Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 47

Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 47 INGIBJORG VILBERTSDÓTTIR tlngibjörg Vil- bertsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. júlí 1953. Hún lést í Keflavík hinn 28. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Innri- Njarðvíkurkirkju 7. júlí. Elsku Ingibjörg. Mig langar að skrifa nokkur orð til að kveðja þig, kæra vin- kona. Þú varst svo ánægð yfir því að við hjónin værum að flytja hingað suð- ur og ég ætlaði að sækja þig þegar við værum búin að koma okkur fyrir. Er hún Hafdís dóttir þín hringdi og færði mér þær sáru fréttir að þú hefðir orðið bráð- kvödd fannst mér erfitt að trúa því að kona eins ung og þú skulir vera farin svo skyndilega. Ég er ánægð yfir því að við skyldum hittast aðeins nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Ég vona að þér líði vel núna og að þú hafir fullt af dýrum í kringum þig, vegna þess að ég hef aldrei kynnst eins miklum dýravini og þér, dýr hreinlega löðuðust að þér. Það var alltaf ánægjulegt að fylgjast með þér og dýrunum og ég veit að þau sakna þín. Ingibjörg, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Skiljast leiðir, margs er að minnast. Eg man það vel er kynntist ég þér fyrst. Ég man þig ávallt, vertu sæl að sinni, sálin deyr ei þótt holdiðhverfi á braut. Aldrei mér gleymast okkar kynni. Guðs hönd þig leiði lífsins veginn bjarta og ljóssins geislar vermi gengin spor, svo ávallt megi hátt á himnum skarta, hljómur frá þinni sál um fagurt vor. (Finnb. Rútur Guðm.) Ég sendi börnum þínum, barna- bömum og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þín, elsku Ingibjörg mín, og megi Guð geyma þig. Vertu sæl, kæra vin- kona. Kristin Hreiðarsdóttir (Stína). ÞORSTEINN BRYNJÚLFSSON + Þorsteinn Brynj- úlfsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. desember 1947. Hann lést 10. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Há- teigskirkju 18. júlí. Æ, elsku vinur. Þetta er svo sárt og svo ósanngjarnt. Síð- ast er við hittumst var fastmælum bundið að þið Sigga og krakkarn- ir kæmuð eina helgi til okkar austur í Spörva- skjól og myndum við eiga góða helgi saman. En svo er ljánum brugðið á loft og þú felldur. Brottfall Jenna vinar okkar var okkur mikið áfall en aldrei leiddi ég hugann að því að þú yrðir næstur. Hugurinn reikar til baka, til æskuáranna þegar veröldin var stór og draumar okkar í sama hlutfalli. Leikirnir okkar og öll prakkara- strikin, baunabyssustríðin og her- mannastríðin. Mér er ógleymanleg útilegan okkar vestur í Eyju, þegar skroppið var í bæinn og sóttar nokkrar dósir af niðursoðnum svið- um í Brynjúlfsbúð og þær borðaðar HEINRICH WÖHLER + Heinrich Wöhler fæddist 15. maí 1910. Hann lést á heimili sínu 28. júní siðastliðinn og fór bálför hans fram í Kiel íÞýskalandi. Ég hitti Heinrich Wöhler haustið 1997 þegar ég var að gera heimildarmyndina „Fangarnir á Mön“. Heinrich var einn ör- fárra Þjóðverja sem þá voru enn lifandi og höfðu verið fluttir frá Islandi í fangabúðir á eyjunni Mön. Þegar Bretar hernámu Is- land í maí 1940 voru þeir logandi hræddir um að þeir Þjóðverjar sem hér voru búsettir njósnuðu fyrir nasista. Þjóðverjarnir, sem flestir áttu íslenskar fjölskyldur, voru því fluttir af landi brott í breskar fangabúðir. Nú er Hein- SKILA- FRESTUR MINN- INGAR- GREINA EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. rich Wöhler allur og þar með væntanlega sá síðasti sem var til frásagnar um vist Þjóðverjanna í fanga- búðunum. Mér tókst að hafa upp á Heinrich Wöhler með aðstoð sonar hans Hannesar. Heinrich tók mér fyrst með dálitlum semingi þegar ég hringdi í hann og ósk- aði eftir að fá að taka við hann sjónvarpsvið- tal um vistina í fanga- búðunum á Mön. Ég var komin alla leið til Kiel og runnu á mig tvær grímur að kannski hefði ég farið fýluferð. Heinrich hafði talið að ég væri blaðamaður en ekki sjónvarpsmaður og honum geðjað- ist lítt að þeirri tilhugsun að koma fram í sjónvarpi og tala um sín prívatmál. En það var dæmigert fyrir þann séntilmann sem Heinrich