Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásta Margrét Agnarsdóttir fæddist á Undirfelli í Vatnsdal, A-Húna- vatnssýslu, 10. sept- ember 1916. Hún lést á heimili sonar síns 13. júli síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Ás- grímsdóttir, f. 18. október 1884, d. 30. mars 1951, og Agnar Þorláksson, f. 22. október 1878, d. 18. maí 1955. Börn þeirra voru 15 tals- ins. Hinn 22. september 1937 giftist Ásta Agnari Hólm Jóhannessyni, f. á Brúnastöðum í Lýtingsstaðar- hreppi, Skagafirði, 11. mars 1907. Hann Iést 3. september 1992. Börn þeirra Agnars og Ástu eru: 1) Marsibil, f. 16.6.1935, maður henn- ar var Jóhannes Ástvaldsson, f. 28.9. 1910, d. 23.5. 1979. Böm Marsibil em átta, barnabömin fimmtán og eitt langömmubarn. 2) Agnar Búi, f. 2.3. 1937, kona hans Elsku mamma mín. Það er skrítið til þess að hugsa að þú sért ekki lengur héma hjá okkur. En svona er lífið, við höfum víst öll ákveðinn tíma hérna áður en við snúum til annars staðar. Ég vona og vil trúa því að sá staður verði þér auðveldari og áhyggjuminni en lífið héma var. Það var svo sannarlega ekki alltaf fyrir- hafnarlaust lífið þitt þótt auðvitað ættirðu þínar góðu stundir líka. Að alast upp í stórum systkinahópi ► þar sem öll afkoma byggðist á mikill vinnu, þrautseigju og kjarki, hlýtur að móta mjög líf hvers einstaklings, en þau voru 14 systkinin. Enda man ég varla eftir mömmu öðruvísi en við einhverja iðju. Hún mat mjög mikils þann eiginleika fólks að vera vinnu- samt og koma sér áfram í lífinu. Einnig var hún mjög meðvituð um að með námi fengi fólk góðan meðbyr í lífinu. Mestan hluta lífsins bjó hún í sveit og hafði mikinn áhuga á öllu sem við- kom sveitalífinu almennt og tók virk- an þátt í því. Hún og pabbi eignuðust 12 börn og voru með tvær uppeldis- dætur í nokkur ár, svo það var í mörg horn að líta til þess að eiga í sig - og á. Þannig að maður var ekki mjög ' gamall þegar byrjað var að notast við mann til snúninga og jafnvel að treysta fyrir verkum. Vinnan á stóru sveitaheimili þurfti svo sannarlega að byggjast á góðri samvinnu og mikilvægi þess að allir væru sem best inn í hlutunum. Þegar ég hugsa til baka þá sé ég betur en ég hafði áð- ur gert mér grein fyrir, hve þau voru samheldin og umfram allt góðir verkstjórar. Aldrei voru árekstrar um hvernig hlutirnir ættu að vera. En lífið var ekki áfallalaust, þau misstu sjö ára son, Sigurð, í bruna sem tók líka hús þeirra og alla innan- stokksmuni. Þetta var að vonum mikið áfall sem í raun greri aldrei. Þau sáu þá vel hve samheldni og hjálpsemi er mikils virði og minntust oft vina sinna sem lögðu mikið á sig til að hjálpa þeim á þessum erfiðu tímum. Einnig misstu þau son, Sig- fús, í sjóslysi sem var þeim mikil raun. Þessi áfoll höfðu mikil áhrif á þau og voru þau mjög vakandi yfir okkur hinum og voru ekki róleg nema að vita hvar við værum og hvemig okkur liði. Oft fannst okkur að þau væru með óþarfa áhyggjur, en það er meiri skilningur á því í dag hvað lá að baki. Umhyggja þeirra náði ekki bara til okkar meðan við -^orum böm að aldri, við vomm svo sannarlega alltaf bömin þeirra og létu þau sig miklu skipta velferð okk- ar og fjölskyldna okkar. Þó auðvitað væri það ekki alfarið í þeirra valdi eftir því sem við fómm sjálf að taka ábyrgð á lífi okkar. Alltaf var mjög gestkvæmt hjá þeim, enda staðsett þannig að á ár- ^um áður, þegar aðalferðamátinn var á hesti eða gangandi, þá var áð hjá er Kristín Reginbald- ursdóttir, f. 15.8.1940. Þau eiga fjögur böm og eitt bamabam. 3) Jóhannes, f. 11.9. 1938, kona hans er Hrafnhildur Peder- sen, f. 28.7.1940. Hann á einn son af fyrra hjónabandi og fjögur bamabörn. 