Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 11
FRÉTTIR
„Eftirminnileg lífsreynsla“
Morgunblaðið/Ásdís
Zhu Lin, eiginkona Li Pengs, mátar hálsfesti á Álfheiði Björk, tveggja ára dóttur þeirra Heiðars M. Guðnasonar
og Þórdísar Bjarnleifsdóttur í Gyðufelli 8. Li Peng situr við hlið Magnúsar Más, fjögurra ára.
HEIÐAR M. Guðnason, starfsmaður
í prentsmiðju Morgunblaðsins og
fjölskylda hans, tók á móti Li Peng
og eiginkonu hans á heimili sínu í
þriggja herbergja íbúð í Gyðufelli 8
á sunnudagsmorgun. Hann segir að
heimsóknina hafi borið brátt að, en
eftir á að hyggja hafi þetta verið eft-
irminnileg lífsreynsla. Heiðar bauð
ljósmyndara blaðsins að taka mynd
af heimsókninni.
Heiðar skýrir svo frá að kl. 1 að-
faranótt sunnudagsins hafi hann
fengið símtal frá kunningja sínum á
skrifstofu Alþingis. Tilefnið hafi
verið að kínverski þingforsetinn
hafi óskað eftir því að sjá með eigin
augum íslenskt alþýðuheimili, eins
og það var orðað, og ræða við íbúa
þess um daglegt líf.
„Þetta hafði greinilega borið
brátt að, annars hefði ekki verið
hringt á þessum túna sólarhrings-
ins. Eftir nokkra umhugsun slógum
við hjónin til,“ segir Guðni, en bætir
við að sér hafi ekki komið til hugar
allt það tilstand sem fylgdi þessari
óvæntu heimsókn.
Taldi að um grín
væri að ræða
Heiðar átti aftnæli á laugardag og
hafði haldið upp á það með veislu og
því segir hann að sér hafi komið til
hugar að verið væri að gera grín að
sér með símtalinu um nóttina. Svo
reyndist þó ekki vera - það kom ber-
lega í ljós um morguninn á sunnu-
deginum þegar tveir lögreglubílar
tóku sér stöðu fyrir utan blokkina í
Gyðufellinu upp úr kl. 10 og undan-
farar, sem svo eru nefndir, bönkuðu
upp á litlu síðar.
„Þeir komu hér fjölmargir og
skoðuðu hvem krók og kima. A eftir
þeim komu fulltrúar Alþingis í svip-
uðum erindagjörðum ásamt starfs-
fólki sendiráðsins. Þetta var mikið
fjölmenni á mörgum bflum og því
má nærri geta hve undrandi við urð-
um þegar bflalestin kom með Li
Peng, en í henni vora alls fjórtán bfl-
ar í viðbót!“
Heiðar tók á móti Peng-hjónunum
niðri í stigagangi ásamt eiginkonu
sinni, Þórdísi Bjamleifsdóttur, og
bömunum tveimur, Matthíasi Má,
fjögurra ára, og Álfheiði Björk,
tveggja ára.
„Frúin tók Álfheiði litlu þegar í
fangið og sýndi börnunum mikla at-
hygli. Svo var boðið til stofu og mál-
in rædd,“ segir Guðni og telst til að
íbúðin hafí verið stútfull af fólki
meðan á heimsókninni stóð, auk
þess sem gestir stóðu í stiganum fyr-
ir framan og allt niður á stétt.
Þótti íbúðin stór
fyrir fjóra
„Það var talað um tíu mínútna
heimsókn, en þau vom um klukku-
stund. Þau vildu fá að vita allt um
daglegt líf okkar, vinnu, laun og
tryggingar, svo að eitthvað sé nefnt.
Þá kynntu þau sér íbúðina og fór
ekki á milli mála að mörgum f sendi-
nefndinni þótti hún stór miðað við
Ijóra. Einn sagði að heima fyrir
kæmust tíu manns auðveldlega fyrir
í slíkum vistarvemm," bætir hann
við.
Eftir að hafa þegið góðgerðir ís-
lensku fjölskyldunnar - kaffi, te og
konfekt - færðu gestirnir fjölskykl-
unni glæsilegar gjafir. Hjónin fengu
glæsilegan silkidúk og mikið af for-
láta efni og klútum, Alfheiður fékk
hálsfesti og Matthías silkitrefíl.