Wöhler var að hann veitti mér viðtalið og sagði hispurslaust frá þessum ör- lagatímum í lífi sínu fyrir framan m ■ > í : v/ "Fossvogskif^Ujuga^ð Sími: 554 0500 blómaverkstæði ISlNNA Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínti 551 9090. ÚTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir E imrsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olscn útfararsljóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is undir berum himni. Þvílík sæla. Þegar þú svo fluttir suður og skólagangan hófst þá rofnaði sam- bandið á milli okkar í stuttan tíma. Þá kom ég í bæinn eftir að hafa verið á síld. Þá tókuð þið frábærlega á móti mér, fjölskyldan frá Brynjúlfsbúð. Ég var dressaður upp og síðan var haldið út á lífið. Við utanbæjarmenn- irnir breyttumst í heimsborgara á stutt- um tíma. Steini, þessir tímar gleym- ast aldrei, ekki heldur hvað ég öf- undaði þig að því að eignast kærustu sem hét Sigga og var úr Kópavogi. Stelpa með sítt ljóst hár og alltaf brosandi, hress og kát, mér fannst hún ekta Eyjastelpa. Árin liðu hratt og við vinirnir héldum sambandinu sterku og eftir ferðina okkar til Spánar ’69 bættist Villa, konan mín, í hópinn, og þið Sigga tókuð henni svo frábærlega vel, hún féll svo vel í hópinn. Sigga og Villa^. urðu strax mjög góðar vinkonur og ég veit að það gladdi þitt hjarta ekki síður en mitt. Það var alltaf svo gott að heimsækja ykkur í Engihlíðina og margar stundir þaðan verða mér ógleymanlegar. Ég veit ekki hvort nokkur hjón í heiminum hafi verið hamingjusamari þegar Sigga varð ólétt af Binna og þú hringdir og sagðir mér frá tíðindunum. Hvað þá þegar þú sagðir mér frá því (með ögn af yfirlæti) að það væri von á öðru barni ykkar. Allar þær stund- ir, Steini, sem mín og þín fjölskyld- ur áttum saman verða okkur ómet-, anlegar, ekki bara vegna þess hve skemmtilegar þær voru heldur öllu frekar vegna trygglyndisins og það vita allir að það að eiga vin er stór- kostlegur fjársjóður. Elsku Sigga, Binni og Begga, lífið getur verið svo ósanngjarnt en ég vona að algóður Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Ég, Villa, Ingibjörg, Sturla og ívar Om sjáum sárt eftir traustum og góðum vini. Þinn vinur, Bergur M. Sigmundsson. sjónvarpsmyndavélina. Heinrich Wöhler talaði enn nær lýtalausa íslensku þrátt fyrir að hafa búið hér stutt fyrir rúmlega hálfri öld. Viðtalið við hann varð síðan þungamiðjan í þættinu. Þegar við hittumst í Kiel 1997 komumst við fljótt að því að afa- bróðir minn Max Hirst bjó í næsta nágrenni við Wöhler hjónin og þeir hittust oft á förnum vegi. Auk þess þekkti Heinrich vel afa minn Karl Hirst sem var samfangi hans á Mön. Afi minn og amma og Sig- ríður Árnadóttir, fyrri kona Hein- richs Wöhlers, höfðu líka verið kunningjahjón í Reykjavík fyrir stríð. Amma mín var hins vegar svo lánsöm að fá manninn sinn heim aftur eftir sjö ára fjarveru, en líf Heinrichs Wöhlers, eins og svo margra annara Þjóðverja sem héðan voru teknir, tók aðra stefnu. Ég kveð Heinrich Wöhler með þakklæti og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Elín Hirst. Sérfræðingar í blómaskrcytingum við öll tækifæri t Innilegar þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, ELVARS GEIRDAL, Sambyggð 6, Þorlákshöfn. Edda Pálsdóttir, Ævar Geirdai, Súsanna Antonsdóttir, Geirlaug Geirdal, Kjartan Fr. Adólfsson, Páll Geirdal, Kolbrún Rut Pálmadóttir, Ása Geirdal Þóra Geirdal og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, JÓNS ÍSAKS SIGURÐSSONAR fyrrv. hafnsögumanns, Látrum, Vestmannaeyjum. Klara Friðriksdóttir, Friðrik Jónsson, Svava S. Jónsdóttir, Guðjón Þ. Jónsson, Ragnar Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, PÁLÍNU GÍSLADÓTTUR, Hrísalundi 4e, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Seli fyrir kærleiksríka umönnun. Jóhann Þorgilsson, Elsa Axelsdóttir, Jóhann Guðjónsson, og ömmubörnin. t Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur hlýhug við andlát og útför móðursystur okkar, GUÐBJARGAR GÍSLADÓTTUR frá Árbæjarhelli, Holtum. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.