Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 58
LAUGARDAGUR 22, JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Hljómsveitin Casino leikur i Sulnasal Músíkalskir og sætir Kisulórur og klassahögnar, takið gleði ykk- ar á ný, því kokkteiltónlistin hljómar í kvöld. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hringdi í ---------------7------------ Casino-manninn Pál Oskar Hjálmtýsson sem var að undirbúa ferðina til fortíðar. SÚ VAR TÍÐ að konur voru hús- mæður og karlar fyrirvinnur. Þetta voru tímar vel klæddra kvenna sem tipluðu um á háum hælum með grænan augnskugga og sjiff- onslæðu yfir vel lökkuðu og óað- finnanlega uppsettu hárinu. Karlar voru vatnsgreiddir séntilmenn sem opnuðu dyrnar fyrir dömunum og 'íorguðu reikninginn á veitinga- stöðum, annað hefði aldrei komið til greina. Vikan endaði á kokkteil- boði þar sem prúðbúnir vinir og nágrannar hittust og nutu dásam- legra veitinga sem húsfreyjan galdraði fram úr erminni með fag- urmálað bros á vör og blik í björt- um augunum. I bakgrunni hljóm- uðu ljúfir og léttdjassaðir tónar Henry Mancini. Lífið var einfalt, veröldin ljúf. Stórsveitin Casino lítur hýrum augum til þessarar dásemdartíðar sjötta áratugarins þegar heiðurs- mennimir Herb Alpert og Burt Bacharach sömdu melódíur sem kveiktu á hamingjuljósinu og það var auðvelt að elska. Allir saman nú í kvöld gefst tækifæri á að upp- lifa fortíðina að nýju þegar Cas- ino-menn koma saman eftir langt hlé á eina staðnum sem er glæsi- leik þeirra og fágun samboðinn, sjálfum Súlnasal á Hótel Sögu. Brooke Shields trúlofuð Bónorðið í blöðin Á SÍÐASTA ári var leikkonan Brooke Shields í sárum. Hún og tennisstjarnan Andre Agassi skildu en stuttu áður hafði birst opinskátt viðtal við leikkonuna þar sem hún sagðist vera yfir sig ástfangin og að hjónabandið væri eintóm sæla. Stuttu síðar framdi '*tsamstarfsfélagi hennar, David Strickland, sjálfsmorð og Shields hafði enga öxl að gráta á. Ferill Agassi hafði verið á niðurleið en eftir skilnaðinn varð hann öflugri en nokkru sinni. Hann og tennis- stjarnan Steffi Graf rugluðu sam- an reitum í byrjun þessa árs en Shields sat ein og yfirgefin. Kljót- lega fór þó að birta til og annað slagið sást til hennar og Chris Henchy, eins höfunda sjónvarps- þáttanna Suddenly Susan sem Shields lék aðalhlutverkið í. Þætt- irnir voru flautaðir af á siðasta ári en þeir báru þó ávöxt því Henchy og Shields hafa trúlofast. Þau kynntust á tökustað stuttu ^ftir að Shields og Agassi skildu. Henchy var búinn að ákveða að fara með Shields f ferðalag til Tilboðsbíll Gpið: mán.-fös. ki. 09-13 Dodge Stratus 2.5 SE - árg. 1998 Ekinn 16.000 km - Verð kr. 2.150.000, Ávallt óaðfinnanlegir, herramennirnir í Casino. Morgunblaðið/Golli Þeir Samúel J. Samúelsson yngri, hljómsveitarstjóri og básúnuleikari, og Snorri Sigurðarson trompetleik- ari fægja brassið þar til stirnir af því á meðan Þorgrímur Jónsson bassaleikari, Halldór Júlíusson gít- arleikari, Ingólfur Jóhannesson hljómborðsleikari og Hjörleifur Jónsson trommari stilla upp hljóð- færunum og undirbúa hljóðpruf- una. Söngstjarnan og snyrtimennið Páll Óskar Hjálmtýsson þarf ein- ungis á hljóðnema að