Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Menntamálaráðherra setti símenntunarvikuna Menntun er skemmtun formlega á Akureyri
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra setti símenntunarviku
formlega á Akureyri í gær, en yf-
irskrift hennar að þessu sinni er
Menntun er skemmtun.
Björn sagði að markmið
símenntunarvikunnar væri meðal
annars að ná til þeirra sem væru
úti í atvinnulífinu og því eðlilegt
að kalla til þá sem bjóða upp á
fræðslukosti af ýmsu tagi.
Þetta er í þriðja sinn sem
menntamálaráðuneytið hefur for-
göngu um að efna til viku
símenntunar, en ákveðið var að
gera sérstakt átak í símenntunar-
málum á árunum 1998 til 2003.
Kvaðst Björn fullyrða að mikil
vakning hefði orðið í þessum mál-
um frá því ríkisstjórnin ákvað að
efna til þessa átaks. Þessir hlutir
tækju þó tíma, „en ég tel að miði
í rétta átt og æ fleiri eru farnir
að átta sig á þeim kostum sem
fyrir eru,“ sagði menntamála-
ráðherra.
Frumkvöðlastarf fræðslu-
og símenntunarstöðva
Auk ráðuneytisins taka skólar
og atvinnulíf þátt í viku símennt-
unar, en Björn sagði sérlega
ánægjulegt að nú störfuðu 8 mið-
stöðvar að símenntunar- og
fræðslumálum í landinu og hefðu
þær með sér samstarf undir nafn-
inu Kvasir. Miðstöðvarnar hefðu
viðamikil verkefni á sinni könnu
og allt starf þeirra mætti flokka
sem frumkvöðlastarf, en ánægju-
Iegt væri að þegar hefði náðst
góður árangur þó skammur tími
væri Iiðinn frá því þær voru sett-
ar á fót. Miðstöðvarnar fá hver
um sig 5,9 milljónir króna fram-
lag frá ríkinu íár. „Ég tel mjög
mikilvægt að hafa fengið þessa
aðila með í þetta samstarf. Hvar-
vetna þar sem þessar stöðvar eru
er boðið upp á fjölbreytt og metn-
aðarfullt nám og reynt að höfða
til sem flestra, m.a. er reynt að
ná til þeirra sem ekki hafa á sín-
um tíma átt kost á námi, en það
er sá hópur sem minnstar líkur
eru á að leiti sér endur- eða sí-
menntunar," sagði Björn og benti
á að einn þriðji hluti þeirra sem
nú væru starfandi á vinnumarkaði
hefði grunnskólaprófið eitt að
veganesti.
Þá gat menntamálaráðherra
þess að ánægjulegt væri að við
gerð siðustu kjarasamninga hefði
mikil áhersla verið lögð á mennt-
Mikil vakning
hefur orðið í sí-
menntunarmálum
Björn Bjamason menntamála-
ráðherra við setningu símennt-
unarviku sem ber yfirskriftina
Menntun er skemmtun, en hér
ræðir hann við Katrínu Dóru
Þorsteinsdóttur, framkvæmda-
stjóra Símenntunarmiðstövar
Eyjafjarðar.
1 [ I
Bjarnason menntamála-
unarmál og fé lagt til hliðar í
starfsmenntasjóði í því skyni.
Starfsmenntaráð hefði það hlut-
verk að efla og styrkja starfs-
Morgunblaðið/Kristján
Halldóra Hinriksdóttir, verkefnissljóri Menntar, kynnir markmið og
tilgang viku símenntunar, til hliðar er Baldur Dýrfjörð, stjórnarfor-
maður Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
menn hinna ýmsu greina atvinnu-
lífsins til náms.
Vona að vikan veki
athygli sem flestra
Björn sagði öflug fyrirtæki í
landinu leggja mikla áherslu á sí-
menntun starfsmanna sinna og
einnig gat hann þess að árang-
ursrík byggðastefna fælist m.a. í
meiri menntun og hefðu símennt-
unarmiðstöðvar þar hlutverki að
gegna sem og aukin fjarkennsla.
Menntamálaráðherra sagðist
vonast til að vika símenntunar
vekti athygli sem flestra og ef
hún yrði til þess að einhverjir ein-
staklingar létu í kjölfarið slag
standa og settust á skólabekk þá
væri tilgangi hennar náð.
