Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Greinarhöfundur og Halldóra Árnadóttir kona hans við dyr tilgátuhúss-
ins að Eiríksst öðum i Haukadal.
Dalabréf
Arnarhjónin sveimuðu yfír okkur, segir
Leifur Sveinsson, skammt frá bíl okkar og
voru ekkert að flýta sér burt.
Ljósmynd/Jón Ögmundur Þormóðsson
Hluti altarisbríkur í Skarðskirkju, Landið okkar.
Örn á flugi við Ballarárhlíð - örin bendir á hinn dökka dfl, örninn.
ÞAÐ ER laugardaginn 29.
júlí kl. 10.30, að við hjónin
leggjum af stað vestur í
Dali. Gisting er tryggð á
Edduhótelinu á Laugum í Sælings-
dal. Fyrsti áfangastaðurinn er hið
nýbyggða og glæsilega tilgátuhús á
Eiríksstöðum í Haukadal. Þar er líka
verið að grafa upp fomar bæjarrústir.
Bræður mínir voru skírðir eftir öfum
sínum, Sveinn og Haraldur. Þar sem
ég var þriðji bróðirinn voru ekki fleiri
afar til að skíra eftir, hallast var að því
að skíra mig Gunnar eftir langalang-
afa mínum Gunnari Gunnarssyni
(1819-1898) á Brekku í Fljótsdal, en
við það var hætt, þar sem nógu marg-
ir Gunnarar þóttu fyrir í ættinni. Fyr-
ir valinu varð svo Leifur og var ég
^stundum nefndur „heppni", en með
aldrinum fór mér að finnast, að ég
væri Leifúr Eiríksson endurborinn
og á góðri stundu talaði ég um „Eirík
pabba“. Nema hvað, mér fannst ég
standa á föðurleifð minni þennan
bjarta júh'dag, enda orðinn kunnugur
í Haukadal eftir mörg laxveiðisumur
með Morgunblaðsmönnum í Hauku.
Þó mun það ekki rétt, að Leifur Ei-
ríksson hafi vitjað nafns, sem þó hefði
verið við hæfi. Einhvem veginn hefur
þetta allt þó farið fram hjá landa-
fundanefnd, því mér hefur ekki verið
boðið á neina samkomu hjá þeim enn-
þá og emm við Einar Benediktsson
sendiherra (f. 1931) þó báðir aldir upp
í Tjamargötunni, ég í nr. 36, en hann í
snr-47-
II
Til að nýta daginn sem best ákveð-
um við að aka fyrir Klofning, þ.e.
Fellsströndina og fyrir KJofningsfjall;
og síðan Skarðsströndina og uni
Saurbæ suður Svínadal að Laugum í
Sælingsdal. Ókum fyrst heim að
Hvammi, þar sem Borgfirðingar hafa
reist myndarlegan minnisvarða um
Snorra Sturluson (1178-1241), sem
þar er fæddur. Ég var kunnugur ein-
um Hvammspresta, Pétri T. Odds-
syni (1912-1956). Vorum við sam-
JíJferða með Loftleiðavél til Hamborgar
haustið 1955 og varð okkur vel til
vina. Þaðan lá leiðin til Staðarfells og
kirkjan skoðuð, en frænka konu
minnar, Sigurborg Kristjánsdóttir
(1886-1971) frá Múla í Nauteyrar-
hreppi, var forstöðukona Húsmæðra-
skólans þar á bæ árin 1927-1936.