halda og því er honum ekkert ljúfara en að segja nokkur orð um tónlistina og tímann sem er honum svo kær. ,jHlir eigum við það sameigin- legt að okkur þykir svo vænt um þessa tónlist enda kemur hún öll- um í gott skap alveg sama hverjar kringumstæðurnar eru en lang- bestu aðstæðurnar til að spila hana eru nú samt í Súlnasalnum." Þegar hann er spurður hvernig stendur á þessu finnst ekkert hik á honum: „Við föllum eins og flís við rass inn í þetta umhverfi, því allar innréttingarnar eru svo „sixties" ennþá, manni flýgur jafnvel í hug að þær séu friðaðar," segir hann og skellihlær. „Músíkin sem við erum að leggja áherslu á er líka frá sama tíma, þessi þægilega lyftu- og setu- stofutónlist." Enginn á bomsum takk! Áhersla er lögð á snyrtimennsku innan sveitarinnar og glæsilegan ef ekki glamúr klæðaburð. Þetta á líka við um gesti Súlnasalar, þar er fólki klæddu kúrekabuxum og strigaskóm snarlega vísað á dyr en vel klætt og smekklegt fólk boðið hjartanlega velkomið. Það er líka ekki hægt að dansa nema á góðum blankskóm og stúlkur svífa í örm- um herranna sem væru þær á skýi í bandaskóm með perlufestina hennar ömmu vafða settlega um hálsinn. Piltarnir prúðu hafa engu gleymt í léttmúsíkinni þótt langt sé um lið- ið frá síðustu dansskemmtun og æfingar fyrir stóra daginn komu skemmtilega á óvart. „Um leið og það var talið í fyrsta lagið mundum við þetta allt saman og smullum í Casino-gírinn. Keyrslan á sveitinni er líka ansi mögnuð þegar við kom- umst í ham, þá er voða lítill munur á okkur og Utangarðsmönnum," segir Páll glaðlega enda ætlar hann sjálfur á tónleika pönkaranna sem eru að spila í Höllinni fyrr í kvöld áður en hann fer í Bacharach-inn sinn og martíní-stemmninguna á Hótel Sögu enda „borinn og barn- fæddur anarkisti". Dagskráin á Sögu spannar kvik- mynda- og kokkteiltónlist næstum týndra tíma og nokkur evróvisjón- lög fá að fljóta með, t.d. nýjasta þýska stuðlagið Whadde, hadde, dude, da og Páll Óskar er búinn að læra textann! „Við tökum lög sem passa við þessa hljóðfæraskipan, hvort sem þau eru gömul eða ný.“ En hvemig tilfinning skyldi það vera að standa fremst á sviðinu með heilli stórsveit sem spilar uppáhaldstónlistina af hjartans lyst? „Það er alveg hreint draumur í dós og mikill heiður að vinna með þessum strákum, það kemur líka svo mikil orka frá þeim enda eru þeir bæði músíkalskir og sætir!“ Reuters Brooke Shields og Chris Henchy stungu af til Mexikú þar sem hann bar upp búnorðið. Mexíkú og biðja hennar þar en skartgripasali nokkur í New York sagði blaðamanni frá áformum Henchys og Shields las um þau í blöðunum. „Þau stungu af um helgina og hann bað hennar á aðfaranútt laugardagsins," sagði talsmaður Shields í vikunni. „Ég kann ekki alla söguna en hún sagði já.