Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 56
.>56 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Futurice í Bláa lóninu 11.-12. ágúst >-piN VIÐAMESTA tískusýn- 1-^ ing sem haldin hefur verið á 1 A íslandi verður sett á svið í Bláa lóninu dagana 11. og 12. ágúst næstkomandi. Borið verður á borð það sem hæst ber í íslenskri fata- hönnun um þessar mundii- og munu allir færustu hönnuðir landsins taka þátt í sýningunni auk heimsþekktra hönnuða á borð við Jeremy Scott og Tristan Webber. Þórey Viihjálmsdóttir og Asta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjórar Eskimo models, eru forsprakkar að Futurice sem haldin er í samvinnu '~Ttvið Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000 og er einn af stærstu dagskrárliðum hennar. Til þess að gera sýninguna sem besta úr garði leituðu þær til Daggar Baldursdóttur sem rekur eigið íyrir- tæki í London, Élan Fashion Pro- motion, sem sér um framkvæmd tískusýninga af þessu tagi og hefur margra ára reynslu við uppsetningu á sýningum frægustu hönnuða heims á borð við Versace, Tommy Hillfiger, Moschino og fleiri. Auk þess starfaði Dögg um árabil hjá fyrirtæki sem sér um framkvæmd tískuvikunnar í London sem haldin er tvisvar á ári og hlýtur gífurlega athygli í fjölmiðlum um allan heim. ~ -Jf" Það sem best gerist í íslenskri hönnun „Markmiðið með Futurice er að kynna það sem best gerist í íslenskri hönnun og koma landinu á framfæri sem marktæku landi hvað varðar hönnun, tónlist og annað sem tengist því,“ segir Dögg. Hún segir að samstarf hennar og Eskimo models í þessu tilfelli sé til komið vegna þess að ekki er til íyrir- tæki á íslandi sem hefur þá reynslu og þekkingu sem þarf til þess að • setja á svið tískusýningu á heims- mælikvarða eins og ætlunin er að. gera með Futurice. Hún segir það þfi skiljanlegt að sérþekking sem þessi sé ekki til á Islandi þar sem markað- urinn er jafn lítill og raun ber vitni. „Við vildum hins vegar nýta eins mikið af íslensku vinnuafli og mögu- legt er, án þess þó að þurfa að gefa nokkurs staðar eftir.“ íslenskir fagmenn erlendis fengnir til samstarfs Stofnað var til samstarfs við færan íslenskan hárhönnuð og förðunar- meistara sem starfar í London, Karl Berndsen, og Steinunni Sigurðar- dóttur sem starfaði fyrir Tom Ford ^j-hjá Gucci-tískuhúsinu. Steinunn hef- ur verið að aðstoða íslensku hönnuð- ina sem taka þátt í sýningunni við Mi:i> FIILLIU RKISX Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 Frumsýning í kvöld fös. 21/7. Uppselt. 2. sýn. sun. 23/7, örfá sæti laus 3. sýn. fös. 28/7 4. sýn. lau. 29/7 5. sýn. fös. 11/8 6. sýn. lau. 12/8 Miðapantanir í síma 561 0280. Miðasala er opin í Tjamarbíói, Tjarnargötu frá kl. 12—18. Miðinn aildir sem 2 fvrir 1 á Araentínu steikhús. ^ Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. IJBIKFÉLAG íslands INn 5523000 THRILLER sýnt af NFVÍ fös. 28/7 kl. 20.30 aukasýning 530 303O tfð BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans 4 jftfJA lau. 22/7 kl. 12 Í IPIlU mið. 26/7 kl. 12 fim. 27/7 kl. 12 fim. 3/8 kl. 12 þri. 15/8 kl. 12 ATH Aðeins þessar sýningar Miðasalan er opin frá kl. 12-18 I loftkastalanum og frá kl. 11-17 (Iðnó. Á báðum stöðum er opiö fram að sýningu sýningarkvöld og um tielgar þegar sýning er. Miðar ðskast sóttir I viðkomandi leíkhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. fLondon Tíska og tdnlist á heimsmælikvarða * I ágúst mun eiga sér stað einn stærsti hérlendi tískuviðburður frá upphafí, Futurice, sem haldinn verður í Bláa lóninu og munu færustu hönnuðir landsins sýna þar afrakstur erfiðis síns. Dögg Baldursdóttir, sem rekur eigið fyrirtæki í London sem sérhæfir sig í framkvæmd tískusýninga, er einn af skipuleggjendum sýningarinnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir hitti hana í ____heimsborginni og fræddist um viðburðinn. þeirra vinnu. Dögg segist vera himinlifandi yfir því að hafa fengið framúrskarandi íslenskt fagfólk til liðs við verkefnið. „Það er alveg frábært að hafa náð saman þeim fáu íslend- ingum sem hafa margra ára reynslu í að vinna við tísku- sýningar erlendis og að geta nú nýtt þá reynslu til að koma Islandi á framfæri," segir hún. „Það er mikilvægt í verk- efni sem þessu að kóma upp ákveðnum kjama af fólki sem eru sérfræðirigar á sínu sviði. Það er ekki hægt að halda góða tískusýningu án þess að geta byggt á góðu fólki. Strax frá upp- hafi var ákveðið að sýn- ingin yrði fyllilega sam- bærileg því sem best gerist erlendis og hvergi yrði slakað á í kröfum. Því völdum við færasta fólk sem völ var á í hvert lykilhlutverk, en þurft- um einnig að leita út fyrir landsteinana að fólki með nægilega reynslu." Munu flytja inn nokkur módel Sem dæmi þarf að flytja inn um sex af tuttugu og fjórum sýningarstúlkum sem munu taka þáttí tískusýningunni. „I hverri sýningu byggist sýningarhóp- urinn á nokkrum mjög vönum sýn- ingarstúlkum sem gera ekkert nema sýna alla daga,“ útskýrir Dögg og ymnga. Dö^Baidursddttfrrekurf - Tilboð til klúbbfélaga Landsbanka íslands hf. Rex__________________________________ Tveir fyrir einn á kvöldverði á Rex. Tilboðið gildir frá sunnudegi til fimmtudags. Afsláttur í golf_____________________ Félagsmenn Vörðunnar, Námunnar, Sportklábbs og Krakkaklábbs Landsbankans njáta 25% afsláttar af vallargjöldum hjá GR. Orlando------------------------------ Vörðufélagar fá ferð til Orlando í 8 eða 15 daga á einstökum kjörum 6. nóv. og til baka 14. eða 21. nóv. Hundar étnir í Kína__________________ Vörðufélagar fá afslátt á myndina Hundar étnir í Kína (I Kina spiser de hunde) í Háskólabíói - miðinn á 450 kr. Öll tilboðin fást gegn framvísun debet- korts/félagskorts í viðkomandi klúbbi. Ymiss önnur tilboð og afslættir bjáðast klúbbfélögum Landsbanka íslands hf. sem finna má á heimasíðu bankuns, www.landsbanki.is segir að erfitt hafi reynst að finpa nógu margar reyndar stúlkur á ís- landi. „Sýningin stendur og fellur að miklu leyti með módelunum," segir hún, „og því urðum við að setja mark- ið hátt og gera miklar kröfur. Það er í raun ekki undarlegt að ekki tókst að finna öll módelin á íslandi, því flestar sýningarstúlkur þar vinna við sýn- ingarstörf í hlutastarfi og hafa því ekki þá reynslu sem til þarf.“ „Módelin einskorðast ekki við Eskimo models-skrifstofuna," segir Dögg, „heldur var haldið svokallað „Open Casting“.“ Auglýst var eftir þátttakendum sem síðan fengu tæki- færi til að reyna að komast í hóp.sýji- ingarstúlkna á Futurice. , ý{> Jákvætt að fá erlent fagfólk tíl landsins „Það er í rauninni afar jákvætt að fá fagfólk á þessu sviði til landsins sem getur síðan miðlað af þekkingu sinni,“ segir Dögg ennfremur. Hún ætlar jafnframt að taka með sér svokallaða skápadömu, eða „war- aFfr ■ drobe mistress", sem sér algjörlega um að skipuleggja aðstoð við sýning- arstúlkurnar þegar þær klæða sig. „Á tískusýningum erlendis eru mjög skýrar vinnureglur varðandi þetta,“ útskýrir Dögg. „Fjöldi eldri kvenna, sem kallaðar eru „dressers11, starfar eingöngu við að klæða sýn- ingarstúlkumar baksviðs og gera það undir stjórn „wardrobe mist- ress“. Fyrir Futurice munum við vinna með íslenskum konum til þess að aðstoða við að klæða en mjög vön skápadama mun kenna þeim hand- brögðin og fræða þær um vinnuregl- ur.