Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Qpinberri heimsókn Li Pengs, forseta kínverska þingsins , hingað til lands lýkur í dag
Óvænt lieini-
sókn á heim-
ili í Gyðufelli
Opinberri heimsókn Li Pengs, forseta kín-
verska þingsins, lýkur í morgunsárið í dag,
en hann hefur dvalið hér á landi síðan á
— ■ ■ 7
laugardag. Þingforsetinn kom víða við í Is-
landsheimsókn sinni, átti meðal annars fund
----------—---------------------
með forseta Islands á Bessastöðum og for-
sætisráðherra í Ráðherrabústaðnum.
-7------------------------------
Ovæntust var þó heimsókn Pengs og eigin-
konu hans á heimili í Gyðufelli í Reykjavík á
sunnudagsmorgun.
ÞINGFORSETINN kom hingað
til lands kl. hálfníu á laugardags-
morgun, þar sem tekið var á móti
honum af Guðmundi Árna Stefáns-
syni, starfandi forseta Alþingis, í
forföllum Halldórs Blöndals.
Nokkur hópur kínverja tók á móti
Li Peng og eiginkonu hans við
komuna til landsins, en með þing-
forsetanum í för er tíu manna
sendinefnd auk fjölmargra aðstoð-
armanna.
Síðdegis á laugardag bauð Olaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti ís-
lands, til fundar að Bessastöðum
og um kvöldið bauð Davíð Oddsson
forsætisráðherra til fundar í
Ráðherrabústaðnum við Tjarnar-
götu og áttu eiginkonur þeirra,
Zhu Lin og Ástríður Thorarensen,
þá einnig fund.
Dagskráin á sunnudag hófst
með býsna óvenjulegum hætti, því
í morgunsárið sóttu sóttu kín-
versku þingforsetahjónin heim
Arnþór Helgason, formann Kín-
versk íslenska menningarfélagsins,
heim í Tjarnarbólið á Seltjarnar-
nesi. Voru þar rædd menningar-
samskipti landanna.
„Þetta var heilmikið tilstand,
fjöldi lögreglumanna og embættis-
manna, en heimsóknin fór hið
besta fram,“ sagði Arnþór við
Morgunblaðið. Hann segir að þess
hafi verið minnst að senn séu 50 ár
liðin frá því ísland og Kína tóku
upp samstarf á sviði menningar-
mála. Talið hafí einnig borist að
öðru, sér í lagi almannatrygging-
um.
„Li Peng minntist á að forseti
Islands hefði mjög mært íslenska
tryggingakerfíð og því hafði hann
mikinn áhuga á að ræða þau mál
nánar. Sérstaklega vildi hann
fræðast um kjör fatlaðra, líklega
af því að ég er blindur," sagði Arn-
þór.
Eftir heimsóknina á Seltjarnar-
nesið lá leiðin í Breiðholtið, þar
sem búa hjónin Heiðar M. Guðna-
Morgimblaðið/Jim Smart
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, taka á móti Li Peng og eiginkonu
hans í Ráðherrabústaðnum.
■
:'ámiÁi
Li Peng, forseti kínverska þingsins, og kona hans, Zhu Lin, skoðuðu sig
um við Geysi í Haukadal í gær.
son og Þórdísi Bjarnleifsdóttur í
Gyðufelli 8. Heiðar og Þórdís búa
þar í þriggja herbergja íbúð ásamt
tveimur börnum sínum og vildu
hinir kínversku gestir fá tækifæri
til að sjá íslenskt alþýðuheimili
með eigin augum og ræða við Is-
lendinga um daglegt líf þeirra.
Stóð heimsóknin í Gyðufellið í
um klukkustund og var öll umferð
um götuna stöðvuð af lögreglu á
þeim tíma. Komust íbúar götunnar
hvorki lönd né strönd á meðan.
Miðdegis á sunnudag átti þing-
forsetinn einkafund með starfsliði
sendiráðs Kína og Kínverjum bús-
ettum á Islandi og sótti síðan heim
Islenska erfðagreiningu, þar sem
fulltrúi fyrirtækisins tók á móti
gestunum og kynnti þeim starf-
semi fyrirtækisins.
Ekki varð af komu Li Pengs í
Alþingishúsið, en um kvöldið sótti
hann kvöldverðarboð forseta Ai-
þingis í Perlunni ásamt eiginkonu
sinni og sendinefnd.
Gærdaginn nýttu kínversku
gestirnir til skoðunarferða um
landið, sóttu meðal annars heim
Gullfoss og Geysi, auk Þingvalla
og Nesjavalla. Lýkur heimsókn
hans í dag með kveðjuathöfn á
Keflavíkurflugvelli kl. 9.50.
Segja mótmælin
hafa borið árangur
Mótmælendur gengu fylktu liði frá Austurvelli og vestur að Hótel Sögu
þar sem þeir stilltu sér upp með skilti sem á stóð að mannréttindi væru
án landamæra.
NOKKUR hundruð manns sóttu
mótmælafund Amnesty Inter-
national og ungliðahreyfinga
stjórnmálaflokkanna auk fleiri
samtaka á Austurvelli síðdegis á
sunnudag vegna heimsóknar Li
Pengs og sendinefndar kínverska
þingsins í Alþingishúsið í boði for-
seta Alþingis.