“ Grúa á Leiti sefur aldrei og hafa nú slúðurþyrstir einstaklingar einsett sér að komast að því hvort að eitthvað sé til í því að Agassi og Graf hafi þegar gifst á laun. TILBOÐ 1.950.000,- BILAHUSIÐ Sævarhöfða 2 - Sími 525 8096 BORGARBÍLASALAN Gron sasvcgi 1 1 - Simi SOU 5300 Sýndarveruleiki o g sjónvarpið S JONVARPA LAUGARDEGI RÍKISRÁSIN er þessar vikurnar að birta þætti um brottflutninginn mikla, þegar íslendingar tóku sig til og námu lönd í N-Ameríku á síð- ustu áratugum nítjándu aldar. Þætti þessa gerðu Jón Hermanns- son og sonur hans Hermann Jóns- son og öfluðu til þess víða fanga. Landnám íslend- inga í Vesturheimi varð um margt vitn- isburður um þol- gæði og þrek, sem hörð lífskjör í heimalandinu höfðu svo að segja lamið inn í fólkið. Flest kom örsnautt til nýja landsins. Þar mætti því umhverfi, sem var því al- gjörlega framandi, en fólkið eins og fann, að ekki yrði aftur snúið svo það breytti örvonum sínum í sigra stóra og smáa. Vestur-íslendingar voru skamma stund vonbiðlar á er- lendri strönd. Fyrr en varði voru þeir orðnir gildir íbúar í stóru og voldugu landi. Þættir þeirra feðga, Jóns og Hermanns, hafa fram til þessa verið að lýsa aðkomunni, þar sem flest var ónumið fyrir, en þar sem landgæði voru góð og verk- tækni jókst hröðum skrefum. Margt þetta nýkomna fólk hafði horfið með böm sín og pinkla frá örreytiskotum, þar sem harðindi og eldgos höfðu lagst á eitt við að hrekja það frá föðurlandi sínu. En sigurganga þess um íslendinga- byggðir í Ameríku og Kanada er minnismerki um það sem stundum er kallað íslendingseðli. Sjónvarp og kvikmyndir hafa gjörbreytt viðhorfum almennings til raunveruleikans þannig, að fólk er ekki allar stundir meðvitað um það hve- nær raunveruleikan- um sleppir og sýndar- veruleikinn tekur við. Dæmi um sýndarveruleika er hreystileg framkoma og stundum ögrandi hreyfingar hjá poppurum á sviði. Þessi stíll gerir stundum poppara að stjömum og Rambó og Súpermann í einum og saman manni, þótt hann sé ekki baggafær í raunvemleikanum. í kvikmynd- um eru til fjölmörg dæmi um, að leikari, sem látinn er leika mikla hetju, er hetja í augum fólks þótt hann gráti í einrúmi. Unglingar, sem alast upp við svona hetjusull í uppvexti, eiga ekki gott með að verða ægilegir ásýndum af því til- efnið fæst ekki nema þeir verði poppsöngvarar eða leikarar eða sjónvarpsstjömur. En þeir taka flestir bílpróf. Þegar þeir em sestir undir stýri hefst sýndarveraleik- inn, sem þeir hafa verið aldir upp við og þeir verða um leið að litlum Rambóum og Súpermönnum. Tvö dæmi um sýndarvemleika hafa nýlega verið á dagskrá í sjónvarpi. Fyrir hálfum mánuði eða svo sýndi Bíórásin einskonar heimild- armynd um John Wayne, eða Jón Væna, eins og við köllum hann hér. Jón lék fræga kúreka og var ósigr- andi. En það sem einkum vakti at- hygli í þessum þætti var, að Jón Væni fékk frí frá herþjónustu í seinna stríði til að leika í stríðs- myndum. Það gerði hann með slík- um glæsibrag, að hann var eigin- lega búinn að vinna heimsstríðið á undan hinum. Nú var Jón væni hinn besti maður, en Hollywood sá um að sýndarvemleikinn í kringum hann gerði hann að stríðshetju þótt hann hefði unnið sitt stríð í kvik- myndavemm. Annar kappi og ekki ófrægari, Elvis Presley, heimsótti eitt sinn Nixon forseta til að fá út- nefningu sem ríkislögreglumaður gegn eiturlyfjum. Sjálfur neytti hann eiturlyfja, eins og kvikmynd um þetta sýnir. En það skipti engu máli. Sýndarvemleikinn átti að verka þannig á Nixon, að hann átti að veita honum starfann. Indriði G. Þorsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.