“ Einnig kemur til landsins einn færasti ljósahönnuður heims á sviði tískusýningá að sögn Daggar. Hann mun sjá um ijósahönnun sýningar- innar en sér til aðstoðar verður hann með íslenska ljósamenn. Sambland af skipulagningu og sköpun Starf Daggar felst í alhliða sviðs- setningu á sýningunni, allt frá bygg- M Mk UMHimirr Landsbankinn EIEiEia Opia frá 9 til 19 Nœturgatinn sími 587 6080 Dúndrandi dansleikur með hljómsveitinni Sín. Næturgalinn, alltaf lifandi danstónlist ingu á sviði til vals á sýningarstúlk- um. Hún segir það sambland af skipulagningu og sköpun þar sem oft sé hún einráð um val á fötum á sýn- ingunum sem hún stjómar. Ennfremur sér hún um kynningu á sýningunni og aðstoðar við að koma henni á framfæri við fjölmiðla. Hins vegar séu yfirleitt ráðin sérstök al- mannatengslafyrirtæki sem sjá al- farið um fjölmiðlatengsl og það sé ennfremur gert í þessu tilfelli. „Eitt hið mikilvægasta við tískusýningar er val á dagsetningu," segir Dögg, „og það er það fyrsta sem þarf að ákveða. Síðan þarf að velja nafn á sýninguna og skapa heildarhugmynd fyrir hana. Það þarf að ákveða hvert sé markmiðið með sýningunni og nákvæmlega hvað sé verið að kynna. í þessu tilfelli viljum við koma Islandi á framfæri sem virku landi á sviði tísku og tónlistar," útskýrir hún. Mikið til af góðum íslenskum hönnuðum Hún segir að mikið sé um góða ís- lenska hönnuði um þessar mund- ir en vandamál þeirra sé hversu erfitt er að koma sér á framfæri. Af 70 umsækjendum voru fjór- ir hönnuðir valdir úr hópnum. Það eru SVO, Aftur, Sæunn og Ragna Fróða og munu þær allar sýna fatnað sinn á föstudagskvöldinu auk Jeremy Scott. Þá mun Móa flytja tónlist auk Gus Gus og einnig mun Björk leggja sitt af mörkum til þess að gera kvöldið sem eftir- minnilegast. A laugardag verður haldin sam- sýning sjö óþekktra, ungra hönnuða sem voru valdir úr hópi umsækjenda. Það eru þær Þuríður Rós Sigurþórs- dóttii-, Hugrún Dögg Arnadóttfr, María Ólafsdóttir, Ragnheiður Guð- mundsdóttir, Þórbjörg Valdimars- dóttir, Bergþóra Magnúsdóttir og Brynja Emilsdóttir. Éinnig munu hönnuðir frá Hels- inki og Bergen taka þátt í sýningunni fyrir tilstuðlan Nordic kultur fund og ennfremur mun Tristan Webber sýna á laugardaginn en að sögn Daggar hefur hann hlotið heims- frægð á skömmum tíma vegna frá- bærra sýninga á tískuvikum í London. Bang Gang munu sjá um tónlistarflutning á laugardag. Umgjörð sýningar- innar mikilvæg „Til þess að vekja áhuga á íslensk- um hönnuðum þarf að kynna um- gjörð sýningarinnar þannig að fjöl- miðlar sjái ástæðu til að mæta. Fjórir óþekktir íslenskir hönnuðir einir sér laða ekki að sér mikinn fjölda blaða- manna nema umgjörðin sé því áhugaverðari," segir Dögg. „Ennfremur þarf að skipuleggja nokkuð stífa dagskrá milli sýninga þannig að það henti fjölmiðlafólkinu og viðhaldi áhuga þeirra." Sýningin er sérstaklega sniðin með erlenda gesti í huga. Dögg segir fjölmiðla í Bretlandi hafa sýnt sýn- ingunni einstakan áhuga og raunin sé sú að færri komist að en vildu. Á sýninguna munu mæta fulltrúar tímarita á borð við breska og banda- ríska Vouge, Marie Claire, Elle, ID, Numero, Visionaire, Nova, Face, DazeD & Confused og dagblaða á borð við Times, Telegraph, Observer og Guardian. Einnig verða kvik- myndatökuhópar frá MTV og Channel 4 í Bretlandi á staðnum. Fulltrúar fjölmiðlanna munu taka þátt í þéttskipaðri dagskrá sem teyg- ir sig yfir alla helgina og felur í sér ýmislegt fleira en tískusýninguna eingöngu. „Farið verður með fólk í jöklaferðir, hestaferðir og aðra úti- vist, auk þess sem haldnar verða veislur að loknum sýningum," segir Dögg. Hún segir að neyðst hafi verið að snúa fólki frá, því húsnæðið taki ekki nema takmarkaðan fjölda. „Futurice verður hins vegar hér eftir gert að árlegum viðburði og munum við skipuleggja sýninguna á næsta ári í samræmi við þann gífurlega áhuga sem henni var sýnd í ár. Sýningin á næsta ári verður því enn stærri og viðameiri en sú sem verður haldin núna.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.