Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 45
íyrst inn á heimili hennar og Agnars
tengdapabba hve hlýtt viðmót við
mér blasti og ég fann fljótt að ég var
velkomin á þeirra heimili. Ég gleymi
aldrei einu atviki sem mér þótti ekki
sjálfsagt, það var þegar hún bauð
mér í mat hjá þeim og hún vissi að ég
var ekki hrifin af því að borða lifur,
en hún hafði þá tvírétta máltíð svo ég
gæti borðað líka, þetta þótti mér sér-
stakt.
Einu sinni þegar ég og vinkona
mín, Guðný, vorum hjá henni vorum
við að tala um jogginggalla sem okk-
ur langaði svo mikið í og voru í tísku,
þá bauð hún okkur að hún skyldi
sauma þá íyrir okkur, við skyldum
bara kaupa efni því þetta væri ekki
mikið mál enda var hún alvön að
sauma.
Margar stundir áttum við saman
bæði nýlega og áður, það var oft at-
hyglisvert að spjalla við hana og
hlusta á hvað hún hafði að segja,
bæði frá gamla tímanum og hennar
búskaparárum á Heiði.
Ásta tengdamamma var afskap-
lega skapgóð, rösk og vildi hafa
reglu á hlutunum, henni var líka
annt um að fólkinu sínu liði vel og
hefði það gott. Alltaf var ég velkomin
hvenær sem var og ávallt tekið vel á
móti mér. Ég er afar þakklát fyrir
allar þær stundir sem hún var hjá
okkur þegar hún kom suður.
í dag kveð ég Ástu tengda-
mömmu, í huga mínum er þakklæti
fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og
allar þær stundir sem við áttum sam-
an.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr.Pét)
Guð geymi þig, elsku Ásta.
Sigurbjörg Sigurðardóttir.
Þá hefur sómakonan hún Ásta
kvatt okkur. Þó ég hafi ekki þekkt
hana lengi og kannski ekki mikið,
tókst með okkur ágætur vinskapur.
Hún var glettin kona sem gott var að
heimsækja á allan hátt. Ég á örugg-
lega eftir að sakna þess að sitja hjá
henni í eldhúsinu norður á Sauðár-
króki og gæða mér á sykruðum
pönnukökum með rjóma. Helst vildi
hún vita með smáfyrirvara ef von var
á mér til að eiga örugglega pönnu-
kökur eða annað góðgæti til handa
mér. Þó að lífshlaupið hafi ekki alltaf
gengið snurðulaust fyrir sig átti hún
alltaf til glettni og oft mátti hagræða
sanleikanum örlítið ef það varð til að
krydda tilveruna. Ég vil að lokum
óska Ástu góðs gengis á þeirri braut
sem hún hefur lagt út á og megi hún
njóta blessunar við þau störf sem
hennar bíða þar.
Gunnar Magnússon.
Elsku besta amma mín.
Takk fyrir allt sem þú hefur kennt
mér og gefið mér gegnum árin.
Ég man þegar ég var lítil hvað ég
hlakkaði til að fara að heimsækja þig
og afa, hvað það var gaman að koma
til þín og vita af þér í garðinum og
afa í bflskúrnum að flétta hesta-
tauma eða sitjandi í rauða stólnum
sofandi með kveikt á útvarpinu og
sjónvarpinu í einu.
Mér fannst svo gaman að hjálpa
þér í garðinum og leika mér þó að ég
vissi að ég þyrfti að fara varlega svo
garðurinn þinn héldist eins fallegur
og áður. Ég man að ég var alltaf að
fylgjast með jarðarberjunum og
þegar þau voru þroskuð þá stalst ég
stundum í þau, „þetta eru bestu jarð-
arberin í öllum geiminum", hugsaði
ég. Síðan leyfðirðu mér alltaf að
horfa á „Nonna og Manna“ eða
„Heilsubælið“ sem voru uppáhalds
sjónvarpsefnið mitt þá. Ég man ég
horfði á þetta aftur og aftur og það
var alltaf jafn skemmtilegt, þú furð-
aðir þig oft á því hvað ég gat horft á
þetta oft og hvað ég gat hlegið að því
sama aftur og aftur.
