgunblaðinu fékk ég að kynnast því hvað það getur ver- ið erfitt að skrifa um tónlist sem ým- ist er illa gerð eða fellur ekki að manns eigin smekk. Ég gætti þó ávallt fyllsta hlutleysis og leitaðist ávallt við að rökstyðja mál mitt vel ef mér þótti eitthvað miður gott. Hins vegar fékk ég stundum í hendur geislaplötur sem mér þóttu svo illa úr garði gerðar að ég endursendi þær hreinlega því ég tók það svo inn á mig hvað afurðin var léleg. Ég dáist því að þeim skríbentum sem hafa kjark til að segja rökstudda skoðun sína umbúðalaust þó að það kosti væl og þras úr umboðs-og útgefendageiran- um. Það að skrifa neikvæða gagnrýni er erfitt og það gera menn ekki að gamni sínu þó til séu á því leiðinlegar undantekningar eins og Gunnar Lár- us Hjálmarsson hefur stundum sýnt. Gunnar er mjög fær lagasmiður sem hefur samið margt merkilegra en Prumpulagið en sem hljómplötu- gagnrýnandi misskildi hann kannski hlutverk sitt. Dómamir hans, eink- um er hann skrifaði í Pressuna, voru fyrst og fremst skemmtiefni, en húmorinn var því miður yfirleitt á kostnað listamannanna. Gagnrýni Gunnars var allt of sjaldan yfirveguð og sanngjörn. Ég verð að viðurkenna að slík vinnubrögð gefa mönnum eins og Einari Bárðarsyni og Steinari Berg byr undir báða vængi í árásum sínum á tónlistargagnrýnendur. Það er hins vegar alveg út í hött að alhæfa á þann hátt sem Einar gerir með því að tala um að íslenskir fjölmiðlar fjalli á ein- staklega neikvæðan hátt um íslenska dægurtónlist! Að lokum vil ég óska þeim Steinari og Einari áframhaldandi velgengni í starfi og vona að þeir græði fullt af peningum. Þeir geta óhræddir sofið rólegir þó að Morgunblaðið komi út sex daga vikunnar, bflfarmarnir sýna að fæstir taka mark á skoðun ein- staklings sem skrifar gagnrýni. Höfundur er tónlistarmaður. Eyrarbakkakirkja Morgunblaðið/Ómar Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi. (Lúk.5.) ÁSKIRKJA: Sumarferð Safnaðarfé- lags og Kirkjukórs Áskirkju á Kirkju- bæjarklaustri. Farið frá Áskirkju kl. 8:30. Nánari upplýsingar í dagbókum blaðanna. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Org- anisti Kjartan Siguijónsson. Félagar úr Dómkórnum syngja. Prestur sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guösþjónusta kl. 10:15. Organisti Sighvatur Jónas- son. Sr. Hreinn S. Hákonarson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Kári Þormar. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sögustund fyrir bömin. Félag- ar úr Mótettukór syngja. Organisti Ágúst Ingi Ágústsson. Sr. Siguröur Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10:00. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11:00. Guöríöur Valva Gísladóttir og Garðar Thor Cortes syngja einsöng og leiöa söng. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftirmessu. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumar- leyfis starfsfólks Laugameskirkju er bent á guösþjónustur í nágrannakirkj- um. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11:00. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11:00. Arna Grétarsdóttir leiöir stundina. Verið öll hjartanlega velkom- in. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Næsta guðs- þjónusta verður sunnudaginn 13. ágúst, aö loknu sumarleyfi. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Gunnar Jóhannesson guðfræðinemi prédikar. Organleikari: Pavel Smid. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lokuö vegna sumarleyfa starfsfólks og framkvæmda við kirkjuna til ágúst- loka. Bent er á guðsþjónustur í öörum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Lokaö vegna sumarleyfa I júlímánuði og fyrstu viku ágústmánaöar. Næsta messa er sunnudaginn 13. ágúst kl. 20.30. Vegna prestsþjónustu er vfsað á sókn- arprest Kársnessóknar. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón usta kl. 20.30. Prestur: Sr. Guömund- ur Karl Ágústsson. Leikin veröurtaize- tónlist. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Sigrún Þór- steinsdóttir. Selló: Sofia Moberg. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur f Hjallakirkju falla niður í júlímánuði. Fólki er bent á helgihald í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Bæna- og kyrrðarstundir verða áfram á þriðju- dögum kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Org- anisti: Guðmundur Sigurðsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Altaris- ganga. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma kl. 20. Vitnisburðir, lofgjörð og fyrirbænir. Samkoman veröur f um- sjón heimahóps. Allir hjartanlega vel- komnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Dalvegl 24: Vitnisburöarsam- koma kl. 14 í umsjón Bjargar Pálsdótt- ur. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Samkoma kl. 20. Prédikun orðsins og mikil lofgjörð og tilbeiösla. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20. Vitnisburðir, ræðumaðurVörðurL. Traustason. Lofgjörðarhópurinn syng- ur. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn sam- koma í kvöld, sunnudag, kl. 20. Fann- ey og Guömundur Guðjónsson stjórna ogtala. BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma kl. 11. Næstu laugardaga verða sam- komumar með aðeins breyttu sniði. Söngur og biblíufræösla en prédikun sleppt. í dag sér Bjarni Sigurðsson um biblfufræðsluna. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja: Sunnudag: Kristnihátíð í Landakoti: messa kl. 10.30. (Biskup og gestir). Messa kl. 14.00. Kl. 18.00: messa á ensku: Gestur. (Biskup). Virka daga og laug- ardaga: messur kl. 18.00. Reykjavík - Maríukirkja við Raufar- sel: Sunnudag: messa kl. 11.00. Virka daga: messa kl. 18.30. Laugar- dag: messa kl. 18.30 á ensku. Riftún, Ölfusi: Sunnudag: messa kl. 17.00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnu- dag: messa kl. 10.30. Miðvikud.: messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudag: Messa kl. 8.30. Laugardag og virka daga: messa kl. 8.00. Keflavík - Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudag: Messa kl. 14.00. Chapel of light, Keflavíkurflugvelli: Sunnudag: Messa kl. 9.30. Laugar- dag: Messa kl. 17.30. Stykkishólmur - Austurgötu 7: Sunnudag: messa kl. 10.00. Laugar- dagogvirka daga: Messa kl. 18.30. ísafjörður - Jóhannesarkapella, Bol- ungarvík, Flateyrl, Suðureyri, Þing- eyri: Engar messur - séra Marek Zygadlo erí sumarleyfi til 27. ágúst. Akureyri - Péturskirkja - Hrafnagils- stræti 2: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa kl. 18.00. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 15. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messa kl. 11 með altarisgöngu. Síð- asta almenna messan í Landakirkju þar til 13. ágúst, en framundan er vígsla stafkirkjunnar 30. júlí og helgi- stund við setningu þjóðhátíðar 4. ágúst. Mætum vel og njótum samfé- lagsins í kirkjunni með kaffisopa á eft- irí safnaöarheimilinu. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þór- ir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11 sunnudag. Sr. Gunnar Bjömsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organ- isti Öm Falkner. Félagar úr Kór Hafnar- fjaröarkirkju leiða söng. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. * 11. Kór Víöistaöasóknar syngur. Org- anisti Úlrik Ólason. Siguróur Helgi Guömundsson. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Morguntíð er sungin í kirkjunni kl. 10 frá þriöjudegi til föstudags. For- eldramorgnar eru í safnaðarheimili á miðvikudögum kl. 11. Sóknarprestur verður fjarverandi til næstu mánaða- móta, á meóan þjónar Selfosssöfnuði sr. Úlfar Guðmundsson á Eyrarbakka. Sóknarprestur. FITJAKIRKJA í Skorradal: Guðsþjón- usta kl. 14. Sumarbústaðafólk í Skorradal hvatt til þátttöku. Ferming- arbörn frá því fyrir 50 árum vitja kirkjunnar sinnar. Sr. Flóki Kristins- son. BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA í Vestur- hópi: Stutt helgistund kl. 11.15 og að henni lokinni verður ganga í Borgar- virki. Kl. 14 verður guðsþjónusta í Borgarvirki. Prestur sr. Sigurður Grét- ar Sigurðsson. Helgi Ólafsson leikur á harmonikku undir almennan söng sem söngfólk mun leiöa. Allir vel- komnir. Sóknarþrestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. VALLANESKIRKJA: Messa kl. 14. Ferming. Prestur sr. Vigfús Ingvar Ing- varsson. Organisti Kristján Gissurar- son. Fermd verður: Jóna Sigurbjörg Þórhallsdóttir, Stekkjartröð llb, Eg- ilsstöðum. PRESTSBAKKAKIRKJA: Guðsþjón usta sunnudag kl. 14. Safnaöarfélag og kór Áskirkju I Reykjavík sækir Prestsbakkasöfnuð heim og tekur virkan þátt í guösþjónustunni. Kór Áskirkju syngur og organisti er Krist- ján Sigtryggsson. Sr. Ámi Bergur Sig- urbjömsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Allir hjart- anlega velkomnir. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. ÁSPRESTAKALL: Þykkvabæjarklaust- urskirkja. Guðsþjónusta veröur í Þykkjabæjarklausturskirkju sunnudag kl. 11. Prestur er sr. Baldur Gautur Baldursson og organisti er KristóferF- Sigurðsson. Almennur söngur. Allir velkomnir. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Hátíðarmessa verður sunnudag kl. 14.00 á Skálholtshátíð. Skálholtshá- tíöarkórinn syngur. Organisti: Eyþór Jónsson. Söngstjóri: Hilmar ðrn Ágn- arsson. Sr. Egill Hallgrimsson, Skál- holti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.