Magnús Friðriksson (1862-1947) á
’Staðarfelli gaf jörðina til skólahalds-
ins. Ég kynntist Sigurborgu aðeins á
DAS og er frægust sagna hennar er
Ólafur Ólafsson (1899-1979) héraðs-
læknir í Stykkishólmi kom að Staðar-
felli skömmu eftir að Ríkisútvarpið
tók til starfa árið 1930 og nokkrir
bændur í nágrenninu höfðu orðið sér
úti um tæki: Sigurborg segir við Ólaf:
„Tókstu eftir því Ólafur læknir, að
þeir misstu allir ofan í í gær, sem áttu
útvaip?“
Nú er rekin að Staðarfelli endur-
hæfingarstöð fyrir áfengissjúklinga
og berjast þeir þar hetjulegri baráttu
við Bakkus konung, eru þeir víða á
göngu eða að skokka sér til hressing-
ar.
III
Það mun hafa verið sumarið 1942,
sem ég kom fyrst í Dalina, nánar tO
tekið að Kýrunnarstöðum í Hvamms-
sveit. Kom með foreldrum mínum að
heimsækja Svein Kjartan bróður
minn, sem þá var kaupamaður á Kýr-
unnarstöðum hjá Guðjóni bónda og
söðlasmið Ásgeirssyni (1875-1970) og
þótti öllum mönnum duglegri við hey-
skap og nefndur „Sveinn á Kýr“. Við
gistum þama á bænum og deildum
við rúmi bílstjóri fóður míns Guð-
mundur Ólafsson (1911-1979) og ég.
Þetta var rúm yfirsetukonumnar á
bænum Þuríðar Guðjónsdóttur
(1905-1985), en eitthvað hefi ég bylt
mér hressilega um nóttina, því um
morguninn vaknaði Guðmundur uppi
í gluggakistunni. Farkosturinn var
nýr Mercury Ford, R-2294, keyptur
af Bifreiðaeinkasölu ríkisins á kr.
14.000,00 - svo vill tii, að ég man ná-
kvæmlega daginn, sem við komum í
Dalina, því Bjami Jensson bóndi í Ás-
garði (1865-1942) dó einmitt daginn,
sem við komum, 21. ágúst 1942.
rv
Næst var ég á ferðinni í Dölunum
sumarið 1953, þá með vinum og
frændfólki í nokkuð sérstæðum er-
indum, sem eigi verður skýrt frá að
sinni. En nú erum við komin framhjá
Staðarfelli og næsti áfangastaður er
minnisvarðinn um Bjama Jónsson frá
Vogi (1883-1926), en þar hefur verið
smekklega að verki staðið og er eir-
skjöldurinn, gerður af Guðmundi
Einarssyni frá Miðdal (1895-1963),
greyptur í klett einn. Hvammurinn
heitir Vogur. Þeir, sem vilja kynna
sér ævi sona séra Jóns Bjamasonar
(1823-1905) ættu að lesa endurminn-
Minnisvarðinn um
Bjarna frá Vogi.
ingar eins þeirra, sr. Magnúsar
Blöndal Jónssonar, sem lengst var
kenndur við Vallanes. Þær em merid-
legar vegna þess, að Magnús taldi sig
ömggan um að þær kæmu aldrei út.
Þriðji í hópi albræðranna var Helgi
Jónsson (1867-1925) menntaskóla-
kennari, nefndur „grasi“. Nú höldum
við fyrir Klofningsfjall og meðfram
Ballarárhlíð, en hún þótti fyrr á tím-
um grýtt mjög og ill yfirferðar. Segir
Friðrik Eggerz (1802-1894) að séra
Jón Þoriáksson (1744-1819) hafi ort
um hana þessa vísu, er hann var þar
vestra:
Béuð er hún Ballarárhlíð
berhún staðarins lýti.
Fjandinn hefur á fyrri tíð
flutt sig þaðan í Víti.
En tekið er á móti okkur hjónum
með stórbrotnum hætti í Ballarárhlíð.
