Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 23
ÚRVERINU
Vilhelm Þorsteinsson EA kom til heimahafnar á Akureyri í fyrsta sinn á sunnudag
Nýtt flaggskip fiskiskipaflotans
FJÖLMENNI fagnaði komu nýs
fjölveiðiskips Samherja hf., Vil-
helms Þorsteinssonar EA 11, er
skipið kom til heimahafnar á Akur-
eyri á sunnudag. Þetta er í fyrsta
skipti sem Akureyringar fagna
komu nýs skips til heimahafnar frá
því Baldvin Þorsteinsson EA 10,
frystitogari Samheija, kom til Ak-
ureyrar árið 1992.
Anna Kristjánsdóttir, ekkja Vil-
helms Þorsteinssonar, fyrrum
framkvæmdastjóra títgerðarfélags
Akureyringa og skipstjóra, gaf
skipinu nafn en séra Svavar Alfreð
Jónsson, sóknarprestur á Akureyri
blessaði skipið. Þá afhenti Jarle
Gjerde, forstjóri Kleven Verft
skipasmíðastöðvarinnar í Noregi,
Kristjáni Vilhelmssyni, fram-
kvæmdastjóra útgerðarsviðs Sam-
heija og eins af aðaleigendum fé-
lagsins, skipið formlega til eignar.
Vinnsla á bæði bolfiski
og uppsjávarfíski
Vilhelm Þorsteinsson EA er eitt
stærsta og glæsilegasta skip ís-
lenska fiskiskipaflotans. Það er 79
metra langt, 16 metra breitt, og
5.520 kílówatta aðalvél. Það er búið
bæði til nóta- og flottrollsveiða og
um borð er fullkominn búnaður til
frystingar og vinnslu á bolfíski, síld,
loðnu og kolmunna. Frystigeta afla
í vinnslu er um 120 tonn á sólar-
hring og burðargeta afla til bræðslu
um 2.500 tonn. Frystilestir skipsins
rúma um 650 tonn af frosnum afla
og um 1.200 tonn af fiski í kælitönk-
um. Ibúðir eru fyrir 28 manna áhöfn
og aðbúnaður allur eins og best
verður á kosið. Ganghraði skipsins
er 18,2 sjómflur og togkraftur 90
tonn við fullt átak. Áætlaður heild-
arkostnaður við nýsmíðina er um
1.500 milljónir króna.
Frumhönnun skipsins var í hönd-
um starfsmanna Samheija og
Skipatækni hf. en Teiknistofa Karls
G. Þorleifssonar á Akureyri annað-
ist hönnun á vinnsludekki ofl.
Skipasmiðastöðin Stocznia Poln-
ocna í Gdansk í Póllandi annaðist
smíði skrokksins og hófst verkið um
mitt síðasta ár. Þar var skipinu
hleypt af stokkunum í mars sl.
Kleven Verft AS í Ulsteinvik í Nor-
egi annaðist framhald smíðinnar.
Skipstjórar nýja skipsins verða
tveir, þeir Arngrímur Brynjólfsson
og Sturla Einarsson en þeir hafa
báðir stýrt skipum Samheija um
langt árabil. Arngrímur var áður
skipstjóri á Þorsteini EA og Baldvin
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fjölmenni var á Togarabryggjunni á Akureyri þegar Vilhelm Þorsteinsson EA lagðist að bryggju í heimahöfn í fyrsta sinn.
Þorsteinssyni EA en Sturla var síð-
ast skipstjóri á Akureyrinni EA.
Áætlað er að skipið haldi í sína
fyrstu veiðiferð í lok næstu viku.
Sýnir framsýni og dug
í ávarpi sínu á sunnudag óskaði
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Samherja til hamingju með nýja
skipið, en jafnframt Akureyringum
og þjóðinni allri, enda væri hið nýja
skip flaggskip íslenska fiskis-
kipaflotans. Hann sagði skipið sýna
að enn býr dirfska og framsýni í
forystumönnum í íslenskum sjávar-
útvegi. „Það er mikil þörf á því að
framsýni og dirfska sé sýnd í þess-
um undirstöðu atvinnuvegi ís-
lenskrar þjóðar, atvinnuvegi sem er
þeirrar gerðar að þá honum vegnar
vel þá vegnar allri fslensku þjóðinni
vel,“ sagði Davíð.
