Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 60
$0) LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
* +
r
HASKOLABIO
HASHSOLABID
Hagatorgi, sími 530 1919
ókus
ekkert vninna
KVW1VIYMDI.R.IS
Sýnd kl. 4,5.30, 8 og 10.30.
B. i. 14. Vitnr. 105. ■TMGirAL
FRUMSYNING
Sýnd kl. 2,4,6,8 og 10. Leyfð öllum aldushópum.
Vitnr. 109. ■Ewgital
Sýnd kl. 2,4 og 6. Islenskt tal. Vit nr. 103. ■EMGnAL
Sýnd kl. 2,4, 6, 8,10. Enskt tal. Enginn texti. Vit nr. 108.
Sýnd kl. 10. B. i. 12. Vít nr. 102.
ifaree toTango
Sýnd kl. 4,6 og 8. Vit nr. 83.
(sl.talkl. 1.50 og 3.45.
Vit nr. 70.
TXIzan
Kaupið miða í gegnum VITÍð. Nánari upplýsingar á vlt.is
Sýnd kl. 2
vi,nr'1 1rrt
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Mick Hucknall verður varla í
smókingnum á íslenska sveita-
ballinu - eða hvað?
Stórstjarnan Mick
Hucknall staddur
hér á landi
Sveitaball
ineð Simply
Red
SÚ SAGA flýgur nú fjöllum hærra
að fríður flokkur erlendra stór-
stjama sé staddur hér á landi í
þeim erindagjörðum að skemmta
sjálfum sér og öðrum valinkunnum
íslenskum gestgjöfum þeirra. Nafn-
togaðasta stjaraan sem nefnd hefur
verið í þessu sambandi er vafalitið
Mick Hucknall, söngvari og prímus-
mótor hinnar heimsfrægu bresku
sáiarsveitar Simply Red, og ku
hann fyrst og fremst vera staddur
hér í veiðiferð. f kvöld er sfðan
áformað að halda glæsilegt sveita-
ball i félagsheimili f nágrenni
Reykjavíkur og kvisast hefur út að
Hucknall hafi í hyggju að bregða
sér upp á svið til að taka nokkra
þekkta sveitabaliaslagara. Hvernig
'í*píli hann fari með „Utihátfð" Greif-
anna?
Lúdó sextett hitar upp fyrir Utangarðsmenn í kvöid
P-ið sem Hæstirétt-
ur dauðadæmdi
Hann setti tvistinn út og breytti í spaða en nú er bara að
sjá hvernig Utangarðsmennirnir svara þeim leik. Því í
kvöld hitar Lúdó sextettinn upp fyrir Bubba og félaga í
Laugardalshöllinni. Birgir Öm Steinarsson spjallaði við
Stefán Jónsson söngvara um kvöldið og árin 40 í tónlistar-
flórunni.
ÞAÐ HLÝTUR að liggja í augum
uppi að ef einhver endist í fjönitíu ár
svamlandi um í tónlistarflóru Islands
og það ekki með björgunarkút þá
hlýtur sá hinn sami að hafa fundið
ævilangan sálufélaga í tónaflóðinu.
Það er líklegast ekki til afi eða
amma á þessu landi sem ekki veit
hver Stefán Jónsson er og hans
framlag til þess að lyfta upp lífsanda
þjóðarinnar ásamt sextettinum
Lúdó. Það eru þó eitthvað færri af
seinni tíma rokkkynslóðum sem
hafa fengið almennilegt færi á því
að sveifla fótum sínum um dansgólf-
ið. En það er alls ekki of seint í gæs-
ina gripið því svo einkennilega viil til
að Lúdó sextett er ein þeirra þriggja
sveita sem kemur til með að hita upp
fyrir tónleika Utangarðsmanna í
Laugardalshöllinni í kvöld. Aðrar
sveitir sem ætla að koma hitastigi
hallarinnar nægilega langt upp til
þess að skallinn á Bubba svitni eru
hljómsveit Páls Rósinkrans og góð-
mennin í Kanada.