4) Bene- dikt, f. 8.2. 1940, kona hans er María Krist- jana Angantýsdóttir, f. 8.11. 1948. Þau eiga fímm börn og fjögur bamaböm. 5) Sigfús, f. 26.3. 1942, d. 29.11. 1963. 6) Hólmfríður Heiðbjört, f. 6.9. 1944, d. 13.10. 1997. Eftirlifandi maður hennar er Jón Eiríksson. Eignuð- ust þau fimm böm og bamabömin em tvö. 7) Sigurður, f. 13.10. 1946, d. 29.12. 1953. 8) Magnús, f. 28.10. 1949, kona hans er Guðlaug Ein- arsdóttir, f. 27.1. 1951. Þau eiga þijú börn og eitt barnabam. 9) Ásta Margrét, f. 20.4.1951, hún er í sambúð með Gunnar Magnússyni, f. 11.11. 1964. Hún á þijú böm af þeim og oftast þegin gisting og mat- ur. En þó samgöngur yrðu greiðfær- ari, vom þau svo heppin að hafa eignast mikið af góðum vinum sem héldu alltaf tryggð við þau og héldu áfram að heimsækja þau. Einnig var ættingjahópurinn stór og yfir sum- artímann var oft margt um manninn og kunnu þau því mjög vel. Ef von var á gestum þá var alltaf farið að hræra í kleinur, pönnukökur eða annað sem hentaði. Þessi gestrisni var mjög ríkur þáttur í lífinu og var mamma leið ef hún var ekki látin vita að við ætluðum að koma í heimsókn, því hún vildi eiga eitthvað með kaff- inu handa okkur. Pabbi lést í september 1992 og eft- ir það var mamma mjög vængbrotin og saknaði hans mikið. Hún gat aldrei sætt sig fyllilega við að búa ein, enda mikil viðbrigði eftir að hafa mestalla ævi búið með svo margt fólk í kringum sig. Fyrir rúmur tveimur árum missti hún dóttur sína Hólm- fríði eftir erfið veikindi og var það henni mjög þungbært. En hún hélt áfram að takast á við lífið og fylgjast með okkur hinum af sömu umhyggju og áður, þó þrekið hefði smám sam- an dvínað. Þrátt fyrir mikla vinnu og stund- um að sólarhringurinn dygði varla til að hafa til fæði og klæði á allan skar- ann, þá átti mamma sér áhugamál sem hún gladdi sig við. Hún ræktaði alltaf fallegan garð, þar var hún með öll ósköp af blómategundum sem hún þekkti öll með nafni og þau döfn- uðu svo vel hjá henni, hvemig sem áraði. Hún gat alltaf fundið sér smá- tíma til að koma öllu því í verk sem hún þurfti í sambandi við þessa ræktun sína. Eins átti hún alltaf matjurtagarð og það var eins með hann, hún fékk oftast góða upp- skeru. Hún hafði mjög glöggt auga fyrir öllu fögru í umhverfinu og kunni alltaf best við sig þar sem hún var í einhverjum tengslum við nátt- úruna. Hún var líka mikill dýravinur og átti alltaf einhver uppáhaldsdýr, oft kú eða kind, sem hún gerði gjam- an eitthvað meira til góða, sérstak- lega þegar þau eignuðust afkvæmi. Oftast fékk hún það líka launað í góð- um afurðum, eða bara smágælum. Þegar ég settist niður til að skrifa nokkur kveðjuorð, þá er svo margt sem kemur upp í hugann, frá lífs- hlaupinu. Sumt hef ég sjálf lifað, séð og heyrt, en annað heyrt frá öðrum til að fá heildarmynd, sem verður þó aldrei fullkomin. Því svo langt sem ég man hefur alltaf verið að bætast við myndina, nýjar frásagnir, svör við spurningum og annar skilningur á lífinu eftir því sem meiri þroska er náð. Við höfum alla tíð verið mjög nán- ar enda alltaf haft mjög mikil sam- skipti. Við hefðum gjarnan viljað hafa styttra á milli okkar núna síð- ustu árin. Það hefur oft verið sárt að fyrra hjónabandi með Gunnari Friðrikssyni. Barnabörnin eru tvö. 10) Ingibjörg, f. 15.3.1953, hún var gift Sigurði Ásgeirssyni. Áttu þau tvær dætur. Þau skildu. Böm hennar eru fjögur og bamabömin tvö. 11) Anna Snæbjört, f. 9.9.1957, hún er gift Páli Þóri Pálssyni, f. 8.10. 1954. Þau eiga tvö böm og eitt bamabam. 12) Sigurður Heið- ar, f. 12.2. 1959, kona hans er Sig- urbjörg Sigurðardóttir, f. 2.12. 