Og síðan alltaf áður en ég fór að
sofa varð ég að sjá þig taka úr þér
fölsku tennumar og bursta þær, því
alltaf áður þá settirðu þær alveg
fremst í munninn og léks hest, þetta
fannst mér svo fyndið.
Einu sinni þegar ég frétti að Lilla
og Una voru að fara afur til Sauðár-
króks, ég var eitthvað um 3ja ára, þá
grátbað ég mömmu um að leyfa mér
að fara með, ég var ein lítil frekja
sem fékk allt og auðvitað fékk ég að
fara með.
Ég ein hjá ömmu og afa, það var
eitthvað sem mig hafði langað lengi,
en ekki of lengi, ég var nú bara
þriggja. Og það var svo gaman og
þegar ég þurfti að fara heim fannst
mér vera kominn heimsendir, þvi nú
gat ég bara talað við þig í síma og ég
fékk ekki að sjá fyndnu fölskutanna-
sýninguna áður en ég fór að sofa,
fékk ekki að horfa á „Nonna og
Manna“ eða „Heilsubælið" né horfa
á afa flétta hestatauma.
Þegar ég var sex ára, að fara í
skóla, frétti ég að afi væri dáinn, það
var eitthvað sem ég skildi nú ekki al-
veg þá. En ég fann samt eitthvað
koma yfir mig, eitthvað sem ég vissi
ekki hvemig átti að sýna (tilfinn-
ingalega). Síðan þegar við komum á
Krókinn sá ég hve leið þú varst en
vissi bara ekki út af hverju, jú auð-
vitað hafðirðu misst afa en ég hélt að
það væri allt í lagi að deyja því nú gat
hann verið hjá Guði og englunum,
sem þeir sem eru ekki dánir fá ekki.
Þegar ég fór í kistulagninguna og
fékk að strjúka afa um vangann þá
fann ég hvað hann var kaldur og aft-
ur kom þessi tilfinning yfir mig, það
fyrsta sem ég spurði mömmu var:
„Af hverju er afi svona kaldur?"
Mamma sagði að núna væri sálin
hans afa komin til Guðs og það væri
hún sem héldi honum lifandi og heit-
um.
Og þegar í kirkjuna var komið
vom allir grátandi, sem skiljanlegt
er, en ég sex ára, skildi ekki. Eg
hugsaði bara; af hverju em allir
svona grátandi og leiðir? Afi er núna
hjá Guði að dansa við englana.
En seinna þegar ég varð eldri fór
ég að skflja dauðann og hvemig átti
að bregðast við þessari tilfinningu
sem alltaf kom yfir mann þegar ein-
hver náinn deyr. Ég held bara að ég
hafi farið að skilja það eftir að afi dó
og ég fór að fylgjast með þér, hvað
þú varst leið og óhamingjusöm fyrsu
dagana, vikumar, mánuðina.
Mér líður svo illa að vita að ég get
ekki verið við jarðarförina þína og
kvatt þig með öllum ættingjum mín-
um og fengið bara að sjá þig einu
sinni enn áður en þú verður jörðuð.
Ég veit og ég get alveg séð fyrir
mér hvað þú verður glöð og ánægð
að sjá afa aftur, og auðvitað Fríðu,
Fúsa og Sigga. Því þá veist þú að
ekkert getur slitið ykkur í sundur.
Og eftir allavegana 50 ár verður öll
fjölskyldan þín komin til þín og eftir
önnur 50 ár verða flest bamabörnin
komin til þín og svona koll af kolli.
Ég hef svo mikið að segja og svo
mikið að þakka fyrir að ég gæti skrif-
að heila framhaldssögu, en ég ætla
nú ekki að verða rithöfundur heldur
barnalæknir og ég veit að þú verður
stolt af mér þegar að því kemur.
