Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Á „dansiballi“
í Vínarborg
TOIVLIST
Islenska óperan
SÖNGUR OG HLJÓÐ-
FÆRASLÁTTUR
Unnur Astrid Wilhelmsen og Wien-
er Opemball-Damenensemble
fluttu skemmtitónlist frá Vínar-
borg. Laugardagurinn 2. septem-
ber 2000.
VÍNARBORG var um tima höfuð-
borg tónlistar og þar störfuðu fræg-
ustu tónskáld klassískrar, rómantískr-
ar og nútímalegrar tónlistar en til
hliðar við hina alvarlegu og há-
stemmdu tónlist stóru tónskáldanna,
fann aðall borgarinnar sér tónmál, sem
hentaði til skemmtunar og féll vel að
glæsileik yfirstéttarinnar. Þar var
valsinn í forustu og þegar fjallað er um
Vínartónlist í dag, kemur valsinn upp í
huga manna, dansaður af viðhafnar-
klæddu dansfóltó, sem svífur léttfætt
um dansgólfið. Þrátt fyrir að Vínar-
borg væri háborg tónlistar, eru það
sérkennileg öfugmæli, að fyrsta eigin-
lega og innfædda austurríska tón-
skáldið, sem náði heimsfrægð, var Jó-
hann Strauss yngri, því allir þeir sem
fyrr höfðu gert garðinn frægan, voru
ýmist aðfluttir eða af erlendu bergi
brotnir, eins t.d. Schubert, sem var
tékknesk-pólskur að ætt og uppruna,
þó fæddur væri í Vínarborg.
Þeir sem mörkuðu upphaf valsa-
tónlistar voru Josef Lanner og Jó-
hann Strauss eldri, sem störfuðu sam-
an í danshljómsveit og einnig áttu
Josef og Johann Schrammel þátt í
þessari þróun. Það sem hleypti lífi í
þessa starfsemi var sérlega umsvifa-
mitóð skemmtanalíf og síðar tóku „al-
vöru“ tónskáld upp mertó þessara
manna og lögðu sig sérstaklega eftir
gerð söngleikja, er náðu miklum vin-
sældum, sem enn eru viðfangsefni
leikhúsa um allan heim og tengjast
m.a. „músíkölum“ þeim sem Banda-
rikjamenn hófú til vegs og virðingar
um og eftir aldamótin 1900. Það sem
nú skilar sér til fólks, er sú gleði, sem
einkennir hina svo nefndu Vínartónl-
ist og er þeim sérlega töm, er hafa
dvalið í Vín og druktóð í sig þessa
smitandi gleði Vínarbúa.
Vínar-óperudanshljómsveitin er
stópuð sjö konum og er einum of fá-
menn til að ná þeim hljómi, sem fólk
utan Vínar er annars vant að heyra
leikna af stórum hljómsveitum.
Hljómsveitin lék valsa og leikhústón-
list eftir Johann Schrammel (Wien
bleibt Wien), Josef Lanner (Tarant-
elle), Johann Strauss (valsana Vor-
ljóð, Vínarblóð, Perpetuum Mobile,
Morgenblátter og Dónárvalsinn ),
Franz Léhár, (Paganini- Melodie og
Weiber-Marsch) og Vittorio Monti
(Csárdás). Þrátt fyrir að margt væri
þokkalega flutt, var flutningurinn í
heild aðeins „svipur hjá sjón“, því um-
skriftimar á þessum verkum voru
einum of einfaldaðar og hljómvana,
vegna fámennis hljómsveitarinnar.
Ung söngkona, Unnur Astrid Wil-
helmsen, sem, samkvæmt efnisskrá,
hefur lagt sig eftir flutningi svo
nefndrar Vínartónlistar, söng Ich
schenk meine Herz eftir Millöcker,
Wien, du Stadt meiner Ti-aume eftir
Sieczynstó, Ich bin verliebt eftir
Dostal, Im Prater bluh’n wieder die
Báume, eftir Stolz og síðast Höri ich
Cymbalklánge eftir Léhár. Öll þessi
lög eru í raun létt til söngs og var
flutningur Unnar áreynslulaus og
mjög vel mótaður, borin upp af leik-
rænni túlkun og skýrum framburði.