Halldóra Hinriksdóttir, verk-
efnisstjóri Menntar, sam-
starfsvettvangs atvinnulífs og
skóla kynnti markmið og tilgang
viku símenntunar en Ijölbreytt
dagskrá er hvarvetna um landið
þessa viku. „Verkefnisstjórn um
símenntun ákvað í ár að einbeita
sér að hópnum sem þarf mestan
stuðning og hvatningu til að hefja
nám og bæta þekkingu sína.
Markmið vikunnar er þannig að
hvetja fólk sem stutta skólagöngu
að baki til að auka við þekkingu
sína og færni,“ sagði Halldóra.
Víðtæk dagskrá
um land allt
Víðtæk dagskrá verður um land
allt þessa viku en föstudagurinn
8. september verður símenntunar-
dagur þar sem fyrirtæki eru
hvött til að tileinka fræðslumálum
starfsmanna og huga þá sérstak-
lega að þeim sem minnsta mennt-
un hafa. Fjölmörg fyrirtæki og
stofnanir hafa tilkynnt um þátt-
töku sína í þessum degi.
Vika símenntunar miðar einnig
að því að gefa almenningi færi á
að kynna sér sífellt fjölbreyttara
námsframboð og finna þar eitt-
hvað við sitt hæfi. Þannig verða
kynningar á hinum ýmsu nám-
skeiðum um land allt þessa viku. I
Eyjafirði fer hringekja fræðsluað-
ila um svæðið. Mínútunámskeið
verða haldin á götum Isatjarðar-
bæjar og víðar á Vcstfjörðum, á
Suður- og Vesturlandi verða
Qölmargar námskeiðskynningar
og fyrirlestrar í boði og um
næstu helgi verður fræðsluhátíðin
„Menntun er skemmtun" haldin í
Kringlunni í Reykjavík
A annað hundrað starfsmenn vantar á dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu
Neyðarástand
að skapast víða
STJÓRNENDUR á dvalar- og hjúkrunar-
heimilum á höfuðborgarsvæðinu hafa miklar
áhyggjur af síauknum skorti á ófaglærðu
starfsfólki til umönnunarstarfa. Telja þeir
að víða sé að skapast neyðarástand og hafa
nokkrar stofnanir þurft að takmarka
innlagnir.
Ef svo fer sem fram horfir þarf að loka
fjölda rúma á flestum eða jafnvel öllum
dvalar- og hjúkrunarheimilum, að því er
fram kemur í tilkynningu frá formönnum
tveggja félaga stjórnenda á þessum stofnun-
um, Jóhanni Arnasyni, framkvæmdastjóra
Sunnuhlíðar í Kópavogi, sem er formaður
deildar forstöðumanna elli- og hjúkrunar-
heimila, og Hrefnu Sigurðardóttur, fram-
kvæmdastjóra Skógarbæjar í Reykjavík og
Víðiness á Kjalarnesi, sem er formaður Fé-
lags stjómenda í öldrunarþjónustu.
Verið að
fækka rúmum
Jóhann segir í samtali við Morgunblaðið
að ástandið á Sunnuhlíð hafi líklega aldrei
áður verið jafnslæmt í þau 12 ár sem hann
hefur veitt stofnuninni forstöðu. Nú sé sum-
arafleysingafólk að hverfa á brott og nær
vonlaust sé að fá aðra í staðinn, þrátt fyrir
ítrekaðar starfsauglýsingar. Og nógu erfitt
hefði verið að ráða sumarafleysingafólk.
Ekki sé um annað að ræða en að takmarka
innlagnir og fækka rúmum. Að sögn Jó-
hanns er t.d. verið að fækka um 7-8 rúm á
Skjóli og í Sunnuhlíð verður fækkað sem
nemur 4-5 rúmum á næstunni, fáist ekki
starfsfólk. Telur Jóhann að þörf sé á vel á
annað hundrað ófaglærðu starfsfólki til að
manna allar þessar stöður á höfuðborgar-
svæðinu. Því sé brýnt að grípa til einhverra
aðgerða.
Hrefna tekur undir með Jóhanni, þegar
rætt er við hana. Hún segir ástandið á
Skógarbæ og Víðinesi sjaldan hafa verið
jafnslæmt og nú. Ekki sé þó verið að fækka
rúmum á þessum stofnunum, en innlagnir
séu takmarkaðar. Sumarið hafi t.d. verið
það versta til þessa, hvað ráðningar varðar,
einkum á ófaglærðu starfsfólki. Einnig hafi
verið erfitt að ráða í stöður sjúkraliða.