Ég bið góðan Guð að geyma þig og
takk fyrir allt!
Ég bið líka að heilsa afa, Fríðu,
Fúsa og Sigga og ég veit að þið eigið
eftir að verða hamingjusöm. Síðan
sjáumst við bara eftir svona 80 ár
eða svo.
Lilja Hlín Ingibjargardóttir.
Elsku besta amma mín, takk fyrir
allt sem þú hefur gefið mér í gegnum
tíðina.
Takk sérstaklega fyrir kleinurnar,
ullarsokkana og bara allt.
Síðast þegar við vomm hjá þér
hjálpaðir þú mér að prjóna, þú sagðir
mér líka að ég ætti að vera sterkur
og stór og ekki gráta, en núna þegar
ég veit að ég sé þig ekki aftur er erf-
itt að vera sterkur og stór og ekki
gráta.
Ég veit að afi hefur verið glaður að
fá þig til sín og Fríða frænka og Fúsi
og Siggi strákarnir þínir og afa.
Ég bið algóðan Guð að blessa þig
og ég veit að nú ertu laus við allar
þrautir ogverki.
Elsku amma mín, takk fyrir allt
sem þú kenndir mér.
Steingrímur Sigurðarson.
Elsku amma. Það er svo notalegt
að hugsa um allar þær stundir sem
við áttum saman, sérstaklega þykir
mér vænt um þær stundir þegar við
vomm bara tvær saman. Þú varst
alltaf að kenna mér eitthvað sniðugt,
t.d. þegar þú kenndir mér að prjóna
og þú varst svo þolinmóð við mig
þegar ég var að klaufast og allt fór í
hnút, svo kom ég oft til þín og við
bökuðum saman kleinur og rúg-
brauð og þú gafst mér svo uppskrift-
irnar, það var æðislegt. Endalaust
gat ég spurt þig og hlustað á sögur
sem þú sagðir mér frá því í gamla
daga eða þegar pabbi og systkini
hans vom lítil á Heiði. Það var svo
skemmtilegt því ýmislegt var bauk-
að í sveitinni. Þegar ég gisti hjá ykk-
ur afa í Raftahlíðinni fannst mér svo
gaman því þið fómð alltaf frekar
seint að sofa og fenguð ykkur oft
eitthvað í svanginn fyrir svefninn.
Það var alltaf svo fróðlegt að spjalla
við þig um lífið og tilverana því þú
vissir svo mikið. Þegar þú komst til
okkar núna í maí vomm við mikið
saman og spjölluðum heilmikið um
hitt og þetta, það var dýrmætur tími
með þér, amma mín.
Takk fyrir allt og guð geymi þig,
elsku amma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Sigrún Hildur Sigurðardóttir.
Elsku amma.
Löngu æviskeiði þínu er lokið, í
dag verður þú lögð til hinstu hvflu og
þú vafalaust hvfldinni fegin. Veikindi
hafa tekið sinn toll undanfarin ár en
samt hélstu alltaf í gleðina og góða
skapið.
Við minnumst með gleði í hjarta
stundanna sem við systkinin höfum
átt með þér og afa. Sérstaklega
minnumst við heimsókna ykkar í
Efri-Múla þegar við vomm minni. Þá
fylgdum við ykkur eins og skuggar
og gleyptum í okkur allan þann fróð-
leik sem þið miðluðuð til okkar m.a. í
formi frásagna frá fyrri tímum.
Einnig minnumst við heimsókna til
ykkar bæði á Einarsnesið og svo síð-
ar i Raftahlíðina þar sem þú bauðst
ávallt upp á kleinur og annað heima-
bakað góðgæti með bros á vör.
Ég er sérstaklega þakklát fyrir
tímann sem við tvær áttum saman á
Svalbarðseyri síðastliðið haust. Þar
sem við ræddum um lífið og tilver-
una fyrr og nú, flæktumst um og
styrktum böndin á milli okkar.
