Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Formaður fþróttakennarafélags fslands telur grunnskóla ekki sinna íþróttakennslu nægilega vel
Morgunblaðið/Ásdís
Grunnskólar í Reykjavík hafa margir hverjir bannað nemendum sfnum að koma á
hlaupahjólum í skólann.
Hlaupahjól bönnuð
í skólanum
Reykjavík
MARGIR grunnskólar í
Reykjavík banna nemend-
um sínum að fara á hlaupa-
hjólum í skólana en hlaupa-
hjóiin hafa notið mikill
vinsælda hjá yngstu kyns-
lóðinni í sumar. Arngrímur
Viðar Ásgeirsson, for-
maður fþróttakennarafé-
lags íslands, segir þessa
ákvörðun skólayfírvalda
vekja upp spumingar um
hreyfingu barna almennt
því beinlínis sé verið að ýta
undir það að skólabörnum
sé ekið í skólana.
„Er það stefna yfirvalda
að börnin séu sem mest
keyrð í skólann?" sagði
Amgrímur Viðar. „Mér
finnst að skólarnir ættu að
búa sér til heilbrigðisstefnu
íyrir skólann alveg eins og
þeir hafa búið sér til um-
hverfisstefnu. Við sjáum
það að ef fólk hreyfir sig
ekki reglulega fer heilsu
þeirra hrakandi og það á
alveg eins við um börn og
fullorðna."
samkvæmt viðmiðunar-
stundaskrá aðalnámskrár
bæri skólum skylda tO að
kenna nemendum sínum að
lágmarki 60 stundir í íþrótt-
um (leikfimi) á hverju skóla-
ári. Hann sagði að líkt og með
sundkennsluna sinntu margir
skólar ekki þessari skyldu
sinni.
Samkvæmt könnuninni
kemur i ljós að í 14% grunn-
skólum voru kenndar færri
en 60 stundir í leikfimi á síð-
asta skólaári, þ.e. færri en 2
tímar á viku.
fþróttahreyílngin vill
starfa með skólunum
Arngrímur Viðar sagði
mikilvægt að skólayfirvöld og
sveitarstjórnir færu að horfa
sér nær varðandi hreyfingu
barna almennt. Hann sagði að
íþrótta- og ólympíusamband
íslands hefði m.a. sent
menntamálaráðuneytinu er-
indi í sumar þar sem lögð
hefði verið áhersla á að fjöldi
íþróttatíma í skólum yrði auk-
inn. I erindinu lýsir íþrótta-
hreyfingin sig tilbúna til að
starfa með skólunum í fram-
tíðinni til þess að auka hreyf-
ingu barna.
I erindi sambandsins segir:
„Sjónvarpsgláp og tölvuleikir
hafa í mörgum tilvikum leyst
af hólmi heilbrigða hreyfingu
og útivist barna og unglinga.
A sama tíma hefur sú þróun
orðið að íþróttatímum í skól-
um hefur víða verið fækkað."
Skólarnir úti á landi
standa sig betur
Arngrímur Viðar sagði að
vissulega væru til skólar sem
stæðu vel að íþróttakennslu,
en hann sagði að það væru yf-
irleitt skólar úti á landi.
„Skólarnir þar hafa oft á
tíðum betri aðstöðu og sumir
þeirra hafa verið einsetnir í
langan tíma. Skólarnir þar
gegna kannski virkara hlut-
verki í samfélaginu, en á höf-
uðborgarsvæðinu hafa skól-
arnir oft fengið þennan
geymslustimpil."
Fjöldi leiktækja var við Gufunesbæ í Grafarvogi á laugar-
daginn og börnin kunnu greinilega vel að meta það.
GRAFARVOGSDAGUR var
haldinn hátíðlegur í þriðja
sinn á laugardaginn í glamp-
andi sólskini og tókst einkar
vel, að sögn Regínu Ásvalds-
dóttur, framkvæmdastjóra
Miðgarðs.
„Það var mikil stemmn-
ing,“ sagði Regína. Það var
alveg ótrúlega gaman að taka
þátt í þessu, það var gott veð-
ur, mjög góð mæting og þetta
Morgunblaðið/Ómar
Sumir létu sér nægja að
ganga um hátíðarsvæðið
og fylgjast með, enda get-
ur það verið gaman þegar
maður hefur gott útsýni.
tókst því geysilega vel.“
Dagskráin hófst um morg-
uninn með göngu um hverfið
þar sem Einar Birnir, íbúi í
Grafarvogi, sýndi hópnum
áhugaverða staði og fræddi
fólk um sögu þeirra. Fyrir
hádegi var einnig boðið upp á
yoga og vatnaleikfimi í
íþróttamiðstöðinni í Dalhús-
um og mæltist það vel fyrir.
Varðeldur og
brekkusöngur
Regína sagði að strax eftir
hádegi hefði verið haldin
svokölluð Fjölnismessa í
Grafarvogskirkju, þar sem
börn úr íþróttafélaginu hefðu
tekið þátt í messunni og Birg-
ir Gunnlaugsson, formaður
knattspymudeildar Fjölnis,
hefði flutt hugvekju. I
kirkjunni var Máttarstólpinn,
hvatningarverðlaun Mið-
garðs og hverfisnefndar
Grafarvogs, veittur skóla-
hljómsveit Grafarvogs, en um
er að ræða 300 þúsund króna
peningaverðlaun og viður-
kenningarskjöl til allra í
hljómsveitinni.
