Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 57 .
- .......... mmf
'
MYNDBOND
Fullmikil gelgja
Fallnir englar
(Dogma)
Gamanmynd
★★
Leikstjjóm og handrit: Kevin Smith.
Aðalhlutverk: Linda Fiorentiono,
Ben Affleck, Matt Damon, Alan
Rickman, ofl. (128 mín) Bandaríkin,
1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
KEVIN Smith hefur markað sér
bás í óháða kvikmyndageiranum í
Bandaríkjunum með húmorískum
myndum sem uppteknar eru af af-
þreyingarmenningu og mis-gáfuleg-
um samtölum. Um
leið höfða myndir
hans kannski einna
best til unglings-
pilta, en það á tví-
mælalaust við nýj-
ustu mynd hans,
Dogma. Hér er um
mjög hugmynda-
ríka sögusmíð að
ræða, en aðalper-
sónur myndarinn-
ar flækjast inn í innanríkismál
himnaríkis og kunna afleiðingamar
að reynast ansi alvarlegar fyrir jarð-
arbúa. Aðalskaðvaldamir em tveir
fallnir englar sem leggja á ráðin um
að komast aftur inn um Gullna hliðið.
Smith bregður á leik með kennisetn-
ingar kaþólsku kirkjunnar án þess
að ýkja djúp hugsun liggi alltaf að
baki. Myndin er skemmtileg framan
af en fatast flugið í seinni hlutanum
og sérstaklega em endalokin óstíl-
hrein og valda vonbrigðum. Leikarar
era prýðilegir en þeir félagar Jay og
Þögli-Bob, sem þekktir era úr fyrri
myndum Smiths, eiga illa heima í
þessari sögu. Þegar öllu er á botninn
hvolft er það gelgjuleg meðhöndlun
Smiths á nokkuð efnilegri sögu sem
situr eftir og verður henni að falli.
Heiða Jóhannsdóttir
Tryggðaböndin
rofín
Snaran
(Noose)__________________
Spennumynd
★★%
Leikstjóri: Ted Demme. Handrit:
Mike Armstrong. Aðalhlutverk:
Denis Leary, Famke Janssen, Ian
Hart. (90 mín.) Bandaríkin 1998.
Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára.
IToosei
EINHVERS staðar var þetta lát-
lausa glæpadrama kallað „hið írska
Mean Streets“. Ekki get ég nú skrif-
að undir þá samlíkingu þótt efnivið-
urinn sé vissulega
af svipuðu sauða-
húsinu. Eitt eiga
myndimar þó sam-
eiginlegt - þjóðar-
einkennatuggum-
ar margtuggðu.
Scorsese hefur
margsinnis verið
borið að sök að
mála ítalska inn-
flytjendur einhæf-
um litum. Ted Demme leikstjóri
Snörannar fellur í sömu gryfju og
gerir sig margsinnis sekan um nokk-
uð sem Irar kalla „blameý1, eða ein-
hvers konar írskar þjóðareinkenna-
kiisjur. Denis Leary leikur hér af
miklum krafti smákrimma úr írska
hverfinu í Boston. Fyrir smáaura
fremur hann spellvirki fyrir stórlax
hverfisins ásamt æskuvinum sínum,
aðallega í því skyni að fjármagna
sukksamt lífemi sitt. Þegar stórlax-
inn gengur frá einum félaganna
stendur Leary frammi fyrir þeirri
samviskuspurningu hvort hann eigi
að rjúfa tryggðaböndin við yfir-
manninn eða vinskapinn við æskufé-
lagann. Þetta er nokkuð spennandi
framvinda sem býður upp á tals-
verða dramatík. Leikm- skemmti-
legrar blöndu af Bretum og Banda-
ríkjamönnum ber hana þó uppi og
gerir hana viðviksins virði.
Skarphéðinn Guðmundsson
FÓLK í FRÉTTUM
SLIM-LINE
Nýr leikari tekur við í X-Fiies
Ráðgátan leyst
MARGIR HAFA verið nefndir sem
eftirmenn hins dularfulla Fox
Mulder í Ráðgátunum. í áttundu
þáttaröðinni verður nefnilega Fox
karlinn numinn á brott af geimver-
um og kemst þá vonandi aftur í
faðm fjölskyldu sinnar. Til að
hjálpa rauðbirknu leyniþjónustu-
konunni Scully við leitina að Muld-
er hefur leikarinn Robert Patrick
verið ráðinn til starfans. Robert
hefur helst unnið það sér til frægð-
ar að hafa barist við vöðvafjallið
Schwarzenegger í dómsdagsmynd-
inni um Tortímandann þar sem
hann var í hlutverki illa vélmennis-
ins og hamskiptingsins úr framtíð-
inni sem hafði það eitt að markmiði
að drepa aumingja Edward litla
Furlong, bjargvætt mannkyns.
Þessi bakgrannur Roberts hefur
líklega gert út um samkeppnina því
hvað hefur pattaralegi söngvarinn
úr La Bamba hann Lou Diamond
Phillips til að bera gegn morðóða
vélmenninu hans Roberts?
Það á eftir að koma í ljós hvern-
ig nýi liðsmaðurinn reynist Scully
og eins gott að hún muni varnar-
orðin góðu „treystu engum.“
Fingur réttvísinnar á lofti,
dömubuxur frá
gardeur
Oáuntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Meðgöngufatnaður
Þuinalína, Pósthússtr. 13,
súni 551 2136