1959. Þau eiga eina dóttur og eitt barnabarn. Agnar og Ásta ólu einnig upp tvær systur Deboru Susan og Lindu Lee Duprie. Ásta og Agnar bjuggu á Heiði í Gönguskörðum, Skagafírði, allt þar til þau brugðu búi um 1970. Sonur þeirra hefur búið þar síðan. Þau fluttu þá til Reykjavíkur. Ásta vann ýmis störf eftir að hún flutti til Reykjavíkur. En síðustu árin þar unnu þau hjónin bæði á Hótel Sögu. Eftir að Agnar varð fýrir bif- reið og slasaðist þannig að hann varð óvinnufær ákváðu þau að flytja aftur norður og settust þau að á Sauðárkróki. Þau bjuggu að Raftahlíð 11 þar til Agnar lést 1992. Ásta flutti að Víðigrund 16, Sauðárkróki, og bjó þar til dauða- dags. Utför Ástu verður gerð frá Sauð- árkrókskrikju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. hugsa til þess að hún væri ein, sér- staklega þegar heilsan var ekki nógu góð. Ég er ennþá að standa upp til að fara að hringja í hana eins og ég gerði svo oft á kvöldin, svona er van- inn. Elsku mamma, ég veit að þú held- ur áfram að vaka yfir okkur og biðja fyrir okkur, eins og þú gerðir alltaf. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér þegar þú komst til nýrra heimkynna og átt þú það svo sannar- lega skilið. Eg þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert, í verki, orðum og bænum. Það er gott að hugsa til þess að hafa átt þig sem móður, því margt í okkar samskipt- um hefur gert mig að því sem ég er í dag. Takk fyrir það. Guð veri með þér og vísi þér veginn áfram. Þín dóttir, Ásta. Elsku mamma mín. Ekki hélt ég að það yrði mér svona erfitt að skrifa litla grein til þín. Minningarnar hafa hlaðist upp síðustu dagana, en ein stendur þó upp úr. Það var þegar ég sagði þér að ég væri að fara til Ameríku, til manns þar, sem ég þekkti ef til vill ekki nógu mikið, en það mikið að hjarta mitt segði mér að ég væri að gera rétt. Svar þitt kom mér á óvart, en þú sagðir mér að treysta hjarta mínu, ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég færi ekki. Þú sagðir líka að við yrðum að halda orkuflæðinu gangandi annars yrði bara stöðnun í lífi okkar, þú vild- ir að sjálfsögðu vita eitthvað um þennan mann, en efst í huga þér var að hann yrði mér og börnunum mín- um góður. Ég mun aldrei gleyma til- finningum mínum í þessu samtali, ég man ég sagði, að af öllu því sem þú hefðir gefið mér í gegnum lífið væru þessi orð þín mér ómetanleg, ég gleymi heldur ekki hvað þú trúðir líka á að ég væri að gera rétt. Seinna þegar ég var komin héma til Salt Lake City og hringdi í þig vildir þú bara vita hvort ég væri hamingju- söm, hvort Dave væri mér góður en það er nafn þessa manns, og hvort væri fallegt héma. Það er svo margs að minnast, elsku mamma mín, og mikið að þakka Fyrst af öllu þakka ég þér fyr- ir að þú skyldir alltaf trúa á mig, hvemig sem líf mitt var og hvað mörg feUspor sem ég tók, alltaf trúð- ir þú á getu mína tU að halda áfram. Ég man þegar ég var yngri, eða ef til vill er eðlilegra að segja þegar þú hafðir enn heilsu, hvað ég undraðist kraftinn þinn og það var eins og þér væri ekkert ómögulegt, orka þín til alls var alveg einstök, ég veit að ég á aldrei eftir að kynnast öðmm eins vilja og þú hafðir. Ég veit í dag að það var vilji þinn, sem hjálpaði þér í gegnum allt lífið. Ég hugsa til síðustu daganna heima á íslandi, þegar ég hafði svo mikið að gera, vildi og ætlaði að gera miklu meira fyrir þig, vera miklu meira með þér, en hlutirnir vom allt- af óteljandi sem ég átti eftir að gera svo að þetta miklu meira með mömmu varð ógnarsmátt, og sam- viskubit í þokkabót, núna þegar ég hef allt of mikinn