Sextettinn og silfurbræðslan
„Við köllum okkur ennþá „sextett"
þó svo að við séum einum færri en við
vorum á „gullaldarárunum" svoköll-
uðu,“ útskýrir Stefán Jónsson þegar
blaðamaður rekur augun í það að
sextettinn er í raun kvintett. Stefán
virkar sem óvenjulega góðlyndur
piitur og þrátt fyrir að blaðamaður sé
ekki einu sinni hálfdrættingur miðað
við hann hvað aldur varðar þá kveikir
hann strax á því hvað liggur á bak við
Fjörutíu árum
glottið sem amma hans setur upp
þegar hún hlustar á tónlist kappans.
Hljómsveitin Lúdó sextett er sú
eina hér á landi sem hefur þurft að
breyta nafni af beinni skipun yfir-
valda. „Fyrst hét sveitin Plútó kvint-
ett en varð svo síðar sextett," útskýr-
ir Stefán. „Við urðum að leggja það
niður vegna málaferla. Það er enn
vitnað í þetta mál sem eitt af fáran-
legri dómum Hæstaréttar.“
Málavextirnir voru þeir að Silfur-
bræðslan Plútó sendi hljómsveitinni
tilmæli um að leggja niður nafn sitt
vegna samheitisins. Hljómsveitin
breytti þá snögglega nafni sínu í
Plúdó sextett og taldi að þar væri
málið afgreitt. En svo var ekki og silf-
urbræðslueigandinn fór með málið
fyrir dóm og vann. „Já, hann fór í mál
og það undarlega gerðist að þó svo að
hljómsveitin okkar héti Plútó sextett,
semna, enn með sveifluna a h
reinu.
eftir hundinum og plánetunni, en
verksmiðjan hans Silfurbræðslan
Plútó þá vorum við dæmdir til þess að
leggja niður nafnið með þeim rökum
að Islendingar gerðu engan greinar-
mun í framburði á bókstafnum D og
T,“ segir Stefán lúmskur. „Þetta var
nú samt eiginlega dómur sem fólk gat
ekki annað en brosað að.“
Það er því Hæstarétti að þakka að
það er Lúdó en ekki Plúdó sem hitar
upp fyrir Utangarðsmennina í kvöld.
Elsta hljómsveit landsins
„Gullaldarár" Lúdó sextettsins,
eins og Stefán kallaði þau, voru árin
1962-1965. Fjórir meðlimir sveitar-
innar í dag hafa a.m.k. verið með ann-
an fótinn í sveitinni síðan þá. Ásamt
Stefáni eru það þeir Berti Möller,
Arthur Moon og Hans Jensson. Aðrir
Lúdó sextett og Stefán á „gullaldarárunum“.
meðlimir sveitarinnar í dag eru Elvar
Berg og Hallvarður Óskarsson sem
báðir hafa verið meðlimir til langs
tíma. „Kjaminn hefur alltaf verið sá
sami,“ segir Stefán, „þó að margir
hafi nú verið innanborðs í gegnum
tíðina, örugglega hátt í 30 manns.“
Hljómsveitin hefur aldrei lagt upp
laupana á þessu fjörutíu ára tímabili
og samkvæmt þeim heimildum sem
blaðamaður gat aflað sér er hún elsta
starfandi íslenska hljómsveit dagsins
í dag. Stefán segir aðal ástæðuna fyr-
ir langlífinu vera sterk vinabönd
meðlima og spilagleði.
Um daginn spilaði sextettinn fyrir
ungmenni á staðnum Sirkús á Vita-
stíg. Þar vöktu þeir það mikla lukku
að leitað var til þeirra til þess að hita
upp fyrir Utangarðsmennina í kvöld.
En hvað fannst Stefáni um hljóm-
sveitina og Bubba á sínum tíma?
„Ég hef nú lítið fylgst með Bubba
fyrir utan það sem hann hefur gert
sem trúbadúr sem hann gerir Ijóm-
andi vel,“ segir Stefán. „Þegar þeir
komu fram vorum við eiginlega á allt
öðrum kvarða en hans trylltu Utan-
garðsmenn. Mér finnst öll tónlist eiga
tilverurétt, en það er ekki þar með
sagt að ég sé jafn hriíinn af henni
allri.“
Þegar blaðamaður spurði Stefán
hvemig honum fyndist að leika með
sveitinni var hann ekki lengi að draga
út ásinn úr jakkaerminni.
„Mér finnst það bara Ijómandi gott.
Fyrst og fremst höfum við gaman af
þessu og ef einhveijir hafa gaman af
okkur þá er þrautin unnin, segi ég.“