Elsku 'amma, við eigum eftir að
sakna þín en það er léttir að vita að
nú ertu hjá afa og við vitum að ykkur
líðurvel.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Elsku pabbi, mamma og aðrir
aðstandendur, guð styrki okkur í
sorginni.
Ingibjörg Margrét,
Einar Hólm, Agnar Þór
og Qölskyldur.
Nú ertu farin frá okkur, Ásta mín,
og þá langar mig að bera fram nokk-
ur vanmáttug orð. Við höfum nú ekki
þekkst nema rúm tíu ár, sem er ekki
stór hluti af þinni löngu ævi. En mig
langar að þakka þér fyrir hvað þú
tókst mér vel þegar ég kom inn í fjöl-
skylduna. Því þótt þú hefðir nokkuð
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum kom okkur fljótlega vel
saman. Við tókum hvor annarri með
jafnaðargeði; með kostum og göllum.
Og þú gafst mér hlutdeild í lífi þínu, í
lífi konu sem hefur lifað tímana
tvenna og reynt svo margt um langa
ævi.
Nú þegar þú ert farin sé ég svo
ljóslega verkin þín allt í kringum mig
og þau minna mig á þig. Þú varst
sjaldan iðjulaus og hjálpaðir mér æv-
inlega þegar þú komst í heimsókn,
enda vissirðu sem var, að sauma-
skapur, pijón og bakstur vora ekki
mínar sterku hliðar. Oft kom ég líka í
heimsókn til þín með sitthvað sem
þurfti að laga og alltaf tókstu mér vel
og varst ekki spör á handtökin, þótt
þau væm orðin mörg hjá þér um æv-
ina. Svo í fyrrasumar þegar ég eign-
aðist drenginn minn komstu til okk-
ar og við áttum yndislegar stundir
saman og þú miðlaðir mér af reynslu
þinni. Þú dróst hvergi af þér; pijón-
aðir litla leista, bakaðir fyrir skímina
hans, saumaðir fyrir mig og gerðir
við, þó að heilsan væri farin að bila
og kjarkurinn stundum líka. Sagðir
mér líka margt yfir kaffibollanum úti
í garði, margt sem ég óttast nú að
gleyma þar sem ég get ekki spurt þig
aftur í bráð og ekkert verður af því
að ég sæki þig í aðra heimsókn í sum-
ar, eins og ég var þó búin að lofa.
Ég reyni nú samt að vera ekki
með eftirsjá heldur vera þakklát fyr-
ir þann tíma sem við þekktumst. Ég
veit að eftir langt dagsverk hlýtur
hvfldin að vera góð og ljúft að fara á
vit Föðurins. Þar bíða líka ástvinir
sem þú saknaðir svo mikið, þar tekur
Agnar þinn á móti þér og börnin þrjú
sem þú lifðir. Um síðir kem ég líka
og þá getum við spjallað aftur, um
hvernig lífið gengur í sveitinni. En
þangað til segi ég: Þakka þér fyrir og
góða ferð.
Þín
Eydís.
Fallin er frá mikil sómakona, hún
Ásta á Heiði. Okkur systkin langar
til að minnast hennar með þakklæti í
örfáum orðum, hennar sem bætti við
sinn stóra barnahóp okkur systkin-
um úr Reykjavík til sumardvalar í
mörg sumur, og sinnti okkur sem sín
eigin væm. Á Heiði var alla jafna vel
á annan tug heimilisfólks og fátt ef
nokkuð af nútímaheimilistækjum til
að létta störfin og segir sig sjálft að
vinnudagur húsfreyju hefur oftast
verið langur og frídagar fáir ef
nokkrir. En Ásta bjó vel að fyrri
gerð, kemur úr stómm systkinahópi
og hefur snemma þurft að axla
ábyrgð enda var allt sem hún tók sér
fyrir hendur leyst af stakri prýði og
jafnlynd var hún á hverju sem gekk.