tíma til að gera ekki neitt er fjarlægðin svoUtið erfið. Ég man líka, elsku mamma mín, hvað oft við sögðum þegar við töluð- um saman í síma að kvöldi tU, hvað við vildum vera með vængi og geta dmkkið kvöldkaffið saman. Nú hefur þú fengið vængina þína og vonandi kemur þú til mín í kvöldkaffi og nýt- ur þess að sjá hvað er fallegt hérna. Eg spurði þig líka áður en ég fór frá Islandi, hvort þú héldir að þú treystir þér að koma í brúðkaupið mitt ef ég gifti mig hérna. Svar þitt kom mér á óvart, bæði vegna þess að ég vissi hvað heilsa þín var orðin lé- leg og líka vegna þess að þú varst mjög hrædd við að fljúga. „Það held ég að geti vel verið og hvað er þetta langt flug“ spurðir þú. Núna veit ég að það verður ekki erfitt flug, mamma mín, að koma til mín þegar ég gifti mig, hvar sem ég verð stödd í veröldinni. Ég gæti haldið svona áfram enda- laust, elsku hjartans mamma mín, ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér, eins Fríða systir og bræðurnir Fúsi og Siggi. Ég veit Uka að nú ertu laus við allar þínar þrautir og getur notið lífsins í hinum eilífa guðlega dal. Elsku systkini mín öll, þakka ykk- ur af öllu hjarta fyrir allt sem þið gerðuð tU þess að útfor móður okkar yrði sem yndislegust. Þakka ykkur elsku Maggi bróðir og Lóly mágkona að vera hjá mömmu þegar hún kvaddi þessa jarðvist, að hún var ekki ein. Fjarlægðin hefur verið erfið þessa síðustu daga, en í hjarta mínu er ég ykkur öllum innilega þakklát fyrir allt. Elsku hjartans mamma mín. Guð blessi þig um alla eilífð, þakka þér af öllu hjarta aUt sem var og er. Ingibjörg Agnarsdóttir. Elsku mamma og tengdamamma, það er svo sárt að heyra að þú sért farin frá okkur, en við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér og að þér líður vel. í huganum hrannast upp góðar minningar og allar þær stundir sem við áttum saman. Þær voru ófáar ferðirnar sem við komum til ykkar pabba í Einarsnesið á meðan þið bjugguð þar í litla húsinu ykkar með fallega blómagarðinn sem þú varst svo ötul við að hugsa um og gera fín- an enda var það líf þitt og yndi. Aldrei varst þú aðgerðarlaus, ef þú varst ekki í garðinum þá varstu að prjóna eða sauma eitthvað til að gefa öðrum, peysur, gammosíur, sokka eða vettUnga enda hugsaðir þú hlýtt til allra. Sérstaklega var þér annt um að ömmubömin vantaði ekld eitthvað hlýtt tU að vera í og alltaf varst þú að útbúa afmælis- og jólagjafir því engum vildir þú gleyma, enda mundir þú alla afmæl- isdaga barna og barnabama. Eftir að þið fluttuð aftur norður á Sauðárkrók sáumst við ekki eins oft en þú tókst alltaf jafn vel á móti okk- ur þegar við komum og hugsaðir allt- af um að við fengjum einhveijar góð- gerðir þegar við komum. Ekki gleymum við þeim stundum sem við áttum þegar þú komst í heimsókn til okkar og stundum komstu með okkur í sveitina, sem þú varst svo hrifin af. Við emm svo þakklát að hafa verið nýbúin að heimsækja þig til Magga bróður þar sem þú varst í heimsókn þegar kallið kom. Elsku mamma og tengdamamma, það er svo skrítið hvað þú ert búin að vera dugleg og áorka miklu í lífinu við erfiðar aðstæður og mörg áföll sem þið hjónin hafið þurft að yfir- stíga og þú nú ein síðustu árin eftir að pabbi okkar dó. Elsku mamma og tengdamamma, þú ert nú horfin frá okkur og þökk- um við fyrir allar samverustundimar og allt sem þú hefur gefið okkur. Megi ljós þitt skína í hjörtum okkar ÁSTA MARGRÉT AGNARSDÓTTIR um aldur og ævi. Guð glessi þig og varðveiti. Þín dóttir og tengdasonur, Anna Snæbjört Agnars- dóttir, Páll Þórir Pálsson. í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Ásta Agnarsdótt- ir. Ég