Glæsileg hjón fljúga til móts við okk-
ur, Öm Amarson og Arsa Amardótt-
ir. Ég hefi þrisvar séð emi, fyrst
sumarið 1969 í Botni í Mjóafirði hjá
Jóni Fannberg (1893-1988) og síðan í
fyrra í ferð með Eyjaferðum frá
Stykkishólmi, er siglt var um Breiða-
fjarðareyjar. En þetta tók öllu fram,
sem við höfðum getað búist við. Am-
arhjónin sveimuðu yfir okkur
skammt frá bíl okkar og voru ekkert
að flýta sér burt. Mest undraði mig,
hvað nefin em rauðgul á eminum,
enda aldrei séð hann svona í návígi.
Ég stökk út úr bflnum með myndavél
mína, en ekki sjást emirnir glöggt á
myndunum, en þó má greina dökka
dfla, sem örugglega em þau hjón. En
þetta var ógleymanleg reynsla.
V
Næst liggur leiðin að Skarði á
Skarðsströnd, en það er sú jörð hér á
landi, sem lengst hefur verið í eign
sömu ættar, að því er kunnugt er. Má
það ömggt telja, að hún hefur í erfðir
gengið einnar ættar allt frá elleftu
öld. Unglingsstúlka tekur að sér að
leiða okkur um staðinn og sýna okkur
Skarðskirkju. í Skarðskirkju er enn
altaristafla sú, er Ólöf ríka Loftsdótt-
ir (d. 1479) gaf kirkjunni til minningar
um mann sinn Björn Þorleifsson
(1408-1467), sem Englendingar
myrtu á Rifi 1467. Altaristaflan var
send á Heimssýninguna í París árið
1900. Kirkja sú, er nú stendur á
Skarði var byggð á ámnum 1914-16.
Ég segi stúlkunni, að ég hafi kynnst
langafa hennar Kristni Indriðasyni
bónda á Skarði (1887-1971) sumarið
1953, en hann var ættaður frá Ballará
og bróðir hins kunna miðils Indriða
Indriðasonar (1883-1912). Þeir Har-
aldur Níelsson og Einar H. Kvaran
gerðu tilraunir með miðilshæfileika
Indriða á ámnum 1907-8 og var félag
þeirra nefnt „Tilraunafélagið" en af
andstæðingum spíritista „Djöflafé-
lagið“. „Tilraunahúsið“ stóð á baklóð
Þingholtsstrætis 3 og var sérstaklega
byggt fyrir starfsemi þessa. Er saga
tilraunanna rakin í bókinni „Indriði
miðill“, sem Þórbergur Þórðarson
færði í letur eftir endurminningum
Brynjólfs Þorlákssonar söngkennara
(1867-1950). Indriði var trúlofaður
frænku minni Jónu Elísabetu Guðna-
dóttur (1892-1909) frá Valshamri í
Álftaneshreppi en hún dó úr berklum
aðeins 17 ára gömul. Síðar kvæntist
Indriði Ingveldi Brandsdóttur (1893-
1941). Þegar skipt var búi eftir
ömmusystur mína Sigríði Maríu
Gunnarsson (1885-1970) enskukenn-
ara við Kvennaskólann í Reykjavík,
en hún var dóttir langafa míns séra
Sigurðar Gunnarssonar prófasts í
Stykkishólmi (1848-1936), kom í Ijós
miniaturskatthol sem Bogi Magn-
úsen á Skarði (1851-1937) hafði smíð-
að fyrir langafa minn. Sendir Bogi
skattholið til Stykkishólms, en fær
síðan bréf frá sr. Sigurði, þar sem
hann segir, að ekki þýði að senda sér
skatthol, sem hann geti ekki opnað.
Bogi svarar, að með í kaupunum hafi
fylgt, að kaupandi yrði að finna það út
sjálfur, hvernig ætti að opna skatthol-
ið. Lykillinn að gátunni var sá, að það
átti að snúa einni löppinni og við það
opnaðist skattholið. Skatthol þetta er
nú á Þjóðminjasafninu. Fylgdarstúlk-
an, sem er 28. ættliður Skarðverja,
segir okkur, að svipað skatthol sé til á
heimilinu á Skarði. Bogi Magnúsen