Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 64
Palm Lófatölvur 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. HEKLA — ÍJóryxtuánýrrtbld! MITSUBISHI CRRISMR MITSUBISHl dcmantar í umferö ■ í sporum Snorra/26 Maður b.jargaðist l)egar bátur sökk á Breiðafírði Sj ómaðurinn komst naumlega frá borði Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Drög að verklagsreglum fyrir fjármálafyrirtæki Viðskipti með óskráð bréf verða óheimil SÉRSTAKAN regluvörð skal til- nefna innan fjármálafyrirtækis til að tryggja eftirfylgni við verklagsregl- ur. Regluverði er ætlað að hafa eftir- lit með því að ákvæðum reglnanna sé fylgt, hafa forgöngu um túlkun á reglunum og taka ákvarðanir í sam- ræmi við reglumar. Þetta kemur fram í drögum að leiðbeiningum um efni verklagsreglna sem Fjármála- eftirlitið (FME) hefur birt. Viðskipti starfsmanna fjármála- fyrirtækja með óskráð verðbréf eru óheimil. Unnt er að heimila undan- tekningu vegna þátttöku í útboði þar sem stjóm Verðbréfaþings hefur samþykkt að hlutafélagið fái skrán- ingu að útboði loknu, að því er fram kemur í leiðbeiningunum. Þá kemur til greina að kveða á um undanþágur vegna eignarhalds á óskráðum hluta- bréfum í félögum sem engin virk við- skipti em um og ekki hafa fjárfest- ingar að markmiði. Hægt að banna viðskipti starfsmanna án skýringa Eftirlit regluvarðar lýtur ekki ein- vörðungu að viðskiptum starfsmanna heldur einnig að virkni svonefndra kínamúra og viðskiptum fyrirtækis- ins sjálfs, að því er fram kemur í drögunum. Regluvörður hefur vald til að banna viðskipti starfsmanna með ákveðin verðbréf án skýringa eða tímamarka á banninu. Er ákvæðið réttlætt með því að ástæða kunni að vera til að banna viðskipti með tiltekin verðbréf, t.d. vegna þess að fjármálafyrirtækið sjálft hafi hagsmuna að gæta eða búi yfir trún- aðarupplýsingum og viðskipti starfs- manna því tortryggileg á þeim tíma. ■ Viðskipti/16 Morgunblaðið/Orri Páll Stigaþrep Snorra FORNLEIFAFRÆÐINGAR vita nú fyrir víst að niðurgröfnu göngin sem fundust við upp- gröft í Reykholti eru frá elleftu til þrettándu öld. Liggja þau frá Snorralaug inn að gamla bæjar- stæðinu. Þetta er niðurstaða úr greiningu á birkigrein sem fannst á efsta þrepinu sem ligg- ur upp úr göngunum en þrepin komu í ijós fyrir skemmstu. Mjög líklegt er því að Snorri Sturluson hafi notað göngin. „Við höfum nú mun betri mynd af því hvemig göngin eru gerð að innan nyrst þar sem þau tengjast tóftunum. Þau beygja snögglega til austurs þar sem þau liggja inn í hom á byggingu sem þar er og í þeim eru stein- þrep. Við höfum fundið sex þrep í göngunum sem eru mjög vel byggt mannvirki, allt að tveir metrar á hæð. Það er mjög sjaldgæft að finna svona vold- ugar byggingar hér á landi,“ segir Guðrún Sveinbjamardótt- ir, stjómandi rannsóknarinnar. Göngin em afar þröng, um sjötíu sentímetrar á breidd. SIVí höndum veiði- stióra MANNBJÖRG varð er báturinn Víglundur SÁ frá Rifi sökk um hálftvöleytið í gær. Báturinn var staddur á Breiðafirði, norðaustur af Rifi, í svokölluðum Álum. „Ég var að draga línu og var búinn að draga inn fimm bjóð þeg- ar ég lenti í festu, línan var semsé föst í botninum. Báturinn fór strax að halla. Ég var með yfir 700 kfló á dekki í tveimur kemm. Fyrst fór annað karið út í hliðina sem hallaði, þá hallaði báturinn enn meir. Síðan fór hitt karið strax á eftir og á mig. Ég átti