Ekki verður Ástu minnst án þess
að geta Agnars eiginmanns hennar
enda vora þau ævinlega nefnd í sömu
andrá. Agnar var þessi klettur sem
fátt haggaði, traustur, glaðlyndur og
einstaklega barngóður. Saman unnu
þau hjón hvarvetna virðingu sam-
ferðafólks síns fyrir samheldni og
gestrisni. Saman unnu þau úr sorg-
inni ekki síður en gleðinni, þau
misstu aldrei sjónar af hinum rétta
vegi. , c
Alla tíð fylgdist Ásta með gengi
okkar systkina enda trygg sínum.
Eftir að þau hjón bragðu búi, hehn-
sóttum við Ástu nokkmm sinnum í
Raftahlíðina á Króknum, þar hafði
hún ræktað garðinn sinn og þar var
sama handbragðið sem við þekktum
frá fyrri tíð.
Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Vertu sæl og blessuð sé minning
þín.
Bára og Óskar.
Elsku amma, það var svo sárt að
heyra að þú værir farin frá okkur, en
við vitum að nú líður þér betur og
hann afi okkar hefur tekið vel á móti
þér.
Það gleymist aldrei þegar við
komum til ykkar afa í Einarsnesið
með strætó og kisan Monsa var með
okkur í ferðinni innanklæða. Við
minnumst þess þegar afi fór með
okkur strætóhringinn með leið 5 en
okkur fannst það mjög gaman. Við
munum líka eftir því að hvað Sonju
þótti gaman að fá að fara í bað hjá
ömmu sinni og afa þegar hún kom í
heimsókn, og leika sér að kubbunum
og spila með afa sínum og ömmu.
Eftir að þið fluttuð aftur norður
var Palli hjá ykkur eitt sumar en þá
var hann að vinna í unglingavinnunni
fyrir norðan en þeim tíma er ekki
hægt að gleyma þar sem amma var
alltaf tflbúin með Ijúffengan mat
þegar hann kom heim úr vinnunni.
Síðan vora það allar lopapeysurn-
ar, vettlingamir og sokkamir sem
amma pijónaði á okkur og gaf okkur
svo í afmælis- eða jólagjöf því afmæl-
um okkar gleymdi hún aldrei.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín hvenær sem var og em það '*
ógleymanlegar stundir.
Aldrei geta þessar góðu stundir
gleymst. Þær verða ávallt í huga
okkar. Megir þú hvfla í friði, elsku
amma.
Sonja og Páll.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir og systir,
NÍNA GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR
innheimtustjóri,
Vegghömrum 6,
Reykjavík,
lést föstudaginn 21. júl(.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kjartan Reynir Hjaltason, Linda K. Páisdóttir,
Stella Ósk Hjaltadóttir, Halldór Gunnlaugsson,
Alexander, Aðalsteina Líf og Ágúst Freyr,
Sigurjón K. Níelsen, Elfn Sæmundsdóttir,
Gísli Sigurjónsson, Jóhanna H. Bjarnadóttir,
Guðmundur P. Sigurjónsson, Þóra B. Ágústsdóttir,
Birgir Sigurjónsson, Laufey Sigurðardóttir,
Ósk Sigurjónsdóttir, Stefán Ö. Magnússon,
Sigurjón S. Níelsen, Helga Hillers.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, frændi og afi,
BIRGIR STEINÞÓRSSON,
Hvassaleiti 58,
Reykjavfk,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 20. júlí.
Kristín Ingimundardóttir,
Brynja Ríkey Birgisdóttir, Garðar Berg Guðjónsson,
Ragnheiður Magnúsdóttir,
Birgir Aðalsteinsson, Steinunn Guðjónsdóttir,
Kristfn Stefánsdóttir, Ólafur Ingþórsson,
Anna Bryndís Óskarsdóttir, Birgir Karl Óskarsson,
Alexander Berg Garðarsson, Birgitta Ríkey Garðarsdóttir,
Ylfa Rakel Ólafsdóttir, Arna Rín Ólafsdóttir.