Þessi skemmtilög reyndu ektó mitóð
á sönghæfni Unnar en í hinni svo
nefndu Vínartónlist er að finna söng-
verk, sem virkilega reyna á getu
söngvaranna, svo að vali hennar hefur
verið einum of stillt í hóf, varðandi
söngræn tilþrif, sem oft voru glæsi-
lega útfærð af tónskáldum þessa
gleðitímabils í sögu tónlistarinnar.
Jacqueline Roscheck-Morard var
konsertmeistari og fór mjög fyrir
hljómsveitinni og sýndi sig að vera
ágætur fiðlari, sérstaklega í Paganini-
laginu og sardansinum eftir Monti, en
einnig var flautuleikari hljómsveitar-
innar, Heide Wartha, skemmtilegur
og lifandi, t.d. í „Eilífðarvélinni" eftir
Strauss. Fjórir dansarar, Islands-
meistarar í gömlu dönsunum, Guðrún
Halia Hafsteinsdóttir og Eðvarð Þór
Gíslason, úr Dansskóla Heiðars Ást-
valdssonar og ungt verðlaunapar,
Ema Halldórsdóttir og Baldur Kári
Eyjólfsson, úr Dansskóla Jóns Péturs
og Köru, dönsuðu eftir Strauss-völs-
unum og þrátt fyrir önuga aðstöðu
var dansinn borinn upp af þokka og
léttleika. Það má segja, að þetta hafi
verið góð kvöldskemmtan, enda
skemmtu áheyrendur sér hið besta,
og þökkuðu fyrir sig með kraftmiklu
„klappi og stappi“ eins og vera ber á
fjörugu „dansiballi" í Vínarborg.
Jón Asgeirsson
Kínversk málaralist
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Málverkið „Gengið í snjdnum“ eftir Ji Qinyuan.
MYJVDLIST
Lislasaín íslands
ÝMSIR LISTAMENN
Sýningin er opin frá 11 til 17 alla
daga nema mánudaga og
stendur til 1. október.
ÍSLENDINGAR fá ekki oft að
sjá kínverska myndlist og er hætt
við að margir hafi frekar óljósar
hugmyndir um það hvað er þar
efst á baugi. Reyndar hafa ungir
kínverskir listamenn vakið tölu-
verða athygli á Vesturlöndum
undanfarin misseri þótt ekki hafi
sýningar þeirra borist hingað.
Þannig var sett saman stór sýn-
ing í P.S.l-listasafninu í New
York fyrir tæpum tveimur árum
og kínverskir listamenn voru líka
áberandi á Feneyjartvíæringnum
í fyrra. Þetta unga fólk er að
vinna spennandi verk í ýmsa
miðla sem standast fyllilega sam-
anburð við það framsæknasta í
vestrænni myndlist og er öruggt
að fjölmargar fleiri sýningar eiga
eftir að fylgja í kjölfarið.
Sýningin sem nú er komin í
Listasafn íslands er hins vegar af
hefðbundnari toga og ekki til
marks um það sem yngri lista-
menn í Kína eru að taka sér fyrir
hendur. Málararnir þrjátíu og
fimm sem eiga verk á sýningunni
eru flestir á sextugsaldri og
starfa margir við
Listmálaraakademíuna í Beijing
þar sem hefðin ræður enn. Þær
aðferðir sem hér er beitt má
rekja aftur um allt að því tvö þús-
und og fimm hundruð ár og hafa
þróast hægt á þessum tíma, enda
virðing fyrir hefðinni einn helsti
þáttur í þessari málaralist.
Málað er með vatnslitum eða
bleki á sérstakan pappír eða silki-
dúk og framsetning efnisins er
afar fáguð og gjarnan einfölduð
svo að myndirnar virka allt að því
afstrakt þótt myndefnið sé í raun
tekið úr náttúrunni.