vil minnast hennar með nokkr- um orðum. Þegar ég kynntist henni fyrir rúmum 15 árum átti hún þá enn eftir heilmikið af þeim eldmóði sem einkenndi hana. Þá bjuggu þau Agn- ar, maðurinn hennar, í litlu húsi í Skerjafirðinum. Garðurinn í kring- um húsið vakti furðu mína, ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hægt væri að koma svo mörgum fallegum plöntum fyrir á svo litlu svæði. Þar var meira að segja lítið gróðurhús þar sem uxu jarðarber. Eins var að líta innanhúss, öllu var fyrirkomið á aðdáanlega, haganlegan og smekk- legan hátt. Ásta ólst upp við fátækt, eins og algengt var um almúgafólk á fyrstu árum eftir síðustu aldamót. Það voru margir munnar að metta og bömin lærðu fljótt að þau yrðu að leggja sitt að mörkum ætti fjölskyld- an að geta verið saman. Þó dugði það ekki, því sum bömin urðu að fara til vandalausra. Ásta var þó svo lánsöm að hún gat verið með móður sinni sem kenndi henni sannarlega að vinna, en sýndi henni líka ást og hlýju. Ásta giftist ung, Agnari Hólm Jó- hannessyni, þau fluttu fljótlega að Heiði í Gönguskörðum. Bamahópur- inn stækkaði fljótt, það reyndi á dugnað og útsjónarsemi. Agnar veiktist af asma og oft var hann það veikur að hann komst ekki úr rúmi, þá var ekki um annað aðra að ræða en Ástu að fara í verkin hans. Svo hún þurfti að sinna jafnt úti- og inni- verkum. Það léttist þó þegar börnin uxu úr grasi því þau létu sitt ekki eft- ir Uggja að hjálpa tU. Ásta sagði mér frá því að oft hafi ekki verið tU fata- efni til að sauma úr. Þá varð hún sér úti um hveitipoka sem hún litaði og saumaði úr skyrtur og kjóla á bömin sín. Hún var snUlingur að prjóna fal- legar peysur jafnt og sokka og vettl- inga. Enn þá var vinna og dugnaður það eina sem gilti. Þannig var lífið hjá fólki sem lifði af kreppu og aðra erfiðleika. Rétt fyrir áramótin 1953-1954 gerðist sá atburður sem átti eftir að setja mark sitt á ijölskylduna. Nýtt íbúðarhúsið að Heiði brann tU kaldra kola. Eitt barnið, sjö ára drengur, náðist ekki út úr brennandi húsinu. Skepnunum var öllum bjargað og tveir bræðranna hugsuðu um þær það sem eftir lifði vetrar. Við tölum oft um „að duga eða drepast", þannig hafa íslendingar lifað mörg harð- indaár, bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu þess orðs. Byrjað var að byggja annað íbúðarhús að Heiði næsta vor. Lífið hélt áfram þrátt fyr- ir sorgir og erfiðleika. Þar bjuggu þau allt til ársins 1970, en þá fluttu þau til Reykjavíkur ásamt yngstu bömunum sem ennþá vom á skólaaldri. Með nýjum lyfjum og fjarlægð frá sveitinni fór Agnari að batna. Þau snem aftur norður ár- ið 1986 og bjuggu eftir það á Sauðár- króki. Agnar lést árið 1992. Skömmu eftir það fór heilsu Ástu að hraka. Hún varð fyrir slysi og varð aldrei jafngóð aftur. Þegar hún kvaddi end- anlega var hún í heimsókn hjá Magn- úsi syni sínum og Guðlaugu konu hans í Borgarfirðinum. Hún átti þar nokkra fallega sumardaga í nálægð bama sinna sem hún unni. Ég vil þakka Ástu samfylgdina. Ég veit að hún á eftir að lifa þá feg- urð sem hún þráði, einnig að ferðast sem hana langaði aUtaf tU. Hún er komin á þann stað sem ekkert er ómögulegt. Við skiljum það ekki í þessari jarðargöngu okkar, vegna þess að við miðum alltaf við það sem við þekkjum hér. Við emm bundin niður á þeim stað sem við ætlum að læra og með því fólki sem við ætlum að vinna með. Nú fær hún að skilja leyndardóminn um lífið og dauðann. Hrafnhildur. í örfáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar. Ég kynntist Ástu þegar ég var ungUng- ur. Minnisstætt er þegar ég kom

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.