EKKI eru til kjarasamningar fyr-
ir skip á borð við Vilhelm Þor-
steinsson EA að mati Þorsteins
Más Baldvinssonar, fram-
kvæmdastjóra Samherja hf. Því
segir hann að sé ljóst að gera
þurfi nýjan kjarasamning fyrir
skipið. I skipinu sé veruleg frysti-
geta til að vinna loðnu, kolmunna
og síld um borð og þvi gefi skipið
mikla möguleika á vinnslu á upp-
sjávarfiski úti á sjó. Eins séu í
skipinu síldarflökunarvélar sem
gefi möguleika á að vinna einnig
kolmunna og makrfl um borð.
Tekið verði tillit til búnaðar
Auk þess er í skipinu búnaður
til vinnslu á bolfiski, m.a. þorsk-
flökunarvél, karfaflökunarvél og
Þarf nýja
samninga
lausfrystir til að frysta meðal
annars karfaflök. „Við höfum ósk-
að eftir viðræðum við sjómanna-
félögin um gerð slíkra samninga
en ekki fengið mikil viðbrögð. Við
teljum að ef þetta skip á að geta
verið undir íslensku flaggi í fram-
tíðinni þurfum við að ná sam-
komulagi við stéttarfélögin um
hvernig á að reka svona skip. Ég
hef trú á því að rekstur þessa
skips geti gengið ef okkur tekst
að semja við stéttarfélögin og að
tekið verði tillit til þess búnaðar
sem um borð er,“ segir Þorsteinn.
Vantar samninga fyrir
vinnslu á kolmunna
og makríl
Að sögn Hólmgeirs Jónassonar,
framkvæmdastjóra Sjómanna-
sambands Islands, eru til samn-
ingar um hluta af þeirri vinnslu
sem geti farið fram í hinu nýja
skipi, til dæmis á síld og loðnu.
Aftur á móti séu til dæmis ekki til
samningar fyrir sjómenn um
vinnslu á kolmunna og makrfl á
sjó. Hann segir að um þetta þurfi
að semja við sjómenn eins og ann-
að, enda hafi samningar verið
lausir frá 15. febrúar síðastliðn-
um.
Tækni til sigurs - Ráðstefna Nýherja
á Hótel Örk 15. september
Föstudaginn 15. september efnir IMýherji til ráðstefnu undir
yfirskriftinni „Tækni til sigurs" á Hótel Örk í Hveragerði. Þar
geta viðskiptavinir Nýherja kynnt sér hvaða lausnir og nýjungar
eru i boði til að efla samkeppnishæfni og auka árangur. Á
ráðstefnunni verður hægt að kynna sér hinar ýmsu nýjungar
innan upplýsingatækninnar því þar munu á annan tug erlendra
fyrirlesara ásamt sérfræðingum Nýherja flytja yfir 30 fyrirlestra
um ólík efni.
í boði verða kynningar á flestu því sem er að gerast í hagnýtingu
upplýsingatækni í upphafi nýs árþúsunds. Kynntar eru fjöl-
margar nýjungar og má nefna umfjöllun um öryggismál netkerfa,
vefverslanir, IBM AS/400 nýjungar, kynningu á EDI/XML
lausnum, verslunarlausnir og rafræn viðskipti, IP símstöðvar,
SAP, Siebel CRM hugbúnað, LINUX,gagnageymslur,þráðlausar
lausnir, Ráðgjöf Nýherja, RS/6000 og PC nýjungar, lófatölvur,
Tivoli netumsjónarbúnað, fieiri nýjungar í prentaralausnum og
hópvinnulausnir.
Nánari upplýsingar og skráning fæst með rafrænni skráningu á
heimasíðu Nýherja, www.nyherji.is, með tölvupósti orkin@nyherji.is
eða í síma 569 7891. Skráningu lýkur 8. sept.
A Stefndu á sigur með lausnum frá Nýherja
A, Fáðu beinan aðgang að sérfræðingum
^ Njóttu sveitasælunnar í Hveragerði
^ Bókaðu strax - þátttakendafjöldi er takmarkaður
NÝHERJI
Borgartún 37 ■ S:569 7700
http://www.nyherji.is