Heiðar segir að þetta hafi allt
saman verið sérstaklega skemmti-
legt en um leið skrítið. „Þessir gestir
eru hér í boði Alþingis og því vildum
við sýna þeim tilhlýðilega virðingu.
Það þýðir ekki að við séum að lýsa
yfir stuðningi við störf þeirra í
gegnum tíðina," bætir hann við.
Forseti Alþingis
*
Akvörðunin
mikil
vonbrigði
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson,
starfandi forseti Alþingis kallaði kín-
verska sendiherrann á sinn fund upp
úr hádegi á sunnudag eftir að ljóst
varð að kínverska sendinefndin und-
ir forystu Li Pengs sæi sér ekki fært
að heimsækja Aiþingishúsið, eins og
til stóð, og ræða þar við starfandi
forseta og aðra fulltrúa þingsins.
„Ég fékk þær skýringai' að vegna
mótmælanna óttaðist sendinefndin
að ekki yrði fundarfriður inni í hús-
inu. Ég gerði honum grein fyrir því
og bað hann koma áfram að engin
ástæða væri til að hafa áhyggjur af
því, enda öryggis gætt í hvívetna.“
Guðmundur Árni segir að þessi
ákvörðun hafi verið mikil vonbrigði.
„Þingforsetinn mætti hins vegar í
kvöldverðinn í Perlunni og þar gafst
ágætt tækifæri til umræðna þótt
vettvangurinn væri vissulega annar.
Við ræddum málefni sem hafa verið
ofarlega á baugi, meðal annars
mannréttindamál og lýðræði. Þær
umræður voru mjög hispurslausar
og gagnlegar."
-----*-H-----
Myndartexti
féll niður
í GREIN í sunnudagsblaði um höf-
undarrétt og arkitektúr urðu þau
mistök við vinnslu greinarinnar að
myndartexti féll niður undir teikn-
ingu sem sýndi fyrstu breytingatillög-
una að húsinu á Skildinganesi 50 sem
kom til meðferðar í borgarkerfinu. Er
beðist velvirðingar á mistökunum.
OO
TOiyunnm 2000
Þ e k k i n g í þ í n a þ á g u
Kerfi/ííœdi
Kerfisfræði TV er tveggja anna diplómnám
sem stendur frá septemberbyijun til loka maí.
Námið er sniðið að þörfúm þeirra sem vilja
sjá um rekstur og viðhald upplýsingakerfa,
þjónustu við notendur og kerfisgreiningu og
-gerð hjá litlum eða meðalstórum fyrirtækjum.
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að
geta séð um rekstur lítillar tölvudeildar, séð
um innkaup og rekstur tölvukerfa, leyst algeng
forritunar- og greiningarverkefhi og mótað
tölvustefnu.
Hclstu námsgreinar:
• Stýrikerfi. Umsjón og rekstur algengra
stýrikerfa.
• Gagnagrunnar og forritun.
Kerfisgreining, hönnun, Access
gagnagrunnar, VBA og Visual Basic
forritun.
• Netfræði. Uppsetning og rekstur
Windows NT, Windows 2000 og
Intemetþjóna.
• Internetið og vefsíðugerð. Gerð, viðhald
og rekstur veíja ásamt notkun vafra og
tölvupósts. HTML forritun.
• Notendaforrit. Word, Excel og
PowerPoint.
• Öflunarferli. Val á búnaði og innkaup.
• Lokaverkefni. Metið til lokaeinkunnar.
Prófað er í öllum greinum.
Forkröfur: Almenn þekking á tölvum og
góð enskukunnátta.
Lengd: 400 kennslustundir eða 267
klukkustundir.
Tímar: Tvisvar i viku kl. 16:15-19:15 og
einu sinni í hveijum mánuði á laugardegi.
Staðgreiðsluverð: 349.900,-
fletum/jón|
í núlímarck/lri
Þetta geysivinsæla námskeið er sniðið að
þörfum þeirra sem vilja sjá um netrekstur í
fyrirtækjum eða skapa sér ný tækifæri á
vinnumarkaði.
Námskeiðið er sérsniðið fyrir þá sem vilja
verða góðir netstjórar með mikla þekkingu á
eðli neta og stjómun þeirra en einnig fyrir þá
sem vilja vita meira um tölvur og tölvutækni
og notkun neta sem eru í nær ölíum
fyrirtækjum og stofnunum landsins.
