Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ I DAG Arnaö heilla A A ÁRA afmæli. í dag, iU laugardaginn 22. júlí, verður fertug Olöf Heiður Þorsteinsdóttir skrifstofu- maður, Vindási 4, Reykja- vfk. Ólöf er að heiman í dag. BRIDS llin.sjón GuAmnndur Páll Aruurson HÉR er enn eitt spilið úr hinum mikilvæga leik Norðmanna og Israels- manna á EM ungmenna. I gær sáum við Norðmenn vinna 15 IMPa í sögnum, en hér tapa þeir 12 IMPum í spili, sem vekur ekki síður „sagnfræðileg" álitamál og spurningar um sekt og sak- ieysi: Norður gefur; enginn á hættu.. „ Norður * KD74 ¥ Q82 ♦ AK107 * 96 Vestur Austur * G109853 a Á ¥ K64 ¥ 1053 ♦ 2 »98 A ÁG7 A KD108542 Suður A 62 ¥ ÁD97 ♦ DG6543 A 3 Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Schneider Charlsen Roll Ellestad - 1 tígull 3 lauf Dobl * Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass Pass Pass Fjórir tíglar unnust slétt - 130 til Norðmanna - sem er í sjálfu sér góður árang- ur hjá Charlsen og Elle- stad. Dobl Ellestad var neikvætt og hann var að vonast eftir hjartasögn frá makker, en þegar hún kom ekki hrökklaðist hann í fjóra tígia og þar við sat. Þetta lítur út eins og „full- kominn brids“, en einhvers staðar er eitthvað að. Hvar? Hvers vegna í ósköpun- um þegir vestur? Af hverju lyftir hann að minnsta kosti ekki í fjögur lauf? Það má vinna fímm lauf í AV með því að trompsvína fjmir KD í spaða, en það virðist all- tént óhætt að setja nokk- urn þrýsting á mótherjana með þvi að hækka í fjögur. Það var í opna salnum sem ósköpin dundu yfir: Vestur Norður Harr Vax 1 tígull 3 spaðar Pass ð spaðar Dobl Austur Suður Kvangraven Amit 2 lauf 3 lauf * Paas 4 tíglar Pass Pass Kvangraven velur að segja tvö lauf, frekar en þrjú, sem er spurning um stíl. Amit gefur þá áskorun í tígulgeim með þvi að melda ofan í lit austurs og síðan blandar Harr sér í málin með þriggja spaða sögn? Spurning: Lofar sú sögn óbeint stuðningi við laufíð? Kannski hefur Harr litið svo á, því varla er hægt að skilja fjögurra spaða sögn hans í næsta hring nema í því ljósi. Vörnin gegn fjór- um spöðum var miskunnar- laus og ísraelar uppskáru 800. Leikurinn endaði með 16- 14 sigri Norðmanna, í síð- ustu umferðinni unnu þeir Itah 20-10 og tryggðu sér þar með 1. sætið. Q ff ÁRA afmæli. I dag, laugardaginn 22. júlí, verður átta- O tJ tíu og fimm ára Benedikt Þorvaldsson, húsasmiður frá Hólmavík, Dvergabakka 4, Reylgavík. Eiginkona hans er Matthildur Guðbrandsdóttir frá Broddanesi í Stranda- sýslu. Þau eiga einnig fimmtíu og fimm ára hjúskaparafmæli 24. desember nk. I tilefni afmælanna bjóða þau ættingjum og vinum til afmælishóf í sal Félags sjálfstæðismanna, Hvera- fold 1-3, Grafarvogi, frá kl. 17-20 í kvöld. Q A ARA afmæli. I dag, OU 22. júlí, verður átt- ræður Már Jóhannsson, skrifstofusijóri Sjálfstæðis- flokksins. Eiginkona Más er Helga Sigfúsdóttir. Þau hjónin munu eyða deginum í návist vina og vandamanna í brúðkaupi sonardóttur sinn- ar, Sigrúnar Helgu Ómars- dóttur og Svein Erik Rud. f7A ÁRA afmæli. í dag, I U laugardaginn22.júlí, verður sjötug Guðný Kristfn Guðnadóttir, Aðalgötu 3, Suðureyri. Eiginmaður hennar er Einar Guðnason, skipstjóri. Þau verða með heitt á könnunni í sal Verka- lýðs- og sjómannafélagsins Súganda frá kl. 15-18 á af- mælisdaginn. P A ÁRA afmæli. í dag, O VI laugardaginn 22. júlí, verður fimmtugur Daniel Júlfusson, rafeindavirki, Leynisbrún 1, Grindavík. Eiginkona hans er Elísabet Sigurðardóttir. Daníel verður að heiman á afmælis- daginn. DEMANTSBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 22. júlí, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Gunnhildur Jónsdóttir og Guðmundur Pétursson frá Ásgarði í Miðneshreppi, nú bú- sett í Miðhúsum í Sandgerði. Þau eignuðust 11 börn, 9 þeirra eru á lífi og afkomendur þeirra eru nú orðnir 62. UOÐABROT SVANURINN MINN SYNGUR Svanurinn minn syngur. Sólu ofar hljóma ljóðin hans og heilla helgar englasveitir. Blómin löngu liðin líf sitt aftur kalla. Fram úr freðnum gljúfrum fossar braut sér ryðja. Svanurinn minn syngur sumarlangan daginn: Svífur sælli’ en áður sól um himinboga. - Ein er þó, sem unni of-heitt til að kætast; svansins löngu leiðir laugar hún í tárum. Halla Eyjólfsdóttir. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Urake KRABBI Afmælisbam dagsins: Þú ert djarfur oghraustur og það fellur félögum þínum vel ígeð, nógu vel til þess að líta fram hjá göllunum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Fólk lítur til þín um forustu og þú vilt ógjaman valda því von- brigðum. En stundum verður þú að hugsa um sjálfan þig og láta annarra hagsmuni róa. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er oft lærdómsríkt að vera baksviðs og fylgjast með því sem gerist á bak við tjöldin. Forðastu umfram allt árekstra við samstarfsmenn þína. Tvíburar _ (21. ihaí - 20. júní) An Þú þarft ekkert að óttast það að heQa samræður um hin ýmsu málefni því þótt þér finnist annað þá ert þú vel undir rökræður búinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það skiptir öllu máli að þér takist að halda þér utan við deilur sem geysa á vinnu- staðnum. Hafðu þitt á hreinu og fáðu fyrirskipanir skriflega ef með þarf. Ljón (23.júh'-22. ágúst) m Það er ekkert vit í öðru en að þú reynir að safna saman fólki sem sækir að sama markmiði og þú því þótt þú sért hæfileikaríkur þá er þetta ekki eins manns verk. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (filL Eins og það er gaman að um- gangast aðra þá er líka nauð- synlegt að vera einn út af fyrir sig og fara í gegnum málin í rólegheitum frá a til ö. (23. sept. - 22. okt.) m Það er um að gera að ráðast strax á vandamálið en láta það ekki breiða sig út yfir allt og alla. Láttu þér ekki bregða þótt miklar kröfúr séu til þín gerðar. Sporðdreki (23. okt.-21.nóv.) Það er ekki nema ein leið til þess að tryggja árangur og hún er að búa sig sem best undir framkvæmdina og skiptir þá engu máli hvort verkið er stórt eða smátt. Bogmaður _. (22. nóv. - 21. des.) cllO Þú þarft að tryggja að skoðan- ir þínar komist á framfæri. Talaðu tæpitungulaust svo öll- um megi vera ljóst erindi þitt hvort sem þeim hkar það bet- ur eða verr. Steingeit (22. des. -19. janúar) Einhveijir brestir komnir í persónuleg sambönd þín svo þér er eins gott að bregðast við hart og ganga þannig frá málum að þú þurfir ekkert að óttast. Vatnsberi (20.jan.-18. febr.) Þótt þér falli hlutimir vel í geð er ekki þar með sagt að aðrir séu jafn hrifnir. Láttu það þó ekkert á þig fá því það er þín tilfinning sem skiptir mestu máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er einhver ringulreið í lanngum þig og þú mátt hafa þig allan við til að verjast ágjöfinni. Haltu ró þinni hvað sem á dynur. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaíegra staðreymda. LAUGARDÁGUR 22. JÚLÍ 2000 55^ FRETTIR Frá heyannadegi 1999. Heyannir í Árbæ TÚNIÐ við Árbæ verður slegið með orfi og ljá sunnudaginn 23. júlí á milli klukkan 14 og 17 ef veður leyfir. Þá verður rakað, rifj- að, tekið saman og bundið í bagga. Gestir eru hvattir til að taka þátt í heyskapnum. Einnig verður hefðbundin dag- skrá, gullsmiður smíðar og sýnir skart í húsinu Suðurgötu 7 og í Árbænum verða bakaðar lummur. Á baðstofulofti verður roðskógerð og pijónaskapur. Um klukkan fimm verður kýrin Skrauta hand- mjólkuð. Harmóníkan verður þan- in við Árbæ og Dillonshús en þar er boðið upp á ljúffengar veiting- ar. Söngnámskeið í Borgarnesi MARIA Teresa Uribe, alþjóðlegur listamaður, kemur til að leiðbeina borgfirskum söngvurum og söng- nemendum dagana 27. júlí til 10. ágúst. Námskeiðið verður haldið í Borgarnesi. Maria Teresa er fædd og uppalin í Chile, en stundaði söngnám í Fránz Liszt-tónlistarakademíunni í Buda- pest. Eftir útskrift þaðan starfaði hún sem óperusöngvari við Ríkis- óperuna þar í borg til margra ára, auk þess að taka þátt í óperu- uppfærslum víða í Evrópu. Hennar helstu óperuhlutverk eru Aida í samnefndri óperu, Leonora í Valdi örlaganna og Trúbadomum eftir Verdi auk margra annarra. Fyrir tveimur árum fékkhún stöðu sem kennari við Kennaradeild Franz Liszt-tónlistarakademíunnar. Fyrsti dagur námskeiðsins hefst Aðsendar greinar á Netinu vf§> mbl.is kl.10 og er opinn öllum þar sem sér- stök áhersla verður lögð á hreyfingu og tjáningu með söng í hópi og einn á sviði. Söngtímamir em ætlaðir söngvumm og lengra komnum nem- endum (5. stig og ofar) en almenn- ingi er boðið til áheymar. Að námskeiðinu stendur Dagrún Hjartardóttir, söngkennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. \LLTAf= eiTTHVAÐ /SiYTT TS] Heiðmörk 50 ára Skógarganga Sunnudaginn 23. júlí kl. 13.30 verður ganga um skóglendi Heiðmerkur, skóg- urinn skoðaður og nánasta umhverfi. Yfirskriftin er Skógur í sumarbún- ingi. í ferðinni verða skógfræðingar ásamt umsjónarmönnum svæðisins. Boðið verður upp á rútuferð frá Mörk- inni 6 kl. 13.00. Gengið verður frá plan- inu sem er austast á Heiðarvegi. Þeir sem koma á einkabílum mæti þar. (Sjá kort á www.heidmork.is) Ferðafélag íslands Skógræktarfélag Reykjavíkur Skógræktarfélag íslands www.heidmork.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.