í erfiðleikum með að kom- ast frá karinu, sem var yfir 200 kfló, og það stórsér á löppinni á mér,“ sagði Þórir Kristjánsson sjó- maður, sem var um borð í bátnum, í samtali við Morgunblaðið. Þórir segir atburðina hafa gerst mjög hratt og báturinn sokkið á nokkmm mínútum. „Sjórinn bara æddi inn. Ég rétt náði að losa björgunarbátinn og hann fór beint Morgunblaðið /Arnaldur Þdrir Kristjánsson í sjóinn. Ég varð að fara í sjóinn líka. Ég þorði ekki annað en að fara úr bátnum vegna þess að það var komin svo mikil slagsíða á hann og ég hélt að honum myndi hvolfa, sem varð reyndar ekki. Hann seig bara rólega niður. Fyrst að aftan og svo fór stefnið niður. Þetta gerðist allt bara á nokkmrn mínút- um. Ég náði ekki einu sinni að fara í talstöðina." Var orðinn kaldur og hrakinn Þórir segist hafa skotið upp tveimur neyðarblysum, ekki áttað sig strax á að senda neyðarskeyti, sem er í björgunarbátnum. Það var svo um tvöleytið sem Landhelgis- gæslunni barst neyðarskeyti. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send af stað og kom hún að bátnum rúm- lega þrjú. Þá var hvalaskoðunar- skipið Brimrún SH búið að finna björgunarbátinn. „Við vomm á leið af stað í hvala- skoðunarferð þegar Tilkynninga- skyldan hafði samband við okkur,“ sagði Jóhann Garðarsson skipstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Við fómm strax í átt að staðnum sem þeir gáfu upp, sáum björgunarbát- inn fljótlega og vorum komin að honum rúmlega þrjú. Þyrla Land- helgisgæslunnar kom þá að og við létum hana taka manninn, sáum að hann var blautur og hrakinn. Við tókum hins vegar bátinn." Þórir segir það hafa verið mikinn létti að sjá bátinn nálgast. „Maður var orðinn kaldur og hrakinn. Ég fór ekki strax í pokann sem er í björgunarbátnum til að halda á manni hita, var lengi í gallanum, sem ég hefði ekki átt að gera.“ Þór- ir var fluttur á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur en útskrifaður um áttaleytið í gærkvöldi. Bátur- inn, sem er fjögurra tonna flat- botna bátur, var í eigu sonar Þóris, Kristjáns. Bjargað úr sjónum UNGRI stúlku var í gærkvöldi bjargað úr sjónum við Seltjarnarnes. Hún hafði lagst til sunds skammt vestan við Eiðistorg. Neyðarlínunni var tilkynnt atvikið, en talið er að sá sem það gerði hafi verið með stúlk- unni er hún stakk sér til sunds. Um tíu mínútur liðu frá því tilkynningin -’~%arst þar til stúlkan var komin um borð í gúmmíbát lögreglunnar, en hún var komin talsvert langt frá ströndinni. Stúlkan var flutt á slysa- deild til rannsóknar. Lögregla og slökkvilið voru með mikinn viðbúnað á staðnum. Hópur manna frá Náttúrufræði- stofnun Islands hefur unnið kapp- samlega undanfarna daga að þvi að fanga gæsir á vestanverðu Norðurlandi og merkja þær með- an þær eru í sárum. I gær voru þeir á Blönduósi og fönguðu 118 gæsir við lögreglustöðina og merktu þær. Arnór Þórir Sigfús- son fuglafræðingur stjórnaði að- gerðum en á myndinni má sjá Áka Ármann Jónsson veiðistjóra bera gæs sem hlotið hefur merkinguna SIV. Yfirmaður Áka er Siv Frið- Ieifsdóttir umhverfísráðherra, en hvort nafnið á gæsinni tengist því eitthvað skal ósagt látið. Það má a.m.k. með sanni segja að um- hverfísmálin séu tekin föstum tökum á norðvestanverðu landinu þessa dagana og getur umhverfis- ráðherrann, Siv Friðleifsdóttir, verið stolt af sínum mönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.