Dagskráin í Gufunesbæ
hófst um klukkan þrjú og
stóð fram á kvöld, en boðið
var upp leiki fyrir krakkana,
settur var upp klifurveggur
og þá var keppt í kassabíla-
ralli. Hin árlega Grafarvogs-
glíma fór einnig fram um
daginn, þar sem leikskóla-
stjórar í hverfinu, starfsmenn
Miðgarðs, starfsmenn í Gufu-
nesbæ og starfsmenn í
Áburðarverksmiðjunni
kepptu í ýmsum greinum.
Starfsmenn Gufunesbæjar
stóðu uppi sem sigurvegarar,
en lögreglan sá um dómgæslu
í keppninni.
Regína sagði að auk þessa
hefði verið grillað og sungið
og að um kvöldið hefði verið
varðeldur og brekkusöngur,
þar sem skátar hverfisins
hefðu haldið uppi stemmning-
unni.
Hátíðarhöldunum lauk við
Gufunæsbæ lauk síðan um
hálftíu með flugeldasýningu.
Síðasti dagskrárliður Grafar-
vogsdagsins, var ball með
hljómsveitinni Á móti sól,
sem haldið var í Fjörgyn.
borgarsvæðinu og víðar.
„Það er verið að brjóta á
rétti nemenda til þess að fá
lágmarkskennslu í íþróttum
og þá sérstaklega sundi,“
sagði Arngrímur Viðar.
„Nemendurnir fá ekki þær
stundir sem þeir þurfa til
þess að öðlast nægilega fæmi
í sundi og Iþróttakennarafé-
lagið vill að réttur þessara
barna sé virtur.“
Samkvæmt viðmiðunar-
stundaskrá, sem gefín er út af
GRUNNSKÓLAR í Hafnar-
firði bjóða nemendum í 1.
bekk ekki upp á sundkennslu,
þótt þeim beri skylda til þess
samkvæmt viðmiðunar-
stundaskrá aðalnámskrár
grunnskólanna, sem tók gildi
fyrir skólaárið 1999 til 2000.
Arngrímur Viðar Ásgeirsson,
formaður íþróttakennarafé-
lags íslands, segir að það séu
ekki aðeins grunnskólar í
Hafnarfirði sem virði ekki
kennsluskylduna heldur einn-
ig aðrir grunnskólar á höfuð-
Keppt var í kassabílaralli á Grafarvogsdeginum, sem haldinn var á laugardaginn.
Mikið fjör á
Grafarvogsdeginum
„Það er verið að brjóta
á rétti nemenda“
menntamálaráðuneytinu, ber
skólum skylda til að kenna að
lágmarki þrjár stundir í
íþróttum á viku, þar af tvær
stundir í leikfimi og eina í
sundi.
Arngrímur Viðar sagði að
nemendum væri ætlaður
a.m.k. einn sundtími á viku en
að þar sem ekki væri hægt að
koma því við bæri skólanum
skylda til að senda þá á árleg
námskeið.
Arngrímur Viðar sagði að
alltof fáir skólar virtu
kennsluskylduna^ og að í lok
síðasta árs hefði Iþróttakenn-
arafélagið óskað eftir því við
menntamálaráðuneytið að
það kannaði fjölda nemenda-
stunda, sem varið væri til
íþróttakennslu og þá einkum
sundkennslu. Ráðuneytið
varð við beiðni félagsins og
útbjó spurningalista sem
sendur var öllum grunnskól-
um landsins og var skóla-
stjórnendum gert að svara
spurningunum.
Um 84% skólastjórnenda
tóku þátt í könnuninni, sem
ber heitið „Upplýsingar um
íþróttakennslu í grunnskól-
um skólaárið 1999/2000“.
Könnunin leiddi í ljós að 28%
grunnskóla kenndu færri en
30 sundtíma á skólaárinu. Þá
kenndu 15% grunnskóla fæni
en 20 sundtíma á skólaárinu
og er um helmingur þeii'ra í
Reykjavík.
Árngrímur Viðar sagði að
hugsanlega væri ástandið enn
verra, því þótt bekkur væri
með 1 kennslustund í sundi í
stundaskránni sinni, væri
kennslunni víða háttað þann-
ig að helmingurinn færi í
sund fyrir áramót og hinn
helmingurinn eftir áramót, og
að samkvæmt því fengju
nemendurnir einungis 15
kennslustundir í sundi á
skólaárinu.
Eina markmiðið að allir
komist lifandi upp úr
I samantekt könnunar
menntamálaráðuneytisins
segir: „Sérstaka athygli vek-
ur að samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar veitir enginn
grunnskóli í Hafnarfirði nem-
endum sínum sundkennslu í
1. bekk. Þar að auki veita
sömu skólar iðulega ekki
sundkennslu í 10. bekk. Rétt
er þó að taka fram að í 2. til 9.
bekk veita viðkomandi skólar
fullnægjandi sundkennslu.“
Að sögn Arngríms Viðars
er nokkuð algengt að sund-
kennarar séu með alltof
marga nemendur í sund-
kennslu í einu, en til að
tryggja öryggi og stuðla að
bættri kennslu hefur skipulag
sundkennslunnar miðast við
15 riemendur í hverjum tíma.
í könnun ráðuneytisins
kemur fram að 18% grunn-
skóla hafi fleiri en 15 nem-
endur á hvern sundkennara
og er ástandið verst á
Reykjanesi.
„Maður hefur heyi't að
kennarar séu að fá 25 til 28
manna hópa í sundkennslu,
en öryggisins vegna er það
mjög hættulegt og þetta leið-
ir til þess að eina markmið
tímans verður það að allir
komist lifandi upp úr,“ sagði
Arngrímur Viðar. „Það væri
hægt að laga þetta með því að
hafa tvo íþróttakennara í
sundkennslu með sama bekk-
inn, eins og er reyndar gert
sums staðar."
Arngrímur Viðar sagði að
Grafarvogur
Höfudborgarsvæöið