Áætlað var að kínverski þingfor-
setinn kæmi í Alþingishúsið kl.
16.45 og var viðbúnaður lögreglu
talsverður kringum húsið, til að
mynda hafði hálfur Austurvöllur
verið girtur af, eða fram að stytt-
unni af Jóni Sigurðssyni. Fundur
mótmælenda átti að hefjast kl. 16,
og var fólk tekið að safnast saman
upp úr kl. 14, en skömmu fyrir kl.
15 barst tilkynning frá Alþingi þar
sem skýrt var frá því að kínverska
sendinefndin sæi sér ekki fært að
koma í Alþingishúsið.
I tilkynningu frá Guðmundi
Árna Stefánssyni, starfandi forseta
Alþingis í forföllum Halldórs
Blöndals, kom fram að af þessum
sökum yrði ekki af fyrirhuguðum
fundi hans og öðrum fulltrúum Al-
þingis með Li Peng. „Það eru
starfandi forseta Alþingis von-
brigði að ekki geti orðið af fundin-
um,“ sagði ennfremur í tilkynning-
unni.
Atburdanna á Torgi hins
himneska friðar minnst
Þrátt fyrir þetta hófst útifundur-
inn á Austurvelli á tilsettum tíma
og hóf Jóhanna K. Eyjólfsdóttir,
framkvæmdastjóri íslandsdeildar
Amnesty Intemational, fundinn
með því að skýra frá ákvörðun Li
Pengs. Sagði hún líklegt að mót-
mælafundurinn hefði með þá
ákvörðun að gera, en bað viðstadda
engu að síður að minnast ástands
mannréttindamála í Kína og þeirra
sem sem fórnað hefðu lífi sínu í
baráttunni fyrir mannréttindum
eða sætu í haldi vegna skoðana
sinna.
Fjölmargir aðrir tóku til máls,
einstaklingar úr ýmsum samtök-
um, og minntust fjölmargra sem
enn eru í haldi yfirvalda vegna at-
burðanna á Torgi hins himneska
friðar árið 1989. Var sá háttur
hafður á að svartur borði var bund-
inn fyrir munn hvers ræðumanns
eftir að hann hafði lokið máli sínu,
sem tákn um tjáningarfrelsið.
Mótmæltu við Hótel Sögu
Þegar formlegri athöfn var lokið
á Austurvelli gengu mótmælendur
svo fylktu liði að Hótel Sögu, þar
sem Li Peng og kínverska sendi-
nefndin dvaldi meðan á Islands-
heimsókninni stóð. Þar var komið
fyrir stórum borða með skilaboðum
á ensku um að mannréttindi ættu
sér engin landamæri.
Lögregla hafði talsverðan við-
búnað við Hótel Sögu og munu lög-
reglumenn hafa verið allt að 50
talsins. Geirjón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn, sagði Morgunblaðinu
að lögreglan hefði talsverðan við-
búnað þar sem margir erlendir
gestir sæktu nú Island heim. Hann
staðfesti að lögreglumönnum hefði
verið fjölgað við Hótel Sögu eftir
að ljóst væri að mótmælendur
væru á leið þangað, en tók fram að
allt hefði farið friðsamlega fram og
án vandræða.
Skipuleggjendur mótmælanna
voru ánægðir með hvernig til
tókst. Katrin Júlíusdóttir, varafor-
maður Ungra jafnaðarmanna, og
Björgvin Guðmundsson, formaður
Heimdallar, sögðu að mótmælin
hefðu borið tilætlaðan árangur með
því að Li Peng hætti við fyrirhug-
aða heimsókn sína í Alþingi.
„Við fengum upplýsingar um að
hann væri hættur við að koma
skömmu fyrir klukkan þrjú,“ sagði
Katrín, en þá þegar hafði nokkur
hópur fólks safnast saman á Aust-
urvelli. Hún sagðist telja að þær
fréttir hafí dregið nokkuð úr að-
sókn á mótmælin, en þó hafi fjöl-
margir séð sér fært að mæta. „Við
erum geysilega ánægð með hvern-
ig tókst tíl,“ sagði hún.
Björgvin sagðist telja að sigur
mótmælenda fælist einkum í því að
hafa meinað kínverska þingforset-
anum aðgang að Alþingi. „Við
gerðum honum grein fyrir því að
fylgst er með störfum hans á Is-
landi eins og annars staðar í heim-
inum. Ég tel því að þetta séu góð
tíðindi fyrir baráttuna fyrir mann-
réttindum," sagði hann.
„Li Peng kemur hér í boði Al-
þingis og það að hann hættir við
heimsókn í þingið sýnir að okkar j
málstaður hefur náð eyrum hans.
Því er þetta ekkert annað en stórs-
igur fyrir okkur,“ bætti Katrín við.
Breið samstaða myndaðist um
mótmælin og Katrín og Björgvin
sögðu að um sérlega ánægjulegt
samstarf hefði verið að ræða.
„Mannréttindamál eru án allra
landamæra, líka pólitískra, og
skoðanir á þessari heimsókn voru
hinar sömu, hvar í flokki sem menn
standa. Þess vegna stóðu allir
heilshugar að þessum aðgerðum
frá fyrstu mínútu," sögðu þau enn-
fremur.