Helstu námsgreinar:
• Nctfræði og búnaður. Ethemet,
kapalkerfi, beinar, netþjónar,
notendatölvur, netbúnaður og hönnun
neta.
• Windows 98. Netvinnsla með Win98,
uppsetning útstöðva og lykilatriði
stýrikerfisins.
• Netstýrikerfi. ítarleg kennsla á
netstýiikerfin Windows 2000 og Windows
NT.
• Internet- og Intranetþjónar. Uppsetning
og rekstur Intemetþjónustu og innranets
fyrirtækja.
Innifalið í námskeiðinu er eitt Microsofl
Certified Professional (MCP) próf.
Forkröfur: Almenn þekking á tölvum og
ensku.
Lengd: 120 kennslustundir eða 81
klukkustund.
Tímar: Tvisvar í viku frá kl. 16:15-19:15,
alls 27 skipti.
Staðgreiðsluverð: 139.900,-
fflCIE
UlincJoui/ 2000
Tölvuum/jóA
nútímorckrlri
Microsoft Certified Systems Engineer
(MCSE) er ávísun á vel launaða og spennandi
vinnu á sviði netumsjónar og -rekstrar.
Gráðan er viðurkennd alls staðar í heiminum
og fæst að loknum ströngum Microsoft
prófúm sem aðeins er hægt að taka hjá
viðurkenndum pófúnarmiðstöðvum eins og
Tölvu- og verkffæðiþjónustunni.
Í samvinnu við Pygmalion Group, sem er
Microsoft Certified Technical Education
Centre (CTEC), bjóðum við nú Windows
2000 MCSE nám.
Námið fer þannig ffarn að nemendur sækja
6námskeið sem samanlagt eru fimm vikur
að lengd '> og nýta tímann á milli þeirra til
sjálfsnáms og æfinga.
ÖIl kennsla fer ffam á ensku og allir kennarar
hafa MCP eða MCSE og MCT (Microsoft
Certified Trainer) gráður.
Innifalin í námskeiðinu eru Microsoft
kennslu-bækur og geisladiskar með forritum.
Hægt er að taka MCP/MCSE próf hjá okkur.
Forkröfur: Góð þekking á tölvum og ensku.
Lengd: 262 kennslustundir eða 175
klukkustundir.
Tímar: Ein vika i mánuði frá kl. 8:30-16:15,
alls 6 vikur á sex mánaða tímabili.
Staðgreiðsluverð: 649.900,-
* (Hægt er aö kaupa einstök námskeiö)
Þetta námskeið er vinsælasta námskeið okkar
frá upphafi. Það er sniðið að þörftim þeirra
sem sjá um tölvur í fyrirtækjum,
umsjónarmanna tölvuvera eða þeirra sem
vilja bara vita meira um tölvur.
Þátttakendur verða kröftugir notendur með
mikla þekkingu og yfirsýn yfir möguleika
einkatölvunnar í rekstri fyrirtækja og
hagnýtingu nýjustu tækni.
Helstu námsgreinar:
• Stýrikerfi. Windows 98 og vélbúnaður.
• Notendaforrit. Word, Excel, Access,
PowerPoint og Outlook.
• Vefsíðugerð. FrontPage og Intemetið.
• Netstýrikerfi. Umsjón Windows NT
tölvuneta og Windows 98.
Námið er mjög ítarlegt og fjöldi íslenskra
handbóka fylgir.
Forkröfur: Grunnþekking á tölvum.
Lengd: 145 kennslustundir eða 99
klukkustundir.
Tímar: Tvisvar í viku ffá kl. 19:15-22:30,
alls 33 skipti, eða á tímanum kl. 13:00-
16:00, tvisvar í viku.
Staðgreiðsluverð: 119.900,-
Mikið úrval styttrí og lengrí námskeiða!
Nánari upplýsingar á http://www.tv.is
Grensásvegi 1 6
108 Reykjavík
Sfml: 520 9000
Fax: 520 9009
Netfang: tv@tv.ls
p ö n t u n a r s í m i
Sfmanúmtsr
nn Raðgreiðslulán til allt að 36 mánaða.
\..mm I Hagstæð námslán hjá Sparisjóði Hafoarfjarðar.
T ö I v u -
v e r k f r
o g
ð ' Þ i
ó n u s t a n