„Við viljum ekki viðurkenna að þetta sé
viðvarandi ástand, þannig að við endurskoð-
um stöðuna nærri því vikulega, með tilliti til
þarfa á okkar þjónustu. Staðan er mjög við-
kvæm en vonandi fer þetta að lagast,“ segir
Hrefna.
Launahækkanir duga ekki
Stjórnendur þessara stofnana telja að
launaþróun hjá ófaglærðu starfsfólki heil-
brigðisstofnana hafi ekki verið í samræmi
við hinn almenna vinnumarkað og því sé
eðlilegt að starfsfólk leiti annað. Manneklan
hafi síðan í för með sér aukna yfirvinnu hjá
þeim starfsmönnum sem fyrir eru og auki
þar með álag. Stjórnendurnir hafa áhyggjur
af því að þegar ekki sé lengur hægt að
manna heimilin að fullu verði ekki hægt að
sinna nægilega vel þörfum heimilisfólks.
Nýlega var gerður kjarasamningur við
Eflingu - stéttarfélag, sem fyrsta kastið
hækkar launataxta ófaglærðra um 12-13%
að meðaltali og um 30% á þriggja ára samn-
ingstíma. Jóhann og Hrefna telja þennan
samning hafa litlu breytt um ástandið og
ekki aukið áhuga á þessum störfum. Svo
dæmi sé tekið þá eru mánaðarlaun 23 ára
ófaglærðs starfsmanns á heilbrigðisstofnun,
eftir hálfs árs starf, um 85 þúsund krónur,
miðað við dagvinnu, og við bætist vakta-
vinnuálag.
Ekkert svigrúm til gylliboða
Aðspurður hvað stjórnendur þessara
stofnana geta gert, segir Jóhann að félög
þeirra hafi rætt við fjármálaráðherra og
gert honum grein fyrir stöðu mála. Þá hafi
heilbrigðisráðherra sett nefnd á laggirnar
sem koma á með tillögur að bættri ímynd
dvalar- og hjúkrunarheimila. Jóhann segir
að slíkar aðgerðir taki sinn tíma og ekki sé
að vænta stökkbreytinga í náinni framtíð.
„Það er naumt skammtað frá ríkinu og
stjórnendur hafa ekkert svigrúm til að bjóða
starfsfólkinu betri kjör með einhverjum
gylliboðum," segir Jóhann.
Svipuð staða og árið 1987
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður
Sóknar og 1. varaformaður Eflingar, segist í
samtali við Morgunblaðið sannarlega hafa
orðið vör við þetta ástand á dvalar- og
hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu.
„Við erum núna að sjá svipaða stöðu og
árið 1987. Þá varð mikil breyting á þessum
vinnumarkaði ófaglærðra. Hins vegar voru
þá ekki eins mörg tækifæri og nú til að fara
í önnur störf, hreyfing á mannaflanum er
því mörgum sinnum meiri. Baráttan um
ófaglærða er einkum í veitingageiranum,
sem er sterkur í dag en var ekki árið 1987,
og í leik- og grunnskólum," segir Þórunn.
Að sögn Þórunnar virðist sem nýgerður
kjarasamningur Eflingar fyrir ófaglærða
hafi fengið takmarkaða kynningu. Oft sé
hringt til Eflingar og spurt hvað launin
hækkuðu mikið. Þórunn segir félagið t.d.
hafa rekið sig á það að launadeild Land-
spítalans hafi ekki fullunnið launabreyting-
arnar. Fjölmargir hefðu ekki enn fengið
breytingarnar í gegn, rúmum þremur mán-
uðum eftir að samningar tóku gildi.
„Samkeppnin um ófaglærða er gífurlega
hörð. Annars teljum við að kjarasamningur-
inn sé með sveigjanlegri ákvæðum fyrir
stofnanir til að meta hæfni og reynslu síns
starfsfólks. Hluti af þessu á að vísu ekki að
koma til framkvæmda fyrr en um áramót en
þarna eru menn væntanlega komnir með
stjórntæki í hendurnar sem nýtist þeim eitt-
hvað,“ segir Þórunn.