Það er líklega erfitt fyrir okkur
að skilja þá miklu íhugun og
löngu hefð sem býr að baki
myndum af þessu tagi. Námið
sem þessir málarar hafa gengið í
gegnum snýr ekki síst að hug-
myndafræði eða heimspeki þeirri
sem liggur til grundvallar og
„samþætting forms og anda“ er
ekki síður mikilvæg en meðferð
forma og lita. I sýningarskrá er
vitnað í gamalt kínverskt máltæki
sem lýsir þessu vel: „Til að mála
fjall verður maður að skoða það í
tíu ár, íhuga það í tíu ár og teikna
það í tíu ár.“ Viðhorf af þessu tagi
finnur maður svo sannarlega ekki
í vestrænni samtímalist. Sýningin
í Listasafninu ber þess nokkur
merki að vera opinbert framlag,
sett saman af Alþjóðlegu sýning-
arstofnuninni í Kína, einhvers
konar nefnd sem hefur það hlut-
verk að útbúa sýningar til að
senda til annarra landa sem
dæmi um kínverska list. Líkt og
alltaf er um slíkar stofnanir er
hætt við að hér hafi verið farið
einhverja millivegi, valin kurteis-
isleg og hefðbundin verk umfram
það sem nýstárlegt er. Hvað sem
því líður er skemmtilegt að fá
hingað sýningar á list sem við
þekkjum lítið til og vonandi opn-
ast með þessu möguleiki á að fá
til landsins fjölbreyttari sýningar
frá þessu stóra landi Kína.
Jón Proppé
; A
• -
.
ftfr
.
Innritun í síma 567 8965
Balletskóli,
Sigfíðar Irmann
I Reykjavík og Kópavogi
Námskeið fyrir byrjendur (4 ára yngst)
og framhaldsnemendur.
Kennslusíaðir:
Félagsheimili Rróttar í Laugardal
og Iþróttahúsi Breidabliks, Smáranurn
I
I í
.
Iðnbúð 1,210 Garðabs
sími 565 8060
sœtir
sofar
Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475
Fyrirferðarmikil og
frekjuleg amma
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Sambíó-
in Álfabakka, Nýja
bfó Keflavfk og Borg-
arbíó Akurejri
„BIG MOMMA’S HOUSE,,
Leiksljóri: Raja Gosnell. Handrit:
Darryl Quarles og Don Rhymer.
Framleiðandi: David T. Friendly.
Aðalhlutverk: Martin Lawrence, Nia
Long, Paul Giamatti og Terrence
Howard. 20th Century Fox 2000.
BANDARÍSKA gamanmyndin
„Big Momma’s House“ er einskonar
sambland af annani gamanmynd,
„Mrs. Doubtfire“, og löggumynd sem
hét „Stakeout“. Tveir lögreglumenn
eru settir í að gæta húss nokkurs þar
sem von er á morðingja er sloppið
hefur úr fangelsi en í húsinu býr sér-
staklega breiðvaxin blökkukona
nokkuð við aldur. Atvikin haga því
svo til að annar lögreglumannanna
verður að taka á sig gervi hennar til
þess að blekkja morðingjann og úr
því verður einstök lífsreynsla fyrir
hann.
Úr því verður einnig góðlátleg,
hæfilega fyndin og vinaleg ærsla-
gamanmynd og misstólningsfarsi
með Martin Lawrence í hlutverki
ömmunnar, klæddur í ógurlegt gervi.
Hann er jafnóþekkjanlegur í hlut-
verkinu og Robin Williams var þegar
hann lék rosknu ræstingakonuna í
„Mrs. Doubtfire" og hefur hreinustu
unun af að leika „big momma“, hina
fyrirferðarmiklu og frekjulegu ömmu
sem myndin snýst öll um. Má segja
að hann fari á kostum í hlutvertónu.
Handritshöfundarnir Darryl
Quarles og Don Rhymer eru upp-
áfinningasamir þegar þeir setja lögg-
una i hverja slæmu klípuna á fætur
annarri í gervi ömmunnar og hinn
geðþekki Lawrence pumpar lífi í
myndina með fjörlegri túlkun á kerl-
ingunni ógurlegu. Aðrir leikarar hafa
stóljanlega úr minna að moða. Vegna
þess að myndin er fyrst og fremst
skemmtilegt þrjúbíó verður hún
aldrei ljót á að líta og það er kostur
hennar. Lítið sem ekkert verður úr
sögunni af morðingjanum í rauninni
nema fyndið upphlaup og ástarsaga á
milli löggunnar Lawrence og barna-
barns ömmunnar er einnig lítið ann-
að en uppfyllingarefni. Aðalmálið er
Lawrence í búningi ömmunnar og
hann stólar sínu og vel það.
Arnaldur Indriðason